Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 1
 48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 104. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. MAI 1983 Prentsmiðja Morgunblaösins Þíngkosningar í Bretlandí 9. júní íhaldsflokknum spáð sigri, en hann nýtur nú stuðnings 45% kjósenda London, 9. maí. AP. FRÚ Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, boðaði í dag til almennra þingkosninga 9. júní nk. Er það 11 mánuðum fyrr en núver- andi kjörtímabil rennur út, sem ætti að vera í maí á næsta ári. Með þessu er bundinn endi á tveggja mánaða bollaleggingar um, hvenær þing- kosningar skuli fara fram, en frú Thatcher sagði í dag, að það væri í „þágu þjóðarinnar" að binda enda á þi óvissu, sem rikt hefur. Tilkynningin um kosningarnar var birt eftir að frú Thatcher hafði haldið sérstakan aukafund með ríkisstjórn sinni og farið síð- an á fund Elisabetar drottningar i Buckinghamhöll, en drottningin ein hefur sem þjóðhöfðingi lands- ins vald til þess að rjúfa þing sam- kvæmt formlegri beiðni forsætis- ráðherrans. Samtímis því sem tilkynningin var birt, sendi frú Thatcher per- sónulega orðsendingar til leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna, þeirra Michael Foot, leiðtoga Verkamannaflokksins, og David Steel, leiðtoga Bandalags frjáls- lyndra og sósíaldemókrata, þar sem þeim var skýrt frá ákvörðun- inni um kosningar. Foot sagði i dag, að íhaldsflokkurinn fengi ekki tækifæri til þess að stjórna áfram eftir kosningamar og bætti við: „Ef við gefum frú Thatcher annað tækifæri, þá verður ástand- ið í landinu enn verra en það er nú." Síðustu skoðanakannanir benda hins vegar til þess, að íhaldsflokkurinn fái 45% atkvæða og 8—13% fram yfir Verka- mannaflokkinn. íhaldsflokkurinn hefur nú 35 sæta meirihluta á þingi, þar sem sitja 635 þingmenn. Hefur flokkurinn 334 þingmenn, Verkamannaflokkurinn 239 og Bandalag frjálslyndra og sósíal- demókrata 42. Hin fræga veðmálastofa Willi- ams Hill hefur þegar byrjað veð- málastarfsemi vegna fyrirhugaðra þingkosninga og veðjar hún fjór- um á móti einum um, að íhalds- flokkurinn eigi eftir að vinna sig- ur. Saman á Broad way FRUMSÝNING á gamanleikritinu „Private Lives" eftir Noel Coward fór fram á Broadway í New York á sunnudagskvöld með þeim Rich- ard Burton og Elizabeth Taylor í aðalhlutverkum. Þau hafa tvisvar verið gift og tvisvar skilið. Leikritið sjálft þykir ekki fjarlægt þeim. Það fjallar um mann og konu, sem voru gift i stuttan tíma en skildu síðan eftir stormasamt hjónaband. Fimm árum síðan, þegar þau hvort um sig eru nýgift á nýjan leik, hittast þau á frönsku Rivierunni á fyrsta kvöldi brúðkaupsferðarinnar. Það er ekki að því að spyrja, að ástin heltekur þau að nýju og þau hlaupast á brott til Parísar til þess að halda þar ástarrifrildi sinu áfram frá þv( áður, en nýju makarnir elta þau. Meðfylgjandi mynd var tekin eftir sýninguna á sunnudagskvöld og sýnir Liz Taylor taka við rósum frá Richard Burton. Varla þarf að orðlengja það, að sýningunni var frábærlega vel tekið og bæði þóttu þau sýna einstakan leik. Kaf bátaleitin í Svíþjóð: Frú Margaret Thatcher, forsætisraðherra Bretlands, brosir til Ijósmyndara, eftir að hún hafði gengið £ fund Elisabetar drottningar ígær og lagt til, aft efnt yrði til almennra þingkosninga í landinu 9. júni nk. Rússnesk orð- sending heyrðist Stnkkhnlmi. 9. m», AP. *•—¦* & Stokkhólmi, 9. maí. AP. SÆNSKI flotinn hélt enn í dag áfram leit að óþekktum kafbátum í Sundsvall-flóa, eftir að fjarskipta- orðsending á rússnesku hafði heyrst um helgina á þessu svæði. Orðsend- ing þessi heyrðist í flugturninum á Midlandaflugvelli við Sundsvall inn- an um fjarskiptaorðsendingar vegna flugs i þessu svæði og var upptakan strax send yfirmanni kafbataleitar- innar. Þessi orðsending á rússnesku heyrðist nokkrum klukkustundum áður en sovézkt olíuskip átti að leggjast að bryggju í Sundsvall. Skipið átti að halda burt síðdegis í gær, en brottför þess var frestað um fjórar klukkustundir vegna kafbátaleitarinnar. Rússnesku orðin, sem heyrðust, höfðu ekkert samhengi sem þykir benda til þess, að þau hafi verið dulmáls- orðsending til smákafbáta þeirra, sem talið er, að séu ennþá inni á Sundsvall-flóa. Stern fer í mál gegn Heidemann Krankfurl, 9. maí. AP. TÍMAR.TH) Stern höfðaði í dag mál gegn blaðamanni sínum, Gerd Heidemann, og sagði að maðurinn, sem talið hefði verið að hefði selt honum hinar fölsuðu dagbækur Hitlers, væri „senni- lega ekki til". Útgefandi Stern, Henri Nann- en, sagði í yfirlýsingu að Heide- mann hefði „bersýnilega fallið í gildru svindlara og hugsanlega auðgazt að lokum". Stern mun hafa greitt 10 milljónir marka (um 85 millj. kr.) fyrir dagbæk- urnar, sem Heidemann sagðist hafa haft upp á í Austur-Þýzka- landi. Kona Heidermanns sagði í sím- tali að hann væri saklaus, en ekki náðist í Heidemann sjálfan. Hún kvaðst ekki vita hvað orðið hefði um það fé, sem hann hefði fengið fyrir dagbækurnar. Hún hafði áður gefið í skyn að Heide- mann hefði fengið dagbækurnar frá háttsettum austur-þýzkum embættismanni. Nannen sagði að ritstjórar Stern hefðu sett Heidemann úr- slitakosti þegar í ljós hefði kom- ið að dagbækurnar væru falsað- ar til þess að fá hann til að skýra frá nafni heimildarmanns síns, þar sem reglan um nafn- leynd gilti ekki þegar um fölsuð gögn væri að ræða. Talsmaður Stern sagði að ekki væri vitað hvar peningarnir væru niðurkomnir. „Við höfum ekki fulla yfirsýn yfir það sem gerðist, við skiljum það ekki fyllilega." Heidemann skrifaði Klaus Barbie: sjá bls. 18. Ustinov hrós- ar Andropov Moskvu, 9. mai AP. YURl Andropov, leiötogi sovézka kommúnistaílokksins var í dag, í fyrsta sinn frá þvi að hann kom til valda, nefndur formaður varnarráðs ríkisins og þykir þetta eindregið benda til þess, að hann sé að festa sig i sessi i kostnað helzta keppinauts síns uro völdin, Konstantins Chern- enkos. Kemur þetta fram í grein eftir sjilfan Dimitri Ustinov, varnarmila- riðherra Sovétrfkjanna, er birtist í Pravda, milgagni sovézka kommún- istaflokksins. í grein sinni ber Ustinov mikið lof á Andropov fyrir frammistöðu hans í skæruliðahreyfingunni í heims- styrjöldinni síðari og segir, að hann „njóti geysilegrar virðingar hjá her og flota". Þykir víst, að með þessari lofgrein um Andropov nú, hafi Ust- inov m.a. verið að taka af skarið, með hvorum hann stendur í valda- baráttu þeirra Andropovs og Chern- enkos.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.