Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 8. MAÍ1983 Frœndaminning: Ingimundur Guðjónsson og Guðmundur Pétursson í jólamánuði fyrra árs hurfu af þessu undarlega mannlífssviði tveir minna' gömlu og góðu félaga í ungmennafélaginu Dagsbrún í Landeyjum. Þeir voru Guðmundur Pétursson, bóndi í Stóru-Hildisey, f. 16. ágúst 1915, d. 22. desember 1982, og Ingimundur Guðjónsson, verkstjóri og söngstjóri í Þor- lákshöfn, f. 28. desember 1916, d. 4. desember 1982. Senn kvöldar ao, þó eígir þú ogengin spor. Angurrcro haustsins suer á titrandi strengi. Blákiukkur drjúpa daprar á folnuou engi, dreTmandi sólina björtu, seni skein peim í vor. (Gaorún Auounsdóttir.) Þeir frændur voru komnir af traustum stofnum bænda og sjó- sóknara. Bræðurnir, feður þeirra, voru atgervismenn sem hvarvetna vöktu eftirtekt. Minnist ég þeirra einna fyrst í reiptogi móti Fljótshlíðingum á íþróttamóti. Þvílík átök átta kraftajötna í hvoru liði og maður stóð á öndinni af spenningi. Árin okkar í Dagsbrún voru kreppuárin 1930—40. En það var engin kreppa í félagslífinu og eng- inn barlómur þó flest værum við með tóma eða létta buddu, ef við áttum þá svoleiðis ílát. Starfið var þó nokkuð fjölbreytt og þróttmik- ið. Fundir vel sóttir, gefið út fé- lagsblað, leiksýningar stöku sinn- um og stofnaðar málfundadeildir með góðum árangri. Mörgum var þetta góður skóli, enda námsleiðir lokaðar í þá daga. Nú eru sem flestir settir í 20—30 ára nám nauðugir viljugir því nú skal bók- vitið í askana látið. Það var mikil samstaða í Dagsbrún og þessi 40—50 manna hópur kom fram sem einn maður ef mikið lá við. Því var það, að þá er ágreiningur reis um sameign félagsins og hreppsins, þá var ekki undan sleg- ið heldur freistað að ná áhrifum í hreppstjórninni. Sfðar leystust þau mál svo að allir máttu vel una. En skjótt líður æskutíð. Hópur- inn tvístrast. Sumir fóru að rækta jörðina með miklum umsvifum, urðu gildir bændur í héraðinu. Aðrir félagar, karlar og konur, kusu sér vettvang í aðskiljanleg- ustu þrepum þjóðfélagsstigans, sem svo er nefndur, og búa að Dagsbrúnararfinum. Guðmundur og Ingimundur voru í forystusveit félagsins. Þar varð til viss hópur sem gaumgæfði mál frá ýmsum hliðum áður en félagsfundur tók afstöðu til þeirra. í þeim hópi voru þeir frændur. Til voru þeir sem þótti Guð- mundur ráðríkur nokkuð og við- mótið ekki ávallt blíðalogn. Ég hefði þó varla geta hugsað mér Guðmund öðruvísi en hann var. Hann var í raun hlýr maður og vildi öllum vel. Ingimundur hægur í fasi en skapfastur, ákveðinn í skoðunum, ráðhollur. Ingimundur ólst upp í Landeyjum, í Austur- hjáleigu (Voðmúlastaða) þar sem nú heitir Búland. Þar bjuggu for- eldrar hans, Guðjón Guðmunds- son og Jóna Guðmundsdóttir, 1914—1948. Dugnaðarhjón, jörðin lítil, fjölskyldan stór. Á þessum árum voru hjáleigur margar í A-Landeyjum en höfuðbólin fá. Nú búa þar allir stórt. Ingimundur byrjaði búskap á Bergþórshvoli, þeim fræga stað. Flutti svo að Selfossi og þaðan til Þorlákshafnar, þar sem Egill Thorarensen hafði ætlað Ingi- mundi ábyrgðarstarf, verkstjórn í vaxandi fyrirtæki, Meitlinum. Það er vandaverk að stjórna mörgu fólki og sjá um framleiðslu á við- kvæmri vöru. Þennan þátt í ævi- starfi Ingimundar þekki ég ekki nema af afspurn. Hitt veit ég, að hann átti fleiri áhugamál en að verka fisk, sem skal þó síst van- metið, því líf okkar er saltfiskur og annar fiskur. Það kom fljótt í ljós að Ingi- mundur var mjög músíkalskur. Hitt hef ég aldrei skilið og er tðfr- um líkast, hvar og hvenær hann lærði til tónmennta. Ingimundur var söngstjóri í Þorlákshöfn og organisti í ná- grannakirkjum. Tónlist og söngur var líf hans og yndi og hann féll með tónsprotann í hendi ef svo má segja. Það er merkilegt hve mikl- um árangri Ingimundur náði á söngmálasviðinu. Hann hlýtur að hafa haft afar næmt tóneyra. Og þetta var í ættinni. í ætt Ingi- mundar hafa verið óvenjulega margir góðir söngmenn. Sem dæmi má nefna að afabróðir hans söng í útvarpið hundrað ára gam- all. Guðmundur Pétursson ólst upp í Selshjáleigu í stórum systkina- hópi. Þar bjuggu foreldrar hans, Pétur Guðmundsson og Soffía Guðmundsdóttir, frá 1916 til 1936. Guðmundur var næstelstur. Jörð- in var ryr, fimm hundruð að fornu mati, afkoman erfið. Segja má, að þar og víðar væri eitt nauðsynlegt: að forða stórum barnahóp frá sulti. Það segir sig sjálft, að Guð- mundur var ekki gamall þegar hann fór að taka til hendi og eng- inn var svikinn af handtökum hans. Hann var margar vertíðir sjómaður í Eyjum. Hörkusjómað- ur, en þó ekki á réttri hillu. Hugur hans stóð til sveitar og ræktun- arstarfa. Pétur og Soffía fluttust að Stóru-Hildisey 1936 og þar bjuggu þau við batnandi hag til 1957, er Guðmundur tók við búsforráðum. Hildisey varð stórbýli, svo sem landrými leyfði, í höndum Guð- mundar og Margrétar Stefáns- dóttur, konu hans. Oft fer svo, þá er menn verða eigin húsbændur, og þá með aukn- um umsvifum, að þeir hverfa úr félögum sem þeir voru í ungir. Ég veit ekki hvort Guðmundur var skráður ungmennafélagi á sínum árum, en hef af því spurnir að hann var það alla tfð í anda og starfi. Ég vitna í orð Magnúsar í Lága- felli í eftirmælum um Guðmund. „Guðmundur var alinn upp með ungmennafélagshreyfingunni og f starfið fyrir umf. Dagsbrún sótti hann þroska og menntun eins og margir hans jafnaldrar. Hugur hans til ungmennafélagsins kom glðggt í ljós er félagsheimilið Gunnarshólmi var byggt, en þá gaf hann land undir húsið og þá starfsemi sem því tengist, jafn- framt var ósk hans sú að á þessu landi kæmi vísir að sveitarskógi." Áhugi Guðmundar um velfarn- að félagsins hefur ekki dvfnað með árunum. Hann sá t.d. um það að bera áburð og slá fþróttavöllinn við Gunnarshólma, sagðist ekki vilja „láta standa uppá sig". Snemma á síðastliðnu vori gerði hann sér ferð til þáverandi for- manns félagsins til þess að ræða um verkefnin framundan og sagði þá: „Ég þarf alltaf að vera að tala við þessa formenn á vorin." Hjá Guðmundi fóru saman orð og athafnir. I faraldur Guðnason Kveðjuorð: Agústa Sigríður Guðjónsdóttir Fædd 16.júní 1903 Dáin 28. aprfl 1983 Hún Sigríður Guðjónsdóttir lést í Landspítalanum fimmtudaginn 28. apríl sl. Mér kom andlát hennar ekki á óvart, svo og oðrum sem þekktu hana, því að hún hafði verið sjúk lengi. En lengst af var hún heima í litla húsinu sínu að Þrastargötu 5 á Grímsstaðaholtinu. Sigga var vinmörg. Þess vegna var afar gestkvæmt hjá henni. Oft kom ég og mitt fólk þar, og nutum við æt- íð góðra veitinga. Gistum þar einnig. Slfks er gott að minnast. Ég rek ekki ætt Sigrfðar í þess- ari litlu grein. Það gera væntan- lega aðrir, sem þar eru um fróðari. Minning: Pétur Geirdal, rafvirkjameistari Fæddur 16. ágúst 1916 Dáinn ll.aprí) 1983 Morguninn þann 12. april barst mér dánarfregn vinar míns, Pét- urs Geirdals. Langar mig f örfáum orðum að minnast hans. Hann fæddist á ísafirði og ólst þar upp hjá foreldrum sínum ásamt 6 systkinum. Við lát Péturs er horfinn góður drengur, fjölhæf- ur mannkostamaður, greindur og vel lesinn. Hann var dulur á til- finningar sfnar, en trúr og mjög trygglyndur við þá sem honum lík- aði. Leiðir okkar lágu fyrst saman árið 1963 er ég fluttist til Kefla- víkur til að ljúka námi í rafvirkj- un hjá Guðbirni Guðmundssyni. Við unnum þar saman í 3 ár og tókst strax með okkur góð vinátta sem hélst til hinstu stundar. Árið 1966 fluttist ég aftur til Hellissands og hóf þar atvinnu- rekstur í iðn minni. Fljótlega eða árið 1969 hóf Pétur vinnu hjá mér og starfaði að meira eða minna leyti í 11 ár og var mín stoð og stytta allan þann tíma, enda var hann sérstakur fagmaður í sinni stétt. Fljótlega fór Pétur að fara með mér í veiðitúra og var það hans helsta áhugamál upp frá því. Hann hafði aldrei veitt á stöng áður. Fyrsta veiðiferð okkar var í Bauluvallavatn á Kerlingarskarði. Þar fékk hann sinn fyrsta fisk. Oft vitnuðu strákarnir mfnir f maríu- fiskinn hans Péturs. Pétur var sérstaklega barngóð- ur og allan þann tíma, sem hann var á heimili mínu, var hann elsk- aður og virtur af börnum mínum, sérstaklega Júnfönu Björgu sem er 10 ára og óx úr grasi meira og minna i örmum hans, enda var hann búinn að gefa henni marga dúkkuna, kenna henni að lesa og alltaf tilbúinn að leiðbeina henni og leysa öll vandamál. Aldrei kom hann nema hafa meðferðis sæl- gæti í poka. Það var mikil ánægja hans að gefa börnum jólagjafir og var oft beðið með óþreyju eftir pökkunum frá Pétri. Síðasta jóla- gjöfin til dóttur minnar var myndavél og var hún búin að taka til myndir til að senda honum og sýna hvernig sér hafi tekist til. Síðasta heimsókn hans á heimili okkar var í september sl., og var þá um margt talað, þó viðstaðan væri stutt. Ætlaði hann að koma aftur í sumar og stoppa lengur. En enginn ræður sínum næturstað og verða heimsóknir hans ekki fleiri. Systkinum hans og fjölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning hans. Ottar Sveinbjörnsson Ofar brúnum ríkir ró, rökkvar um tún og grundir, óviobúnar öolast fró iojuhinar mundir. (Guom. E. Geirdal.) Alltaf er það jafn undarlegt að fólk skuli deyja, mér finnst ein- hvern veginn að hver og einn eigi sinn ákveðna stað í tilverunni og þar eigi hann að vera um alla ei- lífð, en svo er víst ekki, öllum er dauðinn búinn og við því er ekkert að gera. Pétur Geirdal, móðurbróðir minn, átti sinn ákveðna stað í til- verunni. Ég hitti hann ekki oft og ekki þekkti ég hann náið, en þegar ég hitti hann var það ætíð ánægjulegt. Sjálfur var hann barnlaus og okkur systkina- börnum hans var hann góður og gjafmildur og ætíð voru gjafir hans vel til fundnar og valdar af hugulsemi. Eg mun ætíð minnast og sakna Péturs sem hægláts og góðs frænda sem mér þótti vænt um. Sigga. Þegar okkur barst sú frétt að föðurbróðir okkar, Pétur Geirdal, hefði orðið bráðkvaddur þann 11. apríl sl. kom sú frétt okkur vægast sagt á óvart og var okkur mikið harmsefni. Við höfðum ekki hugmynd um veikindi hans sem komu að sjálfsögðu í ljós þegar farið var að grafast fyrir um banamein hans. Enda talaði hann lítið um sjálfan sig. Við, systkinin á Hæðargarði 56, vorum svo heppin að hafa hann hjá okkur, meira eða minna, öll þessi ár, því að heimili foreldra okkar var hans annað heimili. Við munum ætíð minnast hans, er hann kom á hverjum jólum „með jólin í ferðatöskunni" og vonaði að hann gæti glatt lítil hjörtu. Seinna, þegar við giftumst og eignuðumst börn laðaði hann þau að sér með góðvild sinni og gleði. Það er hætt við að okkur þyki tómlegt á næstu jólum og vand- fyllt hans skarð í hópnum. Við þökkum Pétri frænda okkar allar ánægjustundirnar og um- hyggjuna, sem hann sýndi okkur og börnum okkar, og biðjum hon- um blessunar þess sem gaf og tók. Móðir okkar þakkar einnig sam- verustundirnar og kynni af góðum dreng um rúmlega 40 ára skeið. Sy.stkinin Hæðargarði 56. Veit ég þó, að æskuslóðir hennar voru Hvalfjörður og nágrenni hans. Bar hún hlýjan hug til þess- ara byggða, enda er þar óvenjuleg nátturufegurð. Sigríður eða Sigga á Þrastar- götu, eins og hún lifir í hugum þeirra sem þekktu hana, lætur eft- ir sig tvö börn, en þau eru f aldurs- röð Asa Skaftadóttir, húsfreyja í Breiðholti í Reykjavík, og Sigur- jón Fjeldsted, skólastjóri Hóla- brekkuskóla f Reykjavík og borgarfulltrúi. Eiga þau bæði af- komendur. Barnabörnin veittu henni mikla lffsfyllingu, enda voru þau tíðir gestir á Þrastargötunni. Nú er litla húsið autt. Nú er Sigga ekki lengur á stjái til að hella upp á könnuna og bera fram veitingar gestum og gangandi. Ég undraðist oft að Sigga skyldi hafa fjárhags- legt bolmagn til að standa straum af öllum þessum gestagangi, sem á henni mæddi. Aldrei kvartaði hún. Ég sem þessar línur rita, þekkti Siggu á Þrastargötu í rúm 30 ár. Hún eltist að ytra útliti eins og við gerum öll á efri árum. En Sigga var ætíð hin sama inn við beinið: artarleg, veitul, gestrisin og hlý. Og þá held ég að eigi við hin fleygu orð Hávamála, þegar Siggu er minnst að leiðarlokum: Orðstír dirr akJregi, hveim sér góoan getr. Við hjónin sendum aðstandend- um Siggu á Þrastargötunni inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Auðunn Bragi Sveinsson Með kveðju til þín NÝLEGA kom út tveggja laga hljómplaU með Stubba og Stuðkörl iinum frá Siglufriði. ÞetU er fyrsU hljómplata hljómsveiUrinnar, en á henni eru lögin „Með kveðju til þín" og „Ég er tiningur". Bæði lögin ásamt textum eru eftir Leó Ólason, en hann átti einnig lagið „Eftir hall ið" sem Miðaldamenn gáfu út á smáskífu 1980, og komst í úrslit söngvakeppni sjónvarpsins sama ár. Hljómsveitina skipa: Kristbjörn Bjarnason söngur, raddir, Leó Ólason hljómborð, Lárus Ingi Guðmundsson gítar og Viðar Jó- hannsson bassi. Útgefandi er Sigluvík sf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.