Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 35 Elsa Haraldsdóttir með sinni sýn- ingarstúlku i hirgreidslusýning- unni. íslenzka birgreiðslufólkið klæddist búningum í fornmannastíl. Pilína Sigurbergsdóttir hárgreiðslu meistari með brasilíska sýningar- stúlkunni sinni. Það var eiginmaður bennar sem smíðaði nýsilfurskildi til að prýða „fornkvennabúninga,, hirgreiðslufólksins. Sigríðnr Finnbjörnsdóttír og hir- greiðammódelið hennar. Lovísa Jónsdóttir er höfundurinn að hírgreiðslunni i þessari sýningar- stúlku. Sigurður Benónýsson með aýn- ingarstúlkunni, sem bar i höfðinu hans sköpunarverk. Guðbjbrn Smvar hirgreiðslumeist- ari notaðigærubút ístíl við klæðn- aðinn til að setja svip í sína hír- greiðslu. Spjallað um útvarp og sjón varp Það minnti á gamlársdags- stemmningu á miðnætti Marteinn Guðmundsson virðist létt- ur í lund, er hann virðir fyrir sér sýningarstúlkuna sem ber hir- greiðsluna bans. Þá er vorið loks komið og nú lifnar yfir mannlífi. Farfuglar eru komnir í hólmann við Tjörn- ina í Reykjavík og við Ægissíð- una er mikið fjör í byrjun maí- mánaðar. Grásleppukarlar koma á trillubátum með afla sinn að landi og landkrabbar hópast á staðinn til að verða sér úti um nýjan rauðmaga. Nýr þulur, Að- alsteinn Ásberg Sigurðsson, er byrjaður hjá útvarpinu og hefur viðkunnanlega rödd, er skýr- mæltur og áheyrilegur. Hjá sjónvarpinu fagna menn auðvit- að sumrinu þó svo að Ragnhildur Gísladóttir, tónlistarmaður og yfirgrýla segi í blaðaviðtali að islenska sjónvarpið skorti metn- að og hún líkir stofnuninni við líkhús. Ég hef þá trúa að sjón- varpið muni lifa og dafna og sé þrátt fyrir allt á réttri leið. Dagskráin er fjölbreyttari og betri þessa vordaga en á liðnum vetri. Söngkeppni sjónvarpsins var skemmtileg nýjung og ungu söngvararnir stóðu sig með prýði. Kosningasjónvarpið var heldur dauflegt framan af nóttu en lifnaði yfir því þegar komu sýnishorn frá rokkhátíðinni miklu á Broadway á milli þess sem nýjar tölur birtust á skerm- inum. Teiknimyndafígúran var aftur einstaklega leiðinleg og húmorlaus og ekki kæmi mér á óvart að hún sé ættuð frá Austur-Evrópu, t.d. Sovétríkjun- um þar sem varla nokkur maður hlær lengur nema með leyfi hins opinbera. Fimtntudagur 28. aprfl: Útvarpsleikritið sem flutt var eftir síðari kvöldfréttir heitir „Fjölskylduraddir" og er eftir Harold Pinter sem er meðal fremstu leikskálda Breta á síðari árum. Leikritið var flutt í breska útvarpinu árið 1981, og er um þessar mundir leikið á sviði breska þjóðleikhússins. Verkið lýsir á sérkennilegan hátt sam- bandi móður og sonar sem er staddur í framandi borg, víðs fjarri móðurinni sem óttast að sonurinn sé henni eilíflega glataður. Satt best að segja þá fannst mér heldur lítið til leik- ritsins koma og á köflum var það ruglingslegt. Leikendur fóru vel með sín hlutverk og mér finnst Ellert Ingimundarson, sem er ungur leikari lofa góðu, Bríet og Erlingur stóðu fyrir sínu eins og jafnan áður. Föstudagur 29. aprfl: „Kastljós" í sjónvarpinu kvaddi þetta kvöld með útfar- arsvip. Umsjónarmenn voru Bogi Ágústsson og ólafur Sig- urðsson. Eins og fyrr í þættinum voru tekin fyrir innlend og er- Iend málefni. Björgvin Jónsson, framkvæmdastjóri, og Gunnar Ragnars, forstjóri Útgerðarfé- lags Akureyrar, voru gestir þátt- arins og ræddu um skipasmíðar á íslandi. Björgvin var herskár og gagnrýndi mjög ástand mála varðandi skipasmiðar á íslandi og hann hafði þannig talanda að virkilega gaman var að heyra skoðanir hans á málum. Vil- mundur hefði fengið þrjá menn kjördæmiskosna í Reykjavík hefði Björgvin skipað þriðja sæt- ið á lista Bandalagsins í höfuð- borginni. Björgvin mun vera framsóknarmaður því miður, og í þeim herbúðum verður engu bjargað úr því sem komið er. í Kastljósi var einnig fjallað um eggjasölumál og af erlendum vettvangi um efnahagsstefnu Margrétar Thatcher. Þátturinn er kominn i frí fram á vetrar- mánuði og veitti ekki af hvíld, hann hefur verið ósköp daufur undanfarið. Laugardagur 30. aprfl: Um kvöldið var sýndur úr sjónvarpinu tuttugu mínútna þáttur um Leif Breiðfjörð, glerlistamann. Megin hluti þátt- arins var tekinn á vinnustofu listamannsins og rætt við Leif og konu hans, Sigríði Jóhanns- dóttur, sem vinnur með Leifi að undirbúningi verkanna. í þætt- inum voru sýnd fjölmörg frábær verk eftir Leif t.d. listaverk er skreyta Bústaðakirkju og nýja kapellu í Fossvogi. Leifur Breiðfjörð er mikilhæfur lista- maður sem hefur nú skipað sér í raðir fremstu glerlistamanna samtímans. Hann er enn á besta aldri og á örugglega eftir að ná enn lengra í list sinni. Laugar- dagssyrpa Páls og Þorgeirs í út- varpinu um og eftir miðnætti er einn vandaðasti tónlistarþáttur- inn sem nú er í gangi hjá stofn- uninni. Umsjónarmenn eru sér- hátt stillt og þrumað yfir fund- armönnum. Hann kom víða vi<\ í erindi sínu, ræddi um veðrátt- una á liðnum vetri, úrslit alþing- iskosninganna, verðbólguna, líf- eyrisréttindi ýmissa hópa í þjóð- félaginu og að lokum fjallaði hann um áfengisbölið i landinu og leiðir til úrbóta. Halldór frá Kirkjubóli flutti ágæta hugvekju og stakk á mörgum kýlum í þjóð- félaginu. Þriðjudagur 3. maí: Þýski sakamálaþátturinn „Derrick" sem nýlega hefur haf- ið göngu sína í sjónvarpinu eftir nokkurt hlé, er spennandi og vel gerður. Derrick er snjall leyni- lögreglumaður, fljótur að greina aðalatriði frá aukaatriðum og með honum að lausn erfiðra glæpamála starfar einvala lið. Þátturinn á þriðjudagskvöld, „Ótti", byrjaði þannig að ung Halldór Kristjánsson frá Kirkju- bóli. fræðingar og sennilega bara með doktorsgráðu í popptónlistinni. Lagaval er geysifjölbreytt og höfðar til yngri sem eldri popp- tónlistaráhugamanna. Meat Loaf sá gamli refur sem ekki hefur heyrst mikið frá siðustu mánuði, söng nýtt lag í þættin- um og er greinilega eitthvað að róast. Pilturinn öskrar ekki jafn kröftuglega og áður og hefur sennilega lagt af, er ekki jafn afmyndaður af spiki og fyrr. Sunnudagur 1. maí: Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins opnaði ég fyrir út- varpið einmitt um leið og Inter- nationalinn var fluttur af al- þýðukórnum rétt fyrir hádegis- fréttir. Hátíðahöld dagsins voru inn í Laugardalshöll að þessu sinni og þar komu fram margir skemmtikraftar og ræðumenn. Aðalskemmtikraftur dagsins var samt Ólafur Þ. Jónsson sem flutti erindi í útvarp um þætti úr verkalýðssögu kreppuáranna og hefði alveg eins getað flutt þetta erindi fyrir fjórum áratugum. Heimsmynd ólafs er heimsmynd gömlu Stalínistanna sem engu haf a gleymt og ekkert lært í tím- ans rás. Að lokinni sunnu- dagspredikun séra ólafs Odds Jónssonar í Keflavík var sýnd ný íslensk mynd í sjónvarpinu í norrænum barnamyndaflokki. Myndin gerist í Grímsey að vori til og er um nokkur börn sem fá að fara í fyrsta skipti í eggjaferð út í bjargið í eyjunni. Stutt mynd en skemmtileg frá eyju þar sem náttúrufegurð er mikil. Mánudagur 2. maí: Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli talaði um daginn og veginn í útvarpið eftir kvöld- fréttir. Halldór er oftast mælsk- ur og minnir á ræðumann á úti- fundi þar sem hátalarakerfið er Þorgeir Ástvaldsson kona er myrt af doktor Hertel, miðaldra kaupsýslumanni sem er bæði elskhugi hennar og leigusali. Mannauminginn er sérlega ógeðfelld persóna sem berst mikið á, býr í dýru einbýl- ishúsi, en ekki er allt sem sýnist og Derrick og félagar fá það verkefni að afhjúpa glæpamann- inn og tekst eins og við er að búast af snillingum. Myndin var svo spennandi að ég heyrði hvorki í síma né dyrabjöllu á meðan ég horfði á útsendingu. Miðvikudagur 4. maí: Náttúrlífsmyndir eru ekki mjög oft á dagskrá sjónvarpsins. Sú sem sýnd var að loknum fréttum og auglýsingum, „Lúð- ursvanurinn", og er bresk fjallar um stærstu svanategund í Norður-Ameríku sem var næst- um útdauð en hefur haldið velli í erfiðri lifsbaráttu. Lúðursvanur- inn er um þrettán kíló að þyngd, sennilega einn þyngsti fugí sem um getur og er myndarlegur ásýndum. Heimildarmyndin um lúðursvaninn var fróðleg og skemmtilegt var að sjá fuglinn við hreiðurgerð. Dagskrá sjónvarpsins ber þess merki að komið er sumar. Stund- in okkar og Kastljós eru t.d. ekki lengur á dagskrá og útsend- ingartími um helgar er nú mun styttri en var um helgar á liðn- um vetri. Ég vil endilega í lok þessa spjalls skora á útvarpið að hefja aftur næturútvarp undir leiðsögn Stefáns J. Hafstein. „Rokkþingið" hans lífgaði uppá tilveruna síðastliðið sumar og ef það byrjar nú þessa vordaga hef ég trú á að það flýti fyrir stjórn- armyndun. „Rokkþingið", nætur- útvarp Stefáns J. Hafstein, hafði ráð við fjölmörgum vandamálum á sínum tíma. Það minnti á gamlárskvöldsstemmningu um miðnætti. Ólafur Ormsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.