Morgunblaðið - 08.05.1983, Page 48

Morgunblaðið - 08.05.1983, Page 48
Veist þú um einhverja H’________góöafrétt? ringdu þá í 10100 Veist þú um einhverja Hgóóa frétt? ringdu þá í 10100 SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 Full afköst hjá íslenzka járnblendifélaginu: Hækkandi söluverð með lækkandi hráefnisverði FRAMLEIÐSLA hefur gengið mjög vel að undanförnu og við framleiðum á bilinu 4.800—5.000 tonn á mánuði, sem eru nánast full afköst verksmiðjunnar,“ sagði Jón Sigurðsson, forstjóri íslenzka járnblendifélagsins, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir stöð- unni í dag. „Við höfum verið með mjög reglulegar og góðar afskipanir undanfarið og reyndar er ljóst, að framleiðsla næstu sex mán- aða er þegar seld. Framhaldið veltur síðan á þróun efnahags- mála í heiminum," sagði Jón ennfremur. Það kom fram í samtalinu við Jón Sigurðsson, að 12—15% verðhækkun sú sem ákveðin var í löndum Efnahagsbandalags Evrópu á dögunum hefur fylli- lega haldið, en ýmsir spádómar voru á lofti um að svo myndi ekki verða. Verð fyrir hvert tonn í Evrópu er nú í kringum 1.400 vestur-þýzk mörk, sem jafngildir um 4.000 norskum krónum. Jón sagði aðspurður, að endar næðust ekki saman á þessu verði. Til þess að svo yrði þyrfti að koma um 25% hækkun til viðbótar. „óneitanlega gefur þróun síð- ustu mánaða tilefni til aukinnar bjartsýni um að eitthvað sé að rofa til á mörkuðum. Sérstak- lega hefur verið mikið líf í bandarískum iðnaði, en oft koma Evrópuþjóðirnar síðan í kjölfarið. Við höfum verið að fá Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk á borgarskrifstofunum, var mál þetta kynnt sem trúnað- armál á fundi borgarráðs sl. þriðjudag, en væntanlega verður tekin afstaða til málsins á næsta fundi borgarráðs. Landsvæðið í Selási sem ríkið hefur boðið borg- inni er um 26 þúsund fermetrar að hærra verð fyrir framleiðsluna á sama tíma og verð á hráefninu hefur farið lækkandi. Þetta tvennt hefur hjálpað til að laga stöðuna töluvert," sagði Jón Sig- urðsson, forstjóri íslenzka járn- blendifélagsins að síðustu. stærð, en stærð Engeyjar er um 38 hektarar. Verðmæti landsvæðanna er um 7,5 milljónir króna, eins og áður gat, en skuld ríkisins er rúmlega 25 milljónir. Mismurinn, sam- kvæmt tilboði ríkisins, á að greið- ast í ár og á næstu þremur árum með jöfnum verðtryggðum afborg- unum. Ríkið skuldar borginni rúmlega 25 milljónir: Býður Engey og svæði í Selási upp í skuldina Mismunur greidist á fjórum árum RÍKIÐ hefur boðið Reykjavíkurborg Kngey og landsvæði í Selási upp í skuld ríkisins við borgina, sem einkum er til komin vegna byggingarframkvæmda borgarinnar við Borgarspítalann. Skuld ríkisins nemur rúmlega 25 milljón- um króna, en landsvæðin eru metin á samtals um 7,5 milljónir króna. Vá fyrir dyrum ef ekki hlýnar næstu dagana Var þrjár merkur — dafnar vel Þessi telpa heitir Lísa Rut Björnsdóttir og fæddist í fyrra eftir 24 vikna mcðgöngutíma. Hún er það barn íslenzkt, sem talið er að skemmst hafi verið gengið með og lifað samt. Þegar Lísa Rut fæddist, var hún 710 grömm, en meðalþyngd íslenzkra barna við fæðingu er 3.500 grömm. Sjá á bls. 2—3: Fæddist 3 merkur eftir 24 vikna meðgöngutíma. Er nú komin á annað árið og dafnar vel. Ljósm. Mbl.: Helgi Bjarnason — segir Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri, en sauðburður hefst af krafti næstu daga „Veturinn var okkur ekki slæm- ur, en vorið mjög erfitt, snjóþungt og afar kalt,“ sagði Ágúst Sigurðs- son bóndi á Geitaskarði í Húna- þingi í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er hvergi kominn minnsti vottur af gróðri," sagði Ágúst ennfremur, „og víða er enn mikill snjór. Á Skagaströnd segja mér til dæmis menn að þar muni elstu menn ekki annan eins snjó. Enn er of snemmt að segja hvern- ig þetta fer, það er fljótt að lagast „ÞAÐ er auðvitað ískyggilegt, að ekki skuli komið vor, og fari ekki að hlýna nú næstu daga, er vá fyrir dyr- um hjá bændum,“ sagði Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, er hann var spurður hvernig útlit væri hjá bændum eftir veturinn. Jónas sagði, að óvenjukalt væri nú, og hafa bæri í huga að enn væri stór hluti landsins undir snjó. Jónas sagði veturinn hafa verið bændum erfiðan eins og öðrum landsmönnum, einkum hvað sam- göngur varðaði. Vetrarhörkurnar í apríl hefðu verið einna verstar. Um heyleysi sagði hann enn ekk- ert hægt að segja, það færi eftir framvindunni nú næstu daga, hvort hey dygðu eða ekki. Um kaí í túnum sagði hann einnig of snemmt að ræða. Vitað væri um nokkur klakabönd, en þó væri það ekki í miklum mæli. ef hlýnar, en eins og er er ekki útlit fyrir það. Sauðburður, sem víðast hefst af fullum krafti í næstu viku verður því erfiður, og hey eiga menn ekki nema fram yfir mánaðamót. Verði ekki kom- inn gróður þá fer gamanið veru- lega að kárna, og ekki hygg ég að þeir bændur sem eiga hey, verði ginnkeyptir til að selja það, miðað við hina geysilegu hækkun áburð- arverðs sem nú liggur fyrir. Til viðbótar þessu get ég svo sagt það,“ sagði Ágúst að lokum, „að hér voru nýlega haldnir aðal- fundir samvinnufélaganna. Þar kom fram að afkoma félaganna og bænda var mun lakari 1982 en var 1981, og enn er útlit fyrir að hún versni 1983.“ .. mtá Góð byrjun á djúprækjunni Spjallað við Svavar Pétursson, skipstjóra á djúprækjubátnum Sigrúnu KE frá ísafirði „ÞETTA HEFUR gengið ágætlega til þessa, rækjan verið góð og veðr- ið leikið við okkur. Nú er ís hins vegar kominn yfir mikinn hluta svæðisins og því ekki gott að segja hvernig framhaldið verður,“ sagði Svavar Pétursson, skipstjóri á Sig- rúnu KE 14 í samtali við Morgun- blaðið í gær. Sigrún var þá 60—70 mflur norðaustur af Horni, hafði siglt með ísnum um tíma, og taldi Svavar að þeir ættu eftir um hálf- tíma siglingu á miðin. „Við erum búnir að vera á djúprækjunni í 12 daga og er þetta þriðji túrinn okkar. Við fengum rúmlega 13 tonn í fyrsta túrnum og svipað í þeim næsta. Þetta hefur verið ágætt til þessa f^rir útgerðina og mannskapinn, en ef ísinn kemur yfir miðin og olían hækkar þá er það fljótt að breytast," sagði Svavar skip- stjóri og eigandi Sigrúnar KE 14, sem gerð er út frá ísafirði. Rækjan er lögð upp hjá Rækju- verksmiðju O.N. Olsen á ísafirði og hafa farið 150—160 rækjur í kílóið. Svavar sagði, að sex bátar væru byrjaðir rækjuveiðar, en 16 bátar hafa fengið leyfi til djúp- rækjuveiða. Djúprækjumiðin eru einkum út af Kögri, á Sporðagrunni og utan Kolbeins- eyjar og Grímseyjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.