Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 Hver hreppir titilinn? Eins og fram kom í blaðinu í gœr verða þátttakendur í keppninni um titilinn fegurðardrottning íslands kynntar um nœstu helgi í veitingahúsinu Broadway. Þœr stúlkur sem hreppa þrjú efstu sœtin verða sendar áfram í keppnir erlendis, sú sem kjörin verður mun taka þátt í keppninni um ungfrú alheim í St. Louis í Bandaríkjunum í júlí nk., keppni um ungfrú heim í Bretlandi og keppni um ungfrú Skandinavíu. Stúlkurnar munu einnig taka þátt í keppnum um Miss Europe, Miss Nations og Miss International. Myndir af fimm þátttakendum birtust í blaðinu í gœr og hér koma myndir af hinum fimm, en þœr voru jafnframt beðnar um að segja nokkur deili á sér. „Fegurðarsamkeppn- ir eiga rétt á sér“ Anna María Pétursdóttir er fædd 11. maí 1961 á Akranesi og uppalin í Reykjavík. Hún hefur kennt við Reykhólaskóla frá síðustu áramótum og segir að ferðalög séu eitt helsta áhugamál sitt. Anna María hefur starfað sem módel. „Þessi keppni getur veitt stúlkum sem vilja starfa sem módel aukin tækifæri, og mér finnst fegurðarsamkeppnir eiga rétt á sér eins og allt annað. Það var hringt í mig og ég var beðin um að taka þátt í keppninni, og ég ákvað að vera með, það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki." „Hef hug á að fara í arkitektúr“ Inga Valsdóttir er fædd 18. október 1962 í Reykjavík og hefur alist upp í höfuðborginni. Hún er við nám við Verslunarskólann og lýkur stúd- entsprófi þaðan vorið 1984. „Ég hef hug á að fara í framhaldsnám í arkitektúr að loknu stúdentsprófi." Inga hefur verið í jassballett i um þrjú ár og hefur verið starfandi í Módelsamtökunum. Hún stundar skíðaíþrótt- ina og segist hafa mjög gaman af ferðalögum. Inga starfaði eitt sumar sem ljósmyndafyrirsæta hjá Lauru Ashley í Þýskalandi. „Keppnin leggst ágætlega í mig og mér finnst gaman að taka þátt í þessu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.