Morgunblaðið - 08.05.1983, Síða 25

Morgunblaðið - 08.05.1983, Síða 25
/ 24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 25 fflnripii! Útgetandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 210 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Falsað fyrir Hitler Einn þeirra sagnfræðinga sem var á báðum áttum um gildi svokallaðra dagbóka Hitlers þegar þýska vikuritið Stern hóf birtingu á köflum úr þeim var Bretinn H.R. Trevor-Roper, prófessor. Lýsti hann þeirri skoðun fyrst að hann áliti þær líklega ófalsað- ar en á blaðamannafundi á vegum Stern dró hann í land og taldi rétt að fella ekki neina dóma fyrr en að lokinni ítarlegri rannsókn. Vestur- þýska innanríkisráðuneytið hefur látið framkvæma þessa rannsókn og niðurstaðan er sú, að um fölsun sé að ræða, Hitler hafi ekki getað ritað þessar dagbækur. Stern mun ekki birta meira upp úr þeim og ritstjórinn hefur gefið til kynna, að blaðið ætli að skýra frá því hver lét því hin fölsuðu skjöl í hendur. Á árinu 1945 voru allar að- stæður við dauða og hvarf Hitlers sveipaðar dulúð. Margs konar frásagnir um dauða hans eða undankomu voru á kreiki. Sumir fullyrtu, að hann hefði fallið í bardaga í Berlín. Aðrir sögðu, að liðs- foringjar hefðu myrt hann í Tiergarten. Enn aðrir gerðu ráð fyrir, að hann hefði kom- ist undan með flugvél eða kafbáti, og töldu, að hann dveldist á eyju í Eystrasalti eða virki í Rínarlöndum. Stundum var sagt, að hann væri í spænsku klaustri, eða hann væri á búgarði í Suður- Ameríku, og jafnvel að hann feldi sig í fjalllendi Albaníu. Rússar, sem höfðu besta að- stöðu til að upplýsa allar stað- reyndir, kusu að auka á óviss- una. í eitt skipti lýstu þeir því yfir, að Hitler væri dauður. í annað sinn drógu þeir yfirlýs- ingu sína í efa. Síðar til- kynntu þeir, að þeir hefðu fundið lík Hitlers og Evu Braun. Nokkru síðar sökuðu þeir Breta um að leyna Evu Braun og væntanlega Hitler líka á breska hernámssvæðinu í Þýskalandi. Þá ákváðu yfir- menn bresku leyniþjónust- unnar í Þýskalandi að öllum fáanlegum upplýsingum skyldi safnað saman og var sagnfræðingurinn H.R. Trevor-Roper ráðinn til að vinna verkið, sem hann gerði og ritaði síðan bókina Síðustu dagar Hitlers, sem komið hef- ur út hjá Almenna bókafélag- inu. Þar er sannað, að Hitler og Eva Braun sviptu sig lífi 30. apríl 1945. í eftirmála bókarinnar seg- ir H.R. Trevor-Roper, að til- gangur rannsóknar sinnar hafi verið að hindra að goð- sögn myndaðist um endalok Hitlers og síðan segir hann orðrétt: „í goðsögn hrósar trúgirni sigri yfir því sanna. Goðsögnin er vissulega háð staðreyndum í ýmsum ytri einkennum. Hún verður að styðjast við einhvern sann- leiksvott, ef hún á að geta lif- að. En þegar einu sinni er byrjað að trúa þessum óvé- fengjanlega sannleiksvotti, er mannshuganum frjálst að spinna óendanlega við hann með sjálfsblekkingum. Þegar við hugleiðum, hve smávægi- leg sannindi hafa oft verið grundvöllur hrikalegasta átrún- aðar, jafnvel milljóna manna, getum við vissulega hikað, áð- ur en við staðhæfum, að nokk- uð sé ótrúlegt... Nýr flokkur gæti skírskotað til goðsagnar um Hitler. En fari svo, verður það goðsögn um Hitler dauð- an, en ekki lifandi. Þetta er ef til vill lítil huggun. En hún er eins mikil og sannleikurinn einn getur veitt. Sagnfræði- legar rannsóknir hindra ekki, að upp rísi pólitískar goðsagn- ir, heldur er það verkefni raunhæfs stjórnmálastarfs." Hér skal ekki leitt getum að því hvað fyrir þeim hefur vak- að sem lögðu á sig að falsa dagbækurnar fyrir Hitler. En fjaðrafokið út af þessum til- búningi minnir á þá staðreynd að nú á tímum mestu upplýs- ingamiðlunar í sögu mann- kyns er fyllsta ástæða til að vera vel á verði gegn öllum falsspámönnum. Það er eitt helsta einkenni þeirra að leit- ast við að réttlæta málsstað einræðisseggja. Enn á hið sama við og þegar H.R. Trev- or-Roper varaði við goðsögn- inni um Hitler, að ábyrgir stjórnmálamenn og frjálsir fjölmiðlar hafa ríkum skyld- um að gegna til að forða sem flestum frá því að lenda í kviksyndi lyginnar. Um þess- ar mundir er það ekki nasism- inn heldur kommúnisminn sem þrífst í skjóli lyga og hálfsannleika. Kúvending Verðlagsráð hefur til- kynnt Davíð Oddssyni, borgarstjóra, að það sé fall- ið frá kæru til rannsókna- lögreglu ríkisins vegna hækkana á fargjöldum strætisvagna Reykjavíkur og ætli ekki í lögbannsmál vegna 25% hækkunar stræt- isvagnafargjalda 12. febrúar síðastliðinn, enda fáist niðurstaða um valdsvið ráðsins í lögbannsmáli sem stofnað var til í janúar. Jafnframt hefur ráðið til- kynnt borgaryfirvöldum að þau geti hækkað strætis- vagnafargjöld um 20% strax án þess að farið hafi verið fram á slíka hækkun. Miðað við fyrri afstöðu verðlagsráðs til ákvarðana Reykjavíkurborgar er hér um merkilega kúvendingu að ræða. Hún staðfestir að verðlagsráðs ráðið er aðeins að hugsa um eigin stöðu í málatilbúnaði sínum og gerir að engu stór orð um að það sé að „vernda almenning" gegn kjörnum fulltrúum hans. Verðlags- stofnun fékk lagt lögbann á þá ákvörðun að hækka strætisvagnafargjöld í Reykjavík að meðaltali um 46,5% í janúar. Nú lýsir ráð- ið því hins vegar yfir, að það geti fellt sig samstals við 25% + 20% hækkun og væntanlega meiri síðar á ár- inu í samræmi við verð- bólguþróun. Væru Reykvík- ingar ekki betur settir ef hin upphaflega ákvörðun kjör- inna fulltrúa þeirra hefði náð fram að ganga í janúar og áfram hefði gilt það fyrirkomulag á afsláttar- miðum sem afnumið var vegna óþarfra afskipta verð- lagsyfirvalda? — Á ég að segja þér nokkuð. Þú ert kominn í klípu, sagði Kanínka kanína við Bangsimon — bangsann skemmtilega sem allir krakkar á íslandi þekkja úr ævintýrinu og taka mark á. Hann hafði nefnilega komið í heimsókn til hennar Kanínku í holuna hennar og troðið sig svo út af öllu gómsæta hunanginu og ávaxtamaukinu hennar með brauðinu, að hann sat fastur. Af einhverjum furðulegum ástæð- um rifjuðust vandræði Bangsi- mons upp fyrir Gáruhöfundi einn morguninn, eftir lestur blaðanna með ummælum seðla- bankastjóra, forstöðumanns þjóðhagsstofnunar og annarra vandræðasérfræðinga þjóðar- innar um aðra klípu, sem þarf nú að fara að tosa vandræðageml- inginn úr með einhverjum ráð- um. Mætti saga Bangsimons verða að liði: — Jæja, þá fer ég, sagði Bangsimon. Svo vertu sæl. — Ef þú ert viss um að þú viljir ekki meira. — Er meira til? spurði Bangs- imon. Kanínka tók lokin af krukkun- um og sagði: — Nei, það er allt búið. — Mér datt það í hug, sagði Bangsimon. — Vertu þá sæl. Ég verð að fara. Hann stakk höfðinu í gatið og reyndi að troða sér út. Hann ýtti og togaði með höndum og fótum og brátt var nefið komið út hin- um megin ... svo komu eyrun ... svo hendurnar ... svo axlirn- ar .. svo ... Hjálp! kallaði Bangsimon. — Ég verð víst að reyna að troða mér inn aftur. En ég kemst hvorki út né inn. Úr því Kanínka komst ekki út um forstofudyrnar, þar sem Bangsimon sat fastur, þá fór hún út bakdyramegin. Svo hljóp hún hring um húsið og að for- stofudyrunum, þar sem höfuðið á Bangsimon stóð út úr. — Ertu fastur? — Ne ... e i sagði Bangsimon með uppgerðar kæruleysi. Ég er bara að hvíla mig og hugsa og raula. — Taktu í höndina á mér! Bangsimon gerði það og Kanínka togaði allt hvað hún gat. — Á ég að segja þér nokkuð. Þú ert kom- inn í klípu, sagði hún. — Já, sagði Bangsimon gram- ur. Og hvers vegna er ég kominn í klípu? Vegna þess að gatið þitt er ekki nógu stórt. — Vegna þess að þú borðaðir allt of mikið, sagði Kanínka. Mér datt það í hug, en ég kunni ekki við að segja það við þig, að annað okkar borðaði of mikið og það væri ekki ég. En nú fer ég og sæki Jakob ... — Heldurðu að ég komist kannski aldrei út aftur? spurði Bangsimon Jakob. — Það er aðeins eitt ráð, sagði Jakob og kinkaði kolli. Við verðum að bíða þar til þú ert orðinn mjórri. — Hvenær verð ég mjórri? — Eftir eina viku, hugsa ég. — En ég get ekki verið hér í heila viku. — Þú getur víst verið hér í eina viku, bangsakjáni. Vandinn er að koma þér út. — Við skulum lesa hátt fyrir þig, sagði Kanínka. En ef ég á að vera hreinskilin þá tekur þú dá- lítið mikið pláss inni hjá mér. Ég vona að þú takir mér það ekki illa upp, þótt ég noti fæturna á þér fyrir snaga, Þeir eru þarna hvort eð er og mér þætti þægi- legra að hengja á þá handklæðin mín. — Heila viku, sagði Bangsi- mon með grátstafinn í kverkun- um. — En fæ ég ekkert að borða? Bangsimon ætlaði að stynja en komst þá að því að hann gat það ekki. Hann var nefnilega kominn í mjög þrönga klípu. Lítið tár rann niður kinn- ina á honum. — Ég er hræddur um að það dugi ekki, sagði Jakob. Annars verður þú að vera ennþá lengur en eina viku, því þá verður þú ekki mjór. En við skulum lesa fyrir þig hughreystandi sögur. Og það gerði hann. Þegar vikan var liðin, sagði Jakob: — Nú er tími til að reyna. Svo tók hann í hendurnar á Bangsimon og Kanínka tók i Jakob og frændur og frænkur tóku í Kanínku og svo toguðu all- ir og toguðu. Lengi vel sagði Bangsimon bara: Æ! og aftur æ! En allt í einu heyrðist í honum alveg eins og þegar tappi er dreginn úr flösku. Jakob og Kan- ínka og frændurnir og frænk- urnar duttu um koll og ofan á öllu saman sat Bangsimon. Hann kinkaði kolli til vina sinna og labbaði raulandi af stað i gegnum skóginn. Jakob horfði á eftir honum og sagði við sjálfan sig. — Bangsakjáninn minn! Svona getur vel farið i verstu klípum, ef rétt er að farið og all- ir ganga í málið og reyna að gera sjúklingnum lækninguna sem léttasta með huggunarorðum. En hvar skal byrja og hvar skal standa? Henni Daniellu Mitterand for- setafrú í Frakkalandi hefur lík- lega fundist að ekki ætti sist að byrja á toppinum, þegar búið væri að eta yfir sig og megrunin hæfist hjá þjóð hennar. Dagana sem Gáruhöfundur var að elta forseta vorn í þvísa landi, og for- seti Frakklands að halda til Sviss í opinbera heimsókn, lét forsetafrúin boð út ganga úr höllinni að hún myndi ekki fara með forsetanum i reisur til ann- arra landa meðan efnahags- ástand þjóðar hennar væri svo bágborið að gjaldeyri þyrfti að spara til almennra ferðamanna. Með þessu vildi hún sýna sam- stöðu. „Þjóðhöfðingi gæti átt nauðsynleg erindi til annarra landa vegna menningarlegrar og efnahagslegrar samvinnu og til kynningar á sinni þjóð.“ Enda var ferð Francoise Mitterands til Sviss sögð mikilvæg vegna - breytts viðskiptahalla landanna, þar sem þróunin er Frakklandi í óhag. Og opinber ferð til Kína strax á eftir af heimspólitiskum ástæðum. Embættismenn sem ég nefndi þetta við sögðu: Auglýsing! Eða: „Henni þykir ekkert gaman að opinberum ferðum!" Og fengu svarið: „Þeim mun meiri ástæða til að eyða ekki gjaldeyri í hana.“ En flestum öðrum fannst þetta fjári gott fordæmi hjá forseta- frúnni. Aldrei að vita hvernig mannskapurinn bregst við. Oscar Wilde orðaði það svo: „Maðurinn er skynsöm skepna, sem alltaf missir stjórn á skapi sínu, þegar hann er kallaður til þess að hegða sér eins og skyn- semin býður honum." Er ekki úr vegi að ljúka þessu með viðeigandi heilræðavísu til ungra íslendinga. Grip niður í erindinu í „Vögguljóði Jökla- rnæðra" hans Sigurðar Þórarins- sonar: Sofðu ungi anginn minn enn svo hýr og góður. Næðir svalt um köldukinn kenna ég vil þér litla skinn að forðast afglöp föður þíns og móður. >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ I Reykjavíkurbréf MorKunblaöið/Emilía. ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Tölur og stjórnmál Tölur eru þeim auðvitað hug- leiknar sem stjórnmálum sinna og um þau fjalla. Atkvæðatölur segja til um styrk flokka, fjöldi þing- manna ræður því hvaða flokkar geta myndað ríkisstjórn og tölur úr þjóðarbúskapnum gefa almenn- ingi vísbendingu um hvernig stjórnmálamönnum tekst að glíma við þau verk sem þeir eru kjörnir til að vinna. En það er mikill misskilningur ef menn halda, að stjórnmál byggist á talnaröðum, prósentum og árs- yfirlitum. Enginn dregur í efa að það sé unnt að reikna sig út úr 100% verðbóigu. Hin þrautin er þyngri að fá dæmið til að ganga upp á stjórnmálavettvangi. I ástandi eins og nú ríkir hér á landi segja tölur um efnahags- ástandið mönnum í raun lítið. Talnaflóðið um það efni er þó meira en áður vegna þess að mun meiri upplýsingar liggja fyrir og fljótlegra er að reikna með aðstoð rafeindatækja. En þessi tæki skila ekki upplýsingum um annað en í þau er sett, þau hugsa hvorki sjálfstætt né draga réttar álykt- anir sem er nauðsynleg forsenda fyrir því að skynsamlega sé á mál- um tekið. Nú í vikunni fluttu þeir tveir menn, sem hvað mesta þekkingu hafa á gangi efnahagsmála á fs- landi, ítarlegar ræður um þessi mál. Dr. Jóhannes Nordal, Seðla- bankastjóri, talaði á ársfundi Laugardagur 7. mai bankans og Jón Sigurðsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, á aðal- fundi Vinnuveitendasambands fs- lands. Báðir gáfu þeir tölulegar upplýsingar um efnahagsstarf- semina og voru þær ekki glæsi- legar eins og við var að búast eftir stjórnleysi undanfarinna ára. Báðir bentu þeir á, að ákvarðanir stjórnmálamanna og ábyrgð öfl- ugra hagsmunasamtaka þyrfti til að snúa dæminu á betri veg og báðir reifuðu þeir hugmyndir um hvað heppilegast væri að gera. Naudsyn réttra ákvarðana Jóhannes Nordal sagði meðal annars í ræðu sinni: „Þótt íslend- ingar séu orðnir ýmsu vanir í verðbólguróti undanfarins áratug- ar, fer ekki á milli mála, að hér hefur að undanförnu skapast háskalegra ástand af völdum taumlausrar verðbólgu, viðskipta- halla og erlendrar skuldasöfnunar en sú kynslóð þekkir, sem nú byggir þetta land. Stjórnmála- legar aðstæður hafa valdið því, að ekki hefur verið unnt að taka á þessum vanda síðasta misserið, en nú hljóta allir að vona, að skilyrði til árangursríkari verka verði brátt fyrir hendi." Jón Sigurðsson komst meðal annars svo að orði: „Víst er um það, að á undanförnum árum hef- ur hjöðnun verðbólgu í orði kveðnu verið margyfirlýst markmið í efnahagsmálum. Hvað eftir annað hefur því verið lýst ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ yfir að úr verðbólgu verði að draga. En því miður er meira djúp staðfest á milli viljayfirlýsinga og verka, að ekki sé minnst á árang- ur, í þessu efni en í nokkrum öðr- um málaflokki í íslenskum stjórn- málum.“ Þegar litið er á sáttmála þeirrar ríkisstjórnar sem enn situr þótt hún hafi sagt af sér, sést að fyrsta viðfangsefni hennar var að sigrast á verðbólgunni. Þetta misheppn- aðist svo hrapallega að verðbólgu- horfur hafa aldrei verið jafn slæmar síðan mæling þessa vá- gests hófst á íslandi árið 1914. Jón Sigurðsson sagði raunar, að það væri örðugt að sjá verðbólgustigið nákvæmlega fyrir, þegar hún er komin á flugstig, en þá hætti henni til að ganga í rykkjum og skrykkjum. Það hefur verðbólgan gert undanfarin ár og hegðan hennar 1981 hefur síðan reynst svo dýrkeypt, að ekki hefur verið við neitt ráðið. Orð Jóns Sigurðs- sonar um erfiðleika á útreikning- um við þessar aðstæður undir- strika aðeins þá staðreynd, að töl- urnar skipta engu máli í saman- burði við hinar réttu ákvarðanir sem nauðsynlegt er að taka til að forða þjóðarskútunni frá því að fara í kaf. En hvaða ákvarðanir? Bæði Jón Sigurðsson og Jóhann- es Nordal settu fram hugmyndir um hvaða ákvarðanir væri nauð- synlegt að taka. „Þörf er fyrir samstillta efnahagsstefnu, sem i senn nýtur þingfylgis og viður- kenningar og skilnings alls al- mennings og hagsmunasamtaka. Markmiðið er að draga úr verð- bólgu og viðskiptahalla en tryggja jafnframt viðunandi atvinnu- ástand og treysta grundvöll at- vinnulífsins," sagði Jón Sigurðs- son. „Reynslan undanfarin ár sýn- ir, að einn meginveikleiki hag- stjórnar hér á landi hefur verið skortur á samræmi aðgerða á ein- stökum sviðum efnahagsmála, þar sem lögð hefur verið áhersla á að ná tiltækum markmiðum án tillits til áhrifa á aðra þætti þjóðar- búskaparins," sagði Jóhannes Nordal. Þeir eru sem sé sammála um það seðlabankastjórinn og for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, að mestu skipti að átakið verði sam- stillt, eða eins og segir í kosn- ingastefnuskrá Sjálfstæðisflokks- ins: „Verðbólgunni verði náð niður með samstilltu átaki allrar þjóð- arinnar." Jóhannes Nordal varaði sérstaklega við þeirri aðferð sem beitt var við niðurtalninguna á ár- inu 1981 þegar kapp var lagt á að draga úr verðbólgu með aðgerðum, sem um leið rýrðu afkomuskilyrði atvinnuveganna og juku viðskipta- halla. Jóhannes Nordal lagði áherslu á tvo meginþætti: 1) „Að gefa bætt- um skilyrðum atvinnuveganna forgang, jafnvel þótt það kosti tímabundna skerðingu lífskjara og frestun félagslegra umbóta." 2) „Hvort það sé ekki að verða fs- lendingum lífsnauðsyn að brjótast út úr þessum vítahring með því að afnema með öllu hið vélgenga verðbótakerfi launa og verðlags, sem hér hefur verið við lýði í meira eða minna mæli um áratuga skeið." Jón Sigurðsson kom víðar við í ræðu sinni, en sé sérstaklega litið til atvinnuvega og verðbólgu sagði hann: 1) „Það sem mestu varðar að mínum dómi er hið almenna efnahagslega og félagslega um- hverfi sem einstaklingar og fyrir- tæki starfa í en ekki sértækar at- vinnumálaráðstafanir í þágu ein- stakra atvinnugreina eða fyrir- tækja. Ríkisvaldið gerir mest gagn með því að leggja áherslu á al- mennar efnahagsaðgerðir og al- menna jafnvægisstefnu og festu og jafnræði í reglum um kjör at- vinnurekstrar að því er varðar skatta og skyldur og aðgang að fjármagni." 2) Það er viðsjárverð skoðun að ekki eigi að gera neitt til að forðast fimmtungs hækkun innlends kostnaðar 1. júní; það er „ákaflega brýnt að reyna að skapa festu í verðlags- og launamálum eitt til tvö ár fram í tímann"; og: „Eins og nú er komið, er vandséð hvernig tryggja má hjöðnun verð- bólgu og atvinnuöryggi án íhlut- unar í gildandi kjarasamninga og lög um kjara- og verðlagsmál. Slík íhlutun kann að vera óumflýjanleg til þess að koma í veg fyrir mjög alvarlega röskun á atvinnulífi og efnahag landsmanna." Mikilvægur áherslumunur Með því að kynna sér viðhorf þeirra Jóhannesar Nordals og Jóns Sigurðssonar til þessara tveggja meginviðfangsefna stjórn- málamanna má sjá hvaða kosti þeir telja um að velja ef móta á skynsamlega efnahagsstefnu í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem nú fara fram. Þeir eru sam- mála um atvinnustefnuna, ríkið á að skapa atvinnuvegum almenn vaxtarskilyrði en ekki gera upp á milli atvinnugreina. Þeir hafna báðir skyndiaðgerðum, millifærsl- um og kosningalántökum fráfar- andi ríkisstjórnar. Hins vegar er áherslumunur þegar kemur að visitölukerfinu. Jóhannes Nordal veltir því fyrir sér, hvort ekki sé skynsamlegast að taka það úr sambandi, eins og sagt er. Gerð sé ein róttæk aðgerð og byrjað upp á nýtt. Ræða hans ber þess merki að nauðsynlegt sé að hreinsa rækilega til. Jón Sig- urðsson fer hægar í sakirnar. Hann segir að til þess að breyta ógnvænlegum verðbólguhorfum fyrir 1. júní eigi stjórnvöld aðeins tveggja kosta völ; annars vegar að fella verðbótaákvæði laga úr gildi og losa jafnframt um samninga, þannig að samningsaðilar yrðu að takast á við vandann, hins vegar að ákveða hámarksbreytingar fyrir laun og aðrar tekjur með lög- um í stað verðbótahækkunar og þá miklu lægri hundraðstölur en gildandi verðbótareglur segja fyrir um. Ræða Jóns verður varla skilin á annan veg en þann, að hann vilji að seinni leiðin sé farin og hún jafnvel lögbundin til tveggja ára. Mat fram- sóknar Fyrir ýmsa skiptir það vafa- laust máli að íhuga hvernig fram- sóknarmenn tóku þessum tveimur ræðum, en eins og kunnugt er vill Framsoknarflokkurinn eigna sér allt það ssm vel hefur verið gert undanfarin 12 ár og segist að minnsta kosti hafa ráðið efna- hagsstefnunni í 12 vikur 1981. Jóhannes Nordal dæmdi niður- talningarstefnu framsóknar 1981 dauða og ómerka. Eftir að Morg- unblaðið benti á það í leiðara birt- ust harmakvein á síðum Tímans úr þingflokki framsóknar. Timinn gerðist nýjungagjarn og leitaði öllum á óvart álits Alexanders Stefánssonar, þingmanns, á leið- ara Morgunblaðsins um skilgrein- ingu Jóhannesar Nordals. Alex- ander sagði: „Það nægir að vísa í ræðu Jóns Sigurðssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, ef svara á þessum leiðara Morgunblaðsins." Bætti framsóknarþingmaðurinn því við, „að forstjóri Þjóðhags- stofnunar væri ekki að benda á lögbindingarúrræðið, lausn okkar framsóknarmanna, nema að vel hugsuðu máli. Mér sýnist hann taka alveg upp þau úrræði sem við höfum verið að benda á.“ Miðað við dóm Jóhannesar Nordals yfir niðurtalningarleið framsóknar verður orðum fram- sóknarmanna um stefnumörkun Jóns Sigurðssonar tæplega trúað fyrirvaralaust. Ekki án fórna Hvorki Jóhannes Nordal né Jón Sigurðsson gefa til kynna, að hug- myndirnar sem þeir setja fram til að sigrast á hinum mikla efna- hagsvanda sé unnt að framkvæma án einhverra lífskjarafórna. Menn þurfa auðvitað ekki annað en líta í eigin barm til að átta sig á því, að það kostar nokkra sjálfsafneitun að hætta að lifa um efni fram. En í ræðum sínum í vikunni bentu þeir jafnframt báðir á, að hinar tímabundnu fórnir myndu forða þjóðarbúinu frá miklu meiri voða sem aðgerðaleysi hefði í för með sér. Jóhannes Nordal sagði: „Þótt afnám vísitölukerfisins kunni að hafa í för með sér tímabundnar fórnir í lífskjörum, er ég sann- færður um, að þar er ekki um raunverulega fórn að ræða, a.m.k. ekki þegar til lengri tíma er litið. Þegar allt kemur til alls ræðst hagur almennings og þjóða af sköpun raunverulegra verðmæta, en ekki af því þrátefli um skipt- ingu svikulla fjármuna, sem er inntak hagsmunabaráttu verð- bólguþjóðfélagsins." Jón Sigurðsson sagði: „Ráðstaf- anir sem þessar hlytu því að skerða kaupmátt. í þessu sam- bandi yrði þó jafnframt að meta mildandi áhrif skattaívilnana, barnabóta, sem ákveðnar væru samtímis, svo og vægari greiðslu- kjör íbúðalána, en hvort tveggja gæti hlíft kjörum þeirra, sem hafa þunga framfærslubyrði. Meira máli kynni þó að skipta sá ávinn- ingur sem hjöðnun verðbólgu fær- ir hvað varðar atvinnuöryggi og afkomu. Hár kaupmáttur kaup- taxta kemur þeim að litlu haldi, sem ekki halda vinnunni." Ræðurnar sem hér hefur verið vitnað til veita innsýn í þau mál- efni sem til umræðu eru meðal stjórnmálamanna þessa dagana, þegar þeir reyna að fóta sig á nýrri meirihlutastjórn. En það skal ítrekað sem áður var sagt, að þótt tölur skipti stjórnmálamenn miklu í þessum umræðum ræður hitt þó úrslitum um útkomuna í dæminu, hvaða pólitísku aðferð- um er beitt til að hún verði landi og þjóð sem hagstæðust.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.