Alþýðublaðið - 02.09.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.09.1931, Blaðsíða 3
'AfcfeSÐUÐlgJíBrlÐ 3 Ég verð fyrstur til Skyudisalan f Haraldarbnð. Ótal tækifæri í öllum deildum til að gera góð kaup á alls konar nytsöm- um vainingi fyrir konur, karla og börn pví að allar vönduðu vörurnar seljast með stórkostlegum afföllum. Notið hentuga tímann og komið meðan úr nögu er að velja. Lægst verð i borginni. Mest úrval. Bezta CiBarettan i 20 stk. pökkum sem bosta 1 krónn, er: Gommander, m § Westminster, Virginia, Gigarettu . Fást í ðllum verzíunum. I hverjm pakka er gnllfalleg fslenzk mynd, og fœr hver sá, er safnað hefir 50 myndm, eina stækkaða mynd. & Af DýraiirðL Úr bréfi fxá Pingeyri 25/8 ’31. . . . Afvinna hefir veriö sæmi- leg hjá kvenfólki og ungiingum síðan í marzlok. Fer hún nú tmjög þverrandi, þar sem allur fiskur er nú orðinn vaskaður og nær ailur kominn í hús. Karl- menn hafa litla vinnu haft hér; flestir farið burtu í atvinnuleit. Hér standa 4 vélskip uppi; hafa áður gengið á handfæraveiðar héðan. Eru þessi skip flest göim- ul, en furðu sterk með að eins hjálparvélum. Eitt skip, „Hulda“, hefir stundað handfæraveiðar og aflað vel. Mestallur fiskur, um 4000 fiskjar, hefir verið flutt að til verkunar. Er pví afkoma verkalýðsins hér illa trygð, þar seim atvinnan ed komin undir hversu aflafengur verður í öðr- um verstöðvum þessa lands. Annars eru hér til þeir menn, sem :sett hafa alla trú á litla í- haldið (Framsókn) bæði á at- vinnusviði sem öðrum sviöuim. En mikil má starblinda þeirra verkamanna vera, sem trúa enn á mátt Tímaklíkunnar eftir marg- föld svik og efndaleysi allra lof- orða. Síðustu þingfréttir henmu framlenging íhaldanna á verðtoll- inum 1 ár, kák-yfirklór í kjör- dæmamálinu, engar verklegar framkvæmdir á. næstunni, allar tilraunir fulltrúa alþýðunnar til atvinnubóta eyðilagðar. En fram- sóknaríhaldið getur hrósað sigri yfir að lifa næsta ár á rikisjötu, og hirðir því eigi um þó hund- ruð verkaxnamna svelti, hirðir eigi um allar þær voðalegu af- leiðingar atvinjiúleysisins: Matar- lítil heimili, svöng börn með kalda fætur, fölar kinnar, blóð- laus og veikluieg, þreyttar konur með sognar kimnar og döpur andlit húsfeðranna. En þú hús- faðir og þú húsmóðir, sem svona er og verður ástatt fyrir — fylk- ið ykkur á móti íhöldumum og ekki sízt núna litla íhaldinu. Veit ekki stjórnarflokkurinn, að hann er að hlaða glóðum elds að höfði sér, og ég segi blátt áfram, að mikið má vera, ef allir ganga þar fieilir hiildi frá, því orusta verð- ur háð á móti íhöldunum — móti ramglæti — móti yfirstéttinni, sem ekki vill skilja eða sjá mein- in og því síður bæta þau. Ann- ars var þetta útúrdúr. Á Núpi hér í firðiinum er unn- ið að byggingu nýs skólahúss. Algengir verkamenn fá 90 aura um tímann í dagvinnu. Guðm. Helgason smiður, áður bóndi á Söndum, sér um byggingu húss- ins. Hefir hann skólahúsið í á- kvæðisvinnu. Verklýðsfélagið hér starfar lítið á sumrum, nema líta eftir að samningar séu haldnir, enda hafa þeir verið það að mestu leyti. Alt vinnandi fólk hér á eyrinni er félagsbundið. Félagið hefir innian sinna vé- banda pöntunarstarfsemi. Hefir verið pantað tvisvar og heyrst hefir a næsta pöntun komt í siept. Vöruverð hefir lækkað mikið fyr- ir starfsemi verklýðsfélagsins auk hins beina hagnaðar, siem félags- menn hljóta af viðskiftum við pöntunarfélagið. Formaður félaga þessara er Óskar Jónsson. Heyrst hefir, að hann flytji nú burtu héðan í haust suður eftir. Von- andi er, að verkalýðurinn á Þing- eyri og í nágrenni sjái í fram- tíðinni nauðsyn þess, að hlynna að sínum málum og standa sam- einaðir móti hvers konar íhaldi, hvort sem það klæðist í sauðar gæru Tíma-klíkunnar eða birtist eins og mökkurkálfur stóra- íhaldsins. Verkalýðurinn alls stað- ar á landinu verður að skilja, að lausnar vandamála alþýðunn- ar alls staðar á landiinu er að leita innan Alþýðuflokksins, en hvorki í „litla eða stóra“ ríkinu — auðvaldsríkinu —, því bæði eru runnin af sama stofni. Fyrir nokkrum árum var hér 1 togari, linubátur og 5—7 hand- færaskip. Þetta fluttist sumt burt við gjaldþrot Proppébræðra, og hefir plássið síðan verið í hálf- gerðum sárum, rnest vegna þess, að þeir, sem völdin höfðu hér og hafa, horfðu rólegir á burtflutn- ing atvinnutækjanna. Er nú svo ikomið, að engin fleyta er líkleg til bjargar héðan á næstunni, nema sárfáir trillubátar, en þeir ónógir til sóknar að jafnaði. Svo þegar á þetta er litið er ekki glæsileg framtíð þeirra manna, sem bygt hafa upp á atvinnu á eyrinni eða á sjónumi. Vöruverð innlendrar vöru manna á milli' hefir heldur lækkað. Nautakjöt um 1 kr. og liðlega það kg„ ísl. smjör 3,50—4,00 og sagt er að kjöt og gærur verði mun lægra en síðast liðið ár. Er því full ástæða til að ætla, að skuldir bænda aukist á þessu ári að mun. Erling Krogh. Hinn norski söngvari Eriing Kriogh söing í gærkveldi í Gaimla Bíó við imikla aðsókn. Viðtök- urnar voru hinar beztu, enda söng hann mörg falleg smálög, sem almenningur kannaðist við áður frá grammófónplötum hans, svo sem „Ved Rundarna“ eftir Grieg og „Tonerna“ eftir Sjöberg. Krogh er æfður söngvari og fer einkar laglega með það, sem hann syngur, en hann virðist ekki hafa næga rödd fyrir öll óperu- lög, sem verða honum einkar erf- ið á háu tónunum. Sem aukalag söng hann hið vinsæla lag „Dein ist mein ganzes Herz“ úr kvik- myndinni „Brosandi Land“, er sýnd var fyrir skömmu í Nýja Bíó. Áheyrendur fögnuðu söngv- aranum með lófataki og blóm- vöndumi Emil aðstoðaði. Vaíalaust verður tækifæri til þess að heyra söngvara þennan margoft. Áheyrandi. Frakkar lána Bretom. París, 1. sept. U. P. FB. Bank- arnir tiLkynna, að helmiingur frakkneska lánsins til Breta verði boðinn út í september, eða sem nemur 20 milljónum sterlings- pundúmL Verð lánsbréíanna verð- ur auglýst í frönkum, Vextir 4140/0. — Frakklandsbanki ábyrg- ist lánsbréfin. — Sagt er, að þeg- ar hafi boðist tilboð um kaup á lánsbréfum fram yfir það, sem auglýst hefir verið að boðið verði út. Stunginn til bana. Norskur sjómaður frá Hauga- sundi, Konráð Eiriksen að nafní, er hér var fyrir nokkrum árum, en nú var kyndari á norsku skipi, er var í förum til Ástralíu, lenti þar í slagsmáli og var stunginn með hnífi. Hann dó á leiðimni til spítalans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.