Morgunblaðið - 10.05.1983, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.05.1983, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1983 39 föður Gyðu meðan Eggert rak hvað mestan stórbúskap þar og er Gyða var flutt í nágrennið endur- nýjuðust eðlilega forn og ný vin- áttutengsl milli þessara fjöl- skyldna. Ágústa systir mín og Gyða urðu miklir vinir enda á lík- um aldri og móðir mín og Gyða unnu mikið saman í kvenfélagi sveitarinnar. Þau Gyða og Guð- mundur eignuðust eina dóttur, Ásthildi, sem gift er Bjarna Guð- jónssyni, eftirlitsmanni hjá Landsvirkjun. í lok heimsstyrjaldarinnar síð- ari fór Gyða til Svíþjóðar þegar leiðir opnuðust og lærði þar kon- , fektgerð. Starfaði hún að þeirri * iðju um stund, en um þær mundir , slitu þau Guðmundur samvistir. Síðar giftist hún Skafta Egilssyni og settust þau að í Hafnarfirði og enn síðar eftirlifandi eiginmanni sínum Páli K. Maríussyni far- manni. Var hjónaband þeirra hið farsælasta og ferðaðist Gyða með manni sínum viða um lönd. Ekki verður skilist svo við minningu Gyðu Briem að eigi sé minnst á einn þátt í fari hennar sem skóp henni tryggð, vináttu og þakklæti margra, en það var hjálpsemi hennar og fórnarlund við þá sem höfðu orðið fyrir mót- læti lífsins. Gyða var borin til auðs og þess glæsileiks sem hon- um getur fylgt, var um skeið gift einum ríkasta manni þessa lands og sómdi sér hvarvetna þar sem fyrirfólk hittist. En snobbhugsun- arháttur og hroki, sem slíku fylgir oft, einkum meðal andlegra smá- borgara, var henni víðs fjarri. Hún átti til að yfirgefa viðhafn- arsali í skrautklæðum og sjást næsta dag við uppþvott eða elda- mennsku hjá fátækri vinkonu ef veikindi eða erfiðleikar steðjuðu að. Viðmót hennar var jafnhlýtt og einlægt hvort sem hún skipti orðum við andleg stórmenni eða guðs volaða. Þessum fáu orðum fylgir svo að lokum kveðja frá þeim sem hún lagði eitt sinn líknarhönd sem strákling í frumbernsku. Hann hafði farið sér svo að voða að Leiðrétting í BLAÐINU á sunnudaginn minnt- ist Trausti Eyjólfsson á Hvann- eyri í minningargrein Guðlaugar Sigurðardóttur, Skógum. Þau mis- tök urðu að myndin sem greininni fylgdi var ekki af hinni látnu konu. Um leið og við birtum hér myndina af Guðlaugu Sigurðar- dóttur er beðist afsökunar á mis- tökunum. nærri lífi hans gekk. Hughreyst- ingarorðin, brosið og lífskraftur- inn, sem frá „hjúkrunarkonunni" ungu streymdi, er ein sú æsku- minning sem gleymist seint. Egill Jónasson Stardal í dag verður til moldar borin Gyða Eggertsdóttir Briem, Skip- holti 28. Hún var fædd í Kaup- mannahöfn 12. maí 1908 og andað- ist á Vífilstöðum 28. apríl sl. og var því tæplega 75 ára, er hún lést eftir langvinnan sjúkdóm. Foreldrar hennar voru hjónin Eggert óðalsbóndi í Viðey og kona hans, Katrín Thorsteinsson frá Bíldudal. Gyða var fjórða í röð sjö systkina. Eftirlifandi eru Eiríkur Briem fyrrv. framkvæmdastjóri Landsvirkjunar og Pétur Thor- steinsson, sendiherra. Viðeyjarfjölskyldan var þó oft í Reykjvík á veturna, þar sem börn- in gengu í skóla. Þá kynntist ég Gyðu, en Rósa kona mín hafði kynnst henni áður. Seinna sigldi Gyða til Danmerkur og gekk í hús- stjórnarskólann í Sorö, sem marg- ar íslenskar stúlkur sóttu þá. Árið 1926, 18 ára gömul, giftist Gyða Héðni Valdemarssyni, for- stjóra og þingmanni. Þau eignuð- ust tvíburadætur 1. april 1927. Önnur dó skömmu eftir fæðingu. Eftirlifandi er Katrín, gift Magn- úsi Jónssyni, sjómanni. Gyða og Héðinn skildu eftir nokkurra ára hjónaband. Skömmu síðar giftist Gyða, Guðmundi Þorkelssyni, fatseigna- sala. Þau eignuðust eina dóttur, Ásthildi Jóhönnu, sem fæddist 1. mars 1934. Hún er gift Bjarna Guðjónssyni, eftirlitsmanni hjá Landsvirkjun. Þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. Guðmundur og Gyða slitu samvistum eftir nokk- urra ára hjónaband. Þá fór Gyða til Stokkhólms, til að læra sæl- gætisgerð, kom heim og hóf sæl- gætisgerð í Hafnarfirði. Þá giftist hún Skafta Egilssyni, en það hjónaband stóð stutt. Skömmu seinna fór Gyða að starfa sem vökukona á elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði og var þar elskuð og virt jafnt af starfsfólki og sjúkl- ingum, fyrir dugnað, skyldurækni, hjartgæsku, nærgætni og glað- lyndi. Þar var hún í nokkur ár. En þá urðu umskipti í lífi hennar. Hún kynntist Páli Kristni Marí- ussyni, skipstjóra. Þau felldu hugi saman og giftu sig 2. júní 1957 og entist það hjónaband nærri 26 ár. Skömmu eftir hjónavígsluna fóru nýgiftu hjónin í dálítið sérstæða bruðkaupsferð. Gyða fór til Rúss- lands í boði bróður síns, Péturs J. Thorsteinssonar, til nokkurra vikna dvalar í Moskvu, en Krist- inn fór í sögulega ferð til Jan May- en að sækja rekavið. Gyða hætti að vinna í Sólvangi, þegar hún gifti sig, og var mjög saknað þar af öllum. Þau settu saman bú í Skipholti 28, afar smekklegt heim- ili þar sem ríkti mikil gestrisni. En nú tók við líf sjómannskon- unnar, einvera og bið eftir að bóndinn kæmi heim úr veiðiferð. Þetta leiddist Gyðu og fór það svo að einhvern tíma, þegar vantaði kokk, þá sagði hún við Kristin: „Ég fer bara með þér, ég hlýt að geta eldað eitthvað ofan í ykkur." Hún var ráðin á skipið og líkaði öllum vel. Og nú byrjuðu siglingar um árabil á ýmsum skipum um úthöfin, allt til Grænlands og allt austur til Póllands, með ýmsum hléum í landi og stundum þegar hún var í landi brá hún sér í vinnu í frystihúsi því að starfsorkan og gleðin var einstæð. Gyða var falleg kona, fríð sýn- um, sviphrein og vingjarnleg við alla, gáfuð og fyrirmannleg í framgöngu og vakti athygli hvar- vetna þar sem hún kom. Hún var mjög gestrisin og þau hjón bæði og manni leið vel í návist þeirra. Hún var vinamörg og trygglynd sínum æskuvinum. Heilsu Gyðu hrakaði hin síðustu ár. Til þess að geta hjúkrað henni og annast hana hætti Kristinn sjómennskunni og helgaði henni hverja stund. En hann var ekki einn um það. Báðar dætur hennar önnuðust móður sína með dugn- aði, kærleika og gæsku. Og ekki má gleyma Katrínu systurdóttur Gyðu, sem var alltaf boðin og búin til að hjálpa móðursystur sinni á margvíslegan hátt, með kærleika og frábærri lipurð. " Þrátt fyrir veikindi sín og þján- ingar síðustu árin var Gyða alltaf bjartsýn um bata. Hún hringdi til okkar á hverjum degi til að láta okkur vita um líðan sína og oftast taldi hún sér vera að skána. Og nú er okkar æskuvinkona Gyða Briem dáin. Við fornvinir hennar og aðrir vinir þökkum henni samfylgdina og biðjum Guð að blessa hana á nýjum vegum. Dætrum hennar og eiginmanni og öðrum ástvinum vottum við sam- úð okkar. Rósa Guðmundsdóttir, Einar Magnússon. SÝNINGARFERÐ MEÐ SÍÐUSTU LAPPANA Síöustu Lapplanderbílarnir frá Volvo veröa seldir næstu daga á sérstöku verði, aðeins 198.496.00 krónur (gengi 6/5 '83, óyfirbyggðir). Kristján Tryggvason, þjónustustjóri Veltis hf. verður með tvo glæsilega Volvo Lappa í ferð sinni til umboðsmanna víðsvegar um landið. Kristján sýnir Lapplander Turbo með vökvastýri, læstu drifi og innbyggðu spili. Hann kynnir líka möguleika á stálhúsi auk blæjuhúss. Þetta er einstakt tækifæri fyrir bændur og aðra fram- kvæmdamenn, hjálparsveitir og fjallamenn - og alla þá sem vilja notfæra sér þetta einstæða tækifæri. Kristján sýnir Lappana: 10. maí Höfn í Hornafirði 11. - 12. maí Suðurfirðir og Fáskrúðsfjörður SVAR MITT eftir Billy Graham Trúskipti Getið þér sagt mér, hvernig menn eiga að bera sig til, þegar þeir skipta um trúarbrögð? Þetta er mér alvörumál. Það er ekki markmið starfs míns að reyna að fá fólk til að skipta um trúarbrögð. Kannski kemur þetta mönnum spánskt fyrir sjónir, þegar á það er litið, að eg hef alla ævi starfað að því að útbreiða trúna á Jesúm Krist. En sjáið þér til: Það gagnar yður ekkert að hverfa frá einum trúarbrögðum til annarra. Margir þeir, sem bera þungar byrðar og eru óánægðir með lífið, telja sér trú um, að það leysi einhvern vanda að gerast trúskiptingar, en ólíklegt er, að það hafi nokkur áhrif. Starf mitt hefur verið fólgið í því að leitast við að kynna fólki Jesúm Krist. Það er allt annað en að skipta um trúarbrögð. Það er svo mikil breyting, að Biblían kallar það að „ganga yfir frá dauðanum til lífsins". Biblían kennir mjög skýrt, að menn geti þekkt Jesúm Krist, og það að þekkja Jesúm Krist er eins og að fara úr myrkrinu inn í ljósið (1. Jóh. 2.9). Þessi breyting er svo gjörtæk, að Biblían talar í því sambandi um andlega krossfestingu og upprisu (Róm. 6,4), og einu sinni sagði Páll postuli: „Eg er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi eg ekki framar, heldur lifir Kristur í mér.“ Þess vegna get eg ekki sagt yður, hvernig það fer fram, þegar menn skipta um trúarbrögð. Eg get aðeins sagt yður, hvernig unnt er að þekkja Jesúm Krist, hann, sem getur breytt lífi yðar! ð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.