Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983 Aðalfundur Þörungavinnslunnar: Tap á síðastliðnu ári 9,7 millj. kr. Nýkjörin stjórn og sýningarnefnd FÍM, frá vinstri, Þórður Hall, Valgerður Bergsdóttir, Sigurður Örlygsson, Hringur Jóhannesson, Sigrún Guðmunds- dóttir, Guðbergur Auðunsson, Sigurður Þ. Sigurðsson, Eyjólfur Einarsson. Félag íslenskra myndlistarmanna: Haustsýningin verð- ur með breyttu sniði FÉLAG íslenskra myndlistamanna hefur ákveðið að í stað hefðbundinn- ar haustsýningar komi sýning á verkum unnum á og í pappír. Er þar átt við teikningar í svart/ hvítu og lit, klippimyndir og ýmiskonar pappírsverk svo sem svifmyndir og lágmyndir. Á aðalfundi félagsins sem hald- inn var 5. maí var kjörinn nýr formaður, en Valgerður Bergs- dóttir tók við því starfi af Sigrúnu Guðjónsdóttur, sem ekki gaf kost á endurkjöri. Með Valgerði voru kosnir í stjórn þeir Þórður Hall, Guðbergur Auðunsson, Helgi Gíslason og Hringur H. Jóhann- esson. Á fundi þessum var samþykkt álytkun til stjórnvalda, þar sem skorað var á yfirvöld að hraða stofnun starfslaunasjóðs sem er eitt brýnasta hagsmunamál myndlistamanna. Lögreglan á Akureyri: Hert eftirlit með umferðinni Midhúsum, 9. maí. LAUGARDAGINN 7. þessa mánaöar var aðalfundur Þörungavinnslunnar hf. haldinn að Mjólkurvöllum á Reykhólum. Fundinn sóttu óvenjufáir hluthafar, 23. Ríkið á um 94% hlutafjár og ræður því ferðinni hvað rekstur snertir og á þrjá stjórnarmenn af fimm, en bundið er í lögum verksmiðjunnar, að einn stjórnar- maöur skuli búsettur hér. Það má segja, að rekstur verksmiðjunnar hafi gengið erfiðlega á árinu 1982 og var tap verk- smiðjunnar um 9,7 milljónir króna en árið 1981 var hagnaður 2,8 milljónir. Formaður stjórnar, Vilhjálmur Lúðvíksson, sagði í ræðu sinni, að reksturinn væri mun óhagstæðari á BORGARYFIRVÖLD og mennU- málaráðuneytið hafa gert með sér samkomulag um breytingu á sam- skiptum þessara aðila á sviði skólamála, sem felur í sér breyt- ingu á yfirstjórn fræðslumála í Reykjavík að því er tekur til þeirra skóla sem reknir eru sam- eiginlega af ríki og Reykjavíkur- borg. Samkomulagið var lagt fram á fundi borgarráðs í gær, en hlýtur afgreiðslu nk. þriðjudag. I samtali við Mbl. sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykja- vík, að samkomulagið hefði þær breytingar í för með sér að staða fræðslustjórans í Reykjavík verður sú sama og staða fræðslustjóra annars staðar á árinu 1982 en á undanförnum árum og nefndi hann til nokkrar ástæður. Fyrsta; lokun skreiðarmarkaðar í Níg- eríu hefur komið í veg fyrir að fyrir- tækið gæti nýtt brautryðjendastarf sitt til vélþurrkunar á smáfiski og þorskhausum, sem var orðinn mikil- vægur þáttur í starfsemi verksmiðj- unnar. Fyrirtækið situr nú uppi með verulegar birgðir af þorskhausum sem ekki er sýnt, að seljist. Annað; framleiðslukostnaður fyrir- tækisins hefur aukist langt umfram tekjur. Þriðja; sala á þara hefur geng- ið tregar en vonir stóðu til og enn eru tæknilegir erfiðleikar á hagkvæmri landinu og mun borgin hafa framvegis forræði sinna mála, eins og ráð er fyrir gert sam- kvæmt lögum. í samkomulaginu segir að stofnun sú sem nefnist fræðslu- skrifstofa Reykjavíkur skuli lögð niður frá og með 31. júlí nk. en í hennar stað komi fræðslu- skrifstofa Reykjavíkurum- dæmis. Jafnframt verði komið á fót skólaskrifstofu Reykjavíkur- umdæmis. Jafnframt verði kom- ið á fót skólaskrifstofu Reykja- víkur, sem fari með þau stofn- og rekstrarmálefni grunnskóla, sem ekki falla beint undir menntamálaráðuneytið eða fræðslustjóra. vinnslu hans. Þurrefnismagn þarans er mjög lágt og er því þurrkunartlmi langur, en verið er að gera tilraunir með að auka þurrefnismagn áður en þarinn fer til þurrkunarverksmiðj- unnar. Fjórða; erlendar skuldir fyrir- tækisins og vextir af þeim dollurum hafa hækkað langt umfram aðra kostnaðarþætti. Þangframleiðsla jókst á árinu mjög mikið, eða úr 1.700 tonnum af mjöli í 2.900 tonn. Jafnframt hafa markaðs- horfur batnað fyrir þang til annarra nota á alginat-framleiðslu og verð hækkað lítillega. Áhugi á þangmjöli frá Reykhólum fer vaxandi vegna gæða þess. Athugun á hugsanlegri al- ginat-vinnslu á Reykhólum reyndist neikvæð við núverandi markaðsað- stæður. Launagreiðslur fyrirtækisins voru um 5,5 milljónir króna og störfuðu hjá fyrirtækinu 25 manns. Heildartekjur urðu 14 milljónir króna og hækkuðu tekjur því aðeins um 10% milli ára. Munar þar mestu um skreiðarfram- leiðsluna. Hins vegar jókst rekstrar- kostnaður um 36% á árinu og er því hallarekstur eins og áður segir 9,7 milljónir. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er árstíðabundinn taprekstur og illa horfir með rekstur fyrirtækisins ef svo heldur fram sem horfir. Það ætti ekki að þurfa að taka það fram, að íbúar hér byggja að meira eða minna leyti tilverurétt sinn á Þör- ungavinnslunni og verður að beita öll- um hugsanlegum ráðum til þess að rekstur Þörungavinnslunnar dragist ekki saman eða stöðvist. í haust þegar þangslætti lýkur mun verða kallaður saman hluthafafundur og staða fyrir- tækisins rædd. Að sjálfsögðu er öll ákvörðunartaka varðandi framíið þessa fyrirtækis í hendi iðnaðarráðu- neytisins. Á árinu urðu forstjóra- skipti. Ómar Haraldsson lét af störf- um að eigin ósk og við tók Kristján Þór Kristjánsson, tæknifræðingur. Vilhjálmur Lúðvíksson færði Ómari þakkir stjórnar og bauð hinn nýja for- stjóra velkominn til starfa hjá fyrir- tækinu. Að venju sáu konur úr kvenfé- laginu Liljunni um veitingar á fundin- um með miklum myndarbrag. Sveinn Akureyri, 9. maí. LÖGREGLAN á Akureyri hefur beð- ið Morgunblaðið að koma því á framfæri við ökumenn á Akureyri, að nú fer í hönd sá árstími, sam- kvæmt skýrslura fyrri ára, sem hefur mesta slysatíðni í umferðinni. Maí og október hafa skorið sig nokkuð úr hvað þetta snertir. Af þessum sökum hefur lögreglan nú tekið upp hert eftirlit með akstri, aukið hraðamælingar og eftirlit. Vonast lögreglan til að bæjarbúar — og gejtir í bænum — taki nú höndum saman og reyni að gæta fyllstu varúðar í umferðinni. G.Berg Breytingar á yfirstjórn fræðslumála í Reykjavík: Staða fræðslustjóra í Reykjavík sú sama og annars staðar Borgin hefur framvegis forræði sinna mála

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.