Morgunblaðið - 10.05.1983, Side 40

Morgunblaðið - 10.05.1983, Side 40
Sími 44566 RAFLAGNIR samvírki -=V ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1983 Berið 11 BONDEXs j j áviöinn !| málninglt ||| Stjórnarmyndunarviðræðumar: Alþýðuflokkur hættur aðild - Meta meira ráðherrastóla en málefni, segir Geir Hallgrímsson ALÞÝÐUFLOKKURINN er hættur aðild ad viðræðum þriggja flokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar. í gærkvöldi samþykkti þingflokkur Alþýðu- flokksins að setja það sem skilyrði fyrir áframhaldandi þátttöku í þessum viðræðum, að flokkurinn fengi forsætisráðherraembættið í slíkri ríkisstjórn. Fyrr um daginn hafði Geir Hallgrímsson, að gefnu tilefni, sagt á viðræðu- fundi flokkanna, að fyrst væri að ganga úr skugga um málefnalega samstöðu áður en ráðuncytum og ráðherrastólum væri skipt. Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, skýrði Geir Hall- grímssyni frá þessum skilyrðum flokks síns í gærkvöldi. í viðtali við Geir Hallgrímsson (á bls. 2) kemur fram, að hann hafi spurt Kjartan Jóhannsson, hvort full- trúar Alþýðuflokksins mundu mæta á boðaðan viðræðufund kl. 9 árdegis í dag, en Kjartan Jó- hannsson hefði svarað, að þeir myndu ekki gera það. Síðar um kvöldið hafði Kjartan Jóhannsson samband við Geir Hallgrimsson og spurði hvort hann óskaði eftir því að fulltrúar Alþýðuflokksins mættu á fundinn. Geir Hallgríms- son kvað það vera ákvörðun for- manns Alþýðuflokksins. í viðtali við Kjartan Jóhannsson (á bls. 2) segir hins vegar, að Geir Hall- grímsson hafi ekki óskað eftir því að þeir mættu á þessum fundi í dag. Kjartan Jóhannsson segir að krafa Alþýðuflokksins sé pólitísk forsenda fyrir aðild fiokksins að ríkisstjórn þriggja flokka. Geir Hallgrímsson segir hins vegar að Alþýðuflokksmenn meti meira ráðherrastóla en málefni. Sjá viðtöl við Geir Hallgrímsson og Kjartan Jóhannsson á bls. 2. Morgunblaðið/Júlfus. Það tók lögreglumenn og lækna stundarfjórðung að ná alvarlega slasaðri konu úr bflflaki eftir harðan árekstur í Skerjafirði í gærkvöldi. Konan mun ekki talin í lífshættu. Sjá frétt bls. 2. Krían að leik ( blíðviðrinu f gær — Gróttuviti f baksýn og snæviþakin Esjan. Morgunblaðið/Lárus Karl Ingason. Krían komin á Tjörninæ Hrossagaukur og spói hættir varpi í Vatnsmýrinni KRÍAN hinn óbrigðuli vorboði, er komin til landsins og sást fyrst til hennar um helgina á Tjörninni og á Seltjarnarnesinu. Vel viðraði sunnanlands í gær og víða mátti sjá léttklætt fólk á götum Reykjavíkur. Ljóst að vorhugur er kominn f fólk sunnanlands og vestan, þó fólk norðan heiða verði að bíða enn um sinn eftir vorinu. Á síðastliðnu ári verptu 118 krí- ur á Tjörninni og komu þær upp 60 ungum. Alls varð vart 43 fugla- tegunda á Tjarnarsvæðinu f fyrra. En ekki horfir vænlega fyrir fugla- lífinu í vatnasvæði Tjarnarinnar. Hrossagaukur og spói, sem til skamms tíma hafa verið algengir fuglar við Tjörnina og orpið í Vatnsmýrinni, eru nú að mestu horfnir og reyna ekki varp á sínum fornu slóðum. Koma aðeins sem gestir inn á svæðið og óðinshaninn, sem fyrrum kom á haustin í hóp- um á Tjörnina, er nú hættur að láta sjá sig þar, að sögn Hafliða Jónssonar, garðyrkjustjóra Reykjavíkur. Mikill fjöldi álfta á Tjörninni gefur vísbendingu um mikla fjölg- un stofnsins. Mávategundum hefur fjölgað mjög í seinni tfð en alls voru á síðastliðnu ári taldar 9 mávategundir á Tjörninni. Sextíu hettumávar urpu við Tjörnina, en ekki er vitað hve mörgum ungum þeir komu upp. Af andartegundum þá komu 46 stokk- andarpör upp 50 ungum, 44 æðar- fuglapör komu upp 50 ungum, 2 gargandarpör komu upp einum unga, sjö skúfandarpör komu upp 12 ungum, 15 duggandarpör komu upp 3 ungum og loks má nefna að tvö grágæsarpör komu upp 8 ung- um. Herðubreiðarlindir í hættu vegna ágangs Jökulsár á Fjöllum Mývatnssveit 9. maí. ÞEIR SEM kunnugir eru f Herðu- breiðarlindum hafa áhyggjur af því að gróðurlendi þar sé í verulegri hættu vegna ágangs Jökulsár á Fjöllum, sem sífellt ógnar lindunum. Á undanförn- um árum hafa náttúruverndarmenn bent á þessa hættu án þess að nokkrar úrbætur hafi verið gerðar af opinberum aðilum. Mælingar sýna geysimikið fjalllendi undir Hofsjökli Jökullinn a.m.k. 35 metrum hærri en „MÆLINGARNAR hafa gengið vonum framar, en það er margt sem komið hefur okkur á óvart hér,“ sagði Helgi Björnsson, sem er í forsvari vísindamanna sem verið hafa við mælingar á Hofsjökli síðustu vikur, í talstöðvarspjalli við Morgun- blaðið í gær. Að sögn Helga hafa mælingarnar gengið vel og væri aðeins eftir um 50 ferkílómetra svæði á jöklinum, sem er um 925 ferkílómetrar að flatar- máli. „Ef við fáum tvo bjarta daga þá er þetta búið og við getum lagt af stað heim undir vikulokin. Já, hér er margt öðru vísi en við áttum von á. í fyrsta lagi er yfirborð jökulsins, landslagið sjálft, gerólíkt því sem fram kemur á kortum, sem til eru af jöklinum. Hann er miklu ósléttari en kortin sýna. Einnig er hæð jökulsins önnur en hingað til hefur verið haldið. Við sjáum ekki betur en hann nái yfir 1800 metra hæð, en á kortum stend- ur 1765 metrar. Líklega hafa þessi kort aldrei verið rétt, því varla hefur hann hækkað á síðustu árum. Þá er botninn öðru vísi en talið var. Það er geysilega mikið fjalllendi undir jöklinum. Við höfum kannað þessa öskju upp á miðjum jöklinum, sem við vissum reyndar að var hér, en hún er um 100 ferkílómetrar að flatarmáli. Við höfum kannað dýpi þar og eins skörðin sem eru út úr öskjunni, en þaðan falla allir skrið- jöklarnir niður á láglendið. Dýpið þarna á miðri hellunni efst uppi er að minnsta kosti 600 metrar stendur á kortum Það hefur einnig komið í ljós við þessar mælingar að mikið fjalllendi er utan við öskjuna, einkum að aust- an og sunnan, þannig að hér undir er mikill fjallaklasi," sagði Helgi. Helgi sagði að fyrir utan mæl- ingar á yfirborði og botni jökulsins hefðu leiðangursmenn kannað vetr- arákomu á jökulinn. Boraðar hefðu verið 25 holur í því skyni víðs vegar um jökulinn, og komið hefði í ljós að vetrarákoma efst á jöklinum er meiri en 3.000 millimetrar. Við þess- ar mælingar hefði verið stuðst við öskulög frá Heklugosinu 1980, reynt hefur verið að bora niður á hana, og ákoman metin út frá dýpt hennar. Sagði Helgi að efst uppi á jöklinum hefði askan ekki fundist þótt borað hefði verið niður á 13 metra dýpi. Neðst á jöklinum væri hún á 4—5 metra dýpi, þar sem hún liggur hreinlega á ísnum, og ofan á henni ekkert annað en síðasti vetrarsnjór. Ofar á jöklinum væri dýpra á hana, 6—7 metrar. Leiðangursmenn á jöklinum eru átta talsins og hafa verið rúma 30 daga úti, þar sem þeir fóru úr bæn- um 7. apríl. „Þetta hefur gengið ágætlega og okkur liðið vel. Að vísu er þetta mjög erfiður jökull að vinna á, hann er það brattur. Við erum búnir að vera að klifra upp og niður þetta mikla landslag sem hér er, frá 600—900 metra hæð og upp fyrir 1800 metra. Auk þess er jökullinn allsprunginn og tímafrekt hefur ver- ið að mæla sum svæðin vegna þess að við urðum að þræða inn á milli sprungusvæða. En hvað varðar veð- ur þá höfum við verið allheppnir eft- ir kosningar, fengum allslæm vetr- arveður fram undir þær.“ Telja þeir, sem kunnugir eru á þessum slóðum, að hægt sé að bjarga lindunum með gerð varnargarða og sé það tiltölulega auðvelt verk. Að sjálfsögðu kemur það til með að kosta nokkurt fé. Þrátt fyrir ábend- ingar hefur fjármagn ekki enn feng- ist til þessara framkvæmda. Margir telja að nú þegar verði að hefja varnaraðgerðir til varðveislu Herðubreiðarlinda. Ef ekki fæst fjármagn hjá hinu opinbera verður að leita til einstaklinga og félaga- samtaka til verndar þessari sér- stæðu gróðurvin, áður en það verður um seinan. Kristján. HSÍ ræður Bogdan SAMNINGAR hafa tekist á milli Handknattleikssambands íslands og pólska þjálfarans Bogdan Kow- alzcyk, en hann hefur verið þjálfari Víkings undanfarin ár. Gengið verður frá undirskrift samningsins í dag, og síðan verð- ur fengið leyfi handa Bogdan frá pólska íþróttamálaráðuneytinu. Bogdan verður ráðinn til tveggja ára. Sjá frétt á íþróttasíðu 21.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.