Morgunblaðið - 10.05.1983, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 10.05.1983, Qupperneq 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1983 Ást er ... ■7 ... aö taka til eftir sjálfan þig. TM Reg U.S. Pat 0« — «11 réghts reserved «1983 Los Angeles Times Syndicate Þegar þú nærð sambandi við hann segðu honum að hann hafi verið rangstæður. Með morgunkaffinu Kf þú átt eitthvað vantalað við mig, þá nægir mér að þú kallir! Nauðsynlegt að fá skoðana- skýrslur og umsagnir birtar Þorsteinn Einarsson skrifar: „Velvakandi. Þakka þér fyrir birtingu bréfs míns frá 17. febrúar sl. um Sæ- dýrasafnið. Sumt af því sem ég setti fram í bréfinu um aðbúnað og líðan dýranna, þar sem þau eru í geymslu, þótti stjórn safnsins þung og óréttmæt, svo að stjórn safnsins hefur birt mér stefnu og þar með krafist þess, að ég opinberlega dæmist til að taka flest af því sem fram kemur í bréfinu aftur. Þessi málarekstur er nú í gangi, því að málið var dómtekið sl. þriðjudag. Síðan bréfið birtist hjá þér hefur margt gerst varðandi málefni safnsins. Eins og mig grunaði þá, hafði safnstjórnin sent lögreglustjóranum í Hafn- arfirði umsókn 17. janúar um leyfi til þess að opna og starf- rækja safnið, sem var lokað 1981. Dýraverdunarnefnd ríkis- ins hefur verið endurskipuð og 7. mars ritaði stjórn Sambands dýraverndunarfélaga íslands menntamálaráðuneytinu bréf um Sædýrasafnið. Þá leitaði lögreglustjórinn í Hafnarfirði eftir áliti menntamálaráðu- neytisins á umsókn stjórnar safnsins. Eftir að ráðuneytið hafði tekið málið virkum tökum með öflun skýrslna frá 3 skoð- unarferðum á vegum dýra- verndunarnefndar ríkisins og héraðsdýralæknis, umsagnar nefndarinnar frá 20. mars og yfirdýralæknis dagsett 21. mars, ritaði menntamálaráðu- neytið bæjarfógetanum í Hafn- arfirði 25. mars bréf, þar sem það mælir gegn frekari leyfis- veitingu og telur að safnið eigi að losa sig við þau dýr sem þar eru og hætta rekstri innan 6 mánaða. Af viðbrögðum bæjarfóget- ans (lögreglustjórans) hefur það eitt spurst, að hann telur tilmæli ráðuneytisins vega þungt. Samhliða þessum aðgerðum stjórnvalda, hefur stjón Sæ- dýrasafnsins látið heyra frá sér og þá jafnvel myndrænt, — eins og til þess að læða því inn meðal almennings, að allt sé í lagi um líðan og aðbúnað dýranna og að unnt sé að opna innan skamms tíma. Jafnvel eftir að tilmæli ráðuneytisins voru kunn, kvaðst stjórnin undirbúa opnun. Af þessu mætti almenningur álíta að aðgerðir stjórnvalda væri hjóm eitt eða tepruleg umvönd- unarsemi. Því er nauðsyn að fá birtar skoðanaskýrslur og um- sagnir ábyrgrar nefndar og dýralækna. Staðreynd er: „Hvað eftir annað hefur komið í ljós á starfstíma safnsins að eigi er nægilega vel búið að dýrunum, m.a. er þrifnaði og snyrti- mennsku mjög ábótavant .. .ekki líkur á að rekstur safns- ins færist í það horf á næstunni, sem vera þarf fyrst slíkt hefur ekki tekist á rekstrartíma þess hingað til eða frá 1969.“ Dýrin eru í geymslu þar sem „að eigi er nægilega vel búið að dýrunum" og þar hafa þau verið frá 1981. Hve lengi á við þetta að sitja? Fyrir hönd almennings eiga fyrrnefnd stjórnvöld að gæta Iíðanar og aðbúnaðar dýranna. Það hafa þau gert, en reynt er að gera afskipti þeirra tor- tryggileg og því er það beiðni mín að áminnstar skoðana- skýrslur og umsagnir fáist birt- ar.“ Þorsteinn Einarsson Þessir hrlngdu . . . Fyrirspurnir um næturhitun, sorpbrennslu og nýtingu á slógi til áburðar 2135—8290 hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Mig langar til að vita, hvort einhver gæti gef- ið mér upplýsingar um verð á rafmagni til næturhitunar íbúð- arhúsa. Þar sem ég bý, virðist eng- inn taxti vera til yfir þetta og ekki gefinn kostur á slíku. Hér er fjar- varmahitun og hátt verð á vatninu frá henni. Ég vissi til þess, að á Akureyri var hægt að fá rafmagn á næturhitunartaxta, en notendur voru þvingaðir til þess að taka inn hitaveituna, þegar hún kom, og við það hækkaði verðið á húsahitun- inni. Mér datt í hug, sérstaklega í sambandi við Vestfirðina, hvort notendur gætu ekki fengið að njóta þess að fá rafmagn á það hagkvæmu verði, að það borgaði sig að taka upp næturhitun. Þessu ætti Landsvirkjun að geta svarað. Einnig langar mig til að fá upp- lýsingar um, hvað kostar að setja upp útbúnað fyrir næturhitun, og hvort möguleiki sé á að maður geti gert þetta að einhverju leyti sjálf- ur með því að búa til geymi og einangra hann vel; hvort sá sem hefur olfukyndingu geti síðan sett sitt kerfi í samband við þetta án mjög mikils kostnaðar. Þá er ég með spurningu, sem mig langar til að beina til Iðn- tæknistofnunar fslands: Hefur stofnunin látið gera athugun á hagkvæmni sorpbrennslu til upp- hitunar frá fjarvarmaveitum. Loks ein spurning til Búnaðar- sambands íslands og Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins: Hefur verið rannsakað, hvort það borgi sig að nýta slóg til áburðar? Eftir því sem maður heyrir bera bænd- ur sig illa yfir hækkun á áburðar- verði og ég veit, að þúsundum tonna af slógi er rennt í sjóinn, bæði af togurum og trollbátum. Þarna er því um feikileg verðmæti að ræða, sem hægt væri að nýta og skera upp gras í staðinn. Eg hef notað slóg í garðrækt og haft af því mjög góða uppskeru. Einnig vissi ég, að bændur notuðu þetta hér áður fyrr á útbeitarlönd fyrir kýr og þær mjólkuðu mjög vel af þessu. Gras sprettur mjög vel og verður dökkgrænt og fallegt af þessum áburði. Oheimilt að losa olíu í sjó Magnús Jóhannesson, hjá Sigl- ingamálastofnun ríkisins hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Spurt var í dálkum Velvakanda föstudaginn 29. apríl hvort leyfi- legt væri að losa olíuúrgang f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.