Morgunblaðið - 08.05.1983, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 08.05.1983, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 Sýningarstúlkurnar brasilísku virtust kunna að meta íslenzku tónlistina og litu rel út í gærubúningunum á íslenzku sýningunni í Ríó de Janero. Vakti íslenzki þátturinn athygli. ÍSLENZK HÁRGREIÐSLU- SÝNING MEÐ GÆRUKLÆDDUM BRASILÍUMEYJUM fslenzku hárgreiðslumeistararnir með styttuna sem þeim var veitt. HEIMSÞING Intercoiffure hár- greiAslusamtakanna var haldið í Río de Janero í Brasilíu 16.—20. apríl sl. íburðarmiklar sýningar, sem 24 þjóA- ir komu með, voru uppistaðan í þing- inu. Og í fyrsta skipti voru íslending- ar nú með. Fóru 7 hárgreiðslumeist- arar til Brasilíu og komu þar sjálfir upp sýningu, sem vakti athygli. Ekki síst þar sem stserri þjóðirnar komu með mikinn viðbúnað, listafólk og fagfólk til að standa að sínum sýning- um, en hópurinn frá íslandi stóð að sinni sýningu sjálfur og fyrir eigin reikning. Þjálfuðu aðeins upp brasiÞ ískar sýningarstúlkur, sem þeim voni lagðar til, eins og öðrum. Á sýningunni frá Frakklandi, sem var undir forustu hárgreiðslu- meistarans fræga, Alexanders og liðs hans, var t.d. kynnt vorlína stóru tískuhúsanna í París og var fatnaður frá fyrirtækjunum sýnd- ur með greiðslunum, svo sem frá St. Laurent, Ungaro, Chanel, Chloe, Lavin, Givenchy, Patou o.fl. En Brasilía tengdi sína hárgreiðslu á sérstakan hátt inn f balletsýningu með indíánahlutverkum. Ballettinn nefndist Djöflahárgreiðsludýrkar- inn Wakti og var eftir Nino Gio- vanni. Þessar tvær sýningar tóku hvor um sig heila kvöldstund, enda voru þær stærstar. En hópar frá öðrum löndum treystu sér sumir ekki vegna kostnaðar til að koma með sýningar og kosta fólk til Suður-Ameríku. Norðurlöndin áttu fyrst að fá úthlutað tíma saman, en (slendingarnir töldu sig vera of ólíka og of langt í burtu fyrir und- irbúninginn, svo niðurstaðan varð að hvert landanna kom með sína eigin 10 minútna sýningu. fslenzki hópurinn vildi sýna frá íslandi eitthvað þjóðlegt, islenzka músik, hafa búninga sýningar- stúlknanna úr gærum, og að hárið í greiðslunum yrði mikið en samt í ákveðnu formi. Þóttust raunar vita að brasilísku sýningarstúlkurnar yrðu hárprúðar, gerðu meira úr hárinu og bættu á lausu hári og jafnvel gærutoppum. Höfðu hár- greiðsluna frekar í grófum stíl, sem fellur mjög að nútímatísku. Dóra Einarsdóttir aðstoðaði hér heima við hönnun búninganna og Jónas R. Jónsson við samsetningu á tónlist- inni. Var tónlistin sett saman frá Mezzoforte, Jóni Þorsteinssyni og örlítið frá Grýlunum. Sýningar- stúlkurnar brasilísku virtust kunna vel að meta þessa tónlist, „fíluðu hana I botn“, eins og hárgreiðslu- fólkið sagði. En það skipti vitanlega höfuðmáli fyrir útkomuna. Sýningin íslenzka fékk afbragðs undirtektir. Maurice Franck, sem er listaráðunautur Intercoiffure, sagði hana frábæra. Svissneska liðið óskaði að sýningu lokinni eftir að fá hana í heimsókn til sín í haust og fyrirtæki í Bandaríkjunum bauð hluta hópsins til sín í janúar 1984. Sýnt var frá íslenzku sýningunni í brasilíska sjónvarpinu. Einn maður vildi kaupa búningana og alla sýn- inguna, íslenzki hópurinn tímdi ekki að láta hana frá sér. En bún- ingarnir fóru mjög vel. Höfðu gær- urnar, sérstaklega þær loðnu, verið þindarlaust burstaðar til að sýna sem best léttleikann og fjaður- magnið í íslensku ullinni. Og sjálfir voru hárgreiðslumeistararnir ís- lenzku I eins búningum, sem þeir höfðu gert og minntu á búninga fornmanna. M.a. hafði eiginmaður einnar smíðað úr nýsilfri litla skildi til notkunar. Var haft orð á því að þarna mætti sjá hverju lítill hópur getur með samheldni og hugviti áorkað, þar sem aðilar stóru hóp- anna ná ekki samstöðu og verða að kaupa fagfólk til að sjá um sýn- ingarnar fyrir sig. Voru sumir með ljósafólk og upptökufólk og heilt lið að heiman í kring um sig. M.a. lið til að taka sýningarnar upp á myndband. Norðurlöndin létu taka sínar sýningar upp saman og fær íslenzki hópurinn islenzka þáttinn á myndband. Á þinginu var sérstök minningar- stund um Grace furstafrú af Món- akó, en hún var verndari „Húss þjóðanna" í París, sem eru aðalstöð- var Intercoiffuresamtakanna. Einnig var Guillaume, listaráðu- nautur samtakanna og einn fyrsti tízkufrömuðurinn á þessu sviði heiðraður með orðu, í tilefni þess að hann verður 80 ára á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.