Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 JOHN LE CARRÉ Meistari njósnasögunnar koniinn inn úr kuldanum Sjaldan ef nokkru sinni hefur brezki rithöfundurinn John le Carré komið í jafn ríkum mæli inn úr kuldanum eins og á þessu vori, allt frá því að hann tók að skrifa um hina dimmu veröld njósnar- anna fyrir 20 árum. Hann hefur sjálfur óspart tekið þátt í kynn- ingarherferðinni fyrir nýjustu bók sinni „The Little Drummer Girl", en bakgrunnur hennar eru deil- urnar og átökin fyrir botni Mið- jarðarhafsins. Þessi nýja bók hans er að því leyti frábrugðin fyrri bókum hans, að hún fjallar ekki nema að litlu leyti um njósnir. Þess í stað hefur hún undarlegt en átakanlegt ástarævintýri að mið- depli sínum og umfram allt dregur hún upp samúðarríka mynd af hlutskipti og baráttu Palestínu- manna. Útgefendur bókarinnar, jafnt sem le Carré sjálfur, eru ekki í neinum vafa um, að þessi nýja skáldsaga eigi eftir að njóta mik- illa vinsælda. Nú þegar hafa 450.000 eintök af henni verið prentuð í Bandaríkjunum og horf- urnar eru svipaðar í öðrum lönd- um. Kvikmyndun sögunnar er jafnframt í undirbúningi og verð- ur henni stjórnað af ekki ómerkari manni en George Hill, sem stjórn- aði „The Sting" og „The World According to Carp". Að undanförnu hefur le Carré látið óspart að sér kveða í fjölmiðlum, en það gerðíst skyndi- lega og fyrirvaralaust. Hann var kominn fram á sjónarsviðið áður en nokkur vissi af, hvort heldur það var í kvöldfréttum bandarísku fréttastofunnar CBS eða hjá tíma- ritinu Newsweek. Heilsíðuviðtal birtist við hann í bókmenntagagn- rýni The New York Times og hann skrifaði kraftmikla grein til varn- ar sjálfum sér gegn gagnrýni, sem birtist í The Washington Post. John le Carré er dulnefni eða hófundarnafn fyrir David Corn- well, hið rétta nafn skáldsins og líkt og sumar helztu söguhetjurn- ar í bókum hans, þá hefur le Carré spunnið um sig leyndarhjúp, sem hann hefur óspart hagnýtt sér til þessa. En að þessu sinni hefur hann breytt um viðhorf. Hann kveðst hafa gert sér grein fyrir því, að sú samúðarkennda mynd, sem hann dregur upp af Palest- ínumönnum í þessari nýju bók sinni og baráttu þeirra fyrir því að eiga sér sitt eigið föðurland, geti skapað deilur. Því hafi hann ákveðið að skýra frá skoðunum sínum opinberlega fremur en að láta gagnrýnendur túlka þær fyrir sig. „Finn til með Palest ínumönnum" Le Carré segist hafa talið það skyldu sína í þessari nýju bók að vera skorinorður fyrir hönd Palestínumanna. „Ég finn til með þeim vegna þess óréttlætis, sem þeir hafa orðið fyrir," segir hann. „Megnið af áróðrinum gegn Palestínumönnum hefur beinzt að því að gera þá að ómennum. Allir hinir gömlu mælikvarðar kyn- þáttahatursins hafa verið teknir í noktun að nýju á úthugsaðan hátt í því skyni að sannfæra okkur um, að Palestínumenn séu ekki fólk, sem eigi það skilið, að heimurinn sýni því samúð. Ég held ég geti hjálpað til við að leiðrétta þessa röngu mynd, sem dregin hefur verið upp af þeim. Mikill meirihluti Palestínu- manna eru fórnarlömb þeirra, átaka, sem þeir þó hafa ekki tekið þátt í. Hið undarlega er, að fram- tíð palestínsku þjóðarinnar er í höndum þessa fólks en ekki í höndum hermanna þeirra, rétt eins og hjá Gyðingum í dreifingu þeirra. Það mun sjást á hinum óbreyttu á meðal Palestinumanna, hve mikið er unnt að leggja á þá." I „The Little Drummer Girl" segir le Carré frá njósnasveit vel æfðra og harðskeyttra Israels- manna, sem eiga að ná fram hefndum fyrir margs konar hryðjuverk, sem hópur Palestínu- manna hefur framið á Gyðingum víða í Evrópu. fsraelsmennirnir viðurkenna, að þeir standa and- spænis einstaklega gáfuðum og viðsjárverðum andstæðingi, þar sem foringi Palestinumanna er, en hann er svo var um sig, að hann sefur aldrei lengur en tvær nætur John le Carré. Mynd þessi var tekin fyrir skömmu uppi í fjöllunum fyrir ofan Bern í Sviss. ('harlotte Cornwell, hálfsystir le Carrés, er talin vera fyrirmyndin að per- sónugerð „Charlie", aðalsoguhetjunnar í „The Little Drummer Girl". í röð á sama stað. Af þessum sök- um finna ísraelsmennirnir upp ráð, sem er jafn hugvitsamlegt og hættulegt og sprengjur hryðju- verkamannanna. Sem agn nota þeir unga enska leikkonu að nafni Charlie. Skáld- sagan er í rauninni saga hennar. í því skyni að ginna Palestínu- manninn í gildru, tekur hún á sig löng ferðalög, allt frá Aþenu til Salzburg, London og Beirút. Palestínumennirnir eru þorpar- arnir í þessari sögu, en hér gerist það í fyrsta sinn á ferli le Carrés, að þorparnir eiga sér réttmætan málstað. George Smiley myndi aldrei hafa viðurkennt, að and- stæðingar hans, Rússar, ættu sér slíkan málstað i viðskiptum hans og þeirra. Þetta breytta viðhorf le Carrés hefur orðið til smám saman. Hann segir sjálfur, að það sé afleiðing af umfangsmiklu rannsóknastarfi sínu í Miðausturlöndum. Sjálfur hafi hann hvað eftir annað ferðast til búða Palestínumanna og orðið áhorfandi að reiði ísraelsmanna, sem bitnað hafi jafnt á óbreyttu fólki sem hermönnum, ekki sízt í innrás ísraelsmanna inn í Líb- anon á síðasta ári. Le Carré hefur aldrei verið reif- arahöfundur í hinum venjulega skilningi þess orðs, enda þótt bæk- ur hans hafi verið lesnar af millj- ónum manna um allan heim. Sög- ur hans hafa að geyma siðferðis- boðskap, sem er t.d. afar fjarlæg- ur hinum ævintýrakennda heimi Ian Flemmings í sögum þess síð- Alec Guinness sem Smiley, ein þekktasta persónan, sem le Carré hefur skapað. arnefnda af James Bond. Líkt og þeir Sommerset Maugham og Graham Greene notar le Carré vissa bókmenntagrein til þess að brjóta til mergjar siðferðileg vandamál samtímans. Hann dreg- ur upp myndir af persónum, sem verða að velja á milli valkosta, sem þær þó ná ekki að sjá fyrir endann á. Hver og einn okkar gæti í raun verið þessar persónur. Við fyrstu sýn gætu menn freistast til þess að halda, að per- sónurnar í sögum le Carrés væru hugarfóstur mikillar yfirvegunar og undirbúnings. Svo mun þó ekki Ný skáldsaga, „The Little Drummer Girl" vekur mikla athygli jafnt austan hafs sem vestan vera nándar nærri alltaf. Margar þeirra eiga sér fyrirmyndir í fólki, sem le Carré þekkir mæta vel og tilheyra jafnvel nánasta umhverfi hans. Þannig er þessu einnig farið í „The Little Drummer Girl", því að persónufyrirmyndin að sögu- hetjunni Charlie mun vera leik- konan Charlotte Cornwell, hálf- systir skáldsins og miklar likur eru á, að hún eigi eftir að fara með hlutverk hennar, er sagan verður kvikmynduð. Óhlutdrægur í garð ísraelsmanna Fagurfræðileg tillitssemi er sennilega sízt af öllu það, sem vak- ir fyrir le Carré nú við útkomu þessarar nýju bókar og hann verð- ur varla ásakaður um óhlutdrægni í garð ísraelsmanna, þrátt fyrir þá samúð sem kemur fram í henni í garð Palestínumanna. En í henni koma þó fram efasemdir um, að ísrael sé á réttri leið undir stjórn Menachem Begins. Le Carré veltir því vissulega fyrir sér, hvort þjóð, sem ræður yfir einum öflugasta flugher í heimi og getur sent 1100 skriðdreka til þess að umkringja Beirút, geti lengur litið á sjálfa sig sem fórnarlamb, sem sé minni máttar gagnvart öðrum. Le Carré viðurkennir lika sjálf- ur, að hann hafi verið undir það búinn, að bókin fengi neikvæðar móttökur hjá sumum og þó eink- um hjá bandarískum Gyðingum. En sá kvíði hefur reynzt ástæðu- laus með öllu. Gyðingar í Banda- ríkjunum hafa yfirleitt tekið bók- inni mjög vel og jafnframt hefur hún hlotið mjög jákvæða gagnrýni í tveimur helztu dagblöðunum í ísrael. Hinir fjólmörgu aðdáendur le Carrés um víða veröld hljóta að fagna ekki aðeins þessari nýju bók, heldur líka þeim ummælum hans, að hann eigi enn eftir að skrifa fimm til sex bækur. Hann upplýsir að vísu ekki, um hvað næsta bók muni fjalla, heldur seg- ir aðeins: „Ég get aldrei sagt, hvað ég í raun og veru hyggst fyrir. Ég verð að geta komið öðrum á óvart, jafnvel sjálfum mér líka." Le Carré gæti sjálfur verið ein persónan úr sögum sínum. Hann þykir orðheppinn og greindur og öruggur í fasi. Hann hefur yfir- bragð efri stéttar Englendingsins, en eins og svo margar söguhetjur hans, þá er hann ekki allur þar sem hann er séður. Brezka leyni- þjónustan staðhæfir að vísu, að hann hafi aldrei tekið þátt í njósn- um og að ritverk hans séu einung- is afkvæmi frjós ímyndunarafls. En nokkrir fyrrverandi starfs- menn brezku leyniþjónustunnar hafa þó ekki viljað neita því alfar- ið, að hann hafi eitt sinn verið í hópi þeirra. Sá orðrómur er á kreiki, að á sínum tíma hafi hann unnið bæði fyrir brezku gagn- njósnaþjónustuna og brezku leyni- þjónustuna og það er sagt, að sem annar sendiráðsritari í brezka sendiráðinu í Bonn á árunum eftir 1960 og síðan sem ræðismaður í Hamborg í tvö ár, hafi hann kynnzt ýmsu, sem verið hafi utan marka venjulegs starfshrings sendiráðsstarfsmanna. Enda þótt le Carré sé orðinn 52 ára, þá sýnist hann mun yngri. Hann hefur þráast við að fitna með því að stunda útivist og íþróttir eins og t.d. skíði, þar sem hann þykir svo snjall, að hann er nánast keppnismaður. Núverandi konu sinni, Jane, kvæntist le Carré 1972 og eiga þau einn son, Nicholas. Þá á hann einnig þrjá syni frá fyrra hjónabandi og hefur jafnan mikið samband við þá. Ásamt fjölskyldu sinni býr John le Carré lengst af í London, en á sér jafnframt sveitasetur í Cornwall við suðvesturströnd Englands, þar sem hafið blasir við. Eins og dæmigerður Englendingur vill hann vera í friði heima hjá sér og er mjög á varðbergi um einkalíf sitt. Þar fyrir utan ferðast hann mikið og kynnir sér til hlitar það umhverfi, þar sem sögur hans ger- ast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.