Morgunblaðið - 10.05.1983, Síða 3

Morgunblaðið - 10.05.1983, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1983 Almennar tryggingar kosta endurgerð á Reykjavíkurmynd Lofts Guðmundssonar: Tvívegis hafa ein- tök af myndinni glatast í hafi MotfubbM/KEE. Frá undirritun samningsins milli Reykjavíkurborgar og Almennra trygginga. Talin frá vinstri: Ólafur B. Thors, forstjóri, Guðmundur Pétursson hrl., Nanna Hermanns, borgarminjavörður, Sigurður Sigurkarlsson, fram- kvæmdastjóri og Erlendur Sveinsson, forstöðumaður. ALMENNAR tryggingar hafa ákveðið að kosta endurgerð á Reykjavíkurmynd Lofts Guð- mundssonar í tiiefni af 40 ára af- mæli sínu, en félagið verður 40 ára á morgun, 11. maí. Aðeins er tii ein kópía af mynd Lofts, sem gerð er um sama leyti og félagið er stofnað og er það ein aðalástæða þess að félagið ákvað að minnast afmælis síns með þessum hætti. Var gerður samningur við Reykjavíkurborg sem á myndina um endurgerðina, sem borgar- minjavörður Nanna Hermanns- dóttir undirritaði fyrir hönd hennar og Erlendur Sveinsson, forstöðumaður Kvikmyndasafns íslands, fyrir hönd þess, en þar er myndin til varðveislu. Luku þau bæði lofsorði á þetta fram- tak Almennra trygginga og tók Erlendur sem dæmi að endur- gerð þessarar myndar, myndi kosta % af allri fjárveitingu til Kvikmyndasafns tslands á þessu ári. Þá sagði hann að 26—30 nítratmyndir, eins og mynd Lofts mismunandi að lengd biðu endurgerðar. Mynd Lofts er um klukkutími að lengd, gerð 1943—44. Saga myndarinnar er all viðburðarík, því tvívegis hefur kópía af myndinni farið í hafið, með skip- um sem hafa farist. t fyrra sinn- ið 10. nóvember 1944, þegar Goð- afoss fórst út af Reykjanesi með fjölda manna innanborðs og í síðara skiptið árið eftir þegar Dettifoss fórst. Aldrei var geng- ið frá myndinni endanlega til sýninga, með texta og öðru en Loftur féll frá 1952. Myndin sýn- ir daglegt líf Reykvíkinga á þess- um tíma, og vöxt og þróun borg- arinnar. Tvær kópíur voru til af myndinni, en eins og mönnum er í fersku minni varð að henda annarri kópíunni fyrr í vetur sakir þess að hún var ónýt og hættulegt að geyma hana. Almennar tryggingar voru stofnaðar 11. maí 1943 og voru stofnendur 30 talsins. í upphafi voru deildir félagsins tvær, sjóð- deild og brunadeild og starfs- mennirnir þrír. Starfsemi félagsins hefur auk- ist jafnt og þétt og nema heild- ariðgjöld félagsins árið 1982 um kr. 120.000.000. Félagið rekur all- ar tryggingar nema líftrygg- ingar, en þær annast dótturfélag þess Almennar líftryggingar hf. Umfangsmesta deild félagsins er ökutækjadeild en alls skiptist fyrirtækið í 5 deildir eftir trygg- ingagreinum. Á síðari árum hef- ur félagið lagt sig sérstaklega fram um að sinna þörfum verk- taka og verkkaupa vegna verk- legra framkvæmda, en sú trygg- ingagrein hefur verið í mjög örri framþróun á hinum alþjóðlega tryggingamarkaði. Á þeim 40 árum sem félagið hefur starfað hefur það greitt um 2 milljarða í tjón, á verðlagi ársins 1982. Stærsta tjón, sem félagið hefur greitt er vegna portúgalsks togara sem sökk eft- ir árekstur við íslenskt skip og nam það tjón £ 220.000. Stjórnarformenn félagsins frá upphafi hafa verið Carl Olsen, aðalræðismaður, Gunnar Ein- arsson, prentsmiðjustjóri, Kristján Siggeirsson, forstjóri, Baldvin Einarsson, forstjóri og Guðmundur Pétursson, hrl., sem nú gegnir formennskunni. Aðrir í stjórn nú eru Hjalti Geir Kristjánsson, Kjartan Blöndal, Magnús Gústafsson og Gunnar S. Björnsson. Vara- stjórn skipa þeir Sigurður Eg- ilsson og Hjörtur Hjartarson. Baldvin Einarsson var forstjóri félagsins frá stofnun og fram í september 1980 en núverandi forstjóri félagsins er Ólafur B. Thors. Framkvæmdastjóri er Sigurður K. Sigurkarlsson. Starfsfólk Almennra trygginga hf. í Reykjavík er nú um 50 auk starfsfólks á umboðsskrifstofum en félagið rekur sjálfstæðar skrifstofur á Akureyri, Hafnar- firði, Selfossi og Akranesi auk umboðsmanna um allt land. Fegurðardrottning íslands ^83 Fegurðardrottning Reykjavíkur — Ljósmyndafyrirsæta ársins ...Br >■ Anna María Pétursdóttir Elín Sveinsdóttir Hulda Lárusdóttir Inga Valsdóttir I mm Katrín Hall Kristín Ingvadóttir Lilja Hrönn Hauksdóttir KYNNING á þátttakendum og skoöanakönnun meöal gesta fer fram í Broadway föstudagskvöldiö 13. maí nk. og hefst meö borðhaldi kl. 19.00. TAKIÐ ÞÁTT í aö velja veröugan fulltrúa íslands til þátttöku í erlendum stórkeppnum. • Tryggiö ykkur miöa tímanlega, því aöeins veröur seldur takmarkaöur fjöldi miöa. • FORSALA aögöngumiöa og boröapantanir í Broadway daglega kl. 9—5. Della Do/an ^ynir fuiitrúa 'Slands 1983 éá € • u f&i Steinunn Bergmann Stella Skúladóttir Unnur Steinsson Þátttakendur koma fram í sundfötum frá Matseðill Creme Soupe Agnés Sorel Fillet d’Agneaut en croute 'Tnumfih og einnig í síðum kjólum. KARNABÆR sýnir glæsilega vor- og sumartízku meö <irvals módelum undir stjórn Heiðars Jónssonar. FLUGLEIÐIR LANCÖME PARIS ' ^ ’V LOREAL MISS EUROPE MISS WORLD MISS UNIVIRSI I>r Nrt o/ Beomly o

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.