Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 3 Lísa Rut var skírð á barnaspítala Hringsins þann 25. mars 1982, fjögurra daga gömul. Jóhanna María sagðist hafa ver- ið flutt suður á Landspítalann strax þegar hún missti legvatnið. Eftir þrjá daga fæddist stúlku- barn og eins og áður sagði 3% mánuði fyrir tímann, eftir aðeins 24 vikna meðgöngutíma. Barnið var að sjálfsögðu afar skammt á veg komið í þroska og alveg eins hægt að kalla það fóstur eins og barn. Það var sett í hitakassa og öndunarvél á vökudeild Barnaspít- ala Hringsins, sem er nokkurs konar gjörgæsludeild fyrir ungab- örn. Fyrstu dagana léttist það og var komið niður í rúmar 2 merkur eftir nokkra daga en fljótlega fór barnið, sem nú er búið að skíra Lísu Rut, að braggast. Hún var tekin úr öndunarvélinni eftir 2 mánuði og mánuði seinna var hún útskrifuð af sjúkrahúsinu, þá orð- in 9 merkur að þyngd. Lísa Rut er nú komin á annað árið. Hún þroskast mjög vel og er hin sprækasta að sjá. Hún er þó enn talsvert á eftir jafnöldrum sínum á sumum sviðum en að sögn lækna ætti hún að hafa náð þeim tveggja eða þriggja ára gömul. Mbl. hafði samband við tvo lækna vegna þessa máls. Sögðu þeir að mælingar og þroskamat staðfestu 24 vikna meðgöngutíma Lísu Rutar. Kristján Baldvinsson læknir tók á móti Lísu Rut ásamt Freyju Antonsdóttur ljósmóður. Staðfesti hann það sem áður sagði um meðgöngutíma hennar, þyngd og lengd. Jafnframt sagðist hann ekki vita til að nein önnur börn hér á landi hefðu lifað af eftir jafn stuttan meðgöngutíma. Sagði hann að mjög litlar líkur væru á að börn sem fæddust áður en 28 vikur væru liðnar af meðgöngu- tíma lifðu af. Gunnar Biering, yfirlæknir á vökudeild Barnaspítala Hringsins, sagði að Lísa Rut hefði verið ótrúlega sprækt barn miðað við hversu óþroskuð hún hefði verið við fæðingu. Einstakt væri hversu vel hún hefði komist í gegnum þetta. Hann sagðist heldur ekki vita til að neitt barn sem fæðst hefði jafn skammt meðgengið og Lisa Rut hefði lifað af, en hinsveg- ar væru staðfest dæmi erlendis frá um slíkt. Umboðsmál KLM á ís- landi eru í athugun MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá hollenzka flugfélaginu KLM: „Vegna frétta í íslenzkum fjöl- miðlum um umboð fyrir KLM, konunglega hollenzka flugfélagið, vill KLM gefa eftirfarandi viðbót- arupplýsingar: Arið 1953 gerðu Flugfélag ís- lands og KLM gagnkvæman samning um að vera aðalum- boðsaðili hvors annars í eigin heimalandi. Vegna vissra skipu- lags- og áætlunarflugsbreytinga hættu Flugleiðir þann 01.02. ’83 að hafa KLM sem aðalumboðs- aðila í Hollandi, með samþykki KLM. Sömu ástæður gera að verkum að KLM verður að endurskoða umboðsmál sín á íslandi. Flug- leiðir hafa samþykkt að halda áfram umboði sínu fyrir KLM á íslandi þar til niðurstöður þess- arar endurskoðunar liggja fyrir. Bókanir í ferðir með KLM er hægt að gera í gegnum íslenzkar ferðaskrifstofur, umboðsaðilann og í gegnum CORDA, tölvubók- unarkerfi Arnarflugs, sem er í beinu sambandi við bókunar- kerfi KLM.“ Ný stjórn kosin í Kísiliöjunni: Sigurður Rúnar Ragnarsson skip- aður formaður NÝ STJÓRN tók við í Kísiliðjunni við Mývatn 20. apríl sl., en hana skipa þrír fulltrúar kosnir af Al- þingi til fjögurra ára og tveir full- trúar Mannville, meðeiganda ríkisins. Iðnaðarráðherra skipaði Sig- urð Rúnar Ragnarsson formann stjórnarinnar, en hann hefur setið í stjórn fyrirtækisins sl. fjögur ár og er starfsmaður Kis- iliðjunnar. Aðrir í stjórn voru kosnir Jón Illugason og Lárus Jónsson. Úr stjórn gengu Magn- ús Jónsson, sem var formaður, og Pétur Pétursson. ^\skriftar- síminn er 830 33 í sumarleyfið Austurstræti 17, sími 26611. Akureyri: Hafnarstræti 98, sími 22911. GISTISTAÐIRNIR ERU ALVEG VIÐ LJOSA, MJÚKA SANDSTRÖNDINA „GULLNU STRONDINA“, SEM ER í ALGJÖRUM SÉRFLOKKI. LUNA er vandaður, vinsæll, gististaður með björt- um, rúmgóöum íbúðum og tullkomnustu þjónustu- miðstöð, sem völ er á og eigin skrifstofu Útsýnar (°Pin daglega). 25 verzlanir á jarðhæö, veitingahús, kaffihús, ísbúö, hjólaleiga, hárgreiöslu- og snyrti- stofa, diskótek. Skemmtigaröur (Tívoli Luna Park) í 300 m fjarlægð. Dagleg ræsting framkvæmd af ís- lenzku starfsfólki, barnagæzla. BROTTFARARDAGAR: 31/5, 21/6, 12/7, 26/7, 2/8, 9/8, 16/8, 23/8, 30/8, 2 eöa 3 vikur. OLIMPO — TERRA MARE Nýjasta og glæsilegasta íbúðasamstæðan í LIGN- ANO viö eina stærstu og glæsilegustu skemmtibáta- höfn Evrópu. Þú getur ekiö bílnum að byggingunni ööru megin og siglt að hinum megin. Stílhreinar nýtízkuíbúðir með vönduðum búnaöi. Eig- in skrifstofa Útsýnar á jaröhæð ásamt fjölda þjónustufyrirtækja, verzlana og veitingastaða. Sérstakt afmælisverð á 0LIMP0 sólin skín IGNAN0 BYÐUR ÞIG VELKOMINN í 10. SINN sem GULLNA Hvaö segja farþegarnir? Við hjonin og dottir okkar eigum ekki orð yfir það. hvað ferð okkar til LIGNANO a ykkar vegum var storkostlega anægjuleg Það er undravert. hvað Ferðaskrifstofan UTSYN hefur komið ser vel fyrir þarna og getur veitt Islendingum goða aðhlynningu í fögru umhverfi og fjölbreytni i ferðalogum. Við vonumst fastlega eftir þvi að geta farið þangað mörgum sinn- um aftur og munum hvetja kunningja okkar til þess að gera slíkt hið sama. y^kar Sig Árni Sigurðsson og frú, Neshaga 5, R. Lignano er alveg frábær staður. Öll þjonusta goð, af- greiðslufólkið alveg sérlega lipurt. Staðurinn fær eins margar stjörnur og hægt er að fá. Förum þangaö aftur við fyrsta tækifæri. Viðar Magnússon og fjöiskylda, Einigrund 14, Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.