Morgunblaðið - 08.05.1983, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.05.1983, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 Fæddist 3 merkur eftir 24 vikna meðgöngutíma Er nú komin á annað árið og dafnar vel FYRIR skömmu birtist frétt hér í blaðinu frá San Diego í Kaliforníu þess efnis að sett hefði verið nýtt heimsmet í fæðingu fyrir tímann. Ernestine nokkur Hudgins fæddist eftir aðeins 22ja vikna meðgöngu- tíma. Fyrra heimsmetið var talið vera 23 vikur. Mbl. frétti af lítilli telpu á Siglufirði, Lísu Rut Björns- dóttur, sem í fyrra fæddist eftir 24 vikna meðgöngutíma. Hún er það barn hér á landi sem talið er að skemmst hafi verið gengið með og lifað. Lísa Rut var 710 grömm að þyngd þegar hún fæddist en það samsvarar því að 40 grömm vanti upp á 3 merkur. Meðalþyngd ís- lenskra barna við fæðingu er Fréttin í Mbl. 6/4 um heimsmctið hinsvegar 3.500 grömm eða 14 merkur. Lísa Rut var 36% sm að lengd við fæðingu en meðallengd íslenskra barna við fæðingu er 52 sm. „Þetta var mjög erfiður tími. Lengi vel var tvísýnt um líf henn- ar og við vorum alltaf vöruð við hinu versta. Læknarnir gátu ekki gefið okkur von fyrr en eftir mán- uð,“ sögðu foreldrar Lísu Rutar, Jóhanna María Sveinsdóttir og Björn Gunnar Pálsson, þegar blm. heimsótti fjölskylduna á heimili þeirra í Siglufirði. Lísa Rut er þeirra fyrsta barn en þau eru bæði Siglfirðingar. Jóhanna María vinnur í frystihúsinu og Björn er háseti á togaranum Sigluvík. Lísa Rut 2ja mánaða gömul. Það skal tekið fram að snuðið sem hún er með er ekki risasnuð, það er af venjulegri stærð, en hlutföllin leyna sér ekki og þó hefur Lísa litla stækkað mikið frá fæðingu. Tveir fundir Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hittust á tveimur fund- um í gær, laugardag, og í dag, sunnudag, verða áframhaldandi við- ræður við Alþýðuflokk og Fram- sóknarflokk í þeirri stjórnarmynd- unarlotu sem nú stendur yfir. Þingflokkur sjálfstæðismanna hélt fund í gærmorgun og stóð hann fram yfir hádegi. Á fundin- um voru rædd viðhorfin í stjórn- armyndunarviðræðunum, en á þingflokksfundinum voru engar formlegar ákvarðanir teknar um að ganga til stjórnarsamstarfs við ákveðna flokka. Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur verið boðaður til fundar á mánudag. Auk Geirs Hallgrímssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins, tóku þeir Friðrik Sophusson, vara- formaður flokksins, og Matthías Bjarnason alþingismaður þátt í fundinum með alþýðuflokks- mönnum. Á meðfylgjandi mynd sem ljós- Leiðrétting í frétt um fermingarbörn á Sel- fossi í blaðinu í gær misritaðist heimilisfang eins fermingarbarns- ins. Hildur Gunnarsdóttir á heima á Lamhaga 34 á Selfossi. myndari Mbl. Ólafur K. Magnús- son tók fyrir þingflokksfund sjálf- stæðismanna í gærmorgun, eru þingmennirnir Friðrik Sophusson, Ellert B. Schram og Halldór Blöndal. Sterling Airways flytur Islendinga frá Kanada í sumar FLUGMÁLASTJÓRN hefur veitt danska fiugfélaginu Sterling Airways heimild til að millilenda á Keflavíkur- flugvelli í tíu leiguferðum milli Kanada og Danmerkur í sumar og til að flytja í þessum ferðum um eitt hundrað Vest- ur-íslendinga, sem ætla hingað til lands, að sögn Péturs Einarssonar, flugmálastjóra. Pétur Einarsson sagði að vélarnar þyrftu að millilenda hér á landi til að taka eldsneyti og því hefði ekki þótt óeðlilegt, að heimila flutning á umræddum Vestur-Islendingum hingað til lands, sem að öðrum kosti hefðu þurft að fljúga fyrst frá Winnipeg til Chicago eða New York og síðan þaðan til Islands, þar sem ekkert beint áætlunarflug er milli Kanada og íslands. Umræddir farþegar koma hingað til lands og vegum ferðaskrifstof- unnar Samvinnuferða-Landsýnar. Tekjuskerðing land- verkafólks talsverð „ÞÓ AFLI á land kominn nú sé mikl- um mun minni en á sama tíma í fyrra hér á Suðurnesjum, hefur það ekki valdið landverkafólki í sjávarútvegin- um atvinnuleysi. Þó má búast við, að þess fari að gæta nú í vertíðarlokin og hætt er við því, að unglingar eigi erfitt með að fá sumarvinnu,“ sagði Helga Enoksdóttir, formaður Yerkalýðsfé- lags Grindavíkur, í samtali við Morg- unblaðið. „Það hefur hins vegar dregið mjög úr vinnu, lengst af aðeins unnið í 8 til 10 tíma á dag og lítið um helgar og veldur það talsverðri tekjuskerðingu miðað við síðasta ár. Aðkomufólk hér hefur verið álíka margt og undanfarnar vertíð- ir. Þó vertíðin hafi ekki verið því eins ábótasöm og oft áður er lítil hreyfing á því, þar til nú þegar ver- tíð er að ljúka. Fólk er furðu rólegt, þrátt fyrir tekjuskerðinguna," sagði Helga. Fulltrúar minnihlutans vilja úrelt stjórnkerfi — segir Ragnar Júlíusson, formadur útgerðarráðs BÚR „HÉR ER UM að ræða hagræðingu í rekstri, sem hefur í fór með sér sparnað, dreifingu vaids og ábyrgðar og eykur tengsl yfirmanna og starfsfólks. Það er fráleitt að tala um fjölgun yfírmanna vegna þessa og auk þess mun þessi breyting leiða af sér fækkun starfsmanna í hinum ýmsu deildum, þegar fram í sækir. Fyrrverandi meirihluti, sem nú finnur að hagræðingu, misnotaði vald sitt á síðasta kjörtímabili með aukningu yfír- byggingar og ærnum kostnaði eins og áður hefur komið fram, en nú virðist þeim gleymt,“ sagði Ragnar Júlíusson, formaður útgerðarráðs BÚR, er Morgunblaðið innti hann eftir stjórn- kerfísbreytingum innan fyrirtækisins, sem útgerðarráð hefur nýlega samþykkt. „Nauðsynlegt var að grípa til allra hugsanlegra ráða til úrbóta þegar ljóst var, að staða fyrirtæk- isins var slík, að útlit er fyrir að minnsta kosti 100 milljóna króna tap á árunum 1982 og 1983 sam- anlagt. Af þessum ástæðum er hagræðing og aðhald nausynlegt í einu og öllu. Stjórn BÚR ákvað á fundi sínum i janúar, ágreinings- laust, að leita til hagræðingarfyr- irtækis, Hagvangs, eftir tillögum um úrbætur á stjórnskipulagi BÚR, sem nánast hafði verið óbreytt frá stofnun 1947. Tillögur Hagvangs voru þær, að fram- kvæmdastjóri skyldi vera einn í stað tveggja nú, með fjóra deildar- stjóra sér til aðstoðar, sem séu ábyrgir gagnvart framkvæmd- astjóra hver á sínu sviði og starfa í hans umboði. í tillögum Hag- vangs kom fram, að þessi breyting hefði í för með sér hagræðingu, sparnað og aukin tengsl yfir- manna og annarra starfsmanna. Áður en úttektin hófst var „stjórnspönn" framkvæmdastjór- anna tveggja 16 svið, en verður samkvæmt samþykkt útgerðar- ráðs frá 4. mai síðastliðnum 4 svið eins framkvæmdastjóra. Niður- staðan er þvi einfaldara og virk- ara stjórnkerfi, þar sem einn framkvæmdastjóri hefur fjóra deildarstjóra: fjármálastjóra, út- gerðarstjóra, framleiðslustjóra og forstöðumann tæknideildar. Á ýmsum stigum úrvinnslunnar fjallaði útgerðarráð um hugmynd- ir Hagvangs og var enginn ágrein- ingur um tillögurnar fyrr en í ljós kom, að gert var ráð fyrir einum framkvæmdastjóra í stað tveggja. Rétt er að geta þess að útgerðar- ráð hafði skömmu áður samþykkt samhljóða að stofna tæknideild áður en til úttektarinnar kom. Framkvæmdastjórar BÚR lögðu fram skriflega álitsgerð hvor um sig um tillögurnar, en þó ekki fyrr en á þeim fundi útgerðarráðs, þar sem tekin var endanleg afstaða. Undrar mig mjög, þar sem svo mjög er rætt af þeim um góða samstjórn, að þeir kæmu sér ekki saman um sameiginlega greinar- gerð. Ég átti tvo fundi með stjórn starfsmannafélags BÚR og kynnti henni tillögur Hagvangs, en engar breytingatillögur komu þá frá stjórninni. Rétt er að benda á lokaorð í bókunum Framsóknar og Alþýðubandalags: „Það væri því skynsamlegra, að okkar mati, að vinna að nauðsynlegum lagfær- ingum á yfirstjórn fyrirtækisins á grundvelli tvískiptingar þess og reyna þannig að forðast auka yfir- byggingu." Með þessu viðurkenna þeir nauðsyn lagfæringa en vilja samt af „óskiljanlegum" ástæðum halda í úrelt stjórnkerfi, en fyrir- tækjum er öllum holt að endur- skoða stjórnkerfi sitt, ekki sízt þegar illa gengur," sagði Ragnar. Sjálfstæðisfélögin í Breiðholti: Undirskriftasöfnun í óþökk stjórnarmanna A sameiginlegum fundi stjórnar- manna sjálfstæðisfélaganna í Breið- holti í gær kom fram mikil óánægja með undirskriftasöfnun til hvatningar landsfundarboðunar og formanns- kosningar Sjálfstæðisflokksins, bæði hvað varðar tilgang og framkvæmd. Að sögn Sigfúsar Johnsen, formanns Félags sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi, var á fundinum einróma samþykkt eftirfarandi ályktun: „I frétt DV, Tímans og Þjóðvilj- ans á laugardag, þar sem skýrt er frá svonefndri undirskriftasöfnun Sjálfstæðismanna og veitzt er að formanni Sjálfstæðisflokksins og hvatt er til landsfundarboðunar og formannskosningar, er ranglega sagt, að viðmælandi blaðanna, Guð- mundur Guðmundsson, sé stjórnar- maður í „Félagi sjálfstæðismanna í Breiðholti". Hið rétta er, að í Breið- holti eru þrjú sjálfstæðisfélög starfandi og er Guðmundur annar varamaður í stjórn Félags sjálf- stæðismanna I Hóla- og Fella- hverfi. Stjórnir sjálfstæðisafélaganna vilja að gefnu tilefni taka fram, að Bíl stolið á Akranesi Lítilli fólksbifreið var stolið á Akranesi milli klukkan 4 og 8 í gær- morgun. Bifreiðin fannst fljótlega lítið skemmd skammt ofan bæjar- ins, en að sögn lögreglunnar hefur ekki tekist að hafa uppi á þjófnum. Talsverð ölvun var á Akranesi í fyrrinótt og annríki hjá lögreglu af þeim sökum, en ekki urðu nein slys eða óhöpp. undirskriftasöfnunin er í óþökk stjórnarmanna, þar sem hún er ein- göngu til skaða fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Að mati stjórnarmanna í Breiðholti stráir hún efasemdum og eitri inn í yfirstandandi stjórnar- myndunarviðræður sjálfstæð- ismanna. Þá lýsa stjórnirnar furðu sinni á, að upphafsmaður þessa ódrengilega og vanhugsaða tiltækis, Asgeir Hannes Eiríksson, skuli ekki kynna það sjálfur í dagblöðum í stað þess að beita öðrum fyrir vagninn. Sýnir það bezt, hversu óheiðarleg hug- mynd liggur hér að baki.“ Að þessari samþykkt standa stjórnir sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti, þ.e. Félags sjálfstæð- ismanna í Hóla- og Fellahverfi, Fé- lags sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi og Félags sjálfstæð- ismanna í Bakka- og Stekkjahverfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.