Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAl 1983 spurt og svaraó* Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS HAFLIÐI Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur tekið að sér að svara spurningum lesenda Morgunblaösins um garðyrkju. Svörin við fyrstu spurningunum birtast í dag. Lesendur geta lagt spurningar fyrir Hafliða jafnt um ræktun matjurta sem trjárækt og blómarækt. Tekið er á móti spurningum íesenda á ritstjórn Morgun- blaðsins í síma 10-100 milli kl. 11 og 12 árdegis, mánudaga til föstudaga. Hafliði Jónsson er landsþekktur garðyrkjufrómuður og hefur haft yfirumsjón með öllum ræktunarmálum borgarinnar í nær þrjá áratugi. Hugleiðing um garðyrkju í rösk þrjátíu ár hef ég fengið að kynnast hinum mikla áhuga, sem ritstýrendur Morgunblaðs- ins hafa fyrir ræktunarmálum, og allt frá vorinu 1947 hef ég skrifað hér í blaðið um þetta sameiginlega áhugamál okkar, fleiri þætti en ég hefi tölu á. Og enn er komið vor og ennþá gegni ég kalli, ef það mætti koma einhverjum að gagni sem á þessu vori er að hefja sitt rækt- unarstarf. Það fylgir sérhverjum áhugamanni um ræktun að vilja gefa öðrum holl ráð, reyna eftir mætti að miðla öðrum af reynslu sinni. Fáar atvinnustéttir eru örlátari á að veita leiðsögn en garðyrkju- og skógfræðingar. öll sú þekking, sem þeir hafa aflað sér með námi og starfi, er oftast feginsamlega í té látin, án þess að ætlast til eins eða neins í staðinn annars en þess að geta glaðst yfir hverjum þeim sem smitast af ræktunarhugsjóninni og þegar aðrar atvinnustéttir berjast fyrir bættum kjörum sínum með harðvítugum átök- um, þá forðast garðyrkju- og skógræktarmenn að nefna orðið verkfall, þótt þeir nefni stöku sinnum þörfina fyrir bætt kjör. Þeir vita sem er, að annað lög- mál gildir um blóm en salt eða freðfisk í langvinnu verkfalli. Það sveltir enginn börnin sín, fyrr en allar friðsamlegar leiðir til bjargræðis hafa verið reynd- ar til hins ýtrasta. Á þessu vori Ilafliði Jónsaon, garðyrkjustjóri. Morgunblaftið/ Ól.K.M. eru 40 ár liðin frá því að garð- yrkjumenn stofnuðu sitt laun- þegafélag og allt frá árinu 1945 hafa þeir orðið að semja við at- vinnurekendur í garðyrkju um launakjör sín og það hefur ætíð tekist án sögulegra átaka. Það sem kannski er þó athyglisverð- ast er, að frá fyrstu tíð hafa gilt sömu kjör hjá konum og körlum í garðyrkjustétt, og í þeim efn- um eru garðyrkjumenn áratug- um fyrr á ferðinni en allar aðrar atvinnustéttir í jafnréttismál- um. Kannski er það vegna þess, að garðyrkjumenn virða jafnt sterkvaxna eik í skógi sem fagra rós í stofuglugga. Vissulega er hér fitjað upp á verðugu íhugun- arefni og sjálfsagt gætu margar stéttir eitt og annað gagnlegt lært af garðyrkjustéttinni, sem vísað gæti veginn til jafnréttis og bræðralags, og betra þjóðfé- lags. Ef nokkrir menn geta með sannindum tekið sér í munn kjörorðin „íslandi allt" þá eru það þeir sem gert hafa ræktun lands og lýðs að hugsjón sinni og lífsstarfi. Engir gleðjast af meiri innileika á hverju vori en þeir er fást við ræktun jarðargróðurs og engir hafa af meiri þolinmæði þraukað langan vetur sem þeir menn, er búa yfir voninni um fagurt vor og þíða jörð undan fannbreiðum vetrarins, og nú er kominn tími til að sá í matjurta- garðinn. Hver dagur er dýr- mætur, engri stund má kasta á glæ við ræktunarstörfin, því sumarið okkar er stutt. Á næstu vikum mun ég, eins og oft áður, reyna að svara fyrir- spurnum sem berast Morgun- blaðinu varðandi garðyrkju og ðnnur ræktunarmál, en vel má vera að jafnhliða beinum svör- um fylgi smápistill um fleira en það sem spurningarnar gefa til- efni til, í þeirri von að það geti orðið til gagns og fróðleiks fyrir þá sem áhugasamir eru um ræktunarmál. I. Um bóndarós Sigurbjörg Runólfsdóttir, Hellu- landi 16, spyr: Er óhætt að skipta bóndarósum, sem orðnar eru mjög stórar, á þessum tíma? Svar: Það er sennilega hag- kvæmasti tíminn einmitt þessa dagana, að skipta flestum fjöl- ærum jurtum og gildir það að sjálfsögðu einnig um bóndarós- ina. Það er mikilvægt að planta bóndarós ekki of djúpt og ætti ekla að vera þykkra moldarlag yfir brumknöppum hennar en sem svarar 2 til 3 sm. Mikils er um vert að bóndarósin sé vel varin fyrir vetrarbleytu og frost- um. Hún þarf því að vera í upp- hækkuðu beði og hafa góða vetr- arábreiðu, er ver hana fyrir frosti og bleytu. Bóndarósin er nægjusöm planta, en þarf þó léttan jarðveg, en húsdýraáburð- ur getur orðið henni varasamur og það á að nægja henni til nær- ingar að vökva hana með áburð- arupplausn einu sinni á sumrinu (t.d. í júní) og þá sem svarar einni matskeið af blönduðum garðáburði í einn lítra af vatni. II. Mosinn í grasflötinni Kristín Svanhildur Hjálmtýs- dóttir, Barðavogi 28, spyr: Hvað er hægt að gera við mosa í grasflöt? Er það rétt að hægt sé að nota kalk? Svar: Þetta er sígild spurning fyrst á vorin. Oftast verður mos- inn lítið áberandi þegar kemur fram á sumarið, einkum þar sem snemma er borinn á grasflötina góður skammtur af tilbúnum áburði. Aðalástæðan fyrir því, hve mosinn dafnar vel, er eitthvað af þessu þrennu: 1. Ófullnægjandi framræsla lóð- ar. 2. Ófullnægjandi jarðvinnsla og skortur á áburðarefnum. 3. Skuggi af húsi, girðingum eða trjágróðri. Ef jarðvegur er mjög blautur er hætta á að moldin verði súr og í súrum jarðvegi dafna flestar jurtir illa, ekki síður túngrös en tré, runnar eða blómjurtir. Þá getur kalk (áburðarkalk) haft bætandi áhrif um stundarsakir t.d. eitt til þrjú ár, en eftir það sækir í sama horf. Besta ráðið sem hægt er að gefa er að gagni má verða í bar- áttunni við mosann er að bera vel á af áburði. Húsdýraáburð er gott að bera á grasflötina og í trjábeðin fjórða eða fimmta hvert ár, en á hverju ári sem svarar 20 kg af blönduðum garðáburði á hverja 100 m2. Bor- ið á í þrem skömmtum með þriggja vikna millibili. Þar sem skuggi af húsum eða gróðri er laugardag og sunnudag ffrákL1300-170-0 báða dagana. Nú kynnum við allar gerðir af SKOD/1 "ffi^ ásamthinum glæsilega nýja Skoda^APiD Argerd'83 á '82 verdi frá kr. 11-| .600. Komið á staðinn, kynnist Skoda og látið Halla svara öllum ykkar spurningum. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.