Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 39 Minning: Guölaug Sigurð- ardóttir, Skógum Guðlaug Sigurðardóttir fæddist á Rauðafelli undir Austur-Eyja- fjöllum 24. mars 1888 og varð bráðkvödd á heimili sínu, Síðu- múla 21 í Reykjavík, 22. mars sl. Hún var því að verða 95 ára, þegar kallið kom. Sá er þessar línur ritar, varð einstæðingur á unglingsaldri og fékk þá að reyna, hve mikils virði það er, að eiga traust ættmenni. Guðlaug frænka mín aðstoðaði mig og studdi á alla lund, á erfið- um tíma. Henni var hjálpsemi og fórnarlund í blóð borin. Ég á henni mikið að þakka. Foreldrar Guðlaugar voru hjón- in í Vesturbænum á Rauðafelli, Jakobína Steinvör Skæringsdóttir og Sigurður Sveinsson. Jakobína fæddist 8. ágúst 1858 og lést 8. febr. 1917. Sigurður fæddist 10. ágúst 1861 og lést 24. júní 1920. Bjuggu þau allan sinn búskap á Rauðafelli. Var þar fjölbýli í þá tíð og fjölskyldur mannmargar. Eign- uðust þau 11 börn og eru nú aðeins tvö þeirra eftir á lífi. Eru það Ragnhildur, fyrrum húsfreyja á Rauðafelli, nú sjúklingur í Reykjavík, og Árni Sveinbjörn Kjartan, verkamaður í Vest- mannaeyjum, en tvö elstu börnin sín misstu þau Jakobína og Sig- urður í sjóslysi vorið 1901. Var það 19 ára sonur og 17 ára dóttir. Voru þau í hópi 27 manna, sem drukkn- uðu í kaupstaðarferð til Eyja, er bát þeirra fyllti og honum hvolfdi. Var Guðlaug innan við fermingar- aldur, er þessi voveiflegi atburður gerðist og sat hann einna fastast í huga hennar, alla tíð, af minning- um frá bernskuárunum, með óhugnaði sínum og nístandi sorg foreldra, ættmenna og vina. Afi Guðlaugar, Skæringur Árnason, hreppstjóri í Skarðshlíð, hafði tekið hana til sín sem korna- barn og hugðist ala hana upp. En þegar Guðlaug var 5 ára, fórst afi hennar í sjóslysi, þegar róðrarbáti hlekktist á í lendingu við Sandinn. Tóku foreldrar hennar hana þá til sín og hjá þeim ólst hún upp. En ekki var hún eldri en 17 ára göm- ul, er leið hennar lá til Vest- mannaeyja, þar sem örlögin bjuggu henni stað, mestan hluta ævinnar. Upp úr aldamótunum síðustu, urðu virkileg aldahvörf í Eyjum. Þær urðu vettvangur athafna og atvinnutækifæra í vaxandi mæli og fólk sótti þangað, um lengri og skemmri veg, til vinnu á vertíðum og til að setjast þar að. Byggðin óx frá fámennu þorpi til þess að verða bæjarfélag með yfir 5.000 íbúa. Guðlaug varð vitni að þess- ari þróun frá byrjun og tók þátt í henni. Ung vann hún þar ýmis störf og var þá lengst af hjá þeim hjónum á Hrauni, Sólveigu Jóns- dóttur frá Háamúla í Fljótshlíð og Jóni Einarssyni frá Seljalandi undir Eyjafjöllum. Þar átti hún Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið^ stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. gott atlæti og vinum að fagna, enda minntist hún þeirra hjóna alla tíð, með virðingu og sérstöku þakklæti. Guðlaug var handlagin vel, eins og margt ættfólk hennar, og í Eyj- um lærði hún fatasaum og var alla tíð mikil hannyrðakona. I Vestmannaeyjum kynntist Guðlaug sveitunga sínum, Krist- mundi Jónssyni frá Ytri-Skógum, en hann var sjómaður á vertíðum. Þau rugluðu saman reytum sínum og byggðu sér íbúðarhús í sam- vinnu við aðra fjölskyldu. Er það húsið Skógar við Bessastíg. En í því húsi átti Guðlaug heima allar götur til 23. janúar 1973, þegar eldgosið í Heimaey flæmdi hana í burtu eins og annað Eyjafólk. Hún átti ekki afturkvæmt. Kristmundur átti lengi við van- heilsu að stríða, en var duglegur og harður af sér. Hann ók lengi vörubifreið fyrir Vestmannaeyja- bæ og hin síðari ár var hann gæslumaður barnaleikvalla. Hann lést 10. ágúst 1968. Þau Guðlaug og Kristmundur eignuðust eina dóttur, Jakobínu. Fór hún ung til náms til Reykja- víkur og myndaði sitt heimili þar. Anna Einarsdóttir — Minningarorð En við lát föður síns, flutti hún til móður sinnar og aðstoðaði hana, fyrst í Eyjum, þá í Breiðholtinu í Reykjavík og síðast í Síðumúla 21. Til síðustu stundar dreymdi Guðlaugu um að komast aftur til Eyja. Hún átti þar djúpar rætur og unni því byggðarlagi mjög, eins og svo margir, sem þaðan eru. Að- standendur hennar bjuggu henni hinstu hvílu við hlið ástvinar hennar í kirkjugarðinum heima í Eyjum. Þökk sé þeim. Og þökk sé Jakobínu fyrir hennar þátt. Það eru ekki öll gamalmenni í nútíð- inni, sem fá notið umönnunar barna sinna svo langan dag. Blessuð sé minning Guðlaugar Sigurðardóttur frá Skógum í Vest- mannaeyjum. Trausti Eyjólfsson, Hvanneyri, Borg. Fædd 4. júní 1921 Dáin 11. aprfl 1983 Hér sit ég suður á Spáni og veit í rauninni ekki hvað ég á að segja, ég á svo bágt með að trúa að elsku Anna frænka sé dáin, þótt öll höf- um við vitað að hverju stefndi. Þótt ég sé hálfgerð efasemdar- manneskja, þá finnst mér ein- hvern veginn, að þessi síðasta kveðja mín nái til hennar. Mér finnst ég hafa misst mikið, reynd- ar við öll systkinin og mamma, þegar Anna er farin sem alltaf var hálfgerð mamma okkar líka. Ég á margar góðar endurminn- ingar frá þeim tíma þegar Anna og Kiddi pössuðu mig, meðan mamma og pabbi voru í siglingum, minningar frá Hringbrautinni, Breiðagerði og Stigahlíð þar sem þau dekruðu við mig á allan hátt. Það verður stórt tómarúm næst þegar ég kem til íslands, Anna frænka horfin, sem alltaf var svo hress og sjálfsögð með í öllu ef við gerðum eitthvað spennandi, héld- um boð og þess háttar. Ég fékk ekki svo sjaldan að heyra hversu við tvær værum lík- ar, bæði í einu og öllu og var ég alltaf ánægð að heyra það, en þar af leiðandi kann ég ómögulega við að tíunda alla hennar kosti hér, enda ónauðsynlegt. Þeir sem þekktu Önnu og lesa þetta, vita hvernig hún var, uppáhalds- frænka okkar systranna. Þessi stutta kveðja átti aldrei að vera annað en smákveðja frá okkur fjórum hér á Spáni, ástar- þakkir fyrir þau 31 ár sem ég hef fengið að þekkja hana. Söknuður- inn er sár, en góðar minningar bæta hann upp. Hafi Anna frænka mín þökk fyrir allt. Sigríður Sigurðardóttir utsolustaðir: Reykjavík: Garðabær: Kópavogur: Mosfellssveit: Akranes: Stykkishólmur: Grundarfjörður: Buðardalur: Patreksfjörður: Flateyri: ísafjörður: Hólmavík: Hvammstangi: Blönduós: Sauðárkrókur: Varmahlíð, Skagaf.: Siglufjörður: Akureyri: Dalvík: Ólafsfjörður: Húsavík: Egilsstaðir: Fáskrúðsfjörður Höfn: Hella: Selfoss: Hveragerði: Vestmannaeyjar Hjólbarðahöllin, Fellsmúla 24 Nýbarði sf., Borgartúni 24 Nýbarði, Lyngási8 Hjólbarðaviðgerð Kópavogs, Skemmuvegi 6 Holtadekk sf., Bjarkarholti Hjólbarðaþjónustan Nýja Bílaver Hjólbarðaþjónusta Grundarfjarðar Dalverk sf. Bílaverkst. Guðjóns Hannessonar Sigurður Sigurdórsson Hjólbarðav. Jónasar Björnssonar Vélsmiðjan Vík Vélaverkstæðið Laugarbakka Bílaverkstæðið Vísir BílaverkstæðiðÁki Hallur Jónasson, Lindarbrekku Bílaverkstæði Birgis Björnssonar Höldursf. Bílaverkstæði Dalvíkur Múlatindur Víkurbarðinn Hjólbarðaverkstæðið Brúarlandi Bíla- og búvélaverkstæðið Ljósalandi Verslun Sigurðar Sigfússonar Hjólbarðav. Björns Jóhannssonar, Lyngási 5 Gúmmívinnustofa Selfoss Bifreiðaverkstæði Bjarna Hjólbarðastofan Tire$tone Fullkomið öryggi - alls staðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.