Morgunblaðið - 08.05.1983, Side 5

Morgunblaðið - 08.05.1983, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 5 SunnudajísstúdíóiA kl. 20.00 Breiðholtsbardagi og Miðjarðarför llljóóvarp á mánudajfskvóld kl. 22.25 Er allt með felldu í flugstjórnarmálum og innanlandsflugi? Á dagskrá hljóðvarps kl. 20.00 er Sunnudagsstúdíóið — Útvarp unga fólksins. Guðrún Birgisdóttir stjórnar. — Ég verð fyrst með viðtai við tvo Seljabúa og tvo Fellabúa úr bardögunum í Breiðholtinu, sagði Guðrún, — og við fjöllum um þetta í svona frekar léttum dúr, svo og um hverfabardaga fyrr á árum. Svo fjöllum við líka um öll hin jákvæðu málin þarna uppfrá, sem aldrei ná inn á síður blaðanna, þ.e. um lífið almennt í Breiðholtinu og möguleika unglina þar; einnig um sumarvinnuna þeirra. Þetta verður sem sagt enginn æsingapistill, heldur friðsamlegt rabb. Og við- mælendur mlnir eru: Ingimundur Stefánsson og Marta Sigurfinns- dóttir, bæði úr 9. bekk i Fellaskóla, „ÞRJAR sögur úr heita pottinum" nefnist nýtt útvarpsleikrit eftir Odd Björnsson, sem frumflutt verður í hljóðvarpi kl. 14.15 í dag. Leikstjóri er Lárus Ýmir Óskars- son og leikendur: Rúrik Haralds- son, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sig- urður Skúlason, Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Helgi Skúlason og Guðrún Gísladóttir. Eins og nafnið bendir til er leikurinn saman settur úr þrem- ur sjálfstæðum þáttum, sem all- og Sólveig Gísladóttir og Stefán Már Kristinsson, bæði í 9. bekk í Seljaskóla. Svo velja þau sér óska- lag. Þá verður áframhald skóla- kynningar og nú kynnum við Leik- listarskóla Islands. Þar eru nem- endur að þreyta inntökupróf um þessar mundir og aðrir að útskrif- ast eftir fjögurra ára nám. Ég spjalla við tvo þeirra sem eru að útskrifast, Eyþór Árnason og Kristján Fanklín Magnús. Próf- stykki útskriftarnemendanna er leikritið Miðjarðarför eftir Sigurð Pálsson, sem sýnt verður 1 Lind- arbæ. Og það fjallar einmitt um það að stíga yfir þröskuldinn til fullorðinsáranna. Þá er bréfalest- urinn og loks fréttatíminn, þar sem sagðar verða nýjustu fréttir úr heimi unga fólksins og hvað þar er um að vera. ir snúast á einhvern hátt um samskipti karla og kvenna. Höfundur gerir sér far um að sýna efnið í gamansömu ljósi og er hið fáránlega aldrei mjög langt undan, fremur en í öðrum verkum hans. Oddur Björnsson er löngu kominn í röð fremstu leikrita- höfunda okkar. Þrjár sögur úr heita pottinum er ellefta út- varpsleikrit hans. Nína Tryggvadóttir Á dagskrá kl. 20.50 er mynd sem sjónvarpið hefur látið gera um Nínu Tryggva- dóttur listmálara og verk hennar. Brugðið er upp myndum af verkum listakon- unnar, sem er að finna víða um heim, og rakinn ferill hennar. Einnig er rætt við eiginmann og dóttur Nínu og nokkra samferðamenn; Auði og Halldór Laxness, Valtý Pétursson og Steingerði Guð- mundsdóttur. Tónlist í myndinni: Jórunn Viðar. Umsjónarmaður: Hrafnhild- ur Schram. Upptöku stjórn- aði Þrándur Thoroddsen Á mánudagskvöld kl. 22.35 er á dagskrá hljóðvarps þáttur í um- sjá Önundar Björnssonar, Er allt með felldu? — Þetta er annar tveggja þátta um flugmál, sagði Önund- ur, — síðri þátturinn verður eft- ir hálfan mánuð. í fyrri þættin- um verður fjallað um flugstjórn- armál og innanlandsflug. Rætt verður við ýmsa aðila, m.a. Örn Helgason, forstöðumann innan- landsflugs Arnarflugs, sagt frá þróun íslenskra flugmála og efnt til hringborðsumræðna. Þar verða m.a. Pétur Einarsson, flugmálastjóri, Steingrímur Hermannsson, samgönguráð- herra og Einar Helgason, forstöðumaður innanlansflugs Flugleiða. Ætlunin er að fá nokkra yfirsýn yfir stöðu flug- stjórnarmála (m.a. fjárveitingar til flugvalla) og innanlandsflugs í þessum fyrrum þætti og milli- landsflugs í hinum síðari. I um- ræðum um flugmál hefur mér oft virst sem veist væri einhliða að flugfélögunum fyrir allt sem miður hefur farið, en gleymst að huga að gildi þeirrar þjónustu, sem þessir aðilar hafa á hönd- um. Illjóúvarp kl. 14.15 Þrjár sögur úr heita pottinum — nýtt íslenskt útvarpsleikrit Ný ævintýri og ný upplifun á hverjum degi Við minnum á takmarkað sætaframboð okkar í hinar sívinsælu rútuferðir um Mið- Evrópu. ítarlegar leiðarlýsingareru í sumarbæklingnum sem fæst á skrifstof- unni í Reykjavík og hjá umboðsmönnum 6-landa sýn 15. júlí-5. ágúst í þessari ferð er gjarnan sneitt framhjá erilsömum stórborgum en stefnan í staðinn sett á f riðsælar borgir og bæi sem varðveitt hafa gömlu „sveita- og Alpa- rómantíkina'. um allt land. Farið er í fylgt þaulvanra íslenskra fararstjóra og innifalið í verði er flug, gisting með hálfu fæði, akstur og ýmsar sérstakar skoðunarferðir út f rá viðkomustöðunum. 8-landa sýn 3.-24. júní 5.-26. ágúst Ekið er um Holland, Belgíu, Frakkland, Luxembourg, Sviss, Ítalíu, Austurríki og Þýskaland. Rínarlönd 24. júní - 15. júlí Þaulskipulögð og hnitmiðuð ferð um hin gullfallegu héruð Rínardalsins og nágrenni hans. Jersey - Frakkland 26. ágúst-16. september Fyrsta hópferð Samvinnuferða- Landsýnartil bresku eyjunnar Jersey við Frakklandsstrendur. Pantið tímanlega - nú seljum við síðustu sætin í hverja rútu! Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.