Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.05.1983, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1983 Tölvuborð, prentara- borð, ritvélaborð, myndvarpaborð m/raflögn, diskettu- geymslur og margs konar búnaður sem auðveldar nútima vinnubrögð. Nánarl upplýsingar í sima 13135 EYMUNDSSON fyl^isr meó timanum Austurstræti 18 lf þú nrilar með STEINAKRni fni Mdningu M þarftu ekhi að béda eflir mdningaiveðH! Frábærar niðurstöður íslenskra sérfræðinga. Efnaverkfraeðingar MÁLNINGAR h/f hafa staðið fyrir vfðtækum prófunum á STEINAKRÝLI í rúmlega þrjú ár. Niðurstöður þeirra eru m.a. þær, að STEINAKRÝL er hægt að nota á flestum árstímum og STEINAKRÝL er endingargóð útimálning. STEINAKRÝL er þvi einstaklega hæf fyrir íslenskar aðstæður. Duftsmitandi fletir valda ekki lengur erfiðlelkum. Með STEINAKRÝLI geturðu málað beint á duftsmitandi fleti án þess að eiga á hættu flögnun málningar, sem er óhugsandi með hefðbundinni plastmálningu. Rigningarskúr er ekkert vandamál. STEINAKRÝL er terpentínuþynnanleg málning, sem er óvenjulega hæf fyrir islenskar aðstæður STEIN- AKRÝL endist. Rigningarskúr skiptir litlu máli, þú færð þér bara kaffisopa á meðan rigningin gengur yfir - og heldur svo áfram að mála; STEINAKRÝL þolir rigningu fljótlega eftir málun. Nú geturðu málað f frosti. Yfirburðakostur nýju útimálningarinnar frá MÁLNINGU h/f er einfaldlega sá, að þú þarft ekki lengur að hafa áhyggjur af veðrinu. STEINAKRÝL er akrýlbundin útimálning með sléttri áferð. Þú getur málað með STEINAKRÝLI við mjög lágt hitastig. Jafnvel 110 gráðu frosti (celcius) ef þú endist til að mála I svo miklum kulda. STEINAKRÝL ENDISTI STEINAKRÝL - málnlngin sem andar málning 'V AtvinnumiÖlun námsmanna: 200 manns komnir á skrá NÚ ERU um 200 manns á skrá hjá atvinnumiðlun námsmanna, sem er til húsa í Félagsstofnun stúdenta. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er heldur lítið um að atvinnutilboð berist atvinnumiðl- uninni, en búizt er við því að ur rætist er líður á mánuðinn og sumarfrí innan fyrirtækja fara að skýrast. Atvinnumiðlunin er opin frá klukkan 9 til 17 virka daga. Á síðasta ári leituðu um 700 manns til atvinnumiðlunarinnar og var hún opin fram í byrjun júlí og verður svo einnig nú. „Leyfisveit- ingin í hæsta máta óeðlileg“ — segir Björn Theódórsson „OKKUR finnst þessi leyfisveiting í hæsta máta óeðlileg og stríða gegn inn- lendum hagsmunum," sagði Björn Theódórsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða, í samtali við Mbl., er hann var inntur álits á lcjfis- veitingu flugmálastjórnar til handa danska flugfélaginu Sterling Airways, að millilenda hér á leið sinni frá Kanada til Danmerkur og flytja vest- ur-íslenzka ferðalanga milli Kanada og íslands. „Það hlýtur að vekja spurningar, þegar erlendu flugfélagi er heimilað að flytja farþega milli íslands og þriðja lands. Slík leyfi fást undan- tekningalítið ekki í öðrum löndum," sagði Björn Theódórsson ennfremur. Björn Theódórsson benti ennfrem- ur á, að miðað við sömu forsendur og flugmálastjórn gefur sér fyrir leyf- isveitingunni, þá mætti búast við því, að Sterling Airways yrði enn- fremur heimilað að taka inn íslend- inga hér á landi í sætin sem losna og flytja þá til Danmerkur. Yerkainannafélagið Arvakur: Sterkustu stjórnmála- öflin taki höndum saman Kskiflrði, 9. maí. Verkamannafélagið Árvakur á Eski- firði hélt aðalfund sinn sunnudaginn 8. maí. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt samhljóða: „Aðalfundur Verkamannafélags- ins Árvakurs sem haldinn var 8.5. skorar á stjórnmálamenn um að taka nú þegar höndum saman um lausn þeirra geigvænlegu vandamála sem við blasa í íslenzku efnahags- og atvinnulífi. Fundurinn telur tíma- bært að sterkustu stjórnmálaöflin, fulltrúar launafólks og atvinnurek- enda taki höndum saman um stjórn landsins og leiti lausna sem miða að því að tryggja fulla atvinnu og af- komuöryggi almennings. Fundurinn lýsir ábyrgð á hendur þeim stjórn- málamönnum sem ekki eru tilbúnir að axla þá byrði, sem þeim er lögð á herðar sem kjörnum alþingismönn- um til að taka þátt i stjórn landsins um lausn aðsteðjandi vandamála eins og þau ber upp hverju sinni.“ Ævar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.