Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 „Sannlega, sannlega segi ég yður: Hvað sem þér biðjið föð- urinn um í mínu nafni, mun hann veita yður. Hingað til haf- ið þér einskis beðið i mínu nafni. Biðjiö, og bér munuð öðl- ast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn." (Jóh. 16:23-33). Bæn er ekki einskorðuð við kristindóminn. Bænin er rauði þráðurinn í ollum trúarbrögð- um, enda þótt form hennar og innihald geti verið mjog mis- munandi. Bænin virkar oft eins og nokkurs konar spegill fyrir trúarbrögðin, þ.e. hún getur iátið aðalinntak, kjarna trúar- innar, í ljós. Bænin gefur eðli Guðs/guðanna eða máttarvald- anna til kynna og segir einnig til um afstoðu mannanna til þeirra. Ýmsir sem telja sig ekki trúaða eiga það stundum til að ákalla æðri máttarvöld, sér- staklega þegar þeir lenda í ein- hverjum raunum. Orð Werge- lands í „Gyðingnum" virðast vera í fullu gildi enn í dag: „í slíku veðri, stíga bænir til þín, Guð!" Bæn fær þó nokkra umfjöll- un í Biblíunni, samt gefur Biblían enn meiri vitneskju um hvað bænin er, með því að segja frá því hvernig hún var notuð. Mörg rita Biblíunnar eru í raun og veru safn bæna, eins og t.d. Sálmarnir. Frásögur guðspjall- anna segja oft frá bænum Jesú. Hin rit Nýja testamentisins sýna líka hve stóran sess bænin skipar, bæði í lifi safnaðar og einstaklinga. „Bænin er andar- dráttur kristinnar trúar", hefur oft verið sagt með réttu. Mál- tækið sýnir, hve nauðsynleg og eðlileg bænin er kristnum manni. í þessu felst einnig, að bænir þurfa ekki nauðsynlega að fastmótaðar, beðnar á ákveðnum tímum og á ákveðn- um stöðum. Bænin er miklu frekar túlkun á afstöðunni til Guðs, opið og einlægt samfé- lagsform. Ákveðin regla á bænalífi hef- ur mikið að segja fyrir þann sem trúir. Kirkja og söfnuður þarfnast fastmótaðra bæna, sem verða fastir liðir í guðs- þjónustunni. Hins vegar hafa bæði söfnuður og einstaklingar þörf fyrir fastar bænir (eins og „Faðir vor") og bænir sem beðnar eru frá eigin brjósti við ýmsar aðstæður. Heyrir Guð bænir? Er nokk- urt gagn af því að biðja? — Fjöldi fólks mundi svara þessu jatandi og segja frá, hvernig það var bænheyrt. Slíkar frá- sagnir og vitnisburðir eru sjálf- sagt ekki nein sönnun fyrir þann sem trúir hvorki á Guð né bænir. En þær geta hins vegar styrkt trúaðan mann í trúnni. Eins getur það valdið trúuðum manni hugarangri ef hann virð- ist ekki ætla að fá svar við bænum sínum. En svarið er undir Guði komið. Það er hann sem er Guð — og Guð er sá eini sem veit hvað mönnunum er fyrir bestu. Frá sjónarhóli kristinnar hugsunar er svarið eiginlega ekki aðalatriðið, held- ur sjálf bænagjörðin, samband- ið við Guð. Jesús talaði aldrei beinlínis um bænasvar. En hann sagði við lærisveina sína: „Biðjið og yður mun gefast ... " og hann kenndi þeim að biðja. Þar með kunngerir Jesús að Guð heyrir og svarar bæn- um, þó svo að svarið sé ekki alltaf í samræmi við óskir og vonir þess sem biður. Getum við haft áhrif á Guð í bæninni, fengið hann til að breyta áætlunum sínum? Segir ekki í Bibliunni að Guð sé al- máttugur og óumbreytanlegur? — Út frá sjónarmiðum krist- innar trúar verðum við að svara báðum spurningunum játandi. Skynsemin segir okkur að það sé þverstæða, sem ekki sé hægt að leysa með neinum rökum. En trúin finnur lausn- ina í bæninni: „Verði þinn vilji" (bæn sem Jesús kenndi læri- sveinum sínum í „Faðir vor" og bað sjálfur í Getsemane). Kristin bæn er ekki galdur eða töfrar. Menn geta ekki og eiga ekki að þvinga Guð. Bænin og svar við henni er ekki háð hæfni manna eða guðhræðslu þeirra sem biðja. Fyrir Guði eru allir jafnir. Það er ekki auðvelt að biðja. Lærisveinunum var það líka vel ljóst. Þess vegna fóru þeir til Jesú og sögðu: „Kenn þú oss að biðja." Þá kenndi Jesús þeim „Faðir vor". Um það hefur verið sagt, að þar sé að finna krist- indóminn í hnotskurn. Hin Drottinlega bæn er í tveimur útgáfum í guðspjöllun- um. Bæði í Matt. 6 og Lúk. 11. í meginatriðum er innihaldið hið sama í báðum. I báðum tilfell- um er sagt frá þessari bæn eins og um kennslu sé að ræða. Það gefur vísbendingu um að bænin hafi verið notuð allt frá frum- kristni við skírnarfræðslu og guðsþjónustur. Þessi bæn líkist að mörgu leyti gyðinglegum bænum — sérstaklega að formi til en innihaldið er einkennandi fyrir kristna trú. „Faðir vor" er dæmigerð við- miðunar-bæn. Hana má biðja eins og hún er, og hún getur legið til grundvallar við mótun eigin bæna og bæna kirkjunn- ar. Hinar sjö stuttu bænir „Faðirvorsins" hafa að geyma allt það sem við þurfum að biðja um. Fyrstu þrjár bænirn- ar fjalla um það sem Guð vill að komi fyrst, þ.e. um Guð og guðsríkið. Fjórar síðustu taka svo mið af því sem á undan er komið, þ.e. að afstaðan til okkar sjálfra og náungans sé skoðuð i því ljósi að Guð sé með börnum sínum. Lúther lagði mikið upp úr „Faðirvorinu" enda notaði hann það sem viðmiðun í bæna- lífi sínu, með sama hætti og lýst er hér að ofan. í guðspjalli þessa sunnudags, sem jafnframt er bænadagur þjóðkirkjunnar, hvetur Jesús okkur til þess að biðja, svo fögnuður okkar geti orðið full- kominn. Hér er Jesús að tala um fögnuð hjartans, fögnuðinn yfir því að vita sig í almáttugri hendi Guðs. Þessi fögnuður verður ekki fullkominn nema við lifum í samfélagi við Guð og opnum fyrir áhrif hans inn í líf okkar. í þessu felst gildi bænar- innar fyrir kristinn mann. Ég hef nú drepið á nokkur atriði er snerta bæn og bænalíf. Það er von mín og bæn að þessi pistill veki einhverja til um- hugsunar um gildi hinnar kristnu bænar og hvað það er að biðja í Jesú nafni. Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! Málverk Hef veriö beöinn um aö útvega málverk eftir: Ásgrím Jónsson, Jóhannes Sveinsson, Kjarval eöa Jón Stef- ánsson. Haukur Heidar Innrömmun — málverkasala malverkaviögeroir málverkahrainsun Laufásvegi 69, sími 19992. eða 8% ? Verötrygging veitir vöm gegn verðbótgu — en hefur þú hugleitt hversu mikla þýöingu mismunandi raunvextlr hafa fyrir arösemi þína? Yfirlitio hér aö neöan veitlr þér svar viö þvi. VERÐTRYGGOUR SPARNAÐUR - SAMANBURÐUR A ÁVOXTUN Verötrvgging m v lanskjaravisitolu Nafn-vexlir Raun-ávöxtun Fjoldi ára til aö tvöt. raungildi hófuðstóls Raunaukntng hofuost eftir 9 ár Veðskuldabréf 3% 8% 9ai 100% Sparisk. rikissj. 35% 3.7% 19ár 38.7% Sparisjóðsreikn. 1% 1% 70ár 9.4% Veröbréfamarkaöur FJ veröbréfavíöskiptum og hefur vtötæka reynslu í réögjðf og mtdlar þeirri þekk- ingu án endurgjalds. GENGI VEI 8 . MAI VERÐTRYGGÐ SPARISKIRTEINI RÍKISSJÓDS: Sölugengi pr. kr. 100.- 1970 2. flokkur 13.400,17 1971 1. flokkur 11.640,07 1972 1. tlokkur 10.095,44 1972 2. flokkur 8.558,16 1973 1. flokkur A 6.095,96 1973 2. flokkur 5.615.18 1974 1. flokkur 3.876,43 1975 1. flokkur 3.188,63 1975 2. flokkur 2.402,31 1976 1. flokkur 2.276,17 1976 2. flokkur 1.815,44 1977 1. flokkur 1.684,01 1977 2. flokkur 1.406,43 1978 1. flokkui 1.141,83 1978 2. flokkur 896.66 1979 1. flokkur 757,49 1979 2. flokkur 585,58 1980 1. flokkur 427,34 1980 2. flokkur 336.08 1981 1. flokkur 288,74 1981 2. flokkur 214.45 1982 1. flokkur 194,71 1982 2. flokkur 145.54 M*osl«vöitur umtram verotryggingu er 3,7—5,5%. VEDSKULDABRÉF ÓVEROTRYGGD: Sölugengi m.v. nafnvexti 1983: VEÐSKULDABRÉF MEÐ LANSKJARAVÍSITÖLU: Sölugengi nafn- Ávöxtun m.v. vextir umfram 2 ítb./an (HLV) verðtr. 1 ár 96,49 2% 7% 2ár 94,28 2% 7% 3ár 92,96 2%% 7% 4ár 91,14 2V4% 7% 5ár 90,59 3% 7% 6ár 88,50 3% 7Vt% 7ér 87,01 3% 7V,% 8ór 84,85 3% 7'A% 9ár 83,43 3% 7Vi% 10 ár 80,40 3% 8% 15 ár 74,05 3% 8% (HLV) 12% 14% 18% 18% 20% 47% 1 ár 59 60 61 62 63 75 2ar 47 48 50 51 52 68 3ar 39 40 42 43 45 64 4 ár 33 35 36 38 39 61 5 ár 29 31 32 34 36 59 VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLAN RÍKISSJÓDS P.k'rTo7 C — 1973 3.340,09 D — 1974 2.872,15 E - 1974 2.021,38 F — 1974 2.021,38 G — 1975 1.339.92 H - 1976 1.224,53 I — 1976 971,46 J - 1977 867,10 1. fl. — 1981 186,83 HLUTABRÉF: Skeljungur hf. kauptilboö óskast. Eimskip hf. kauptilboð óskast. Verobréfamarkaour FjMestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik Iðnaöarbankahú*' ?> Simi 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.