Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983 Fétur Friðrik við tvö verkanna á sýningunni sem opnuð verður á laugardaginn. Til vinstri er horft út um glugga í húsgarð við Urðarstíg í Reykjavík, en hægra megin munu þeir, sem kunnugur eru í Borgarfirði eystra, kannast við sig. Ljósm.: Kristján örn EUasson. „I>að eru litir í öUiim skuggum“ vatnslitamyndum, en það er að breytast, og nú vill fólk ekkert síður slík málverk. Allir, sem til þekkja, vita líka að það er ekki síður vandasamt að mála slíkar myndir. J6n Þorleifsson sagði að vísu eitt sinn um mig í gagnrýni eða um verk mín öllu heldur, að vatnslitamyndirnar væru betri en olíuverkin, enda væri auð- veldara við þær að eiga. Ég er alls ekki viss um að allir listmál- arar taki undir það, að auðveld- ara sé að fást við vatnslitina!" — Eru vatnslitamyndir seldar ódýrara en olíumálverk, og ef svo er, hvers vegna? „Já, vatnslitamyndir eru alla jafna seldar ódýrara en olíumál- verk, og það stafar meðal annars af því að þær eru mun ódýrari í gerð, olíulitirnir eru dýrari. — Á hinn bóginn er svo miklu kostn- aðarsamara að ramma vatns- litamyndir inn, þar er um miklar fjárhæðir að ræða, þegar settar eru upp stórar sýningar." — Síðasta „hreina" vatnslita- sýning því var árið 1950. Hefur mikið breyst síðan, eða gæti mynd af þeirri sýningu fallið inn í þessa, án þess að hún skæri sig verulega úr? „Um það er erfitt að segja, en þó held ég að unnt væri að sjá, að hún væri frá öðrum tíma. Maðúr breytist alltaf frá ári til árs, önnur litameðferð, meiri tækni nú en var, og þannig mætti ýmislegt telja til. Það kemur stundum fyrir, þegar ég kem í hús og sé þar eftir mig gamlar myndir, að ég verð hálf undrandi, og hugsa sem svo: Málaði ég virkilega svona á þess- um árum? — Þannig breytist þetta, hægt en sígandi, og mun- urinn verður augljós ef langt lfð- ur á milli.“ Rætt við Pétur Friðrik listmálara, sem á laugardag opnar sýningu á 80 vatnslitamyndum Pétur Friðrik Sigurðsson listmálari opnar málverkasýningu í Háholti í Hafnarfirði nú á laugardaginn. Það telst óumdeilan- lega til listviðburða er Pétur Friðrik heldur sýningar á verkum sínum, en síðast sýndi hann á Kjarvalsstöðum 1980. Á sýning- unni núna, sem er sölusýning, verða tæplega áttatíu málverk, og er það meðal annars sérstakt við sýninguna, að listamaður- inn sýnir nú einvörðungu vatnslitamyndir, en slíka sýningu hefur hann eki haldið allar götur frá því 1950 er hann sýndi upp á lofti í Málaranum, enda er hann líklega fyrst og fremst kunnur fyrir olíumálverk sín hin síðari ár. Blaðamaður Morg- unblaðsins hitti Pétur Friðrik að máli nú í vikunni, þar sem hann vann að uppsetningu sýningarinnar. Hann var fyrst spurð- ur hvernig á því stæði að hann sýndi nú einungis vatnslita- myndir. Hef notað vatnsliti og olíu jöfnum höndum „Sannleikurinn er sá, að ég hef alltaf fengist talsvert við að mála vatnslitamyndir," sagði Pétur, „ég hef notað olíuliti og vatnsliti jöfnum höndum. Mér finnst þægiiegt að hafa þessa tvo valkosti, og þegar ég mála lands- lagsmyndir eða aðrar útimyndir, fer það oft eftir veðrinu, hvora aðferðina ég nota. Ef sólskin er, léttskýjað og mikil birta, þá finnst mér betra að nota vatnslitina. Það er oft auðveldara að ná fram réttri birtu í þeim, bæði litanna sjálfra vegna, og svo ekki síður vegna þess að oftast er notaður hvítur pappír til að mála á, sem skilar- birtu í gegnum litina. Ég hef því haft dálæti á vatnslitunum með. Hvað varðar þessa sýningu núna, þá er hún meðal annars komin til vegna þess, að ég sel mun minna af vatnslitamyndum heima en olíumyndum, enda er ekki svo auðvelt að sýna þær óinnrammaðar. Þær voru því farnar að safnast upp hjá mér, en eftir að ég ákvað að hafa þessa sýningu, fyrir tveimur ár- um eða svo, hef ég mestmegnis málað í vatnslitum. Myndirnar eru annars málað- ar á síðustu fimm árum, frá 1979 til 1983.“ Mótííin leynast um allt — Á þessari sýningu eru landslagsmyndir áberandi, sem svo oft áður hjá þér, en fyrir- myndirnar eða „yrkisefnið" er sótt um allt land. „Já, það er rétt, að ég hef mál- að þessar myndir víða um land- ið. Hér eru til dæmis mýndir af Kaldadal, úr Borgarfirði eystra, Svarfaðardal, Þórisjökul má sjá á einni mynd, hér eru Þingvalla- myndir og myndir úr næsta nágrenni Reykjavíkur, Esjan, Elliðavatn og Hólmsá, Rauðhól- ar og Heiðmörk. Ég hef alltaf málað talsvert héðan úr næsta nágrenni, enda er það mín reynsla, að ekki þurfi að fara svo langt til að finna góð mótíf í landslagsmyndir hér. Falleg og sérstök mótíf er alls staðar að finna, aðeins ef maður gefur sér tíma til að litast um. Ég mála líka eitthvað á hverjum degi, svo gott er að þurfa ekki alltaf að aka langar vegalengdir!" — Þú málar mest úti í náttúr- unni? „Já, og í flestum tilvikum lýk ég við myndirnar á staðnum, sérstaklega vatnslitamyndirnar. Þær er oft betra að mála úti en inni, vegna þess að þar er betra að halda rakanum í pappírnum, nauðsynlegum raka, til að papp- írinn taki betur við litunum. — Stundum bæti ég svo einhverju við heima í vinnustofunni, en þó er það mun minna en þegar ég nota olíuliti, þar má alltaf breyta og bæta við! — Vatnslit- irnir á hinn bóginn tapa oft á þvi að vera þvegnir. Þó eru þess dæmi að menn geri það, og ekki ómerkari listmálari en Ásgrím- ur Jónsson gerði talsvert af því að þvo út liti í myndum sínum, ef hann var ekki ánægður með út- komuna. En hann notaði líka heimsins besta pappír, sem ekki er svo auðvelt að fá núna. — Ás- grímur er einn fárra, sem tekist hefur að mála vatnslitamyndir upp á nýtt. — En þetta þýðir þá væntan- lega, að ekki heppnast allar myndir? „Já, það er víst óhjákvæmi- legt, þegar unnið er með vatns- litum. Eg hendi til dæmis oft myndum eða tek þær úr umferð, sé ég ekki ánægður með þær, en um olíumálverk gilda önnur lögmál, eins og við komum að hér á undan.“ Olíumálverkin „göfugri“? — Stundum heyrir maður því fleygt, að olíumálverk séu „göf- ugri“ list en vatnslitamyndir. Hvaða skoðun hefur þú á því? „Ég tel ekki að þarna sé rétt að tala um mun á göfgi til eða frá, og ég held ekki að listmálar- ar líti svo á. Almenningur hafði hins vegar á tíma minni áhuga á Sál listamannsins í verkunum — Hvernig landslagsmyndir eru bestar? Eru það málverk þar sem listmálarinn nær að færa landslagið eins og það er á léreft eða pappír, eða þar sem hann stílfærir hæfilega mikið? „Hér get ég ekki gefið neitt algilt svar, það hlýtur að vera jafn breytilegt og listamennirnir eru margir. Svo þarf einnig að hafa það í huga, þegar þú talar um landslagið eins og það er, að hver og einn sér landslag og ann- að með eigin augum, einn tekur eftir því sem annar sér ekki, eitt er aðalatriði í huga manns, þótt annar sjái það varla. Ég fer yfir- leitt þá leið, þegar ég mála landslagsmyndir, að hafa fjöll og önnur kennileiti í náttúrunni sem líkast því sem þau eru, það er útlínurnar. Síðan leik ég mér svo meira með liti og skugga, þar er um það að ræða að mála og teikna eins og hver og einn sér umhverfi sitt. Það eru til dæmis litir í öllum skuggum, og skemmtilegt er að fást við út- færslu á þeim.“ Fer að skoða söfn og sýningar — Hvað tekur nú við, þegar þessari sýningu lýkur, verður framhald á vatnslitamyndun- um? „Það veit ég satt að segja ekki, Sex íslenskir myndlistar- menn taka þátt í sýningu í Þýskalandi SEX íslenskir myndlistarmenn munu í sumar taka þátt í 10. Tvíær- ingi Eystrasaltslanda sem haldinn verður í Austur-Þýskalandi. Þessi sýning er haldin á tveggja ^^^skriftar- síminn er 830 33 í sumar ára fresti og eru á henni málverk, grafík og skúlptúr frá Eystra- saltslöndum og öllum Norðurlönd- um. Hefur ísland tekið þátt í sýn- ingum þessum og undirbúnings- ráðstefnum síðan á sjötta ára- tugnum. Að þessu sinni munu þau Benedikt Gunnarsson, Gunnlaug- ur Stefán Gíslason, Hafsteinn Austmann, Sigríður Björnsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir og Sigurður Þórir Sigurðsson fara og sýna verk sín. F.v. Sigrún Guðjónsdóttir, Hafsteinn Austmann, Sigríður Björnsdóttir og Sigurður Þórir Sigurðsson. Á myndina vantar Benedikt Gunnarsson og Gunnlaug Stefán Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.