Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 47 mikill getur orðið verulegt gagn af að dreifa svörtum fíngerðum sandi yfir grasflötina áður en spretta hefst. Sandurinn drekk- ur í sig rakann úr yfirborði jarð- ar og á sólardögum hitnar hann vel og verður þá sem hitagjafi fyrir gróðurinn og örvar vöxt og þéttleika í grassverðinum. III. Mold í garðinum Gunnar Jónsson, Engihjalla 19, Kópavogi, spyr: Hvar get ég fengið keypta mold f kartöflugarð og hvað myndi hún kosta? Svar: Mold til að rækta í kart- öflur er víða hægt að fá þar sem verið er að grafa fyrir húsgrunn- um, en að sjálfsögðu þarf að bæta hana með áburðarefnum og jafnvel sandi svo að hún verði sæmileg ræktunarmold. Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur eng- inn lagt út í það áhættusama fyrirtæki að koma upp „mold- arbanka", sem selur blandaða og visindalega tilreidda ræktun- armold. Meðhöndlun á slíkri mold tekur þrjú til fjögur ár, og mér er tjáð að tilkostnaður við hvern rúmmetra yrði 400—500 kr. á verðlagi dagsins í dag. Hætt er við, að sala á slíkri gæðamold gengi ekki of vel með- an hægt er að hringja á vörubif- reiðaafgreiðslu og biðja um eitt eða fleiri hlöss af „mold“ úr ein- hverju byggingarsvæði, þar sem verið er að moka upp úr grunn- um holta- eða mýrarjarðvegi, sem húsbyggjendur eru oftast fegnir að losna við og oftast kostar ámoksturinn lítið eða ekkert þann sem eftir moldinni leitar. IV. Trjámaðkur og trjáflutningar Guðbjörg Böðvarsdóttir, Hæð- argötu 15, Njarðvík, spyr: 1. Hvenær má færa tré? I*að er sírena sem um er að ræða. 2. Hvenær er best að úða til að drepa trjámaðk? Svar við spurningu 1: Flutning- ur á trjám er heppilegast að framkvæma um það leyti sem frost er að fara úr jörðu og áður en laufgun á sér stað. Vert er að minna á að birki, greni og t.d. reynivið má ekki gróðursetja dýpra en þessi tré hafa áður staðið í moldinni. Hins vegar má gróðursetja flesta runna og víði- tegundir nokkru dýpra. Svar við spurningu 2: Úðun gegn trjámaðki er tilgangslaust að framkvæma fyrr en hans hef- ur orðið vart á trjánum og lirf- urnar eru ekki skaðvaldar á gróðrinum nema fyrstu 10 til 15 dagana eftir að þær hafa skriðið úr eggjum, eftir það púpa þær sig og verða að fiðrildum síðla sumars. Væntanlega fjalla ég nánar um lirfur og blaðlús síðar i lengra máli. Skóli Ásu Jónsdóttur Völvufelli 11, Breiðholti Innritun 5 og 6 ára barna (fædd '77 og ’78) fyrir skólaárið 1983 til 1984 fer fram í skólanum alla virka daga kl. 8—10 f.h. og kl. 1—3 e.h. til 20. maí nk. Lögö er áhersla á einstaklingskennslu. Fjölbreytt föndurkennsla. Skólinn tekur viö börnum úr öllum hverfum. Allar uppl. í síma 72477. Skólastjóri. Frá Nýja tón- listarskólanum Fimm nemendatónleikar í tilefni 5 ára afmælis skól- ans. Laugardaginn 7. maí kl. 5: Samspils tónleikar. Sunnudaginn 8. maí kl. 5: Ljóöa- og óperutónleikar. Þriöjudaginn 10. maí kl. 20.30: Hljómsveitar- og ein- leikaratónleikar. Miðvikudaginn 11. maí kl. 20.30: Vetrarferðin eftir Schubert. — Oddur Sigurðsson syngur. Föstudaginn 13. maí kl. 20.30: Einleikaratónleikar. Hljómsveitartónleikarnir. Þriðjudaginn 10. maí, veröa á Kjarvalsstööum, hinir fjórir í Tónleikasal skólans, Ármúia 44. Aðgangur aö tónleikunum er ókeypis og öllum heim- ill. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Til sölu MF 135 árg. 1975. Upplýsingar í síma 92-3680 og 92-3894. LANGAR ÞIG TIL AÐ HAFA FÖSTUDAGSKVÖLD Á SUNNUDAGSEFTIRMIÐDEGI? Hvað er notalegra en að vera heima á sunnudagseftirmiðdegi og horfa á dagskrá sjónvarpsins frá föstudags- eða laugardagskvöldinu? Þó að einhver góður þáttur eða bíómynd sem þig langar til þess að sjá sé einmitt á sama tíma og þegar þér er boðið út, þarft að fara upp í hesthús, á fótboltaæfingu, fund eða eitthvert annað, þá getur Nordmende Spectra myndbandið tekið upp fyrir þig dagskrána. Síðan getur þú haft það notalegt næsta sunnudagog horft á þættina, sem þú misstir af. Nú eða stokkið út í einhverja videoleiguna og tekið á leigu góða bíómynd. Líttu inn til okkar, við erum með nokkur tæki í gangi, þú sérð þá hve myndgæðin eru góð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.