Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983 15 Siglufjörður: Menn að gefast upp á grásleppunni Siglufirði, 10. maí. MJÖG dauft hefur verið yfir fiskiríi hér að undanfornu, en þó kom togar- inn Stálvík hingað í dag með um 120 lestir af blönduðum fiski. Grásleppu- vertíðin er með aumasta móti og eru menn nú að gefast upp á veiðunum, enda er ekki nema heímings afli hjá þeim miðað við síðasta ár. Afli smærri báta á heimamiðum hefur verið slakur, en einstaka bátur hefur náð einum og einum sæmilegum róðri. Athyglisvert er að allur fiskur, sem berst hér að, er stútfullur af loðnu. Þá er það til tíðinda að veður fer mjög versnandi og má segja að komin sé stórhríð og færð farin að þyngjast á vegum. Fréttaritari „íslenzk framtíð á iðnaði byggð“ DAGANA 19. ágúst til og með 4. sept- ember nk. heldur Félag íslenzkra iðn- rekenda iðnsýningu í Laugardalshöll. Af því tilefni samþykkti sýningarnefnd í febrúar sl„ að efna til samkeppni um einkunnarorð sýningarinnar. Þátttaka var mjög góð og bárust alls 670 tillög- ur. Dómnefnd hefur nú fjallað um til- lögurnar. Varð hún sammála um að verðlaunin hlyti tillagan „Islenzk framtíð á iðnaði byggð“. Höfundur tillögunnar er Einar Matthíasson, en hann hlýtur í verðlaun 15.000 krón- ur. Myndin er tekin, þegar Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags ís- lenzkra iðnrekenda, afhendir Einari Matthfassyni verðlaunin. Siglfirðingafélagið: Fjölskyldukaffi á sunnudaginn Siglfirðingafélagið f Reykjavík og nágrenni efnir til árlegs fjölskyldukaff- is í Glæsibæ nk. sunnudag, 15. maí, milli kl. 3 og 6. Þetta er árviss þáttur í starfsemi félagsins, sem hefur tvfþættan til- gang, að minnast kaupstaðarafmæl- is Siglufjaröar (20. maí) og varðveita tengsl og kunningsskap Siglfirðinga, búsettra syðra. Venjan er sú að heilu fjölskyldurnar, ungir og aldnir, mæti til þessa fjölskyldukaffis, og eldri Siglfirðingar, 67 ára og eldri, njóta veitinga sér að kostnaðar- lausu. Tekið verður á móti brauði og „bakkelsi", sem velunnarar vilja leggja félaginu til milli kl. 2 og 3 f Glæsibæ samkomudaginn. Formaður Siglfirðingafélagsins er Heiðar Ástvaldsson, danskennari. Aldrei glæsilegra úrval af þessum vinsælu garðhúsgögnum. Ennfremur mikið úrval af sumarbústaðahúsgögnum. GEísIP V-þýzk gæðavara Varist eftirlíkingar •H-M+fH-MM ■ : ■ ' : ‘ í ■■ ; ; ■ ■ ■ ■ : ) ; • ■ :• í ■ > Þaö er engum ofsögum sagt ; x i V' ■ ■ •. - ■ ■• ■ n byrjendakæliskáp meö inn i'H'I H-M- . ■WiV&'&X- ■ liHHhk ■:• luskáp þar ru álíka stóri eð ísmola '•: llu tilheyran (•Hí+HM i Taktu nú ’ ftt*' Tifi' +tí»4»; ; ■: M4V»4t-+ 4 í4 T 4444- +»4t- :H414j4ft; +i.'f444tTT ••ftyt+tVt; •'vTVTtTT tt+t+HM- +t;M4ÞM;>; 4t4t4t4t4; 4t4t4t-H4' 4-H4- '4H-t- •TU’títt H’tftHj itttttit 4t44-i-vt4 ;?H4 H- 4444 H- : ... i - HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 SÆTUN 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.