Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1983 t Eiginmaður minn, JÓN JÓNASSON frá Reykjum, Miðfiröi, andaöist í sjúkrahúsinu á Hvammstanga 6. maí. Aöalheiöur Ólafsdóttir. t ODDUR H. KRISTJÁNSSON, Álfheimum 64, Reykjavík, andaöist aö Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn 8. mai. Vandamenn. t Faðir okkar og afi, GUÐMUNDUR NÍELSSON, Blönduhlíö 24, lést í Borgarspítalanum 9. maí. Guöbjartur Guömundsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Jón Guðmundur Ólafsson, Ellen María Ólafsdóttir. Móöir okkar, KRISTÍN PÁLSDÓTTIR, sem lést 2. maí sl., veröur jarösungin frá Fossvogskirkju í dag, þriöjudaginn 10. maí kl. 15.00. Ragnhildur Valgerður Johnsdóttir, Sígurjón Pétur Johnsson, Birgir Karel Johnsson. t THEODÓR EINARSSON fré Bæjarskerjum, Miöneshreppi, er látinn. Pélína Theódórsdóttir, Bergur Sigurósson. t GYDA TÓMASDÓTTIR, Drafnarstíg 2, andaðist í Hvítabandinu 7. maí. Ingólfur Hannesson, Þóranna Hafdís Þórólfsdóttír, Bjarni Magnússon, og börn. t Maöurinn minn, faðir, tengdafaöir og afi. MAX JEPPESEN, lést föstudaginn 6. mai. Sigríöur Jeppesen, Anna Jeppesen, Grímur Leifsson, Karl Jeppesen, Sigríóur Hlíðar og barnabörn. Gyða Eggertsdóttir Briem — Minningarorð Fædd 12. maí 1908 Dáin 28. aprfl 1983 Nú fækkar óðum því fólki sem lék hlutverk í mannlífi því sem stóð með mestum blóma á fyrri hluta þessarar aldar sunnan undir vegg Esjunnar með Mosfellsheiði á aðra hönd en Sundin blá á hina. Þá var gott mannval í Mosfells- þingum, gildir bændur í tvennum skilningi, á margan hátt í fremstu röð stéttar sinnar í þessu landi; menningarlíf héraðsins sló eflaust í takt við þjóðlífið í heild en var þó í mörgu sérstakt og sjálfu sér nægt. Minningar, nöfn manna, leita upp í huga þess sem þá var stráklingur milli vita. Þar voru Syðri-Reykjabændur, aflaklóin og tröllið prúða, Guðmundur á Skalla eins og hann hét meðal sjómanna. Hann gat sagt eins og Ágúst í Birtingaholti er hann var spurður um barneign sína, að hann ætti 15 álnir sona. Hinn var Bjarni þing- maður sem stráði um sig glettnum vísum við hvert tækifæri. Þá lifðu Kolbeinn Kollafjarðarskáld og gaf út 3 ljóðabækur á einu ári, Magn- ús stórbóndi á Blikastöðum, gamli Björn frændi með skeggið í Graf- arholti sem orti upp og endur- bætti sálma þjóðskáldanna. Upp við heiðarbrúnina var Tryggvi í Miðdal sem hæfði það sem hann skaut líkt og Örvaroddur og Hrói Höttur. Á Álafossi óf Sigurjón, landsfrægur íþróttagarpur. Hann var helmingi stærri en Þorgeir hestamaður sem þá var kenndur við Varmadal en ekki Gufunes, þó voru þeir jafnglímnir og urðu báð- ir íslandsmeistarar í sinni íþrótt. í meiri fjarlægð voru listamenn ýmist ættaðir úr sókninni eða fóstursynir héraðsins, s.s. Guð- mundur frá Miðdal, sem gat birst allt í einu á skíðum, kominn af jöklum, og Halldór Kiljan eins og hann var ætíð nefndur á mínu æskuheimili, en gamlir Mosfells- dalsbúar leyfðu sér enn að kalla Dóra frá Laxnesi. Menn deildu þá enn um snilld rithöfundarins en margir kunnu kvæðið um Korp- úlfsstaðakúatúnið slétt. Það tún átti Thor Jensen sem hugsaði í hundruðum kúgilda á meðan aðra bændur dreymdi um tugi. Um skeið var þessi Mosfellssveitar- bóndi auðugastur bænda á Norð- urlöndum að nautpeningi. Margir bjuggu við gróðurhús auk búfjár, þar á meðal Stefi í Reykjahlíð sem seinna varð Stefán Þorláksson, hreppstjóri í Reykjadal. Hann gerðist kirkjusmiður látinn og myndi tekinn í helgra manna tölu, jafnvel kanóniseraður ef þjóðin byggi enn við kaþólskan rétttrún- að, fyrir að endurreisa forna virð- ingu Mosfellsstaðar og lét ganga til þess aleigu sína, milljónaauð. Mosfellsstaður, já, þaðan komu börn Valgerðar Gísladóttur og Magnúsar prests sem voru svo söngvís að þau ein gátu myndað betri partinn í góðum kór þótt Ólafur einn yrði þjóðkunnur söngvari, en í þann tíð þjónaði prestakallinu Hálfdán Helgason, sonur biskupsins, hálfdanskur eins og nafnið benti til. Trúar- alvöru sinni skýldi hann á stund- um með danskri kímni, oftast á eigin kostnað, sem var einatt of fínleg til þess að gróf eyru mör- landans næmu hana og kölluðu því barnaskap. Listinn yrði of langur ef allir væru taldir sem settu svip- mót sitt á þessa tíma. Eigi er ein- um öðrum fremur sleppt hér sakir verðleikaskorts heldur rúmleysis. Þrátt fyrir erfiða búskaparhætti krepputímans gáfu menn sér tóm í amstri dægranna til félagsstarf- semi og skemmtana. Ekki skal fullyrt hér hvort það var umfram það sem í öðrum héruðum var títt, en ættu grónir bændur stórafmæli áttu þeir vísa von helft sveitunga sinna í heimsókn, færandi dýrar gjafir, og þá var eins gott að eiga lögg á kútholu. Frægast dæmi þessa er þegar Mosfellssóknar- menn í lok kreppu, er hagur manna hafði almennt rýmkast, gáfu sjötugum einyrkja íbúðarhús í afmælisgjöf. Þessi tíð er liðin. Nú má telja bújarðir þessa héraðs á fingrum annarrar handar. Sum býli, sem setin voru af góðum búandmönn- um eru eyðijarðir, húsakynnum annarra breytt í hæli fyrir vanvita eða drykkjumenn, víðlend grösug tún, sem liðin kynslóð gerði vél- tæk hörðum höndum, á einhverju besta landbúnaðarsvæði íslands eru ýmist slegin af utanhéraðs- búum eða seld undir malbik, jafn- vel flutt burtu í litlum bútum. En hér er ekki ætlunin að hefja harmagrát vegna þjóðlífsbylt- ingar í Mosfellsþingum, enn síður fagna þeirri jaðarmenningu stór- borgarlífs sem kom í stað þess t Móöir mín og tengdamóðir, GUÐNÝ V. ÞÓRARINSDÓTTIR, sem andaöist 5. maí sl. veröur jarðsungin frá Kópavogskirkju á morgun, miövikudag 11. maí kl. 13.30. F.h. sona okkar og annarra vandamanna, Þóra K. Eiríksdóttir, Tómas Árnason. t Móðir okkar, KRISTÍN GUDMUNDSDÓTTIR, Tvö-götu 7 viö Rauöavatn, veröur jarösett frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 11. maí kl. 15.00. Egill Helgason, Guöríöur Helgadóttir, Þórólfur Helgason, Guömundur Helgason, Kristín Helgadóttir, María Helgadóttir, Stefón Helgason, Valdís Helgadóttir. Eiginmaður minn, JOSEPH GEOFFRY MEEKOSHA, andaöist 30. apríl í gjörgæslu Borgarspitalans. Minningarathöfn hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Fyrir hönd vandamanna meö þakklæti fyrir sýnda samúö og vin- áttu, Guöríöur P. Meekosha. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, BENEDIKTU JÓNSDÓTTUR. Daníel Pétursson, Hrönn K. Johnson, Guöný Pétursdóttir, Hólmsteinn Sigurösson, Jón Pétursson, Jódís Vilhjálmsdóttir og barnabörn. liðna, heldur minnast örfáum orð- um einnar konu sem vegna per- sónutöfra og glæsileiks varð eftir- minnilegur dráttur í mynd þessa mannlífs sem maður í einfaldleika æsku sinnar taldi að hlyti að standa um eilífð en horfir nú á, eftir því sem fullorðinsárin líða, molna niður og verða duft í Gróttakvörn þróunarinnar sem öllu eyðir og allt skapar. Gyða Briem, sem verður jarð- sett í dag, fæddist í Kaupmanna- höfn 12. maí 1908 og var dóttir hjónanna Eggerts Briem, bónda í Viðey, og Katrínar dóttur Péturs J. Thorsteinssonar, útgerðar- manns á Bíldudal. Faðir Eggerts var sr. Eiríkur Briem, presta- skólakennari og prófessor, en móðir hans var Guðrún dóttir Gísla Hjálmarssonar, læknis á Hallormsstað, aldavinar Jóns for- seta, sem hann skrifaðist á við meðan báðir lifðu. Var svo kært milli þeirra að þeir nefndu hvorn annan jafnan bróður. Að Gyðu stóðu þannig sterkir ættstofnar af Austurlandi og Vestfjörðum með litríka einstakl- inga og ólíka. Þjóðskáldið Matthí- as Jochumsson, Theodóra Thor- oddsen, systurnar Ólína og Herdís Andrésdætur, voru meðal náinna ættingja, listamaðurinn Muggur var móðurbróðir hennar. Ævi Pét- urs J. Thorsteinssonar, afa henn- ar, tökubarnsins, sem varð ein- hver mesti og auðugasti athafna- maður þessa lands á sviði útgerð- ar og viðskipta um aldamótin síð- ustu, er eins og ævintýri úr þjóð- sögum. Eggert faðir Gyðu var á sínum tíma brautryðjandi í rekstri kúabúa og mjólkursölu, undanfari Korpúlfsstaðareksturs- ins og mjólkursamlaganna, föður- afi hennar kunnur þjóðmálaskör- ungur. Gyða var ríkulega búin mörgum bestu eðliskostum áa sinna en ofrausn heilladísanna getur reynst hættuleg vöggugjöf ef sterkir hæfileikar og ólíkir togast á. Hún var með glæsilegustu kon- um sinnar tíðar að ytra útliti, tíguleg í framkomu og hélt reisn sinni til elli þrátt fyrir að í lífi hennar gengu yfir misjöfn veður. Hún hlaut menntun á hússtjórn- arskóla í Danmörku, ung stúlka, en var ekki send til lengra náms þrátt fyrir ágæta hæfileika, mikla greind og stálminni. Flest, sem hún kaus að taka fyrir, lék í hönd- um hennar. Það var gaman að virða Gyðu fyrir sér þar sem mannfagnaður var. ósjálfrátt, fyrirhafnarlaust og óafvitað, að því er séð varð, varð hún jafnan miðdepill samkvæmis, andrik, fyndin og skemmtileg, röddin ívið dökk, mjúk eins og flos með gulln- um hljóm en þó þróttmikil, augun tindrandi og athugul. Oft hef ég furðað mig á því að hún skyldi ekki gera leiklist að lífsstarfi. Ég sá hana þó einu sinni á sviði. þá hafði hún, hin kvenlegasta allra, brugðið sér í gervi kjólklædds bið- ils og lék þar glæsilegan karlmann með þeirri innlifun og þrótti að margir atvinnuleikarar hefðu vart gert betur. Ég hefi einnig heyrt þá sögu að þegar Gyða sótti eitt sinn veisluboð í Kreml, ásamt bróður sínum, Pétri sendiherra, hafi jafn- vel drumbslegum leiðtogum ör- eigaríkisins orðið starsýnna á þessa ókunnu konu frá Fróni en góðu hófu gegndi og var Gyða þó komin á þann aldur þá er flestar kynsustur hennar hafa fellt sinn blóma. Hér verður eigi sögð saga Gyðu nema í örfáum orðum, enda brest- ur mig þar kunnugleika á mörgum þáttum. Hún giftist ung Héðni Valdimarssyni, forstjóra Olíu- verslunar Islands, og eignuðust þau eina dóttur, Katrinu, sem gift er Magnúsi Jónssyni sjómanni. Iæiðir þeirra Héðins skildu brátt og giftist hún í annað sinn Guð- mundi Þorkelssyni fasteignasala. Bjuggu þau stórbúi um skeið í Langholti í Laugardal í grennd við vaxandi höfuðstaðinn, jafnframt því sem Guðmundur rak fast- eignasölu í Reykjavík, en fluttu brátt að nýbýlinu Lundi í Mos- fellsdal og áttu þar heima meðan leiðir lágu saman. Faðir minn, sem alla ævi bjó í Stardal, hafði á unglingsárum dvalið í Viðey hjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.