Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 10. MAÍ 1983 Bréf frá Heidemann til Elaus Barbie birt Bauð honum skammbyssuna sem Hitler skaut sig með og blóðidrifinn fána nazista llamhorg, 9. maí. AP. GERD Heidemann, sem komst yfir hinar folsuou dagbækur Hitlers fyrir tímaritið Stern, tilkynnti stríðs- glæpamanninum Klaus Barbie ao hann ætti skammbyssuna, sem Hitl- er skaut sig með, minnismiða eftir hann, málverk og blóðidrifinn haka- krossfána, sem var notaður í bylt- ingartilrauninni í Miinchen 1923 að sögn tímaritsins Bunte. Bréfið á að hafa verið sent Barbie 22. ágúst 1981, þegar hann var enn í Bólivíu. Heidemann mun hafa boðizt til að afhenda fánann „áreiðanlegum mönnum" til varðveizlu. Stern vill ekki stað- festa hvort bréfið er til. Heidemann biður Barbie að af- saka að Stern notaði minnismiða sína úr heimsókn til hans í Bóli- víu áður en hann var framseldur Frökkum. Aðalritstjóri Stern hefði krafizt að hann afhenti minnismiðana öörum blaðamanni Stern, sem skrifaði grein um Barbie „út frá nýju sjónarhorni" eftir handtöku hans. Bréfinu fylgdu miðar með rithönd Hitlers. Nazistaveiðarinn Simon Wies- enthal sagði um helgina að hann teldi að nazistaleiðtogar í Suður- Ameríku hefðu skrifað dagbæk- urnar til að Hitler yxi í áliti. A-Þjóðverjar hefðu ekki verið við- riðnir málið: „Þeir hafa engan áhuga á að hvítþvo Hitler og v-þýzkir nýnazistar eru of frum- stæðir til að geta stundað slíka iðju." Áður hafði Bild-Zeitung eftir Wiesenthal að sömu menn og föls- uðu brezka pundseðla í stríðinu hefðu falsað dagbækurnar. Kona Heidemanns gaf í skyn um helgina að háttsettur a-þýzk- ur embættismaður hefði útvegað honum dagbækurnar. Hann hefði viljað stórfé, en ekki haft áhuga á að flýja. Starfskona Stern sagði „einn mann" ábyrgan, en hló og neitaði þegar hún var spurð hvort hún ætti við Heidemann. Stern hyggst segja alla sólarsöguna í næsta tölublaði. Stern baðst í dag afsökunar á svindlinu með dagbækurnar og sagði að með birtingu falsskjala hefði tímaritið lent í þeirri að- stöðu, sem það hefði ekki áhuga á, að réttlæta nazismann. Sunday Times hefur beðizt afsðkunar á að hafa tekið mikla áhættu, en neit- ar ásökunum um ábyrgðarleysi. Hans Booms, forstöðumaður vestur þýzka þjóðskjalasafnsins, sýnir eina af „dagbókunum", sem Hitler á að hafa skrifað en hafa nú verið lýstar falsað- ar. Gunther Schönfield ritstjóri segir í yfirlýsingu að sú niður- staða að dagbækurnar séu falsað- ar sé alvarlegt áfall fyrir tímarit, sem hafi notið trausts í 35 ár. „Við skömmumst okkar fyrir að LÆRIÐ ENSKU í LONDON Angloschool er tvímælalaust einn bestl skóli sinnar tegundar í Englandi, búinn öllum nýjustu tækjum í sambandi við kennslu. Angloschool er viðurkenndur af breska ríkinu, sem góður skóli. Kennslutímar eru 30 á viku. Hringdu og fáðu myndalista og frek- ari upplýsingar. Það verða eingöngu sendir 5-10 nemendur frá ís- landi í hvert tímabil sem sum hver eru að verða fullbókuð. 1. Tímabil 28. maí - 25. júní 4. Tímabil 29. júlí - 26. ágúst 2. Tímabil 24. júní - 22. júlí 5. Tímabil 28. ágúst - 27. sept. 3. Tímabil 1. júlí - 29. júlí 6. Tímabil 24. sept. - 23. okt. Allar nánari upplýsingar fyrir MAGNÚS STEINÞÓRSSON tilvonandi nemendur gefur: Miðbraut 36 170 Seltjarnarnesi Sími 23858 (á kvöldin og um helgar) Getraun VINNINGUR i Úrslit bæjar- og sveitastjórnarkosn- inganna á Spáni: Stórsigur sósíalista Frítt flugfar með miða *"" r ««'¦ frá Samvinnuferðum-Landsýn og ókeypis skólagjöld hjá Angloschool í London nú í sumar. ssEBE Samvinnuferðir-Landsýn og Angloschool hafa nú ákveðið að bjóða fríar ferðir, uppihald og skólagjöld fyrir nemanda í einn mánuð vegna þess að yfir 200 Islendingar á öllum aldrí hafa farið í Angloschool og ferðast með miðum frá Samvinnuferðum-Land- sýnás.l. árum. Allir fyrri nemendur svo og væntanlegir nemendur nú í sumar geta tekið þátt í getrauninni. Dregið verður 20. maí hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn. GETRATJN 1. HvcnærvarAngloschoolstofnaður? ? 1963 ? 196() ? 1957 2. HvenærvarFcrö'askrifstofan Samvinnttferoir-Landsýnstofnuo? ? 1973 ? 1978 01976 3. Hvaðheitirforstjóri Samvinnuferða-Landsýn? Xafn: Hcimili- Sendist mcrkt: GETRALN Samvinnuferðir-Líjwlsvn Sími: Aiisturstræti 12- 101 Rcykjavík Madrid, 9. maí. AP. ÞÓTT leiðtogar spænskra sósfafista forðuðust með öllum ráðum að tengja sigurinn í bæjar- og sveitar- stjórnarkosningunum sex mánaða valdatíð sinni var á öllu Ijóst, að mikil gleði ríkti á meðal þeirra með úrslitin. Sósialistar unnu mikinn sigur f kosningunum í gær og renndu enn frekari stoðum undir aldargamla valdastöðu sina á nær öllum sviðum stjórnunar í landinu. Samkvæmt upplýsingum innan- ríkisráðherra landsins í morgun hlutu sósialistar 43,39% allra at- kvæða. Flokkur hægri manna, Al- þýðubandalagið, undir forystu Manuel Fraga, hlaut 26,24% at- kvæða, kommúnistar hlutu um átta af hundraði, en flokkur Adolfo Su- arez hlaut aðeins 1,8% atkvæða. Þegar 99% atkvæða höfðu verið talin í landinu hafði sósíalistaflokk- ur Felipe Gonzales, forsætisráð- herra, náð hreinum meirihluta í borgarstjórnum 33 af 52 borgum landsins og ennfremur i 11 af 13 nýju héraðsþingunum. Kosið var um 764 sæti á nýju héraðsþingun- um. Sósíalistar fengu 391 þeirra og flokkur Fraga 282. Þá héldu sósíal- istar meirihluta sinum í þremur stærstu borgum landsins, Madrid, Barcelona og Valencia. Þá náðu þeir meirihluta í fimm borgum til við- bótar með stuðningi annarra flokka. Flokkur Fraga náði hreinum meirihluta í 7 borgum og meiri- hluta með stuðningi annarra flokka í þremur borgum til viðbótar. Þjóð- ernisflokkur Baska náði meirihluta í þremur borgum í Baskahéruðun- um, eins og reyndar var fyrirfram búist við og flokkur sjálfstæð- ismanna á Kanaríeyjum náði meiri- hluta í Santa Cruz de Tenerife, höf- uðborg eyjanna. Viðbragða Sýrlendinga beðið með eftirvæntingu París og llrirút, 9. maí. AP. SÝRLENDINGAR hafa nú tekið við hlutverki ísraela, sem aðalviðsemj- endur Bandaríkjamanna um brott- flutning erlendra herja frá Líbanon, en samkvæmt heimildum frá Dam- askus er óljóst hver viðbrðgð Sýr- lendinga verða. ísraelar samþykktu tillögur Bandaríkjamanna um brottflutn- ing herliðs síns frá Líbanon i öll- um meginatriðum á föstudag og því er viðbragða Sýrlendinga beð- ið með mikilli eftirvæntningu. Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt til Damaskus til viðræðna við Hafez El-Assad, forseta Sýrlands, en sneri aftur án þess að hafa náð verulegum árangri í viðræðunum. Hann bætti því hins vegar við, að Sýr- lendingar hefðu ekki skellt á hann hurðinni og á meðan ástandið væri þannig væri ekki ástæða til að örvænta. Shítar efndu til verkfalla og róstusamra mótmæla víðs vegar um suðurhluta Líbanon í dag til þess að minnast dauða líbansks námsmanns, sem skotinn var til bana af ísraelskum hermönnum í síðustu viku. Atburðurinn átti sér stað í bæn- um Zifta, en hermenn ísraela réð- ust inn í þann bæ og annan, Srifa, til þess að binda enda á átök, sem spruttu upp af mótmælaaðgerð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.