Morgunblaðið - 08.05.1983, Page 28

Morgunblaðið - 08.05.1983, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 Norrænt hús opnaö í Þórshöfn í Færeyjum Fjölbreytt menningardagskrá út allan mánuöinn í tilefni af vígslunni Sunnudaginn 8. maí nk. verður Norrænt hús vígt í Þórshöfn í Færeyjum. Húsinu er ætlað sama hlutverk og Norræna hús- inu i Reykjavík, vera alhliða vettvangur fyrir rannsóknar-, kennslu- og menningarstarf og gefa Færeyingum betra tækifæri til að fylgjast með því, sem er efst á baugi í þeim efnum meðal bræðraþjóða þeirra á öðrum Norðurlöndum. Tillaga um smíði hússins kom fyrst fram í Norðurlandaráði ár- ið 1972 en árið 1977 var efnt til samkeppni meðal arkitekta um gerð þess. Sigurvegari í þeirri samkeppni var Norðmaðurinn Ola Steen og árið 1980 var hafist handa við smíðina. Húsið er 2.000 fermetrar og er áætlað að kostnaðurinn við það nemi um 150 milljónum ísl. kr. þegar upp verður staðið. Norræna húsið í Þórshöfn stendur við veginn inn til bæjar- ins úr norðri, þaðan sem útsýn er yfir Nólseyjarfjörð og innsigl- inguna. Það á að vera þjónustu- miðstöð og tengiliður milli hins ríka menningarlífs á eyjunum og annarra norrænna landa og þar verður aðstaða fyrir alhliða menningarstarfsemi, t.d. leiklist, hljómlist, kvikmyndalist og listsýningar og einnig fyrir þjóð- dansa og fundahöld af ýmsu tagi. Þar að auki er húsinu ætlað að vera rammi um daglega starf- semi í kaffihúsi, lestrarherbergi, grafísku verkstæði og fleira. í sambandi við opnun hússins verður efnt til fjölbreyttrar menningardagskrár, sem hefst föstudaginn 6. maí og stendur að mestu dag hvern út allan mán- uðinn. Þar munu listamenn og leikarar, rithöfundar og fræði- menn ýmsir leggja sitt af mörk- unum með upplestri, leiksýning- um, tónleikum, kvikmyndasýn- ingum, danssýningum og fróð- legum fyrirlestrum um alls kon- ar efni, og verður dagskráin jöfnum höndum í Norræna hús- inu í Þórshöfn og í helstu bæjum eyjanna. íslendingar eiga sinn hlut í þessari dagskrá og má m.a. nefna sýningu á íslenskri svart- list, sem Kjarvalsstaðir hafa tekið saman, fyrirlestur Jakobs Jakobssonar um breytingar á fiskistofnum í íslandshafi, fyrir- lestur Guðna Þorsteinssonar um reynsluna af ýmsum viðarfærum og loks fýrirlestur Svend-Áge Malmberg um þekkingu víkinga og landnámsmanna á haf- straumum. Viðstaddir vígsluna verða menningar- og menntamála- ráðherrar Danmerkur, Finn- lands, Islands, Noregs og Sví- þjóðar, landsstjórnin í Færeyj- um og Lögþingið, aðrir fulltrúar frá Norðurlöndunum ásamt fjöldamörgum frammámönnum í menningarlífi þessara þjóða. Grundyöllurinn löngu brostinn — segir Ármann Ármannsson, framkvæmdastjóri Fiskverkunar Ármanns Friörikssonar í Reykjavík „ALLUR samanburður við síðustu vertíð er afar óhagstæður. Nú er minni fiskur, hærra hlutfall ufsa í aflanum, meiri olíukostnaður, lægra verð fyrir saltfiskinn og svo mætti lengi telja. Grundvöllurinn fyrir þessu er löngu brostinn. IJtgerðin er því nánast óframkvæmanleg og við höfum til dæmis ekki getað borgað olíuskuldir f langan tíma,“ sagði Ármann Ármannsson, framkvæmda- stjóri Fiskverkunar Ármanns Frið- rikssonar f Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið. „Menn fara að gefast upp á út- gerðinni og fiskvinnslunni ef svona heldur áfram. Það verður að gera skjótar breytingar, ef hægt á að vera að standa í þessu. Við vinnum í þessu öll kvöld og allar helgar og samt er útkoman engin. Við erum með þrjá báta, Helgu RE, Helgu II RE og Rúnu RE. Helga II byrjaði 15. janúar og er komin með 717 lestir og Helga 25. janúar og er komin með 500 lestir. Rúna er nú með um 160 lestir og eru allir bátarnir á netum. í fyrra tókum við á móti tæpum 1.700 lestum, en erum komnir með 1.400 núna og þó var byrjað seinna f fyrra. Það eru því ekki góðar horf- ur á þessu, við verkum allt í salt og verð á saltfiski er lágt núna og auk þess bætist við aukinn kostn- aður vegna hreinsunar selorms. Fyrir páska voru bátarnir á Breiðafirðinum og úti í Kanti, en eftir páska sóttu þeir suður fyrir. Við ætlum að reyna að leysa dæm- ið eftir vertíð með því að fara með bátana áfram á net og þá í útileg- ur og salta um borð. Það er það eina, sem við getum gert í svipinn, ekki er hægt að leggja bátunum fram á haustið, það verður að halda þessu gangandi, annars er eins gott að hætta,“ sagði Ár- mann. Sýnir Ijósmyndir á Kjarvalsstöðum PÁLL Reynisson heldur Ijós- myndasýningu á Kjarvalsstöðum og er sýningin opin á venjulegum sýningartíma í vesturforsal húss- ins. Páll sýnir þarna alls 37 ljós- myndir á 22 plötum. Þarna er um að ræða venjulegar litljós- myndir og svart/hvítar myndir, og grafískar litmyndir, sem gerðar eru eftir svart/hvítri frummynd. Þetta er fyrsta einkasýning Páls Reynissonar. Hann er 26 ára Reykvíkingur. Hann nam ljósmyndun í Ijósmyndadeild skóla Sven Winquist í Gauta- borg árin 1975—77 en hefur starfað hjá íslenska sjónvarpinu frá því 1973 og nú síðast sem kvikmyndatökumaður. Eyvindur Vopni kemur í heimahöfn. Sverrir Guðlaugsson skipstjóri f brúnni. Eyvindur Vopni NS 70 eykur atvinnuöryggi Vopnafirði, 20. aprfl, 1983. FJÖLDI fólks og blaktandi fánar við hún fógnuðu hinu nýja skipi Eyvindi Vopna er hann lagðist að bryggju hér í heimahöfn sinni á Vopnafirði að morgni 20. aprfl sl. Er skipið hafði lagst að bryggju steig fyrstur um borð sóknarprest- ur Vopnfirðinga, séra Sigfús J. Árnason. Flutti hann bæn, blessaði hið nýja skip og óskaði því og áhöfn þess allra heilla. Að loknum orðum Sigfúsar talaði Kristján Magnússon, sveitarstjóri, rakti hann i stór- um dráttum smíði skipsins sem tekið hefur um 19 mánuði. Samningur um smíðina var undirritaður í október 1981 og hljóðaði upp á 20 milljónir. Verulegar fækkanir hafa orðið á smíðatímanum og fjármagns- kostnaður mikill í þeirri verð- bólgu sem nú er. Kristján óskaði eigendum og Vopnfirðingum öll- um til hamingju með skipið og bauð fólki því næst að stíga um borð og skoða sig um. Síðar um daginn bauð svo eig- andi skipsins, Kolbeinstangi hf., hreppsbúum til kaffidrykkju í félagsheimilinu Miklagarði. Ey- vindur Vopni ms. 70 er 188 lestir að stærð, 29,35 m að lengd og 7,02 m að breidd. í skipinu er 800 hestafla aðalvél, finnsk af gerð- inni Wártsilá, sérstaklega búin til brennsku á svartolíu, gang- hraði er um 10 mílur. Skipið er smíðað hjá Vélsmiðju Seyðis- fjarðar. Áf tækjum í brú má nefna svokallaða auto troll, veð- urrita o.fl., en að sögn Sverris Guðlaugssonar, skipstjóra, eru þetta tæki sem nú eru víða kom- in í nýrri skip en teljast kannski frekar til nýjunga í ekki stærra skipi en Eyvindur Vopni er. Skipið mun að sögn Sverris fara á togveiðar en einnig er það með útbúnað til línu- og neta- veiða. Tíu manna áhöfn verður um borð. Skipstjóri verður sem fyrr segir Sverrir Guðlaugsson, fyrsti stýrimaður, Ari Sigur- jónsson og fýrsti vélstjóri Sveinbjörn Sigmundsson. Eig- andi hins nýja skips er hlutafé- lagið Kolbeinstangi en að því standa Tangi hf., Vopnafjarð- arhreppur og Kaupfélag Vopn- firðinga. Með tilkomu Eyvindar Vopna ms. 70 hingað til Vopnafjarðar og útgerðar togarans Brettings ms. 50 sem fyrr er hér á staðnum er vonast til, að hægt verði að einhverju leyti að koma í veg fyrir tímabundin stopp í fisk- vinnu hér sem óhjákvæmilega skapast öðru hvoru þegar aðeins er gert út eitt skip, þó svo að útgerð lítilla báta sem hér er nokkur geri sitt til að laga stöð- una í þeim málum. Stórt atriði við rekstur útgerðar eins og hér um ræðir og raunar allrar er að viðhald svo og viðgerðir fáist bæði fljótt og vel. Hvað það varðar eru Brettingur og nú líka Eyvindur Vopni vel settir því allt slíkt fá þeir hjá vélaverk- stæði Tanga hf. að Hafnarbyggð 18 og er það vel og sparar oft bæði mikið fé og tíma að þurfa ekki að leita annað en til heima- hafnar. B.B.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.