Morgunblaðið - 14.05.1983, Side 3

Morgunblaðið - 14.05.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 3 Slóans-gelgja og fleiri „furðufiskar“ ALLTAF er nokkuð um það, að svokallaðir „furðufiskar" veiðist hér við land. Misjafnar heimtur eru á þessum fiskum, sumir berast Hafrannsóknastofnun, af öðrum eru teknar myndir, en margir þeirra glatast alveg. Gunnar Jóns- son, fiskifræðingur, sagði í samtali við Morgunblaðið, að „furðufiska- vertíðin“ væri óvenjugóð það sem af væri árinu, ef svo mætti að orði komast. Meðal annars hefði stofn- unni borizt fyrir nokkru svo sjald- gæfur fiskur, að enn væri hann nafnlaus, hefði aðeins latneskt teg- undarheiti. Sagði Gunnar líklega skýringu á auknum „furðufiska- afla“ geta verið þá, að togararnir væru farnir að veiða á meira dýpi og utan hefðbundinna miða. Héldi svona áfram yrðu margir þessara fiska ekki sjaldgæfir lengur. Morgunblaðinu bárust fyrir nokkru myndir af ýmsum „furðufiskum", sem Guðbjartur Gunnarsson, stýrimaður á haf- rannsóknaskipinu Hafþóri, tók þar um borð í karfaleiðangri fyrir skömmu. Má nefna fiska eins og ennisfisk, silfurfisk, slóans-gelgju, bersnata, álsnípu. Allt eru þetta sjaldséðir fiskar, sem aðallega hafast við utan hefðbundinna miða og um miðj- an sjó. Má um þá ýmislegt segja en réttast að láta myndirnar tala sínu máli. Ennisfiskur j&Wt fsberg, flutningasip Oks hf„ sem fórst við England, skömmu eftir árekstur. Útgerðarfélagið Ok hf.: Leitað að skipi í stað ísbergsins OK hf„ útgerðarfélag flutn- ingaskipsins ísbergs, sem sökk eftir árekstur við Englandsstrend- ur fyrir nokkru, hefur ákveðið að halda starfseminni áfram, og könnun á kaupum á nýju skipi er þegar hafin. Hinrik Matthíasson, stjórn- arformaður Oks hf„ sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær, að haldið hefði verið uppi fyrirspurnum og könnunum um nýtt skip í stað ísbergsins, og kæmi nú helst eitt skip til greina. Ekki væri þó á þessu stigi unnt að segja neitt nánar um það, en málið gæti skýrst eftir helgina. 13 ára piltur fyrir sendibfl ÞRETTÁN ára piltur varð fyrir sendibifreið í Hábæ í Árbæ laust fyrir klukkan hálf tíu í gærmorg- un. Pilturinn var að koma úr strætisvagni við biðstöð SVR; gekk aftur fyrir vagninn og út á götuna með fyrrgreindum afleið- ingum. Hann hlaut höfuðhögg, nefbrotnaði og blæddi mikið úr honum. Tveir lýst kröf- um í Bollagötu 12 FYRIR liggja tvær kröfur í húsið Bollagata 12 í Reykjavík, en eins og kunnugt er var ákvæði í erfðaskrá eigenda hússins um að fullnægt yrði skilyrðum um að eigendur störfuðu í anda Marx og Lenins. Hefur einn aðili lýst kröfu á grundvelli erfðaskrárinnar, en auk þess hefur einn lögerfingi lýst kröfu sinni, samkvæmt upplýsing- um sem Mbl. fékk hjá borgarfó- getaembættinu. Hins vegar hafa nokkrir spurst fyrir um mál þetta og því er ekki ljóst hvort fleiri aðilar munu lýsa kröfum sinum í húsið. Kröfulýs- ingarfrestur rennur út hinn 30. júlí næstkomandi. Gefin saman undir minnisvarða Jóns Sigurðssonar: Ekki þeir annmarkar á vígslunni að ógild sé - konan verður að leita til dómstólanna til ógildingar Dómsmálaráðuneytið hefur úr- skurðað, að ekki hafi verið þeir annmarkar á hjónavígslu, sem framkvæmd var undir minnis- merki Jóns Sigurðssonar á Austur- velli, að ógild sé. Konan verður að höfða mál fyrir dómstólum til ógildingar hjúskapnum. Tapi hún málinu fyrir dómstólum, þá eru henni ekki aðrar leiðir færar en að leita skilnaðar með venjulegum hætti. Tildrög þessa máls eru þau, að í nóvember síðastliðnum var konan, sem er 28 ára gömul, gef- in 38 ára gömlum sjómanni, en hún taldi að aðeins hefði verið um glens og gaman að ræða, svo sem skýrt var frá í Mbl. Forstöðumaður Ásatrúarsafnað- arins á íslandi framkvæmdi vígsluna, en hann hefur heimild til þess að gefa fólk saman í hjónaband. Konunni varð svo ekki um sel, þegar henni varð ljóst að hún var komin í opinber- ar bækur sem gift kona. í 25. grein laga um stofnun og slit hjúskapar, segir að annað hjóna geti krafist ógildingar hjúskapar að vissum skilyrðum uppfylltum. Þau eru meðal ann- ars, að annar aðilinn eða báðir, hafi verið viti sínu fjær þegar vígsla fór fram, eða að öðru leyti hafi verið svo ástatt að eigi hafi mátt skuldbinda sig til hjúskap- ar að lögum. Að annar hvor aðil- inn hafi villt á sér heimildir, sem hefðu fælt hinn frá ráðahagnum. Að fólk hafi verið gefið öðrum en þeim sem það hafi bundist hjú- skaparorði, eða hafi verið vígt án þess að það ætlaðist til þess. Þá er ennfremur getið sem ógild- ingarástæðu, að fólk hafi verið neytt til hjónavígslu. Tvíkvæni eða of náin ættartengsl ógilda sjálfkrafa hjónaband. NOEMNROGNYIR SAAB GU '82, ekinn 5 þús. SAAB 900 GLS '81. ekinn 14 þús. Opiðíckigtilkl4 SAAB-eigendur athugið, tökum þann gamla upp í nýjan - eða seljum hann fyrir þig ef þú vilt heldur. Mikil eftirspurn tryggir hagstæð skipti. TÖGGURHR SAAB UMBODIÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.