Morgunblaðið - 10.05.1983, Page 21

Morgunblaðið - 10.05.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1983 29 Vatnsfalliö til hægri á myndinni sýnir rásina sem stórvirkar jaröýtur gullleit- armanna hafa rutt fram fyrir Skeiöará tveimur km vestan við gamla ósinn sem einnig sést að hluta á myndinni. Varnargaröurinn sem lokar nú rennsli Skeiöarár til hafs um þann ós sést vel á myndinni en vinstra megin viö varn- argarðinn liggur Het Wapen van Amsterdam í sandinum aö áliti leitar- manna. Breyta varð farvegi Skeiöarár vegna þess aö áin rann yfir helming flaksins samkvæmt mælingum vís- indamanna. Jón Jónsson jarðfræðingur hefur unnið við segulmæl- ingar á strandstað að undan- förnu og hafa þær mælingar staðfest fyrri skoðanir leitar- manna um staðsetningu „gull- skipsins". Jarðýturnar sem ruddu Skeiðará nýjan farveg til hafs unnu nætur og daga unz leiðin til hafs var opin, en þá liggur næst fyrir hjá „gullleitar- mönnum" að halda áfram við vegagerðina niður á strand- stað. Eitthvað mun hafa tafið björgunarframkvæmdir og fjárveitinganefnd Alþingis hefur ekki afgreitt ennþá ábyrgð þá sem alþingi sam- þykkti að veita sl. vetur allt að 50 millj. kr. Björgunar- menn hafa hins vegar aðeins farið fram á 12 millj. kr. ábyrgð. Reiknað er með af- greiðslu fjárveitinganefndar á næstu dögum. Átta menn vinna nú að undirbúningi björgunar „gullskipsins" á Skeiðarár- sandi, en sl. laugardag kom 10 hollenzkir blaðamenn í heim- sókn á strandstað og kynntu sér starf leitarmanna. Hol- lenzkir fjölmiðlar fylgjast vel með gangi mála enda hefur Amsterdam-sjóðurinn svo- kallaði sýnt mikinn áhuga á að kaupa skipið ef það næst upp heillegt á skrokkinn, en talið er víst að yfirbyggingin sé öll ónýt. — á.j. Myndin sýnir hinn nýja ós Skeiöarár, en ýtan er fram viö sjó ( ósnum að opna hann þar. Miklu magni af sandi var rótaö til eins ©g sjá má til að opna ósinn. Hollenzkir blaöamenn og íslenzkir fylktu liði á Skeiöarársand um sl. helgi, en myndin er tekin af þeim í hópi forsprakka gullleitarmanna. Ljósmynd Ární Johnwn. Víðir semur við bandarískt fyrirtæki: Stærsti samningur íslenzks húsgagna- fyrirtækis erlendis TRÉSMIÐJAN Víöir geröi mjög stóran samning um sölu á húsgögnum í barnaherbergi, sem fyrirtækiö kynnir hér á sýningunni, en kaupandinn er stórt bandarískt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í sölu húsgagna í barnaherbergi og ööru tilheyrandi barnaherbergjum, að sögn Jens Péturs Hjaltested hjá l'tflutningsmiöstöö iönaöarins, sem staddur er á alþjóðlegu húsgagnasýning- unni í Bella Center í Kaupmannahöfn um þessar mundir. Fyrsta sendingin fer til Banda- ríkjanna í september nk. en í henni verða um 140 kojur. „Samn- ingur þess er sá stærsti sem ís- lenzkt fyrirtæki í húsgagnaiðnaði hefur gert hingað til. Auk þessar- ar sölu voru 40 barnakojur seldar til annarra fyrirtækja í Banda- ríkjunum," sagði Jens P. Hjalte- sted. Sófasett frá Víði er nú sýnt í fyrsta sinn á húsgagnasýningu erlendis og vakti það verðskuldaða athygli, en 8 sett seldust strax fyrsta daginn. Hinni árlegu húsgagnasýningu í Bella Center lauk um helgina, en um 11.500 innkaupendur komu þangað að þessu sinni. Tvö íslenzk fyrirtæki sýndu framleiðslu sína auk Víðis, Axel Eyjólfsson hf. og Ingvar og Gylfi. Auk þess sem barnahúsgögn Víðis fengu góðar viðtökur, vöktu húsgögn Axels Eyjólfssonar hf. verðskuldaða athygli, en þau voru sérstaklega hönnuð fyrir sýning- una. „Ummæli blaðamanna og húsgagnaarkitekta voru mjög jákvæð og vakti það athygli þeirra, að slík húsgögn kæmu frá Islandi. Sama má segja um svefnherbergishúsgögnin frá Ingvari og Gylfa, en þeir seldu á sýningunni sett, sem sérstaklega voru hönnuð fyrir sýninguna, Hönnun ’82, á Kjarvalsstöðum á sl. sumri," sagði Jens Pétur Hjaltested. Mezzoforte f Hollandi: Breiðskífan komin upp í sjöunda sætið Hljómsveitin Mezzoforte heldur áfram aö klifra upp vinsældalistana i Hollandi. Þegar listarnir voru birtir í hollenska sjónvarpinu á sunnu- dagskvöld kom í Ijós, aö stóra platan „Surprise, Surprise" hafði lyft sér upp um tvö sæti, úr 9. í 7. sæti, en sú litla var áfram í 10. sæti smáskífulistans. Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á nýja tveggja laga plötu Mezzoforte. Aðallag hennar er „Rockall" og verður plötunni dreift til fjölmiðla og plötusnúða í þessari viku. Opinber útgáfudagur í Englandi er 20. maí. Þá verður platan gefin út í Hollandi sama dag. Fimmmenningarnir í hljóm- sveitinni halda utan 17. þessa mánaðar og viku síðar eru fyrstu tónleikar Mezzoforte í Hollandi. Þá tekur við 7 vikna tónleika- ferðalag um Bretlandseyjar. Eins og skýrt var frá í Mbl. fyrir nokkru munu meðlimir hljómsv- eitarinar, svo og Steinar Berg, for- stjóri Steina hf., flytjast búferlum til Englands í þessum mánuði og er ætlunin að dvelja þar í a.m.k. 6 mánuði og lengur ef vel gengur. Cavalleria Rusticana Tónlist Jón Ásgeirsson Pietro Mascagni var sérkenni- legur tónlistarmaður. Hann naut meiri vinsælda sem tónskáld en dæmi eru til, en galt fyrir sam- stöðu sína við itölsku fasistana og lauk ævi sinni í fátækt og vinalaus árið 1945. Mascagni samdi Cavalleria Rusticana á þremur mánuðum og var viss um að verkið væri ómögulegt og hafði reyndar ákveðið að senda það ekki í samkeppni Zonzogno- útgáfufyrirtækisins. Eiginkona hans sendi handritið án hans vitundar og var uppfærsla óper- unnar einstæður atburður, því höfundurinn var kallaður fram fjörutíu sinnum. Mascagni samdi yfir fimmtán óperur, sem margar hverjar voru aðeins sýndar einu sinni og þykja þær flestar ótrúlega miklu lakari verk en Cavalleria Rustic- ana, sem margir telja svo vin- sælt vegna þess að tónlistin er nánast eins og ítölsk alþýðutón- list. Leikurinn gerist í litlu þorpi á Sikiley, nánar tiltekið fyrir framan þorpskirkjuna. Sviðið er fallega unnið af Birgi Engil- berts, en undarlega notað af leikstjóranum, Benedikt Árna- syni, sérstaklega í upphafi verksins, þar sem einstaka pers- ónur sjást skjótast fyrir horn. Ingveldur Hjaltested söng hlut- verk Santuzzu og gerði margt nokkuð vel. Raddstyrkur hennar er slíkur að trúlega ætti Wagner vel við söngtækni hennar. Henni lætur og vel að túlka trega og hamslausar tilfinningar sem er aðalsmerki „dramatískra" söng- kvenna. Constantin Zaharia söng Turiddu en hann er rúm- enskur stórsöngvari. Það er auð- heyrt að hann er kraftmikill söngvari, þó nokkuð mætti merkja, að íslenska vorkvefið truflaði hann. Samleikur Ing- veldar og Zaharia var sannfær- andi en Ingveldur hefði mátt taka meira á i heitstrenging- unni. Halldór Vilhelmsson söng Alfio ágætlega, en náði ekki að túlka bæði glaðværð hans og umskipti þau er hann fyllist heift og hefndarhug til Turiddu. Bæði í söng og leik Halldórs er svo margt ofgert að þegar draga þarf fram sterkar áherslur í leik og söngtúlkun, er búið að eyða mesta púðrinu. Sólveig M. Björl- ing söng Luciu mjög fallega og Sigríður Ella Magnúsdóttir söng Lolu, örlagavaldinn í lifi Turi- ddu á sannfærandi máta. Þjóð- leikhúskórinn kemur nú fram að hluta til endurnýjaður og söng á köflum fallega en ekki af jafn miklu öryggi og áður. Sinfóníu- hljómsveit Islands lék undir ör- uggri stjórn Jean-Pierre Jacuill- at. Eftir hlé var sýndur ballett- inn Fröken Júlíla, sem Birgit Cullberg samdi eftir samnefndu leikriti Strindbergs, við tónlist eftir Ture Rangström. Ballettinn í heild er mjög skemmtilegur og var frammi- staða Ásdísar Magnúsdóttur og Niklas Ek stórkostleg. Um ball- ettinn verður fjallað sérstaklega af gagnrýnanda blaðsins, Lilju Hallgrímsdóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.