Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 43 stundir upp til fjalla, út á sjó, inn á heiðum og við vötn og strauma, sem á heimilum okkar í hópi fjöl- skyldnanna beggja. vcistu ef þú vin átt þ»nn er þú v«l trúir far þú ao finn* nfi því hrfsi vei og háu grasi vegur er vjetki treour. Millum okkar Guðmundar og heimila okkar náði aldrei það gras eða hrís að vaxa sem vini gæti skilið að, þó stundum liði langt á milli funda ef við vorum ekki sam- lendir, en nú er um sinn dregið á milli okkar hið dökka tjald, og eft- ir lifir minningin ein um góðan dreng. Frá fjölskyldu minni og mér fylgja þessum orðum hugheilar samúðarkveðjur til Bryndísar og barnanna tveggja. K.J. Stardal Álfadalur á Ingjaldssandi — nafnið ber blæ ævintýris og undralanda og Guðmundur vinur minn Bjarnason sem fæddist í Álfadal, var líka maður ævintýra, sagna og ljóða. Faðir hans, Bjarni bóndi ívarsson, var aldamótamað- ur, einn af ármönnum Ungmenna- félags íslands, sem ferðaðist milli félaga, hélt fyrirlestra og hvatn- ingaræður þar vestra, hugsjóna- maður og hagur á íslenskt mál. Jóna Guðmundsdóttir móðir Guð- mundar var greind kona með næmt auga fyrir því skoplega í til- verunni. Frá foreldrunum fékk Guðmundur vænan arf skopskyns og frásagnargáfu auk margra annarra eðlisþátta, sem dugðu honum vel í lífsbaráttunni og mun þeim sem kynntust Guðmundi ekki hafa blandast hugur um, að þar fór maður óvenjuvel af guði ger. Þegar Guðmundur var barn að aldri skall heimskreppan mikla yfir. Sú mikla ófreskja náði að slá hala sínum viða, líka vestur á Ingjaldssand og fór svo að fólkið í Álfadal varð að bregða búi og í júní 1936 fluttist fjölskyldan suð- ur sem kallað var, og settist að í Elliðakoti rétt utan við Reykjavík. Þá var Guðmundur að verða 16 ára. Næstu 12 árin var Guðmund- ur heimilisfastur að Elliðakoti og Lögbergi. Á þessum árum voru það ennþá forréttindi og ekki kvöð að ganga í framhaldsskóla. Þegar Guðmundur var 18 ára átti hann að fá að fara í framhaldsnám, en þá skall önnur ógæfa yfir. Guð- mundur fékk berkla í bakið og mátti næstu þrjú ár liggja á spít- ölum í stað að sitja á skólabekk. Má nærri geta hvílík hugraun þetta hefur verið piltinum unga, en svo var heimanfeng Guðmund- ar fyrir að þakka, að hann kunni að taka þessum erfiðleikum og heyja sér þroska og menningu á þessum árum í stað þess að bug- ast. Þegar Guðmundur losnaði af spítalanum tók hann að stunda íþróttir af miklu kappi til þess að styrkja líkama og hug, einkum voru það skíðaganga og hlaup sem hann iðkaði og náði góðum árangri á báðum þessum sviðum, um það vitna margir verðlauna- peningar. Lengstan hluta starfs- ævi sinnar vann Guðmundur hjá Skógrækt ríkisins, bæði í gróðr- arstöðinni í Fossvogi og víðs vegar um landið. Skógræktarstarfið átti vel við Guðmund, því að hann undi sér best úti í náttúrunni og alla ævi reyndi hann að komast upp til fjalla, þegar færi gafst. Hann var veiðimaður góður og lá oft á grenjum með vini sinum Agli Stardal. Fyrir tæpum aldarfjórðungi kynntist Guðmundur konu þeirri, sem átti eftir að verða lífsföru- nautur hans. Bryndís Víglunds- dóttir kennari réðist sem verk- stjóri í unglingavinnu og síðan sem ráðskona hjá skógræktinni á sumrum og tókust með þeim þau kynni að þau gengu í hjónaband 23. júní 1962. Allt frá þeim degi hefur undirrituð talið Guðmund til vina sinna og þóst verða ríkari af þeim kynnum. A næstu árum lágu leiðir þeirra Bryndísar þrívegis til langdvalar í Bandaríkjunum og þar fæddust börn þeirra tvö, Grímur og Sól- björt, en á Markarflöt 33 í Garða- bæ byggðu þau sér framtíðar- heimili og þar bera húsakynni öll merki hagleiks Guðmundar, en hann var völundur í höndum. Á hinum síðari árum átti Guðmund- ur enn við slæma heilsu að stríða. Eftir að þau hjón komu með son sinn ungan heim frá fyrstu dvöl sinni í Bandaríkjunum, vann Guð- mundur enn um hríð hjá Skóg- I rækt ríkisins, síðar leyfði heilsa hans ekki, að hann ynni þar, þá vann hann hjá Námsflokkum Reykjavíkur og Hótel Loftleiðum og nú síðast hjá Þjóðleikhúsinu. Fyrir störf Guðmundar hjá Námsflokkum Reykjavíkur eru honum hér færðar kærar þakkir. Þar kom í ljós hve laginn Guð- mundur var að umgangast fólk og hið einstaka lag, sem hann hafði á unglingum, lag sem ég veit að hef- ur einnig komið að ómældum not- um í störfum hans hjá Skógrækt ríkisins, þar sem hann stjórnaði vinnuflokkum um langt árabil. En það var sama hvar Guðmundur fór, alls staðar eignaðist hann góða vini, sem orna sér við minn- ingar um glettnar sögur og góðan dreng, sem óx við hverja raun og kunni að gera ævintýr úr lifi sinu. Hann var mikill ferðamaður og örlögin höguðu þvi svo til að hann lauk ævidögum sínum í einni slíkri ævintýraför. Hann var á skólaferðalagi með Þroskaþjálfa- skóla Islands austur í Rússlandi, en Bryndís kona hans er skóla- stjóri þess skóla. Á unga aldri hafði Guðmundur farið í ferð þangað austur og nú var hann að láta þann draum sinn rætast að koma á þessar slóðir á ný. Nú að leiðarlokum er mér efst í huga þökk til Guðmundar fyrir tveggja áratuga vináttu sem aldr- ei bar skugga á. Drottinn fylgi honum, er hann nú gengur á vit nýrra ævintýra og gefi öllum þeim, sem eiga um sárt að binda, styrk til að ganga þá hversdags- vegu sem framundan eru. Guðrún Halldórsdéttir Mánudaginn 9. maí verður til moldar borinn vinur okkar, Guð- mundur Bjarnason, Markarflöt 33, Garðabæ. Andlát hans bar að skyndilega, hann andaðist i svefni aðfaranótt 26. f.m. í Leningrad þar sem hann var á ferð um Sov- étríkin. Atvik höguðu því svo til að Guð- mundur var með okkur ásamt nokkrum kennurum og nemendum í náms- og kynnisferð á vegum Þroskaþjálfaskóla íslands, en Bryndís Víglundsdóttir, eiginkona hans, sem er þar skólastjóri, und- irbjó og stjórnaði þessari ferð. Slíkar ferðir hafa verið farnar á undanförnum árum til þess að kynna sér umönnun og kennslu þroskaheftra hjá öðrum þjóðum, Sovétríkin urðu fyrir valinu að þessu sinni. Mikil tilhlökkun ríkti hjá hópn- um, ekki síst hjá Guðmundi, er hafði þá sérstöðu að hafa ferðast um Sovétríkin fyrir 25 árum. í þessari ferð heimsótti hópurinn þrjár merkisborgir, Moskvu, Kiev og Leningrad, kynnti sér heimili og skóla fyrir þroskahefta og ræddi við forráðamenn þessara mála. Auk þess voru skoðuð söfn, kirkjur og klaustur, hlýtt á stórkostlega hljómlist og annarr- ar listar notið í ríkum mæli. Guð- mundur, sem var ferðamaður mik- ill og hafði yndi af því að blanda geði við fólk, virtist njóta hverrar stundar. Hann gerði sér far um að veita mannlífinu og vorgróðrinum athygli, enda maður gróandans. Þrátt fyrir stórbrotna list, er heillaði okkur hin hvað mest, voru það aðrir þættir sem voru Guð- mundi hugleiknastir. Það voru framfarir þær er orðið höfðu hjá þessari þjóð frá því hann var þar á ferð. Oft hafði hann orð á því hvað hagur manna, ekki sist kvenna, hefði batnað. Einnig orðaði hann það oft, hversu þessar þjóðir létu sér annt um börn sín og væru við- mótsþýðar. Þessi viðhorf lýsa vel manninum, Guðmundi Rjarna- syni. Það var okkur sönn ánægja að kynnast þessum mæta manni, og við minnumst hans með þakklæti og virðingu. Bryndísi, Sólbjörtu og Grími sendum við og ferðafélagar okkar hlýjar kveðjur. Ingibjörg R. Magnúsdóttir. Ingimar Sigurðsson. Guðmundur Bjarnason, mágur minn, lést á ferðalagi erlendis þann 26. apríl sl. Útför hans verð- ur gerð frá Garðakirkju þann 9. maí nk. Hann var fæddur í Alfadal á Ingjaldssandi 16. ágúst 1922, son- ur hjónanna Jónu Guðmundsdótt- ur og Bjarna ívarssonar. Guð- mundur var næstelstur 5 systkina og átti auk þeirra eina fóstursyst- ur. Árið 1938, þegar Guðmundur var á sextánda ári, fluttist hann með fjölskyldu sinni frá Ingjalds- sandi að Elliðakoti í Mosfells- hreppi. Þaðan lá leið þeirra að Lögbergi við Lækjarbotna og svo til Reykjavíkur árið 1948. Fyrstu kynni mín af Guðmundi voru þegar við Jón, elsti bróðir hans, hófum búskap í sambýli við fjölskyldu þeirra bræðra á Lang- holtsvegi 131. Samvera mín með þessari vest- firsku fjölskyldu var í senn heill- andi og lærdómsrík. Móðir Guð- mundar var frumleg hagleikskona og svo vel skapi farin, að eftir- breytni var, enda ævinlega um- kringd ungu fólki. Bjarni faðir hans var félagslyndur, orðhagur maður, sem unni íslenskri tungu og bókmenntum umfram aðra hluti. Guðmundur var góðum kostum búinn og höfðinglegur í sjón og raun. Börnin á Langholtsveginum hændust fljótt að þessum barn- góða, glaðlynda frænda. Mundi, eins og hann var kallaður í dag- legu tali, var heldur ekki allur þar sem hann var séður, því hann átti það til að bregða sér í gervi þess, sem hann sagði frá. Kynngimagn- aðar frásagnir hans um forynjur og tröll, huldufólk og álfa eða hvað sem honum helst gat dottið í hug, fengu þau til að gleyma stund og stað og hárin til að rísa á litlum kollum. Guðmundur var óþreytandi eljumaður til allra verka, vinsæll og virtur. Hann ferðaðist mikið, var margfróður og minnugur um sögu lands og þjóðar, og mikill náttúruunnandi. Ræktunarstörf áttu huga hans allan og stundaði hann þau störf svo lengi sem heilsa hans leyfði, og lengst af hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Guðmundur kvæntist 23. júní 1962 vel menntaðri gáfukonu, Bryndísi Víglundsdóttur, seinna skólastjóra Þroskaþjálfaskóla ís- lands. Börn þeirra eru: Grímur, fæddur 17. apríl 1964 og Sólbjört, fædd 23. nóvember 1969, mann- vænleg börn, er bera foreldrum sínum fagurt vitni. Saman reistu þau Guðmundur og Bryndís hús sitt að Markarflöt 33 í Garðabæ, þar sem listrænt handbragð þeirra og smekkur gleður augað. Sannkallað menn- ingarheimili, sem gott er heim að sækja. Ljúfar eru minningar, þegar Guðmundur og Bryndís komu með litla frumburðinn sinn, Grím, til okkar á Langholtsveginn til dag- fósturs um tíma. Hefur hann síð- an tengst okkur sterkum böndum. Fermingardagur Sólbjartar, 10. apríl sl. er minnisstæður. Það var vor í lofti. Samankominn stór hóp- ur skyldmenna og vina á öllum aldri á heimili þeirra á Markar- flötinni. Húsráðendur geisiuðu af gleði, — gestrisnin í fyrirrúmi. Síðar er heim var haldið, var gest- um fylgt úr hlaði með hlýjum kveðjum að þjóðlegum sið. Með þökk í huga blessa ég minn- ingu Guðmundar. Ég sendi Bryndísi og börnunum samúðarkveðjur okkar allra á Langholtsvegi 131. Lilja Maríusdóttir. Klausturhólar Antik-uppboð ídag Uppboð á antikhúsgögnum og fleiri munum fer fram hjá Klausturhólum í dag klukkan 15. Uppboöið fer fram í húsnæði Klausturhóla viö Skólavöröustíg (Breiðfirðingabúð). Alls veröa boðin upp um 90 númer, munir frá íslandi, Danmörku, Englandi og Noregi. Flestir gripanna eru frá 19. öld, en sumir þó frá 18. öld og þeirri 17. Meöal gripa á uppboöinu er kista sem var í eigu Brynjólfs Sveinssonar, sem uppi var á árunum 1605 tM 1675 Klausturhólar. BAÐ- INNRÉTTINGAR BAÐBÚNAÐUR Opiö daglega kl. 12.50-15.00. Sýningarsalur opinn laugardaga og sunnudaga kl. 14.00-17.00 BÚGARÐUR Smiöjuvegi 32, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.