Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ1983 21 hefur verið mun misjafnari og lakari þegar á heildina er litið og aflaverðmæti minna því margir netabátanna eru með allt of mik- inn ufsa í aflanum, sem er verð- minni er þorskur og ýsa. Við fórum úr höfn á miðnætti föstudags seinnipart apríl-mánað- ar og komum í land á sunnu- dagsmorgni. Aflinn var nær ein- göngu fallegur þorskur, rúm 20 tonn, svo segja má að þetta hafi verið allra þokkalegasti túr, því á veiðum var verið einn sólarhring og seinni hlutann í leiðinda veðri, allt upp í 12 vindstigum af norðan. í þessum túr var verið á veiðum vestur af Surtinum, eða vestur við Klöpp og langleiðina vestur undir friðaða svæðið, sem nefnt er Frí- merkið. Á þeim tíma, sem við vor- um þarna, að minnsta kosti meðan veður var skaplegt, voru þarna um 30 bátar, allir að toga á afmörk- uðu svæði og voru að fá frá tveim- ur upp í níu tonn í hali eftir þriggja til fjögurra tíma tog. Veður fór versnandi á laugar- deginum þannig að minni bátarnir höfðu ekki mikið næði og fóru til hafnar. Að lokum voru aðeins ör- fáir eftir, eða bara þeir, sem voru yfirbyggðir, enda þá veður orðið mjög slæmt, 10 til 12 vindstig af norðan og talsverður kuldi. Manni fannst orðið nóg um að vera með kallana á dekki, þegar hætt var og ekki var nú heilsan merkileg seinni hluta ferðarinnar, en aldrei þó svo slæm, að ekki væri hægt að mynda það, sem fyrir augun bar. Strákarnir á Frá vildu meina það, að landkrabbi eins og ég hefði ekki sem verst af því að sjá sjómennsk- una við þessar aðstæður. Ég er þeim sammála og þakka þeim bara fyrir góða ferð og hjálpsemi." Sigurgeir Óskar á Frá er glaðhlakkalegur vi* ffeksjána og útlitið gott í næsta hali. Á Fri er 7 manna áhöfn og hluturinn því orðinn nokkuð góður. igp Sýnir á Kjar- valsstöðum UM ÞESSAR mundir heldur Guo- mundur Karl Ásbjörnsson, ILstmál- ari, sýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöðum. Guðmundur hefur meðal annars stundað nám í mynd- list á íialíu og Spáni og hlaut meðal annars námsstyrk á ítalíu og á Spáni lagði hann stund á málverkaviðgerð- ir. Guðmundur sýndi fyrst hér á landi 1966 og hefur haldið margar sýningar á verkum sínum, bæði inn- anlands og erlendis. Útitónleikar á Lækjartorgi SUNNUDAGINN 8. maí næstkom- andi gengst SA'IT, Samband alþýðu- tónskálda og tónlistarmanna, fyrir útitónleikum á Lækjartorgi ef veður- guðir leyfa. Fram koma nokkrar af þekkt- ustu hljómsveitum landsmanna i dag. Tónleikarnir eru meðal ann- ars haldnir til að vekja athygli á myndlistarsýningu sem haldin er til styrktar SATT í Gallery Lækj- artorgi. Fjöldi nafnkunnra mynd- listarmanna á verk á sýningunni, en ágóði rennur til kaupa á hús- næði undir starfsemi SATT. Þú svalar lestrarþœf dagsir á^ídum Moggansr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.