Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1983 Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 210 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Draga þarf saman segl í ríkisútgjöldum Heildarþorskafli það sem af er árinu er 30% og 56.000 lestum minni en hann var á sama tíma í fyrra. Þetta samsvarar 900 m.kr. skerðingu útflutningstekna. Mestur er samdrátturinn hjá bátaflotanum á Suður- nesjum og Vestfjörðum, eða tæplega helmingur, þrátt fyrir það að sókn hafi aukizt og þrátt fyrir það að veiðar hæf- ust fyrr. Þessi veiðibrestur kemur í kjölfar 13% sam- dráttar í sjávarvörufram- leiðslu 1982, en það ár kom engin loðna á land til vinnslu. I nýútkominni ársskýrslu Seðlabanka íslands segir að viðskiptakjör þjóðarbúsins út á við hafi versnað á árabilinu 1978—1980 sem svarar til 4,9% af þjóðarframleiðslu 1980. Þjóðarbúið mætti þess- ari áraun — í bili — með auk- inni veiðisókn, sem nú sýnist hafa komið niður á stofnstærð nytjafiska, og utanaðkomandi ávinningi, sem fólst í styrk- ingu Bandaríkjadals. Sú styrking færði okkur aukið raunvirði fyrir útflutnings- framleiðslu sem seld var í dollurum. Aflasamdráttur og versn- andi viðskiptakjör leiddu með meiru til vaxandi viðskipta- halla, sem reyndist um 10% af þjóðarframleiðslu á sl. ári. Svigrúmið til að jafna út slík áföll var hinsvegar verulega þrengra en áður vegna versn- andi skuldastöðu þjóðarbús- ins, en erlendar skuldir námu um sl. áramót hátt í 50% af vergri þjóðarframleiðslu og greiðslubyrðin siglir hraðbyri í fjórðung af áætluðum út- flutningstekjum ársins. Við- skiptahalli og mikill vöxtur erlendra skulda á næstliðnum árum stefna efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar bein- línis í hættu. Þegar þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur dragast saman, eins og var á sl. ári og eins og sýnt er að verður áframhald- andi á þessu ári, hlýtur þjóð- arfjölskyldan að draga saman segl í skattheimtu og eyðslu í ríkisbúskapnum — og miða fjárfestingu við framkvæmdir, sem skila kostnaði sínum fljótlega aftur í þjóðarbúið. Stjórnvöld verða að ganga á undan með góðu fordæmi um aðhald og samdrátt í eyðslu. Þá fyrst geta þau krafið al- menning hins sama. — Stefna stjórnvalda í skatta- gengis- og hliðstæðum stjórnvaldsefn- um verður að miðast við að skapa atvinnuvegum rekstrar- og vaxtarmöguleika, bæði til að tryggja atvinnuöryggi og skilyrði til meiri umsvifa, ein- kum í framleiðslugreinum, samhliða því að örva innlend- an sparnað. Mergurinn málsins er sá, að í því árferði, sem nú einkennir íslenzkt efnahagslíf, hljóta þau viðfangsefni að hafa for- gang, að slá á verðbólgu — með samvirkum efnahagsað- gerðum — og ríkisútgjöld, sem þegar eru komin yfir eðlileg mörk sem hlutfall af þjóðar- tekjum. Kröfur um að kaup- máttur launa fylgi rýrnandi þjóðartekjum eiga ekkert síð- ur erindi til þeirra sem deila og drottna í ríkisbúskapnum. Samhliða þarf að blása að kulnandi glóðum framleiðslu- starfseminnar í landinu — og skjóta nýjum stoðum verð- mætasköpunar undir atvinnu, afkomu og efnahagslegt sjálf- stæði þjóðar og einstaklinga. Landnýting Einn mikilvægasti þáttur þess að skila búsetumögu- leikum í þessu landi óskemmd- um til framtíðarinnar er að haga veiðisókn í helztu nytja- fiska þann veg, að þeir geti gefið hámarksnýtingu um langa framtíð — án þess að gengið sé á stofnstærð þeirra. Annað mikilvægt atriði er að koma hér upp fiskeldi í stórum stíl. Þriðja atriðið er byggja upp orkuinað. Síðast en ekki sízt skal nefna fjórða horn- steininn: að stuðla að sem hag- kvæmastri nýtingu og varð- veizlu landgæða. Með landgræðsluáætluninni 1974 var gert stórátak í að stöðva gróðureyðingu og upp- blástur. Þessu starfi þarf að fylgja eftir, stöðugt og viðvar- andi. Jafnhliða þarf að vanda vel stefnumörkun í landnýt- ingu. Nefna má nýtingu út- hagabeitar og afrétta, en framtíð íslenzks landbúnaðar, einkum sauðfjárræktar, bygg- ist á þeirri auðlind er hér um ræðir. Skógrækt á og eftir að gegna vaxandi hlutverki í landnýtingu. Vaxandi þéttbýli kallar á aukið rými, fyrir íbúða- og atvinnu- og úti- vistarsvæði. „Innbyggð“ þörf þéttbýlisbúans fyrir tengsl við náttúru landsins kemur og við sögu. Og vaxandi orkuiðnaður, sem að er stefnt, þarf stað- setningar við. Það er því tímabært fyrir þing og þjóð að huga að stefnumarkandi ákvörðunum um landnýtingu. Því fyrr því betra. Bægðu Skeiðará frá „gullskipinu“ SkeiÖará rennur til hafs í nýjum farvegi GULLLEITARMENN opnuðu nýjan ós fyrir Skeiðará tveimur kílómetrum vestan við ósinn sem hafði myndazt í vetur á þeim stað þar sem leitarmenn munu freista þess að ná upp í sumar flaki hollenzka segl- skipsins Het Wapen van Amsterdam, sem strandaði á Skeiöarársandi 1667 og sökk í sand á stuttum tíma. Ósinn sem myndaðist í vetur lá að hluta yfir þann stað sem gullleitar- menn hafa mælt út, en um leið og opnaður var nýr ós sl. laug- ardag var lokað fyrir gamla ósinn með stórvirkum vélum, jarðýtum og vélskóflu. Innan fárra klukkustanda var gamli ósinn farinn að þorna upp. JarðýUn rótar í fjöninni við hina nýju ósa Skeiðarár. Þeir, sem hlutu viðurkenningu úr sjóðnum, ásamt formanni hans. Talin frá vinstri: Herrafna Kristjánsson, píanóleikari, Engel Lund, söngvari, Gunnar Eyjólfsson, leikari, formaður sjóðsstjórnar og Þóra Borg, leikari. Morgunblaöið/KEE Fyrsta úthlutun úr Listasjóöi Grundar FYRSTA úthlutun úr Listasjóði Grundar fór fram á sunnudaginn. Þeir listamenn sem hlutu úthlutun sjóðsins voru: Engel Lund söngv- ari, Hermfna Kristjánsson, píanó- leikari og Þóra Borg, leikari. Listasjóðurinn er stofnaður í tilefni 60 ára afmælis Grundar og lagði Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Grundar, fram fé í því augnamiði. Tilgangur hans er að viðurkenna og þakka störf eldri túlkandi listamanna, sem oft hafa veitt vistmönnum Grundar ánægju. í sjóðsstjórn eiga sæti: Elín Sigurvinsdóttir, söngkona, Gísli Magnússon, píanóleikari, gjald- keri sjóðsins, Guðrún Ás- mundsdóttir, leikari, Gunnar Eyjólfsson, leikari, sem er for- maður sjóðsins, og Gunnar Kvaran, sellóleikari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.