Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ1983 38 Víbrafónsnillingiirinn Gary Burton í góóri „sveiflu". GARY BURTON Víbrafónleikari sem Gary Burton, einn þekktasti jazzleikari yngri kynslóðarinnar er væntanlegur hingað til lands ásamt kvartetti sínum eftir tvo daga. Kvartettinn skipa ásamt Gary, þeir Steve Swallow, bassa- leikari, Mike Hyman, trommari, og Jim Odgren, saxófónleikari. Munu þeir leika fyrir íslenskt jazz- áhugafólk í Gamla Bíói, þriðju- dagskvöldið 10. maí, en hingað kemur kvartettinn í boði Menning- arstofnunar Bandaríkjanna, sem heldur tónleikana í samvinnu við Jazzvakningu. Gary Burton varð nýverið fer- tugur og er hann því jafnaldri George Harrison fyrrum Bítils. Gary fæddist í Anderson í Indiana-fylki 21. janúar 1943, en ólst upp í smábænum Princeton í sama fylki. Ekki var jazzlífið blómlegt í þessum litla bæ, enda var það ekki jazzinn sem olli því að Gary fór að fikta við víbra- fóninn. Hann var aðeins sex ára er hann hóf að læra á marimba, en fljótlega snéri hann sér að víbrafóninum og tók jafnframt við stjórninni. Tónlistariðkun var ríkur þáttur í heimilislíf inu. Allir fjölskyldumeðlimirnir dunduðu við að leika á eitt eða fleiri hljóöfæri og þess vegna þótti það sjálfsagt að Gary gerði slíkt hið sama. „Tónlistin sem ég hneigðist að sem krakki var dægurtónlist þess tíma og létt sígild tónlist. Eiginlega öll tón- list sem ég gat haft uppá á nót- um og á plötum í tónlistarversl- unum í heimabæ mínum, aðal- lega þó píanótónlist. Ég upp- götvaði jazzinn í raun ekki fyrr en á unglingsárunum. Fram að þeim tíma lék ég aðallega Iög sem ég heyrði leikin í útvarp- inu.“ Gary hafði ekki mikið fyrir því að læra á hljóðfæri sitt að því er virðist. Hann sótti ekki tónlistartíma heldur fikraði sig áfram af sjálfsdáðum þar til hann náði árangri. Hann æfði löngum stundum einn og þróaði stil sinn. „Kjuða-hljóðfæri" eru í raun- inni kjörin fyrir sjálflærða tón- listarmenn eins og mig, því yfir- lega með kennara er ekki nauð- synleg til að þróun geti átt sér stað," segir Gary. „Engar fingra- æfingar eða tónbyrjunarvanda- mál og allt þetta sem svo erfitt er að læra án leiðbeinanda ef maður er að fást við fiðluna eða saxófóninn. En með kjuðana er það þannig að þegar maður er einu sinni kominn af stað, kemur þetta allt saman í rökréttu framhaldi. Maður á auðvelt með að svara sjálfur þeim spurning- um sem kunna að vakna varð- andi næstu skrefin á þróunar- ferlinum." Með kúrekum og rokkurum Gary hélt áfram að þróa hæfi- leika sína. í fyrstu notaði hann aðeins tvo kjuða en smám saman tókst honum að ná valdi á fjór- um kjuðum og jafnframt jókst geta hans til að framkalla sam- hljóma tóna. Fyrir kunnings- skap við „country-saxófónleikar- ann“ Boots Randolph komst Gary í kynni við country-gítar- istann Hank Garland, sem var í þann mund að fara að hljóðrita jazzplötu. Hank vildi hafa víbra- fónleik á plötunni, en þar sem engir víbrafónleikarar fundust í Nashville-borg fékk Gary kjörið tækifæri. Hann var aðeins 17 ára gamall og kominn inn í innsta kjarna RCA-fyrirtækis- ins. Gítarleikarinn Chet Atkins sem sá um country-deild RCA- útgáfunnar heillaðist svo af leikni þessa stráklings að hann sagði honum að drífa sig i skóla og nota tímann jafnframt til að taka upp hljómplötu. Með styrk frá Down Beat-jazzblaðinu uppá vasann hélt Gary í nám í Berk- lee-jazzskólanum og jafnframt tók hann upp fyrstu sólóplötu sína fyrir RCA. Hann staldraði aðeins við í 2 ár í skólanum, en gekk svo til liðs við jazzpíanist- ann blinda George Shearing og ári seinna var hann kominn í hljómsveit Stan Getz. „Þetta ár með George Shear- ing 1963, var fyrsta alvöru starf- ið mitt, ferðalög og atvinnu- mennska," segir Gary Burton. „Þetta var pottþétt leið til að öðlast reynslu því þarna sá ég hvernig atvinnumennirnir gera hlutina og ég lærði ögun þar sem ekki gafst nema takmarkað rúm fyrir einleiksspil." Strax næsta ár var Gary kominn í hljómsveit Stan Getz fyrir tilstuðlan pían- istans Lou Levy. „Stan átti í erf- iðleikum með að finna píanó- leikara svo Lou ráðlagði honum að reyna þennan víbrafónleik- ara. Stan efaðist um að mér tæk- ist að falla inní samspilið og ég efaðist reyndar líka um það. Ég var vanari að vinna með hljóð- færum eins og gítar og píanói, en þetta entist í þrjú ár, og þar með lauk eiginlega menntun minni," segir Gary um þessi ár með Stan Getz. Gary kynntist bassaleikaran- um Steve Swallow er hann starf- aði með Stan. Swallow gekk í hljómsveitina skömmu á eftir Gary og það tókust góð kynni með þeim. Þegar Gary ákvað svo að stofna eigin hljómsveit 1967, yfirgaf Steve hljómsveit Stan Getz til að starfa með vini sín- um. Hefur samstarf þeirra stað- hrífur ið meira og minna allar götur síðan með smá hléum þó. Þriðji maðurinn var gítarleikarinn Larry Coryell og á trommum var fyrst í stað Bobby Moses, en fljótlega gekk enn einn félagi Gary úr Stan Getz-hljómsveit- inni til liðs við hann, trommar- inn Roy Haynes. Þetta gerðist á þeim árum þegar Bítlarnir gáfu út tímamótaplötuna Stg. Pepp- ers og hljómsveitir á borð við Cream voru að trylla heimslýð. Jazz var ekki ýkja hátt skrifaður meðal æskufólks en með því að taka upp hætti og klæðaburð þann sem tíðkaðist á þessum ár- um, tókst þeim félögum að að- laga sig að nokkru leyti að tíðar- andanum. Það sem skipti þó lík- lega mestu máli var að kvartett- inn hafði óvenjulega hlóðfæra- skipan, gítar, víbrafón, rafbassa og trommur og tónlistin sem þeir félagar léku var ein- hverstaðar mitt á milli hefð- bundins jazz og rokktónlistar. Vinsælasti víbrafónleikarinn Hljómleikahaldarinn Billy Graham sem sjálfur var gamall jazzaðdáandi bókaði hljómsveit Gary Burton oft á sömu tónleika og rokksveitir á borð við Cream og Grateful Dead komu fram á. Átti þetta sinn þátt í að Gary Burton og félagar urðu í hópi fyrstu jazzrokkstjarnanna, eig- inlega löngu áður en það hugtak komst almennilega á kreik. Trú- lega hefur sú staðreynd að jafn- an hafa afburða gítarleikarar skipað sæti í hljómsveitum Garys átti stóran þátt í miklum vinsældum hljómsveita hans meðal ungs fólks sjöunda og átt- unda áratugarins. Meðal gítar- leikara sem starfað hafa með Gary Burton eru Pat Metheny, John Scofield, Jerry Hahn og Mick Goodrick, en hann kom ein- mitt hingað til lands með Charlie Haden-hljómsveitinni sl. haust. Sem dæmi um hinar geysilegu vinsældir Gary Burton má nefna að síðastliðin 15 ár hefur hann jafnan verið kosinn vinsælasti víbrafónleikari ársins í lesend- akosningum Down Beat-jazzrits- ins, auk ýmisa annarra viður- kenninga sem hann hefur hlotið. Hljómplötur þær sem Gary hef- ur leikið inná sem hljómsveitar- stjóri eða í félagi við kappa á borð við Chick Corea, Keith Jarrett, Stephanne Grappell, og Larry Coryell nálgast þriðja tug- inn. Nú seinustu misserin hefur hann til að mynda gefið út tvær plötur með þeim kvartetti sem fylgir honum hingað til lands. Sú seinni er reyndar nýlega komin út hjá ECM og ber heitið „Pict- ure This“. Traustir samlcikarar Bassaleikarinn og einkavinur Garys, Steve Swallow er jafnfær á rafbassa og kontrabassa. Hann hefur komið víða við á rúmlega tuttugu ára ferli sínum og þykir í hópi bestu rafbassaleikara jazzins í dag. Auk þess að leika með Burton hefur hann starfað með Art Farmer, Stan Getz, Paul Bley, Mike Mantler og Steve Kuhn svo einhverjir séu nefndir. Leiðir manna í tónlistarbrans- anum geta oft verið einkenni- legar, því trommuleikarinn Mike Hyman gekk til liðs við Gary Burton eftir að hafa starfað með hljómsveit Stan Getz. Mike er talsvert yngri en þeir Burton og Swallow og það er nú svo ein- kennilegt með þennan unga trommara að á sínum stutta ferli hefur hann tvisvar áður komið hingað til lands, í fyrra skiptið með trompetleikaranum John McNeil og í seinna skiptið í hljómsveit Stan Getz á Listahát- íð 1980. Saxafónleikarinn Jim Odgren er lítt þekktur af öðru en starfi sínu í kvartett Burtons. Hann þykir mjög góður og hefur tekið það sæti í kvartetti Burton sem jafnan áður var skipað gít- arleikara. Það má því segja að Burton og félagar haldi sig nær hefðbundinni jazzhljóðfæraskip- an nú en áður og ber tónlist þeirra þess glöggt merki. Það er óþarfi að hafa of mörg orð um feril Gary Burton og vin- sældir hljómsveita hans í seinni tíð. Hann hefur átt stóran þátt í þeim mikla áhuga sem ungt fólk hefur haft á jazztónlist almennt undanfarin 15 ár og á hann stór- an hóp áhangenda hér á landi sem annars staðar. Það er því full ástæða til að ætla að margir bíði tónleikanna á þriðjudags- kvöldið með óþreyju, því öruggt má telja að það muni ríkja sveiflustemmning í Gamla Biói þegar Gary Burton og félagar leika ópusa sína í fyrsta sinn hér á landi. Þetta er viðburður sem enginn jazzáhugamaður má láta fram hjá sér fara. JG/Sv.G. Burton ásamt félaga sínum Steve Swallow.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.