Morgunblaðið - 08.05.1983, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 08.05.1983, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 33 Ásjálegur óskapnaður Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Kris er karlmannlegur og ísabelle sexí. Meira er ekki ætlast til af þeim. Tónabíó: Heaven’s Gate (Bardag- inn um Johnson-hérað) Leikstjórn og handrit: Michael Cimino. Kvikmyndataka: Vilmos Zsigmond. Tónlist: David Mans- field. Aðalhlutverk: Kris Kristoff- ersson, Christopher Walkins, Isa- bella Huppert, John Hurt, Sam Waterstone, Jeff Bridges. Banda- rísk, frá United Artists, gerð 1981. H.G. er fyrir marga hluti, ein- stakt fyrirbrigði í kvikmynda- sögunni. Hún mun vera dýrasti vestri sem framleiddur hefur verið fyrr og síðar, (að auki gerð á tímum þegar það kvikmynda- form nýtur lítilla sem engra vin- sælda!) hún setti heilt kvik- myndaver á höfuðið, hið rót- gróna United Artists, sem stofn- sett var á dögum þöglu mynd- anna af Fairbanks, Pickford og Chaplin. MGM gleypti það í ein- um bita, en nokkrum árum áður sneri dæmið öfugt, þá átti MGM við stófelld vandamál að glíma og U.A. yfirtók þá rekstur þess að talsverðu leyti; fáar ef nokkr- ar myndir hafa verið styttar jafn hrikalega mikið á síðari ár- um frá upphaflegri útgáfu og að líkindum hefur engin mynd hlot- ið slíkt umtal og H.G. frá tímum myndarinnar Cleopötru. Hér verður því farið frekar fljótt yf- ir. í H.G. er reynt að segja frá hörmulegum, sannsögulegum at- burðum sem áttu sér stað á ofan- verðri síðustu öld vestur í Wy- oming. Samtök efnaðra naut- gripabænda ætluðu sér að „slátra" 125 innflytjendum, blásnauöu fólki, flestu nýkomnu um langan hörmungarveg af steppum Austur-Evrópu. Dauða- dómur þess í augum stórbænd- anna var snepillinn sem það hafði á milli handanna, bevísinn uppá framtíðina, loforð stjórn- arinnar um landskika í þessu gósenlandi sem kjötfurstarnir vildu nýta til eigin þarfa. Þegar til vopnaskaks kemur, fléttast inn í myndina handhafi laga og réttar í héraðinu, (Kris Kristofferson), sem er langt kominn að svæfa réttlætiskennd sína að eilífu í alkóhóli; einskon- ar hatursvinur hans, (Christoph- er Walken), sem upphaflega er á sveif með stórbændum en snýst gegn þeim í lokabardaganum, svo og megin-mellumamma sýsl- unnar, (Isabeila Huppert) sem á væna hlutdeild í kynferðislífi þessara manna tveggja. Það er erfitt að gera sér fylli- lega í hugarlund hversvegna H.G. er jafn misheppnuð og raun ber vitni. Nokkrar ástæður iiggja þó ljóst fyrir. Cimino voru gefnar algjörlega frjálsar hend- ur til loka myndarinnar til að byrja með, sökum velgengni The Deer Hunter, síðar sökum þess að hann var orðinn óstöðvandi. Á meðan myndataka H.G stóð sem hæst, gekk Deer Hunter fyrir fullu húsi og var jafnframt um- talaðasta myndin víða um heim og sópaði hvarvetna til sín verð- launum. Upphaflega átti H.G. að kosta „litlar" 7,5 millj. dollara, en Cimino gat sífellt gengið í kassann og fyrr en varði hafði þessi hrokafulli leikstjóri sólundað 26 millj. dollara I myndgerðina (milljónirnar urðu reyndar 40 áður en yfir lauk). Peningausturinn hefur villt Cimino af leið. Bruðlið fór í hverskonar endaleysur og hug- dettur leikstjórans. Frægt er dæmið er hann lét skyndilega breikka götuna í vestrabænum sínum um sex fet! Hann lét ekki þar við sitja, heldur krafðist þess að ekki aðeins önnur húsa- röðin væri færð til um þessi sex fet, heldur báðar um þrár! Þessi fluga kostaði U.A. 1 millj. dala. (jafnvirði ca. þriggja íslenskra mynda). Þetta óhóf hefur gert góða sögu torskilda og meingallaða. Vissulega skilar fjárausturinn sér að litlu leyti í afar vönduðum búningum og mörgum fallegum, trúverðugum og listrænum svið- um, tjöldum og munum. Þá er kvikmyndataka Zsigmonds hríf- andi fögur, að vanda, og einstaka kaflar myndarinnar minna fyrir listamannshandbragð hans, meira á draum en veruleika. Þá er tónlist Mansfield vönduð og áheyrileg. Einkum er hún tígu- leg þegar H.G. minnir hvað mest á rússneska áróðursmynd um djöfulskap auðvaldsins! En hlutirnir smella ekki sam- an. Þó að H.G. sé ásjáleg þegar best lætur, er hún sundurlaus, hrokafull, langdregin endaleysa, án nokkurra sennilegra persóna. Þær eru allar óheilsteyptar, ótrúverðugar skyssur. Atburða- rásin er margsundurslitin og götótt, heildarmyndin sannkall- að fíaskó. En í þessu sambandi skal maður einmitt hafa og hugfast að H.G. var stytt frá upphaflegu sýningareintaki um hvorki meira né minna en 90 mínútur, það munar um minna! Þessi gífurlega klipping setur mikið mark á myndina svo oft sem hún er rifin úr samhengi og óútskýrð. Samt stjórnaði Cimino sjálfur aðförinni. Ég vil hafa þá trú að hin upp- haflega 220 mín. langa útgáfa hafi verið mun nær því sem Cim- ino ætlaði sér að segja, þó að þessar 130 langdregnu mínútur lofi ekki góðu. HEAVEN’S GATE er oft með afbrigöum fögur, þrátt fyrir allt, einkum þó atriðið sem þessi mynd er úr. Sigrún Jónsdóttir sýnir í anddyri Hallgrímskirkju í DAG, sunnudag, verður opnuð sýning á kirkjuskrúða og öðrum listmunum eftir Sigrúnu Jónsdóttur listakonu í anddyri Hallgrímskirkju á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju. Sýndir verða höklar, sem m.a. hafa verið fengnir að láni úr kirkjum víðs vegar að af landinu, altari, altarisklæði, skúlptúrinn „Beðið fyrir friði“ og fleira. Sýningin verður opin í dag og næsta sunnudag frá klukkan 15—22 og sama tíma á uppstigningardag. Aðra daga vikunnar, nema mánudag, verður opið frá klukkan 15—19. Þess má geta, að listakonan situr við vinnu sína á sýningartíma í sýningarsalnum í and- dyri kirkjunnar. Þetta er í annað skipti, sem List- vinafélagið efnir til sýningar í þess- um sal. Nýverið var þar sýning á passíumyndum Barböru Árnason og var það fyrsta sýningin á þessum stað. Stjórn félagsins hefur fullan áhuga á að haldið verði áfram á sömu braut. Síðastliðin 26 ár hefur Sigrún Jónsdóttir unnið verk, aðallega hökla, fyrir 80 kirkjur hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig gert fjöl- margar skreytingar aðrar, svo sem altaristöflur í kirkjur og batiklista- verk. Sigrún hefur haldið fjölmargar sýningar og fyrir þátttöku á sýningu á vegum UNESCO í Mónako árið 1973 hlaut hún heiðursviðurkenn- ingu. við bjóðum hótel á hjólum fyrír spottprís Þýskalandsferðimar okkar eru hafnar aftur, enda voru þær afskap- lega vlnsælar í fyrrasumar. Nú bjóða Fluglelðlr sérstaklega skemmtllega ^sumarleyflsmögulelka: - Húsbíl (með öllum búsáhöldum) f tvær vlkur. Verð frá 11.054.- krónum. Hafðu samband sem fyrst og fáðu upplýs- Ingar. Frankfúrtarferðir Flugleiða hafa löngum þótt sérlega kræsilegar í fyrrasumar seldust fyrstu ferðirnar upp á nokkrum klukkustundum Ferðimar Pyggjast á flugi, PílaleiguPil og gististað. En síöan er Poðið upp á margvislega ferðamöguleika i Frankfúrt og nágrenni. MiðPorgin er einstaklega aðlaðandi, dæmi- gerð Þýsk stórborg með sérstaklega vinalegu andrúmslofti. Þar skiptast á skýjakljúfar nútímans og aldagömul meist- arastykki byggingalistarinnar. Svo er ekki nema steinsnar að bregða sér út úr borginni niður að Rin eða til hinna rómuðu staða Baden Baden og Fleidelberg. Frankfúrt er sennilega ein besta verslunar- borg í heimi, enda kunna islenskirferðalang- ar að meta verslanir þessarar nafntoguðu borgar. I Frankfúrt gefur að lita rjómann af þýskri iðnaöarframleiðslu, tiskuvöru og hvers konar fatnað, leikföng, hljóðfæri, hljómburðartæki, leðurvörur, ilmvötn og snyrtivöru - og svona mætti lengi te|ja. Veitingastaðirnir eru heldur ekki af verri endanum Matargerðarlist Frankfúrtaranna er rómuð um víða veröld - sérfræðingarnir jafna henni við það besta sem hægt er að fá í Frakklandi, italiu og Japan! Bjórstofurnar þarf ekki að nefna á nafn. Þær þekkja allir. Þar fæst lika úrval af hinum heimskunnu .Frankfúrturum' - pylsunum góðu, sem eru vissulega engu likar. FLUGLEIDIR Gott tólk hjá traustu télagi FFW1KFURT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.