Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983 Karvel Pálmason: Klaufalega að verki staðið „ÉG VAR ekki á þessum þing- flokksfundi og það hefur enginn borið þetta undir mig. En eins og þetta kemur fyrir mín augu og eyru, sem ég hygg að hafí komið fyrir hjá fleirum, fínnst mér vægast sagt af- skaplega klaufalega að verki stað- ið“, sagði Karvel Pálmason alþingis- maður, er Mbl. ræddi við hann í gær, en Karvel er mjög ósáttur við vinnubrögð þingflokks sfns og for- manns varðandi ákvörðunina um að krefjast forsætisráðherraembættis- ins, ef til þátttöku þeirra kæmi í samstjórn með Sjáifstæðisflokki og Framsóknarflokki. Karvel var spurður, hvort hann hefði rætt þetta mál við formann flokks síns, Kjartan Jóhannsson. Hann svaraði: „Ég ætla honum að hafa samband við mig og bíð enn skýringa af hans hálfu." Karvel sagði að í umræðum innan þing- flokksins hefði komið fram að ekki teldist óeðlilegt að Alþýðuflokkur- Stykkishólmur: Vorið fær- ist nær Stykkisbólmi, 9. maí. HELDUR er nú vorið farið að færast nær, jörðin víðast orðin auð og fjöllin bera merki þíðunn- ar, og sést þar vfða í jörð. Þó mætti hitinn vera meiri, en hann hefír ekki farið hér yflr 6 stig enn og nú er austan og norðaust- an kaldi og ber því minna á hlýj- unni. Menn eru farnir að snúa sér að vorverkum, athuga garða sína og huga í eyjaferðir í eggjaleit o.fl. f vetur hefir orð- ið vart við mink eins og áður úti í eyjum og nú verður farið í að veiða hann svo fljótt sem tök eru á, því hann er mikill skaðvaldur í eyjum. Afli hefir mjög tregast undanfarið og hefir komist niður í tonn í róðri og mun því hvað úr hverju farið að taka netin upp. Þrátt fyrir að byggt sé tals- vert af íbúðum virðast sömu húsnæðisvandræði vera og áð- ur. Stykkishólmur er eins og önnur kauptún alltaf að stækka. Næg atvinna hefir ver- ið í vetur. Nú koma skóla- krakkar á vinnumarkaðinn. Hvort hann getur tekið við þeim öllum er enn ekki vitað, en vonandi tekst að koma flest- um ef ekki öllum í störf í sumar. Fréttaritari inn fengi forsætisráðherraemb- ættið ef til slíks stjórnarsam- starfs kæmi, sem hann sagðist hafa verið fýsandi. Slíkt hefði að hans mati mátt láta sterkt í ljós í viðræðum við sjálfstæðismenn og framsóknarmenn, en sú afgreiðsla sem málið fékk af hálfu þing- flokks og formanns hefði að hans mati verið afskaplega klaufaleg. Kór Langholtskirkju: Tónleikum aflýst KÓR Langholtskirkju hefur af óviðráðanlegum ástæðum aflýst tónleikum, sem áttu að vera í Sel- fosskirkju í kvöld og í Langholts- kirkju á laugardaginn. Islenzk bók um Baháítrú KOMIN er á markaðinn ný bók um Baháítrúna, höfund hennar og markmið og uppruna. Bókin, sem nefnist „Bahá’u’lláh, líf hans og opinberun", er eftir Eðvarð T. Jóns- son og er þetta fyrsta bókin um þetta efni, sem rituð er af íslenskum höfundi. Bókin er 267 blaðsíður, prýdd fjölda mynda. Hún skiptist í 14 kafla, en í bókarauka er fjallað um formlegt skipulag Baháítrúarinn- ar, kenningar hennar, guðs- hugmynd, siðgæðisboðskap og meginmarkmið. Einn kafli í bók- arauka er helgaður kraftaverkum. Heimilda- og atriðaorðaskrá er í bókinni. Prentsmiðja G. Benediktssonar prentaði bókina, en Michael Gunt- er og Geoffrey Pettypiece sáu um útlit. Bókband annaðist Arnarfell hf. Ný þyrla til landsins NÝ ÞYRLA, TF-FIM, af gerðinni HUGHES 500D hefur nú bæst í flugflota landsmanna. Það er Þyrluþjónusta Albínu Thordarson, sem flytur þyrluna inn nýja frá Bandaríkjunum. HUGHES 500D getur flutt metra vegalengd, án þess að taka fimm menn, flugmann og fjóra eldsneyti. Farflughraði þyrlunn- farþega. Þegar hún er fullhlaðin ar er 150 mílur, 240 kílómetrar á farþegum, eldsneyti og auk þess klukkustund, með flotholtum, en 175 kílóum af öðrum flutningi, nokkru meiri án þeirra. kemst hún 300 til 330 mílur eftir Flugmaður á þyrlunni verður flughæð, eða 480 til 530 kíló- Bogi Agnarsson. Della Frances Dolan, sem varð þriðja f keppninni um Miss World í fyrra, mun krýna fegurðardrottningu íslands ásamt Guðrúnu Möller. GUÐRÚN Möller, fegurðardrottning íslands 1982, með hina nýju kórónu sem fegurðardrottning fslands 1983 verður krýnd raeð á Broadway hinn 20. maí næstkomandi. Fegurðarsamkeppni íslands 1983: Stúlkurnar koma fram á Broadway annað kvöld ÞÁTTTAKENDUR í keppninni um fegurðardrottningu ísiands 1983 verða kynntir á veitingahúsinu Broadway annað kvöld. Tíu stúlkur taka þátt í keppninni, og munu þær bæði koma fram í baðfötum og síðkjólum. Á sam- komunni verður frumfíutt nýtt tónverk eftir Gunnar Þórðarson, „Tilbrigði við fegurð", sem tileinkað er fegurðardrottningum íslands. Hljómsveit Björgvins Halldórssonar leikur lagið undir stjórn Gunnars Þórðarsonar, söngvarar eru þeir Björgvin og Jóhann Helgason. Efnt verður til skoðanakönnunar meðal gesta og mun dómnefnd í keppninni taka tillit til hennar í störfum sinum. Efnt verður til tískusýningar á fatnaði frá Karnabæ, og ýmis skemmtiatriði verða á dagskrá. Baldvin Jónsson, sem hefur veg og vanda af vali fegurðardrottn- inga íslands , sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að allt kapp væri lagt á að vanda sem mest til keppninnar. Mikil vinna hefði ver- ið lögð í undirbúning, og dóm- nefndin hefði átt þrjá langa fundi með keppendum. „Krýning fegurð- ardrottninganna á að verða við- burður í þjóðlífinu," sagði Baldvin, _og við munum velja fulltrúa sem Island getur verið stolt af á al- þjóðavettvangi, og við munum búa þannig að sigurvegurunum að þeir standi jafnfætis stúlkum frá öðr- um löndum, en á það hefur óneit- anlega skort hin síðari ár. Fjöldi fyrirtækja hefur lagt keppninni lið með gjöfum og framlögum, svo sem Broadway, Flugleiðir, Æfin,?a. stöðin Engihjalla, Snyrtistofan Ársól, Hárgreiðslustofan Gígja og umboðsmenn fyrir Lancome, L’Oreal og Triumph. Þá hafa verið keyptar kórónur til keppninnar og sproti fyrir fegurðardrottningu ís- lands, en auk þess titils er valin fegurðardrottning Reykjavíkur 1983, ljósmyndafyrirsæta ársins og vinsælasta stúlkan I keppninni. Úrslit verða kynnt á samkomu í Broadway eftir viku, þar sem Guð- rún Möller fegurðardrottning fs- lands 1982 og Della Dolan fegurð- ardrottning Bretlandseyja 1982 krýna sigurvegarana.“ Baldvin sagði, að sigurvegarinn í keppninni í ár myndi fara á Miss Universe-keppnina í St. Louis í Bandaríkjunum í sumar. Um 630 milljónir manna um allan heim fylgdust með þeirri keppni í sjón- varpi um gervihnött, og öruggt væri að íslandi væri mikill akkur í þátttöku í keppninni. Síðar á árinu myndi fegurðardrottning fslands síðan keppa um titilinn Miss World í London. Aðrar stúlkur í keppninni munu svo taka þátt í ýmsum alþjóðlegum keppnum víða um heim síðar á árinu, svo sem í Istanbul, Tókýó og Seoul. Vandaður, litprentaður 16 síðna bæklingur hefur verið gefinn út í tilefni keppninnar að þessu sinni, og verður hann afhentur gestum á Broadway á morgun og á loka- kvöldinu 20. maí. „Undirbúningur keppninnar hefur gengið vel,“ sagði Baldvin Jónsson að lokum, „og við stefnum að því að þessar samkomur á Broadway verði sann- kallaðar hátíðasamkomur, þar sem prúðbúið fólk kemur til að borða góðan mat, fylgjast með fegurðar- samkeppninni, sjá góð skemmti- atriði og umfram allt skemmta sér á góðri skemmtun." Stúlkurnar, sem þátt taka í keppninni að þessu sinni, eru þær Anna María Pétursdóttir, Elín Sveinsdóttir, Hulda Lárusdóttir, Inga Valsdóttir, Katrín Hall, Kristín Ingvadóttir, Lilja Hrönn Hauksdóttir, Steinunn Bergmann, Stella Skúladóttir og Unnur Steinsson. Dómnefnd skipa Ásdís Eva Hannesdóttir, Brynja Nord- quist, Friðþjófur Helgason, Hanna Frímannsdóttir, Henný Her- mannsdóttir, Olafur Laufdal og Ólafur Stephensen. Breytingar á skólamálum í Kópavogi: Samningurinn mjög hagstæð- ur fyrir ríki og Kópavogsbæ - segir Richard Björgvinsson bæjarfulltrúi „VIÐ bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fluttum um það tillögu í bæjarstjórn Kópavogs, að byrja flutning Menntaskólans í Kópavogi í Víg- hólaskóla á síðastliðnu hausti og að 1. bekkur MK yrði þar sl. vetur. A þremur árum hefði MK flutt alfarið í Víghólaskóla og þannig hefði engu barni verið vísað frá þeim skóla sem það hefði hafið nám við, en um þetta náðist ekki samstaða á þeim tíma,“ sagði Richard Björgvinsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það var komið að því að gera þyrfti breytingar á skólamálum í Kópavogi og þess vegna var loks- ins farið út í samningsgerð, sem hefði átt að byrja fyrir þó nokkr- um árum. Með flutningi mennta- skólans í Víghólaskóla, fær hann mun betra húsnæði og um leið þróunarmöguleika á þeirri lóð sem fylgir skólanum. Þessi samningur sem nú hefur verið gerður og væntanlega verður samþykktur í bæjarstjórn Kópavogs á föstudag, tel ég vera mjög hagstæðan, bæði fyrir Kópavogsbæ og ríkið varð- andi byggingu grunnskólanna og framhaldsskólans í Kópavogi," sagði Richard. Richard sagði að allt sl. haust hefði ekkert verið gert af hálfu meirihluta bæjarstjórnar, til þess að taka ákvarðanir um framtíð- arskipulag skólanna í Kópavogi, fyrr en í byrjun janúar að bæjar- ráð Kópavogs samþykkti að fara þess á leit við menntamálaráðu- neytið að skipuð yrði nefnd til þess gera úttekt á skipan skóla- mála í bænum. Samkvæmt áliti nefndarinnar skyldi Víghólaskóli lagður niður sem grunnskóli og menntaskólinn fengi Víghólaskóla frá og með næsta hausti. í fram- haldi af þessu hefði bæjarráð far- ið fram á, að fram færu samning- ar um skólamál í Kópavogi og 6. maí sl. var samningur undirritað- ur. í samningnum fólst að menntaskólinn fengi húsnæði Víg- hólaskóla, að grunnskólar í aust- urbæ skyldu verða heildstæðir og gerð skyldi áætlun um byggingu grunnskóla til 6 ára. Ingólfur Þorkelsson, skóla- meistari Menntaskólans í Kópa- vogi, sagði að samningurinn um skólamálin væri hagstæður ríki og bæ, en þó hagstæðastur unga fólk- inu í Kópavogi. Menntaskólinn losnaði úr gífurlegri húsnæðis- kreppu, áframhaldandi uppbygg- ing grunnskólastigs væri tryggð og gerð væru framtíðaráform um verknám í Kópavogi. Stella Guðmundsdóttir, skóla- stjóri í Digranesskóla, sagðist líta svo á að margt væri jákvætt við samninginn og þó einkum það að verið væri að þrýsta á að ríki og bæjarfélag byggðu upp heildstæða skólastefnu í Kópavogi sem þau skuldbyndu sig til að fara eftir. Einnig benti hún á að verið væri að færa skólana þangað sem þörf- in væri mest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.