Morgunblaðið - 08.05.1983, Side 40

Morgunblaðið - 08.05.1983, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 Svipmynd á sunnudegi Kcisarinn kveður Bruno Kreisky kanzlari hefur háö fimmtu og síðustu kosningabaráttu sína í Austurríki. Undir hans stjórn hafa jafnaðarmenn fjórum sinnum sigrað í þingkosningum síðan 1970, en í kosningunum 24. apríl misstu þeir hreinan þing- meirihluta. Kreisky lýsti því strax yfir, að hann yrði undir engum kringumstæðum kanzlari í nýrri ríkisstjórn, en síðan hefur Rudolf Kirschschláger forseti beðið hann að kanna möguleika á myndun nýrrar stjórnar. Margt bendir til þess að hann verði áfram við völd, en þar sem hann er heilsutæpur, er ekki búizt við því að hann sitji út kjörtímabilið, sem er fjögur ár. Austurríkismenn kalla Kreisky „Bruno keisara" og ekki að ástæðulausu. Og nýlega var haft eftir Zitu, fyrrum keisara- drottningu, að hún gæti vel hugsað sér að eiginmaður sinn og síðasti keisari Habsborgar- ættarinnar, Karl I, hefði valið Kreisky kanzlara sinn. Hún átti vitaskuld ekki við Kreisky þegar hann var ungur marxisti af aust- urríska skólanum heldur Kreisky á efri árum. Hann minnir hana um margt á dr. Karl Renner, kanzlara á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina og fyrsta forseta lýðveldisins eftir þá síðari. Maður hennar hvatti hana oft til að lesa rit Renners. Dr. Kreisky er 72 ára að aldri og hefur verið í pólitíkinni í 30 ár og kanzlari í 13 ár. Hann hef- ur fyrir löngu tryggt sér sess í sögu áranna eftir síðari heims- styrjöldina sem einhver fremsti og jafnframt einn umdeildasti stjórnmálaleiðtogi álfunnar. Stjórnmálaafskipti hans hafa ekki sízt einkennzt af virkri þátttöku i utanríkismálum. Hann hefur til dæmis látið sig deilumálin í Miðausturlöndum miklu skipta og haft afskipti af viðræðum ríkra þjóða og snauðra. Hann hóf feril sinn sem að- stoðarutanríkisráðherra og tveimur árum eftir skipun hans í það embætti tók hann þátt í hin- um sögulegu viðræðum í Moskvu, sem leiddu til undirrit- unar samningsins um hlutleysi Austurríkis og brottflutning sovézka hernámsliðsins. Hann var utanríkisráðherra 1959 til 1965 í samsteypustjórnum undir forystu leiðtoga Þjóðarflokksins, flokks hægri manna. Árið 1967 var hann kjörinn leiðtogi Sósíal- demókrataflokksins og hann varð kanzlari þegar flokkurinn sigraði í kosningunum 1970. Kosningarnar í ár voru haldn- ar 50 árum eftir að einræðis- herrann dr. Engelbert Dollfuss batt enda á þingræðislega stjórn í kjölfar borgarastyrjaldar hægrimanna og jafnaðarmanna. Fimm árum síðar sameinaðist Austurríki Þýzkalandi og sam- einingin, Anschluss, vakti svo mikinn fögnuð margra Austur- ríkismanna að það jaðraði við sigurvímu. Dr. Kreisky sagði nýlega í við- tali við The Times, að hann teldi „óhugsandi" að þingræði liði aft- ur undir lok með þessum hætti, það er að segja ef atvinnuleysi yrði haldið í skefjum. Á þetta lagði hann mikla áherzlu í kosn- ingabaráttunni og til þess að ná þessu marki á tímum samdrátt- ar í heiminum hefur ríkisstjórn hans verið reiðubúin að taka stór lán erlendis og sætta sig við verulegan halla á fjárlögum. „Við höfum lært af sögunni og fylgjum stefnu, sem gerir það að verkum að það er óhugsandi að við getum sætt okkur við að fimm hundruð þúsund menn séu atvinnulausir," sagði dr. Kreisky. „Atvinnuleysið verður í mesta lagi 4—4,5% að meðaltali á þessu ári þannig að ástandið I efnahagsmálum versnar ekki það mikið að það leiði til jafn- vægisleysis í stjórnmálum. Ég held því ekki fram, að það hefði sömu áhrif og þá, ef fimm hundruð þúsund væru atvinnu- laus, því að fólk hefur lært ým- islegt, en við ætlum ekki að láta þróunina komast á það stig.“ Ennfremur sagði Kreisky í viðtalinu: „Ég ber mikla virðingu fyrir frú Thatcher, hún er áhrifamikill stjórnmálaleiðtogi, en ég kæri mig ekkert um stjórn- málakenningar hennar." Austurríki hefur verið talið öðrum ríkjum til fyrirmyndar vegna þeirrar miklu þjóðar- samstöðu, sem jafnan hefur tek- izt að ná í stjórnmálum og efna- hagsmálum frá stríðslokum, en Kreisky efast um að hægt sé að hagnýta reynslu Austurrík- ismanna í öðrum löndum, sem hafa aðra hefð að baki. Hann er einnig þeirrar skoðunar að of mikið hafi verið gert úr frægri samvinnu ríkisstjórnar, verka- lýðsfélaga og atvinnurekenda I Austurríki. Vegna sögu sinnar og legu hef- ur Austurríki alltaf haft náin tengsl við löndin í Austur- Evrópu og Kreisky hefur alltaf gert sér þetta ljóst. Hann er líka dæmigerður Austurríkismaður hins gamla keisararíkis Habs- borgaranna, því að hann er I báðar ættir kominn áf þýzkum Gyðingum frá Bæheimi. Hann hefur reynt að brúa það bil, sem hefur aðskilið Austurríki og þessi lönd, og tilraunir hans til að bæta sambúðina við Ungverja hafa borið svo mikinn árangur að menn hafa talað i gríni um öxulinn Vín-Búdapest. En Tékk- ar hafa verið honum þyngri í skauti. Kreisky hefur gagnrýnt við- brögð bandarísku ríkisstjórnar- innar við atburðunum í Póllandi, en segir að hann hafi orðið var við breytt andrúmsloft þegar hann var í heimsókn í Washingt- on í febrúar. Hann segir að það sé léttir. „Ég hef alltaf talið hug- myndina um að knésetja Pól- verja mistök og nú talar enginn um það lengur," segir hann. Hann vill að gerð verði áætlun til langs tíma um að koma á jafnvægi í Póllandi á grundvelli Helsinki-yfirlýsingarinnar. Hann minntist á þetta í viðræð- um sínum í Washington og ætlar að bera þetta mál upp í Moskvu, þegar hann fer þangað á næstu vikum og ræðir við hina nýju leiðtoga í Kreml. Fyrir kosningarnar vissi Kreisky að ferill hans kynni að vera á enda og að jafnaðarmenn misstu hreinan meirihluta. Hann varaði við því að hann mundi ekki reyna myndun sam- steypustjórnar, en gat þó ekki til þess hugsað að vera hafnað. Rétt áður en kjörstaðir voru opnaðir, brást hann reiður við þegar hann var spurður um „pólitíska erfðaskrá" sína. „Það er of snemmt að tala um slíkt,“ sagði hann. „Ég er hérna ennþá og býst við að verða hér áfram enn um sinn.“ Síðan beindi hann talinu að framtíðaráformum slnum: Moskvu-heimsókninni, nýjum tillögum um aðstoð við þróunar- löndin og hugmyndum um að næsta ráðstefna um öryggi Evr- ópu verði haldin í Vín. Að ógleymdum efnahagsmálunum og nýjum ráðstöfunum til að forða Austurríkismönnum frá atvinnuleysi og verðbólgu. Þegar talningu í kosningunum var að mestu lokið, mætti Kreisky ásamt leiðtogum Þjóð- arflokksins og Frelsisflokksins í Redoutens-salnum í gömlu keis- arahöllinni, Hofburg, þar sem margar sögulegar ákvarðanir hafa verið teknar. Hann virtist gamall og lotinn og var mjög óblíður á svip þar sem hann stóð við hlið Alois Mock, leiðtoga Þjóðarflokksins, sem var sigri hrósandi, og Norbert Steger, leiðtoga Frelsisflokksins, smá- flokks frjálslyndra, sem gerði sér þess grein með fögnuði að hann kæmist í lykilaðstöðu í þeim stjórnarmyndunarviðræð- um, sem í hönd færu. Kreisky sneri sér að sjón- varpsmyndavélunum og til- kynnti þá ákvörðun sína að segja af sér. Hins vegar mundi hann haida áfram starfi flokksfor- manns til þess að stjórna stjórn- armyndunarviðræðum fyrir jafnaðarmenn. Eftir það mundi hann taka saman pjönkur sínar og taka til við skriftir. „Ég hef nóg að gera,“ sagði hann, en rödd hans virtist ekki sannfærandi. Þótt Kreisky segist vera á för- um, er hann ekki „alveg farinn". Þar sem flokkur jafnaðarmanna hefur enn flesta fulltrúa á þingi, er líklegt að Kreisky, formaður hans, verði beðinn að mynda rík- isstjórn. Jafnaðarmenn hafa 90 þingsæti, Þjóðarflokkurinn 81 og Frelsisflokkurinn 12, þannig að fræðilega eru allir möguleikar opnir. Margir hafa talið líklegast að jafnaðarmenn og Þjóðar- flokkurinn myndi stjórn, þótt Kreisky útilokaði myndun slíkr- ar stjórnar í kosningabaráttunni á þeirri forsendu að grundvall- armunur væri á stefnu þessara flokka. Síðan hefur hann tekið upp viðræður við Frelsisflokk- inn, en þær virðast hafa gengið erfiðlega. Kreisky hefur þegar tilnefnt eftirmann sinn á kanzlarastóli og embætti flokksformanns, sem hann hyggst segja lausu með haustinu. Hann er dr. Fred Sin- owatz, fráfarandi varakanzlari og menntamálaráðherra. Dr. Sinowatz segir, að hann ætli sér ekki að reyna að verða annar Kreisky. Hann er 54 ára að aldri, fæddur í héraðinu Burgenland í suðausturhluta Austurríkis. Þar var hann fylkisþingmaður 1961—1966 og fór slðan með menningarmál í fylkisstjórninni. Líklegt er, að sósíaldemó- krataflokkurinn samþykki val Kreiskys á eftirmanni sínum, en margir telja að Sinowatz verði aðeins leiðtogi flokksins til bráðabirgða. Fyrr eða síðar er talið víst, að dr. Hannes And- rosch, fyrrverandi fjármála- ráðherra og núverandi formaður bankastjórnar Kredianstalt- bankans, snúi sér aftur að stjórnmálum og hugsanlegt er talið að hann taki að iokum við forystu flokksins með öflugum stuðningi Anton Benya, voldugs leiðtoga verkalýðshreyfingar- innar. Enn virðist ekkert benda til þess að Kreisky verði saknað þegar hann hverfur af sjónar- sviðinu. Ef til vill kemur það ekki í ljós fyrr en síðar, ef til vill er það of snemmt. Menn virðast ekki enn hafa gert sér grein fyrir því, að úrslit kosninganna marka þáttaskil. Það er talið pólitískt afreksverk Kreiskys að Austurríki hefur miklu hlut- verki að gegna í samskiptum austurs og vesturs og í samskipt- um ríkra þjóða og snauðra, að Austurríkismenn eru komnir út úr þeirri skel, sem þeir voru í á árunum eftir heimsstyrjöldina, og að Vín er aftur komin í tölu mikilvægustu borga heimsins. f viðtalinu I The Times segir Kreisky að hann sé ekki í vafa um að ef Marx kæmi aftur og sæi hvað væri á seyði í kommún- istalöndunum, mundi hann segja: „Ef þetta er marxismi, þá er ég ekki marxisti." Hann segir, að hann eigi Marx töluvert að þakka og er hreykinn af því að hann hefur lesið margt sem hann hefur skrifað, en kveðst. standa föstum fótum í sósíal- demókratískri hefð Evrópu. Hann bendir á að leiðir sósíal- demókrata og kommúnista á meginlandi Evrópu hafi skilið fyrir löngu og þeir hafi haldið hver í sína áttina. gh Nudd- og gufubað- stofa Óla Hamrahlíd 17 Konur — Karlar Eigum lausa nokkra nuddtíma. Ennfremur nokkra tíma fyrir konur í Ijósalampa. Pantanir í síma 22118. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Ég þakka hjartanlega öllum þeim, er vottuðu mér vináttu og hlýhug á áttrœðisafmceli mínu 2. maí sl. Lifið heil. Sigurður Sigurðsson, fyrrv. landlœknir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.