Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 8. MAÍ1983 23 „Finnst gaman að kynnast nýju fólki a Unnur Steinsson er fædd 27. apríl 1963 og uppalin á Seltjarnarnesi. Hún var fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1980, og hefur verið starfandi í Módel 79. Unnur er í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og lýkur stúd- entsprófi þaðan um næstu jól. í tómstundum stundar hún skíðaíþróttina og hefur auk þess verið í jassballett í þrjú ár. „Hvers vegna ég tek þátt í þessari keppni? Mér finnst gaman að kynnast nýju fólki og þátttaka í keppninni getur gefið ýmsa möguleika. Ég sé a.m.k. ekki eftir að hafa farið í þá keppni sem ég fór í fyrir þremur árum, og þá reynslu sem ég fékk vegna þátttöku í henni." „Gefur ungum stúlk- um ýmsa möguleika' „Ég er í Menntaskólanum í Reykjavík og lýk þaðan stúdentsprófi á næsta ári." Katrín Hall er fædd og uppalin í Reykjavík, fædd 30. maí 1964, og er í ballettnámi samhliða menntaskólanum. „Geri ráð fyrir að halda áfram í ballettnáminu, og fer ef til vill í framhaldsnám í Háskólanum en ég er ekki búin að ákveða það ennþá." Hvernig stóð á því að hún varð einn af þátttakendunum? „Guðrún Möller, fegurðardrottning íslands frá því í fyrra, spurði mig fyrst hvort ég vildi taka þátt í keppninni, en síðan hringdi Heiðar Jónsson í mig. Eg tel svona keppni eiga fullan rétt á sér og geti gefið ungum stúlkum ýmsa möguleika." „Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt u Stella Skúladóttir er 18 ára, fædd 2. mars 1965 á Akranesi og uppalin í Kópavoginum. Stella er á fyrsta ári í Kvennaskólanum og segir að skólinn taki mestan tíma hennar, en að auki leggur hún stund á jassballett og íþróttir. „Ég er auk þess nýbyrjuð að sýna í Módel 79 og var beðin um að taka þátt i þessari keppni á einni sýningunni þar. Keppnin leggst ágæt- lega í mig, það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Ég tel að fegurðar- samkeppnir eigi alveg hiklaust rétt á sér eins og allt annað."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.