Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983 21 Jarðfræðikort af Mið-Suðurlandi NÝLEGA kom út Jarðfræðikort af íslandi. blað 6, Miðsuðurland, tekið saman af Hauki Jóhannessyni, Sveini P. Jakobssyni og Kristjáni Sæmundssyni. Blað 6 er eitt af níu kortblöðum, sem þekja eiga landið í mælikvarðanum 1:250000, en áður hafa komið út fimm önnur kortblöð á árunum 1960—1980. Að útgáfu jarðfræðikortsins standa Náttúrufræðistofnun Is- lands og Landmælingar íslands, Náttúrufræðistofnun sér um gagnasöfnun og frumteiknun kortsins, en Landmælingar sjá um lokateiknun og prentun þess. Jarðfræðikortið er prentað í 12 mismunandi litum, og á því eru alls 60 mismunandi tákn til af- greiningar á hinum ýmsu jarð- myndunum. Auk þess fylgir ákveðið jarðlagasnið hverju kortblaði. St. Georgs-gildin á íslandi tvítug TUTTUGU ár eru liðin frá því að landssamtök St. Georgs-gilda á ís- landi voru sett á laggirnar. St. Georgs-gildin eru alþjóðlegur fé- lagsskapur fullorðinna, sem byggður er á hugsjónum skáta- hreyfingarinnar og ætlaður þeim, sem vilja leggja sitt af mörkum til að stuðla að viðgangi skátahreyf- ingarinnar. Landsgildisþing eru haldin annað hvert ár. Að þessu sinni verður þingið haldið í gagn- fræðaskólanum í Keflavík, laug- ardaginn 14. maí og hefst klukkan 13.30. Núverandi landsgildis- meistri er Jóhanna Kristinsdóttir. Sænsk sumarhúsgögn Nýjar sendingar Vörumarkaðs- verð Seta — bak — boröplata — hvítlakkaö beiki, Grind innbrennd, lökkuö stálrör. ATH: aö hægt er aö fella boröiö saman auöveldlega. Verö á boröi + 4 stólum og sessum: Afborgunarverö kr. 5.388,00 Staögreitt kr. 5.119,00 Stakir stólar, hægt aö stafla. Efni: Hvítlökkuö stálrör. Verö meö pullum: Afborgunarverö kr. 875,00 Staögreitt kr. 831,00 Sólhlíf kr. 1.829,00 Athugið ffleiri gerðir fyrirliggjandi. Sendum um land allt. 43)12 irumarkaðurinn hf. ni 86112. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ALISON SMALE Samantha Smith með bréfið frá Andropov. Á Vesturlöndum vill hann kom fram sem Tom Sawyer. Rússar færa áróðurs- stríðið inn í fjöl- miðla á Vesturlöndum Leiðtogar Sovétríkjanna hafa tekið upp nýjar aðferðir í áróð- ursstríðinu við Bandaríkin og í tilraunum sínum til að koma í veg fyrir, að ríki Atlantshafsbandalagsins komi upp varnareldflaug- um í Vestur-Evrópu í desember nk. í stað opinberra yfirlýsinga reyna þeir nú að hafa persónulegt samband við áhrifamikla hópa og fjölmiðla á Vesturlöndum og er Ijósasta dæmið um þetta bréf Andropovs til bandarískra vísindamanna, þar sem hann hvetur þá til að gera sitt til að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið. Andropov og ríkisfjölmiðl- arnir sovésku hafa að undanförnu hamrað á því, að bandarískur almenningur og ráðmennirnir í Kreml væru einhuga í friðarást sinni, ólíkt því, sem væri með Reagan for- seta, sem væri hinn mesti striðsæsingamaður. Bréfið til bandarísku vísindamannanna er dæmigert fyrir þennan áróður. Bréfið var í engu frábrugðið þeim venjulega andbandaríska áróðri, sem daglega flæðir út af síðum sovéskra dagblaða, nema hvað Andropov ávarpaði vísindamennina beint og gerði það um leið dálítið persónu- legra. Klókindaleg tök á vest- rænum fjölmiðlum hafa ein- kennt fyrstu mánuði Andro- povs í embætti. Andrei Gromyko, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, hélt fremur óvenjulega blaða- mannafund í Moskvu 2. apríl sl. og var útvarpað frá fundin- um, sem allur fór fram á ensku. Aðeins viku síðar efndu nokkrir háttsettir embættis- menn sovésku stjórnarinnar til „hringborðsumræðna" með vestrænum fréttamönnum, þar sem þeir notuðu tækifærið til að vísa á bug þeim fullyrð- ingum Reagans, að heimsbygg- inni stafaði ógn að útþenslu Sovétmanna. Embættismennirnir höfðu ekkert nýtt fram að færa fremur en Gromyko. Það, sem var nýtt, var sá skilningur þeirra, að vestrænir blaða- menn vilja heldur hitta fólk augliti til auglitis og að ef þeir fá það, þá eru þeir líklegri til að skrifa góða frétt. Andropov sýndi, að hann er vel með á nótunum í þessu efni nú fyrir skemmstu í viðtali sínu við vestur-þýska tímaritið Der Spiegel. Það var ekki að- eins, að tímaritið birti viðtalið frá orði til orðs heldur einnig skrifleg svör hans við spurn- ingum, sem lagðar höfðu verið fyrir hann nokkru áður. Á þennan hátt gat Andropov komið boðskap sínum til mik- ils fjölda fólks og einkum til Vestur-Þjóðaverja, sem skiptir mesta máli fyrir Sovétmenn vegna áætlana NATO um að koma upp eldflaugum í Vest- ur-Þýskalandi á vetri kom- anda. Andropov hefur einnig not- að sína eigin fjölmiðla í áróð- ursstríðinu við Bandaríkja- menn. í febrúar sl. var birt viðtal við hann í Prövdu, þar sem hann hamaðist gegn „opnu bréfi" Reagans Banda- ríkjaforseta til Vestur- Evrópubúa, en þar sagði Reag- an það stefnu sína, að útrýma ætti öllum kjarnorkuvopnum, og í mars notaði hann sömu aðferð við að svara ræðu Reag- ans um nýtt varnarkerfi 1 geimnum. Tass-fréttastofan sagði um bréf Andropovs til bandaríska vísindamannanna, að það væri svar við áskorun þeirra um að vígbúnaðarkapphlaupið yrði ekki látið ná til himingeims- ins. Mönnum greinir nokkuð i um hvers vegna Andropov sendi þetta bréf þar sem vitað er að Rússar hafa sjálfir haft forystuna um að nota himin- geiminn í hernaðarlegum til- gangi með svokölluðum „drápshnöttum". Sumir telja, að það hafi ekki verið nein til- viljun, að Andropov sendi bréfið á sama tíma og sænska stjórnin sendi frá sér skýrslu um ferðir sovéskra kafbáta innan sænskrar landhelgi, og segja, að það hafi vakað fyrir Andropov að drepa því máli á dreif með nýjum áróðurs- brögðum. Vestrænir sendimenn í Moskvu hafa þó bent á aðra skýringu. Að undanförnu, segja þeir, hafa Sovétmenn verið að sannfærast um, að Reagan verði endurkosinn sem forseti í kosningunum á næsta ári. Reagan hefur að vísu ekk- ert um það sagt hvort hann ætlar að gefa kost á sér aftur, en Sovétmenn virðast hins vegar telja víst að hann geri það. Auk þess virðast þeir á því, að stefna Bandaríkja- stjórnar í varnarmálum muni hvort eð er ekkert breytast þótt einhver annar maður setj- ist að í Hvíta húsinu. Ekki er ljóst hvort nýjar að- ferðir ráðamannanna í Kreml hafa vakið einhverja athygli í Sovétríkjunum sjálfum en þó hljóta almenningi þar að koma spánskt fyrir sjónir bréfa- skipti Andropovs og tíu ára gamallar bandarískrar stúlku, Samantha Smith, sem býr í borginni Augusta í Maine. Samantha skrifaði Andropv bréf og hann svaraði um hæl á einkar hlýlegan og innilegan hátt. Hann líkti Samönthu við Becky Thatcher, eina af sögu- persónum Mark Twains í bók- inni um Tom Sawyer, og lauk bréfi sínu með því að bjóða henni í sumarbúðir á Krím- skaga. Þetta boð hefur hann nú ítrekað. SV (Heimild AP)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.