Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 ptargnitÞIafeife Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 210 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Falsað fyrir Hitler Einn þeirra sagnfræðinga sem var á báðum áttum um gildi svokallaðra dagbóka Hitlers þegar þýska vikuritið Stern hóf birtingu á köflum úr þeim var Bretinn H.R. Trevor-Roper, prófessor. Lýsti hann þeirri skoðun fyrst að hann áliti þær líklega ófalsað- ar en á blaðamannafundi á vegum Stern dró hann í land og taldi rétt að fella ekki neina dóma fyrr en að lokinni ítarlegri rannsókn. Vestur- þýska innanríkisráðuneytið hefur látið framkvæma þessa rannsókn og niðurstaðan er sú, að um fölsun sé að ræða, Hitler hafi ekki getað ritað þessar dagbækur. Stern mun ekki birta meira upp úr þeim og ritstjórinn hefur gefið til kynna, að blaðið ætli að skýra frá því hver lét því hin fölsuðu skjöl í hendur. Á árinu 1945 voru allar að- stæður við dauða og hvarf Hitlers sveipaðar dulúð. Margs konar frásagnir um dauða hans eða undankomu voru á kreiki. Sumir fullyrtu, að hann hefði fallið í bardaga í Berlín. Aðrir sögðu, að liðs- foringjar hefðu myrt hann í Tiergarten. Enn aðrir gerðu ráð fyrir, að hann hefði kom- ist undan með flugvél eða kafbáti, og töldu, að hann dveldist á eyju í Eystrasalti eða virki í Rínarlöndum. Stundum var sagt, að hann væri í spænsku klaustri, eða hann væri á búgarði í Suður- Ameríku, og jafnvel að hann feldi sig í fjalllendi Albaníu. Rússar, sem höfðu besta að- stöðu til að upplýsa allar stað- reyndir, kusu að auka á óviss- una. í eitt skipti lýstu þeir því yfir, að Hitler væri dauður. í annað sinn drógu þeir yfirlýs- ingu sína í efa. Síðar til- kynntu þeir, að þeir hefðu fundið lík Hitlers og Evu Braun. Nokkru síðar sökuðu þeir Breta um að leyna Evu Braun og væntanlega Hitler líka á breska hernámssvæðinu í Þýskalandi. Þá ákváðu yfir- menn bresku leyniþjónust- unnar í Þýskalandi að öllum fáanlegum upplýsingum skyldi safnað saman og var sagnfræðingurinn H.R. Trevor-Roper ráðinn til að vinna verkið, sem hann gerði og ritaði síðan bókina Síðustu dagar Hitlers, sem komið hef- ur út hjá Almenna bókafélag- inu. Þar er sannað, að Hitler og Eva Braun sviptu sig lífi 30. apríl 1945. í eftirmála bókarinnar seg- ir H.R. Trevor-Roper, að til- gangur rannsóknar sinnar hafi verið að hindra að goð- sögn myndaðist um endalok Hitlers og síðan segir hann orðrétt: „í goðsögn hrósar trúgirni sigri yfir því sanna. Goðsögnin er vissulega háð staðreyndum í ýmsum ytri einkennum. Hún verður að styðjast við einhvern sann- leiksvott, ef hún á að geta lif- að. En þegar einu sinni er byrjað að trúa þessum óvé- fengjanlega sannleiksvotti, er mannshuganum frjálst að spinna óendanlega við hann með sjálfsblekkingum. Þegar við hugleiðum, hve smávægi- leg sannindi hafa oft verið grundvöllur hrikalegasta átrún- aðar, jafnvel milljóna manna, getum við vissulega hikað, áð- ur en við staðhæfum, að nokk- uð sé ótrúlegt... Nýr flokkur gæti skírskotað til goðsagnar um Hitler. En fari svo, verður það goðsögn um Hitler dauð- an, en ekki lifandi. Þetta er ef til vill lítil huggun. En hún er eins mikil og sannleikurinn einn getur veitt. Sagnfræði- legar rannsóknir hindra ekki, að upp rísi pólitískar goðsagn- ir, heldur er það verkefni raunhæfs stjórnmálastarfs." Hér skal ekki leitt getum að því hvað fyrir þeim hefur vak- að sem lögðu á sig að falsa dagbækurnar fyrir Hitler. En fjaðrafokið út af þessum til- búningi minnir á þá staðreynd að nú á tímum mestu upplýs- ingamiðlunar í sögu mann- kyns er fyllsta ástæða til að vera vel á verði gegn öllum falsspámönnum. Það er eitt helsta einkenni þeirra að leit- ast við að réttlæta málsstað einræðisseggja. Enn á hið sama við og þegar H.R. Trev- or-Roper varaði við goðsögn- inni um Hitler, að ábyrgir stjórnmálamenn og frjálsir fjölmiðlar hafa ríkum skyld- um að gegna til að forða sem flestum frá því að lenda í kviksyndi lyginnar. Um þess- ar mundir er það ekki nasism- inn heldur kommúnisminn sem þrífst í skjóli lyga og hálfsannleika. Kúvending verðlagsráðs Verðlagsráð hefur til- kynnt Davíð Oddssyni, borgarstjóra, að það sé fall- ið frá kæru til rannsókna- lögreglu ríkisins vegna hækkana á fargjöldum strætisvagna Reykjavíkur og ætli ekki í lögbannsmál vegna 25% hækkunar stræt- isvagnafargjalda 12. febrúar síðastliðinn, enda fáist niðurstaða um valdsvið ráðsins í lögbannsmáli sem stofnað var til í janúar. Jafnframt hefur ráðið til- kynnt borgaryfirvöldum að þau geti hækkað strætis- vagnafargjöid um 20% strax án þess að farið hafi verið fram á slíka hækkun. Miðað við fyrri afstöðu verðlagsráðs til ákvarðana Reykjavíkurborgar er hér um merkilega kúvendingu að ræða. Hún staðfestir að ráðið er aðeins að hugsa um eigin stöðu í málatilbúnaði sínum og gerir að engu stór orð um að það sé að „vernda almenning" gegn kjörnum fulltrúum hans. Verðlags- stofnun fékk lagt lögbann á þá ákvörðun að hækka strætisvagnafargjöld í Reykjavík að meðaltali um 46,5% í janúar. Nú lýsir ráð- ið því hins vegar yfir, að það geti fellt sig samstals við 25% + 20% hækkun og væntanlega meiri síðar á ár- inu í samræmi við verð- bólguþróun. Væru Reykvík- ingar ekki betur settir ef hin upphaflega ákvörðun kjör- inna fulltrúa þeirra hefði náð fram að ganga í janúar og áfram hefði gilt það fyrirkomulag á afsláttar- miðum sem afnumið var vegna óþarfra af skipta verð- lagsyfirvalda? ??????????????????????????????????????????????????????????????????? Rey kj a víkur br éf ??????????????? Tölur og stjórnmál Tölur eru þeim auðvitað hug- leiknar sem stjórnmálum sinna og um þau fjalla. Atkvæðatölur segja til um styrk flokka, fjöldi þing- manna ræður því hvaða flokkar geta myndað ríkisstjórn og tölur úr þjóðarbúskapnum gefa almenn- ingi vísbendingu um hvernig stjórnmálamönnum tekst að giíma við þau verk sem þeir eru kjörnir til að vinna. En það er mikill misskilningur ef menn halda, að stjórnmál byggist á talnarððum, prósentum og árs- yfirlitum. Enginn dregur í efa að það sé unnt að reikna sig út úr 100% verðbólgu. Hin þrautin er þyngri að fá dæmið til að ganga upp á stjórnmálavettvangi. I ástandi eins og nú ríkir hér á landi segja tölur um efnahags- ástandið mönnum í raun lítið. Talnaflóðið um það efni er þó meira en áður vegna þess að mun meiri upplýsingar liggja fyrir og fljótlegra er að reikna með aðstoð rafeindatækja. En þessi tæki skila ekki upplýsingum um annað en í þau er sett, þau hugsa hvorki sjálfstætt né draga réttar álykt- anir sem er nauðsynleg forsenda fyrir því að skynsamlega sé á mál- um tekið. Nú í vikunni fluttu þeir tveir menn, sem hvað mesta þekkingu hafa á gangi efnahagsmála á Is- landi, ítarlegar ræður um þessi mál. Dr. Jóhannes Nordal, Seðla- bankastjóri, talaði á ársfundi Laugardagur 7. maí bankans og Jón Sigurðsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, á aðal- fundi Vinnuveitendasambands ís- lands. Báðir gáfu þeir tölulegar upplýsingar um efnahagsstarf- semina og voru þær ekki glæsi- legar eins og við var að búast eftir stjórnleysi undanfarinna ára. Báðir bentu þeir á, að ákvarðanir stjórnmálamanna og ábyrgð öfl- ugra hagsmunasamtaka þyrfti til að snúa dæminu á betri veg og báðir reifuðu þeir hugmyndir um hvað heppilegast væri að gera. Naudsyn réttra ákvarðana Jóhannes Nordal sagði meðal annars í ræðu sinni: „Þótt íslend- ingar séu orðnir ýmsu vanir í verðbólguróti undanfarins áratug- ar, fer ekki á milli mála, að hér hefur að undanförnu skapast háskalegra ástand af völdum taumlausrar verðbólgu, viðskipta- halla og erlendrar skuldasöfnunar en sú kynslóð þekkir, sem nú byggir þetta land. Stjórnmála- legar aðstæður hafa valdið því, að ekki hefur verið unnt að taka á þessum vanda síðasta misserið, en nú hljóta allir að vona, að skilyrði til árangursríkari verka verði brátt fyrir hendi." Jón Sigurðsson komst meðal annars svo að orði: „Víst er um það, að á undanförnum árum hef- ur hjöðnun verðbólgu í orði kveðnu verið margyfirlýst markmið í efnahagsmálum. Hvað eftir annað hefur því verið lýst ?????????????? yfir að úr verðbólgu verði að draga. En því miður er meira djúp staðfest á milli viljayfirlýsinga og verka, að ekki sé minnst á árang- ur, í þessu efni en í nokkrum öðr- um málaflokki í íslenskum stjórn- málum." Þegar litið er á sáttmála þeirrar ríkisstjórnar sem enn situr þótt hún hafi sagt af sér, sést að fyrsta viðfangsefni hennar var að sigrast á verðbólgunni. Þetta misheppn- aðist svo hrapallega að verðbólgu- horfur hafa aldrei verið jafn slæmar síðan mæling þessa vá- gests hófst á íslandi árið 1914. Jón Sigurðsson sagði raunar, að það væri örðugt að sjá verðbólgustigið nákvæmlega fyrir, þegar hún er komin á flugstig, en þá hætti henni til að ganga í rykkjum og skrykkjum. Það hefur verðbólgan gert undanfarin ár og hegðan hennar 1981 hefur síðan reynst svo dýrkeypt, að ekki hefur verið við neitt ráðið. Orð Jóns Sigurðs- sonar um erfiðleika á útreikning- um við þessar aðstæður undir- strika aðeins þá staðreynd, að töl- urnar skipta engu máíi í saman- burði við hinar réttu ákvarðanir sem nauðsynlegt er að taka til að forða þjóðarskútunni frá því að fara í kaf. En hvaða ákvarðanir? Bæði Jón Sigurðsson og Jóhann- es Nordal settu fram hugmyndir um hvaða ákvarðanir væri nauð- synlegt að taka. „Þörf er fyrir samstillta efnahagsstefnu, sem í senn nýtur þingfylgis og viður- kenningar og skilnings alls al- mennings og hagsmunasamtaka. Markmiðið er að draga úr verð- bólgu og viðskiptahalla en tryggja jafnframt viðunandi atvinnu- ástand og treysta grundvöll at- vinnulífsins," sagði Jón Sigurðs- son. „Reynslan undanfarin ár sýn- ir, að einn meginveikleiki hag- stjórnar hér á landi hefur verið skortur á samræmi aðgerða á ein- stökum sviðum efnahagsmála, þar sem lögð hefur verið áhersla á að ná tiltækum markmiðum án tillits til áhrifa á aðra þætti þjóðar- búskaparins," sagði Jóhannes Nordal. Þeir eru sem sé sammála um það seðlabankastjórinn og for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, að mestu skipti að átakið verði sam- stillt, eða eins og segir í kosn- ingastefnuskrá Sjálfstæðisflokks- ins: „Verðbólgunni verði náð niður með samstilltu átaki allrar þjóð- arinnar." Jóhannes Nordal varaði sérstaklega við þeirri aðferð sem beitt var við niðurtalninguna á ár- inu 1981 þegar kapp var lagt á að draga úr verðbólgu með aðgerðum, sem um leið rýrðu afkomuskilyrði atvinnuveganna og juku viðskipta- halla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.