Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983 47 Aberdeen Evrópumeistari bikarhafa eftir framlengdan leik: Fyrsti Evróputitillinn í 80 ára sögu félagsins Skoska liöið Aberdeen náöi fyrsta Evróputitlinum í 80 ára sögu félagsins í gærkvöldi er lið- ið sigraði Real Madrid frá Spáni 2:1 á Ullevi-leikvanginum (Gauta- borg í Svíþjóð. Jafnt var eftir ven- julegan leiktíma, 1:1, þannig að framlengt var í 2x15 mín. og þá skoraði varamaðurinn John Hew- itt sigurmarkið með skalla eftir sendingu Peter Weir. Kom mark- iö á 5. mín. seinni hálfleiks fram- lengingarinnar. Eric Black, hinn 19 ára gamli framherji Aberdeen, skoraöi fyrsta mark leiksins á 7. mín. Gordon Strachan tók þá hornspyrnu, Alex McLeish skallaði aö marki en knötturinn fór í varnarmann. Þaö- an hrökk hann til Black sem skor- aöi af stuttu færi. Á 4. mín. haföi Black næstum tekist aö skora. Hann átti þá þrumuskot í þver- slána. Black haföi ekki leikiö í þrjár Robson meiddist TOTTENHAM sigraði Manchester United 2:0 í gærkvöldi i ensku 1. deíldinni í London. Graham Rob- erts og Steve Archibald skoruðu fyrir Spurs og komu bæði mörkin í seinni hálfleik. Bryan Robson, fyrirliöi United, haltraöi meiddur af velli f seinnl hálfleiknum. Hann meiddist á ökkla en búist er viö því aö hann veröi orðinn góöur fyrir úrslitaleik- inn í FA-bikarnum 21. þ.m. Opið í Skálafelli og Bláfjöllum í dag ENN er ágætt skíðafæri í Skála- felli og Bláf jöllum og verða skíöa- lyftur opnar á báöum þessum stöðum í dag. Vegurinn ( Skála- felli er nýheflaöur og því fljótfarið uppeftir. Nú fer hver aö verða sfö- astur að nýta sér skföasvæöin þar, því skíöalyftur loka fljótlega. vikur fyrir leikinn vegna meiösla í ökkla — en nú átti hann frábæran leik í framlínunni og geröi hvaö eft- ir annaö mikinn usla í spönsku vörninni, áöur en hann þurfti aö fara út af meiddur er langt var liöiö á leikinn. Real Madrid jafnaöi 7 mín. eftir mark Aberdeen. Willie Miller átti misheppnaöa sendingu aftur til Leighton í markinu, Santillana komst inn í sendinguna, og dæmd var vítaspyrna er markvöröurinn felldi hann í teignum. Úr vítinu skoraöi Juanito. Áhorfendur voru aöeins 17.804 — þar af 10.000 Skotar sem komu gagngert til aö fylgjast meö leikn- um og fögnuöu þeir innilega á göt- um borgarinnar eftir leikinn. Leiknum var sjónvarpað beint til 45 landa — þ.á m. Ástralíu og Venezuela — sem var eina Suð- ur-Ameríkuþjóöin sem sýndi hann. Talið var aö ein billjón manns hafi horft á leikinn í sjónvarpi. Þetta var í eliefta skipti sem Real Madrid lék til úrsllta í Evrópu- keppni, og þetta var heldur leiöin- legur endir á leiktímabilinu fyrir liösmenn spánska liösins. Fyrir aö- eins ellefu dögum misstu þeir af spænska meistaratitlinum til Athletico Bilbao eftir aö hafa tapaö 1:0 gegn Valencia í lokaumferö- inni. Liö Real Madrid hefur unniö Evrópukeppni meistaraliöa sex sinnum — oftar en nokkurt annaö liö — en liöiö hefur aldrei sigrað í Evrópukeppni bikarhafa. Sigur Aberdeen var sanngjarn — Skot- arnir voru mun ákveðnari og skv. fréttaskeytum höfðu þeir meiri sig- urvilja og var þaö fyrst og fremst taliö hafa ráöiö úrslitum. Liöin voru þannig skipuö. Aberdeen: Jim Leighton, Doug Rougvie, John McMaster, Alex McLeish, Willie Miller, Neal Cooper, Gordon Strachan, Neil Simpson, Mark McGhee, Eric Black (John Hewitt), Peter Weir. Real Madrid: Augustin Santiago, Juan Jose, Bonet, Metgod, Camacho (Gonzales), Cano, Stielike, San Jose, Gallego, Juanito, Santillana. Ragnheióur og Sigurður urðu stigahæst FH-INGAR sigruðu í öllum flokk- um og sýnir það þá grósku sem er í hlaupum (Firöinum. Siguröur og Ragnheiður sigruöu ( öllum sínum hlaupum. KARLAR: Stig 1. Sigurdur P. SigmundH. FH 150 2. Sighvatur D. Guömundaa. HVf/ÍR 132 3. Hatatainn Óakaraaon |R 108 25 km götuhlaup Meistaramót íslands f 25 km götuhlaupi fer fram á Hvolsvelli laugardaginn 14. maí og hefst hlaupið klukkan 14.00. Þátttaka tilkynnist til Sigurðar Haralds- sonar fyrir fimmtudaginn 12. maí í síma 52403.Þátttökugjald er 30 krónur. Viðavangshlaupanefnd FRÍ « 4. StoMn Friögeirwon ÍR 94 5. Einar Siguröaaon UBK 93 8. Gunnar P. Jöakimaaon ÍR 85 7. Gunnar Birgiaaon |R 78 8. Ingvar Garöaraaon HSK 70 9. Steinar Friögeiraaon (R 87 10. Magnúe Haraldaa. FH 57 Alle hlupu 105 I ðllum vföavangahlaupum f karlaflokki. KONUR: Stlg 1. Ragnhaiöur Ólafad. FH 120 2. Hrönn Guömundad. UBK/fR 114 3. Rakel Gylfad. FH 108 4. Frföa Bjarnad. UBK 49 5. Guöbjörg Haralded. KR 39 8. Björg KHatjánad. 35 7.-8. Linda B. Lofted. FH 24 7. -8. Marta Leöad. IR 24 9. Krlatfn Eggertad. USVH 21 10. Sigrlöur Sigurjönad. lR 20 Alla hlupu 45 konur f hlaupum vetrarina. DRENGIR: Stig 1. Ómar Hölm FH 111 2. Viggö Þ. Þörieeon FH 84 3. Helgi F. Kriatinaaon FH 53 4. Garöar Siguröaaon FH 47 5. Lýöur Skarphéöinaaon FH 44 8. Arnþör Siguröaa. UBK 29 Alla hlupu 40 drengir f hlaupum vetrarina. Alec Ferguson í einka- samtali við Morgunblaðið: „Ekki eins erfitt og ég bjóst við áá Slmamynd AP. • Eric Black, táningurinn ( liöi Aberdeen, kemur liöi sfnu hér á sporið með marki af stuttu færi á 7. mínútu leiksíns gegn Real Madrid í Gautaborg ( gærkvöldi. Augustin Santiago á ekki mögu- leika á að verja skotið. Black og félagar fögnuðu sigri ( Evrópu- keppi bikarhafa að leik loknum. • Ragnheiður Ólafsdóttir, frjáls- íþróttakona úr FH. „LEIKURINN var ekki eins erfiöur og ég bjóst viö. Ég sagði fyrir leikinn aö það erfiðasta viö hann yröi aö sigrast á nafni andstæð- inganna — þar sem þeir eru mjög frægir — en það reyndist ekki eins erfitt og ég bjóst viö,“ sagði Alec Ferguson, framkvæmda- stjóri skoska liösins Aberdeen, nýbakaöra Evrópumeistara bik- arhafa, ( samtali við Morgunblað- ið seint ( gærkvöldi. Hann var þá nýkominn á hótel liösins fyrir utan Gautaborg og var aö vonum mjög sæll og glaður með árangur liðs sins. „Við fengum gott færi strax í byrjun er Eric Black átti þrumuskot í þverslá. Eftir að Real Madrid skoraöi úr vítinu lóku leikmenn spænska liösins mjög vel — en viö náöum aö rétta úr kútnum aftur og sigra. Leikmenn mínir léku aldeilis stórkostlega í kvöld, og viö áttum sigurinn svo sannarlega skilinn,“ sagöi Ferguson. Helduröu að þessi sígur geti oröið lykillinn að frekari vel- gengni Aberdeen (Evrópukeppn- um? „Ég vona þaö svo sannarlega. Þaö aö leika í úrslitum ( keppni sem þessari er algerlega ný reynsla fyrir okkur, þannig aö ég vona aö þessi sigur veröi okkur til góös og veröi til þess aö viö náum jafn góöum árangri í framtiðinni." Er þessi sigur ykkar ekki stór sigur fyrir skoska knattspyrnu? „Jú, tvímælalaust. Skoska knattspyrnan mun njóta góös af þessum sigri okkar, og ég er sannfæröur um að menn fara aö taka meira eftir henni en áöur." Ferguson var aö lokum sþuröur aö því hvort hann teldi liö sitt eiga möguleika á sigri í skosku úrvals- deildinni ( ár, og svaraöi hann því neitandi. „Dundee United mun ör- ugglega sigra í deildinni," sagöi hann. — SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.