Morgunblaðið - 14.05.1983, Page 1

Morgunblaðið - 14.05.1983, Page 1
48 SIÐUR OG LESBOK 107. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaösins Karjalainen: Afengi vard honum að falli Ilelsingfors, 13. mai. Frá Harry Ciran- berg, fréltaritara Morgnnblaósins. AHTI Karjalainen, yfirbanka- stjóri finnska scrtlabankans var í dag leystur frá embætti sínu. Ástædan var áfengisvandamál hans, sem dregið hafði mjög úr áliti hans. Fyrr í þessari viku sagði Karjalainen sig úr flokki sínum, Miðflokknum og kvaðst verða óflokksbundinn eftirleiðis á vettvangi stjórnmálanna. Gert er ráð fyrir, að Karjalainen verði einnig að láta af starfl sínu sem formaður fínnsk-sovézku verzlun- arnefndarinnar, sem skipuleggur verzlunarviðskipti Finnlands og Sovétríkjanna. Karjalainen hefur að baki langan feril sem einn helzti stjórnmálamaður Finnlands. Hann varð fyrst ráðherra 1957 og á árunum 1961—1975 var hann nær samfellt utanríkis- ráðherra, nema á árunum 1962—1963, er hann var forsæt- isráðherra. Á árunum 1976—1977 var hann aðstoðar- forsætisráðherra og efnahags- málaráðherra. Eftirmaður Karjalainens sem yfirbankastjóri finnska seðla- bankans verður sennilega Rolf Kullberg, en sá síðarnefndi hef- ur verið aðstoðarbankastjóri og er óflokksbundinn. Karjalainen Bandaríkin: V erðbólga að hverfa Leitað að sönnunargögnum HÚSLEIT gerð hjá Konrad Kujau, sem á að hafa selt vikuritinu Stern hinar folsuðu dagbækur Hitlers. Við húsleitina fannst ekkert, sem gefið gat upplýs- ingar um þessar dagbækur. Hins vegar fannst margt af myndum og munum frá valdatíma nazista. Sjá „Dagbækur Hitlers" á bls. 23. Washington, 13. maí. AP Heildsöluverð í Banda- ríkjunum lækkaði um 0.1% í aprflmánuöi og er það í þriðja sinn á fjórum mánuðum, sem það lækkar. Er það þakkað minni orkukostnaði fyrst og fremst. Iðnframleiðsla í fímm af átta mestu fram- leiðslulöndunum jókst á milli mánaðanna janúar og febrú- ar og þar á meðal í Banda- ríkjunum. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur heildsöluverð á ársgrundvelli lækkað um 3,7% f Bandaríkjunum en hækkaði um 3,5% á siðasta ári. Sumir hag- fræðingar spá því, að á þessu ári verði verðbólgan í Bandaríkjunum miðað við heildsöluverð innan við 1%, sú minnsta síðan um miðjan sjöunda áratuginn. Bensínverð lækkaði um 1,5% eftir 6% lækkun í mars, húshitunarolía lækkaði um 6,3% og hafði áður lækkað um 7,6% og jarðgas lækkaði um 3,5% en hafði áður hækkað um 2,5%. Framleiðsla í bandarískum verksmiðjum og námavinnslu jókst um 2,1% í apríl og hefur þá Brottflutningur erlends herliðs frá Lf banon: Hindrar Assad brottflutninginn? NeUnya, Damaskus, 13. maí. AP. ^ ^ Netanya, ÍSRAELAR og Líbanir lögðu í dag síð- ustu hönd á enska útgáfu samkomu- lagsins um brottflutning ísraelsks her- liðs frá Líbanon og sögðu fulltrúar beggja, að samkomulagið væri gott og réttlátt. Sýrlandsstjórn hefur hins veg- Fjöldamorð í E1 Salvador Waahington, 13. maí. AP. UM 100 óbreyttir borgarar voru drepn- ir, sumir skotnir af aftökusveitum, þeg- ar skæruliðar í El Salvador lögðu um helgina undir sig þorpið Cinquera þar sem 500 manns bjuggu. Eru þessar fréttir hafðar eftir bandarískum emb- ættismönnum í El Salvador. Samkvæmt þessum fréttum réðust 6—700 skæruliðar á þorpið og hófu „fjöldamorð" á óbreyttum borgurum eftir að þeir höfðu náð því á sitt vald. 40 stjórnarhermenn voru til varnar í þorpinu og féllu 24 þeirra í átökunum en hinir 16, sem gáfust upp fyrir skæruliðunum, voru hand- járnaðir og skotnir. Skæruliðarnir höfðu að sögn lista yfir þá þorpsbúa, sem leiddir voru fyrir aftökusveit- irnar, en konur og börn féllu einnig fyrir kúlum þeirra. Öðrum þorps- búum var hótað dauða ef þeir hypj- uðu sig ekki á brott en að þvf búnu létu skæruliðar greipar sópa um verslanir og búfénað. Kristilegi demókrataflokkurinn í E1 Salvador hefur skorað á stjórnina að grípa til aðgerða gegn dauðasveit- um hægrimanna í landinu, sem ný- lega hafi hótað einum þingmanna flokksins öllu illu. Mannréttinda- nefndin í E1 Salvador segir dauða- sveitirnar bera ábyrgð á 90% alls mannfalls meðal óbreyttra borgara í landinu þau þrjú ár, sem borgara- stríðið hefur staðið. 42.000 óbreyttir borgarar hafa látið lífið þennan tfma. ar hafnað samkomulaginu algjörlega og kallar það „alvarlega ógnun" við öryggi landsins. Búist er við að franskur texti sam- komulagsins um brottflutning ísra- elshers frá Líbanon liggi fyrir á sunnudag en á mánudag verður það lagt fyrir ísraelska þingið og er ein- sýnt, að það verður samþykkt. Mun þá verða tiltekinn dagur til undirrit- unar. Aðalsamningamaður Líbana, Antoine Fattal, sagði, að samkomu- lagið væri sigur fyrir libönsku þjóð- ina, sem hefði með því fengið fram- gengt meginkröfum slnum, brott- flutningi erlends herliðs og endur- heimt fullra yfirráða í sínu eigin landi. Ekki er enn vitað hvert verður hlutverk Saad Haddads majórs, sem ísraelar hafa viljað efla til áhrifa í Suður-Líbanon, og er talið, að um það verði samið sérstaklega. Haft er eftir heimildum í Sýr- landi, að Hafez Assad, Sýrlandsfor- seti, hafi sagt utanrfkisráðherra Líbana, Elie Salem, að Sýrlendingar gætu ekki fallist á samkomulagið um brottflutninginn þar sem það græfi „undan fullveldi Líbanons og sjálfstæði, gerði Líbana ofurselda yfirráðum Israela og heimsvalda- sinna og væri alvarleg ógnun við öryggi Sýrlands". Haft er eftir hátt- settum embættismanni líbönsku stjórnarinnar, að samkomulagið við fsraela verði undirritað hvað sem líði afstöðu Sýrlendinga. aukist stöðugt um fimm mánaða skeið. Er þetta mesta framleiðslu- aukning síðan í ágúst 1975 og gæt- ir hennar í öllum greinum iðnað- arins. Iðnframleiðsla jókst einnig í Frakklandi, Hollandi, Kanada og Bretlandi en dróst saman um 0,8% í Japan og 0,7% á ítaliu. Engin aukning var í Vestur-Þýskalandi og var febrúarframleiðsla þar 5,5% minni en var fyrir ári. Ekkert verður af brottflutningi ísraelshers, 25.000 manna, nema Sýrlendingar flytji á brott sína 40.000 hermenn og Palestínumenn 8—10.000 skæruliða. Vestrænir sendiráðsmenn segjast ekki vilja trúa því, að neitun Sýrlendinga sé endanleg. London: Veðmál snúast um rign- inguna London, 13. maí. AP. ÞAÐ rigndi í London í dag, 27. daginn í röð, og ekkert útlit fyrir, að regnhlífarnar fái að rykfalla á næstunni. Veðmangararnir gera sér hins vegar mat úr öllu og standa nú veðmálin þannig hjá honum William Hill, að sá, sem vill veðja á þurrt veður f tvo sólarhringa á næstu dög- um, fær veðféð aftur fimmfalt ef hann vinnur. Kosningar fara fram í Bretlandi 9. júní nk. og ennþá trúa því flestir, að þá verði sólskin og sunnanvindur eða fimm á móti hverjum fjór- Rigningarnar hafa þó gert suma svo svartsýna, að þeim finnst fátt trúlegra en að það verði snjókoma á kjördag og ef þeir veðja á það og vinna fá þeir pundið fimmhundraðfalt hjá William Hill. Þessir þrír menn voru í fyrirsvari fyrir samninganefndunum, sem ræddu um brottflutning fsraelshers frá Líbanon. Fremstur er Morris Draper, samninga- maður Bandaríkjastjórnar, þá David Kimche, aðalfulltrúi ísraela, og loks Antoine Fattal, helsti talsmaður Líbana. A)>

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.