Morgunblaðið - 12.05.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 12.05.1983, Síða 1
80 SÍÐUR 106. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Slitnað upp úr viðræðum sjálfstæðismanna og framsóknarmanna: Frjálsir samningar eða lög- ákveðnar kauphækkanir Skoðanamunur milli flokkanna ekki niikill, sagði Geir Hallgrímsson ÁGREININGUR um frjálsa kjarasamninga eða lögákveðnar kauphækkanir um eins árs skeið varð til þess, að upp úr slitnaði í viðræðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna síðdegis í gær um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fulltrúar flokkanna tveggja voru sammála um að rjúfa vísitölutengingu verð- lags og launa. Sjálfstæðis- menn vildu jafnframt ákveða með lögum ákveðna kauphækkun 1. júní nk. ásamt öðrum mildandi að- gerðum gagnvart þeim sem verst væru settir, en síðan mundu frjálsir kjarasamn- ingar aðila vinnumarkaðar ráða kaupgjaldi í landinu. Framsóknarmenn vildu hins vegar ákveða kaup- hækkanir með lögum í áföngum um eins árs skeið. Sjálfstæðismenn voru til- búnir til að fallast á tvær lögákveðnar áfangahækkan- ir launa en það dugði ekki til samkomulags. Eftir viðræðufundi milli aðila og þingflokksfunda, sem stóðu linnulaust frá því snemma í gærmorgun og þar til um kvöldmatarleytið í gær skilaði Geir Hallgríms- son stjórnarmyndunarum- boði sínu til forseta, sem síð- ar í gærkvöldi fól Steingrími Geir Hallgrímsson á blaftamannafundinum í gær. Hermannssyni, formanni Framsóknarflokksins að gera tilraun til stjórnar- myndunar. Á blaðamannafundi er hann efndi til eftir að hafa skilað umboði sínu, sagði Geir Hallgrímsson, að ágreiningur milli flokkanna tveggja væri ekki mikill og Steingrímur Hermannsson sagði skömmu síðar við blaðamenn, að Framsókn- armenn teldu verðbólgu- stigið eftir sem áður verða of hátt um áramót til þess að hægt væri að varpa ábyrgð- inni á aðila vinnumarkaðar- ins í kaupgjaldsmálum. Sjá frisögn af blaðamanna- fundi Geirs Hallgrímssonar og ummæli Steingríms Her- mannssonar á miðopnu og fréttir um stjórnarmyndunar- umboð formanns Framsóknar- flokksins á baksíðu. Sakharov fer ekki úr landi Moskvu, 11. maí. AP. TASS-fréttastofan tilkynnti í dag, að Andrei Sakharov yrði ekki veitt brottflutningsleyfi frá Sovétríkjunum vegna þess að hann byggi yfir ríkisleyndarmál- um. Tilkynning Tass kom rak- leitt í kjölfar komu eiginkonu Sakharovs, Yelenu Bonner, til Moskvu. Hún lýsti þá yfir, að fengist leyfi væri Sakharov nú reiðubúinn að fara úr landi. Yelena sagðist hins vegar efast um að yfirvöld hleyptu honum nokkurn tímann úr landi. Seint í kvöld kvaðst hún óttast um líf manns síns, en tilgreindi ekki hvers vegna. Sergei Batovrin, stofnandi einu óháðu friðarsamtakanna í Moskvu, skýrði hins vegar frá því í dag, að honum hefði verið veitt brottflutningsleyfi, en hann hefði enn ekki gert upp hug sinn um hvert hann færi. Draumórar að halda að víð hættum kafbátaferðum - segir Arbatov, ráðgjafi Andropov, og hæðist að kafbátaleit norska og sænska flotans Osló og Stokkhólmi, 11. maí. Frá Jan Erik AÐ ÞVÍ er segir í frétt í norska dagblaðinu Verdens Gang í grein skrifaðri af virtum norskum blaða- manni, staðfesti Georgij Arbatov, ráðgjafi Yuri Andropovs, leiðtoga Sovétmanna, í utanríkismálefnum, á lokaðri ráðstefnu í Carnegie-stofn- uninni í Washington í lok síðasta mánaðar, að sovéskir kafbátar hefðu ítrekað verið sendir inn í norska og sænska landhelgi. Hann upplýsti einnig við sama tækifæri, að Norð- menn og Svíar mættu eiga von á frekari kafbátaheimsóknum Sov- étmanna. í grein sinni segist blaðamaður- inn, Svein A. Röhne, styðjast við áreiðanlegar heimildir frá hátt- settum embættismönnum Banda- ríkjastjórnar í Washington. Röhne starfaði hjá norsku sím- skeytaþjónustunni í Washington um fjögurra ára skeið og vitað er til þess, að hann komst í góð sam- bönd á meðan á dvöl hans stóð. Á ráðstefnu þessari sté Arbatov hreykinn í pontu og skýrði frá því hróðugur á svip hvernig sovéskir kafbátar hefðu norska og sænska sjóherinn ítrekað að leiksoppi. „Haldi Norðurlandabúarnir að Lauré, fróttaritara Morgunhlaósin.s og AP. þessi kafbátaumferð taki einhvern enda lifa þeir og hrærast í draumaheimi," er haft eftir Arbatov. Arbatov gat þess reyndar, að það hefði verið álitshnekkir þegar sovéskur kafbátur strandaði við Karlskrona í Svíþjóð á sínum tíma, en það atvik myndi ekki hafa nein áhrif á fyrirætlanir Sov- étmanna í þessum efnum. Þá segir í fréttum frá Svíþjóð, að um sama leyti og sænski sjó- herinn hafi ákveðið að drga úr kafbátaleitinni við Sundsvall hafi borist staðfesting á því, að kafbáts hafi orðið vart innan skerjagarðs- ins fyrir utan Stokkhólm. Varð kafbátsins vart á svipuðum slóð- um og sænski sjóherinn varpaði fjórum djúpsprengjum í október til þess að reyna að neyða óþekkt- an kafbát upp á yfirborðið. Brúðkaup aldarinnar í Danmörku Simon Spies, ferðamálafrömuður- inn frægi, gekk í hjónaband f fjórða sinn í gær og var brúðkaups- veislan einhver sú glæsilegasta, sem haldin hefur verið í Dan- mörku: Brúðurin heitir Janni Brodersen, tvítug að aldri, en Spies hefur eitt ár um sextugt. Hér kyssir hann sjálfa brúðargjöfina, demantshring, sem kostaði um 2,6 milljónir ísl. kr. Sjá „Brúðkaupstertan ... “ i bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.