Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 Vélavagnar óskast Óskum aö kaupa 2ja og 3ja öxla véla- vagna, svo og sléttan vöruvagn. Upplýsingar í síma 53999. §§ H HAGVIRKI HF VERKTAKAR VERKHÖNNUN Islands- meistaramóf í hárgreiðslu og hárskurði fer fram í Broadway á morgun sunnudaginn 15. maí kl. 10.00 f.h. — 17.00 e.h. 5 efstu í hverri grein fá rótt til að keppa á Noröur- landamóti. Erlendir dómarar. „Gala dinner" og verðlaunaafhending um kvöldið í Broadway. Komið og sjáiö spennandi keppni. S.M.M.Ivl. og allra síðasta Rokkhátíðin idb'DAiDWAy í kvöld Nú er síðasta tækifæriö til að sjá þessa stórkostlegu skemmtun meö einu hress- asta stuðliði íslands allra tíma í rokkinu fyrr og síðar. Borðhald hefst kl. 19.00 stundvíslega. Fólk v ilI vinna sig út úr vandanum Séra Bernharður Guð- mundsson vék aö því { morgunorðum ( útvarpi í gærmorgun, að Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, efndi nú til kosn- inga ári áður en kjörtíma bil hennar er úti, vegna þess hve staða hennar meðal brezku þjóðarínnar væri sterk. Hann gat þess jafnframt að skoðanakann- anir í Danmörku sýndu Ijóslega, að ríkisstjórn Poul Schliiters þar í landi væri sú vinsælasta frá stríðslok- um. Báðar þessar ríkis- stjórnir ættu það sam- merkt að hafa sýnt ákveðni, stefnufestu og þor til að takast á við þann efnahagsvanda, sem við var og er að glíma, og náð umtalsverðum árangri. Þegar sjúkdómar herja mannslíkama þykir við hæfi að grípa þegar í stað til viðeigandi Ueknismeð- ferðar, sem við það er mið- uð, að sjúklingurinn nái sem beztum bata á sem skemmstum tíma. Engum blandast hugur um að þjóoarbúskapurinn er meir en lítið sjúkur, enda hrjá hann margvíslegir efna- hagskvillar, sem flestir tengjast sjálfvirkrí, keðju- verkandi verðlagsþróun er spunnið hefur sig upp í um 100% verðbólgu. Islend- ingar eru alls ekki blindari á þann vanda, sem stækk- ar dag frá degi og ógnar bæði atvinnuöryggi og efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar, en Bretar og Danir eru á sín vandamál. Framanritað er ekki orð- rétt eftir haft, heldur tæpt á efnisþræði, en meginat- riðið í máli sr. Bernharðs, aö íslenzkur almenningur mum' styðja nauðsynlegar aðgerðir, sem framkvæmd- ar yrðu af einurð og fyrír opnum tjöldum, er nær sanni. Thatcher Það sem á hefur skort er þor og frumkvæði stjórn- málamanna, sem trúað hefur veríð fyrir skips- stjórn á þjóðarskútunni. Erum á síðasta snúningi með mótaðgerðir • Verðbólgan setur æ fleirí fyrírtækjum stólinn fyrír dyrnar um framtfðar- rekstur. Þegar er tekið að brydda á atvinnuleysi — og það þrengir æ meir að útflutningsframleiðslu og samkeppnisiðnaði. • Verðmætasköpun f þjóðarbúskapnum minnk- ar, þjóðartekjur og lifskjör rýrna. En rikisútgjöld og skattheimtan vaxa sem aldrei fyrr. • Verðbólgan hefur þegar brennt upp 65 aura af þeirrí nýkrónu, sem upp var tekin í arsbyrjun 1981, miðað við skrað meðal- gengi erlendrar myntar. Og hún heldur áfram að Schliiter smækka dag frá degi. • Kaupmáttur hvort held ur er ráostöfunartekna eða launa samkvæmt taxta rýrnar stöðugt, vegna þess að verðbætur á laun fuðra upp í hraðvirkum skrúfu- gangi launa og verðlags, jafnvel áður en þær koma í launaumslögin. Allir eru umtalsvert verr settir nú en þegar svokallaðir vinstri flokkar hófu stjórnsýslu og „björgunaraðgerðir" 1978. • Innlendur spamaður hefur hrunið saman, en er- lend skuldasöfnun vaxið yfir öll hættumörk. • Husnæðislánakerfið hefur verið skekkt og rænt tekjustofnum með þeim af- leiðingum að byggingariðn- aðurinn hefur skroppið saman og húsnæðiskreppa hefur sagt til sin og sprengt um íbúðaverð, bæði kaup- verð og leigu. • AUir atvinnuvegasjóðir og fjárfestingarsjóðir hafa verið þurrausnir og gjald- eyrísstaoa þjóðarbúsins er verri en um langt árabil. Þjóðin vill örugglega að stjórnvöld taki á vandan- um, hafi um það frum- kvæði og forgöngu. Hún er reiðubúin að axla sinn hlut, ef byrðunum er réttlátlega dreift, og ráðamenn koma hreint og umbúðalaust til dyranna. Bráðabirgðaredd- ingar og sýndaraðgerðir duga ekki lengur. Það er ekki hægt að slá vandan- um lengur á frest. Það þarf að gera nógu mikið nógu fljótt — og miða allar mót- aðgerðir við að halda uppi sem hæstu atvinnustigi. Haftasinnar hættulegir Tíminn gerir nýlega að umræðuefni sölusamning Trósmiðjunnar Viðis á hús- göngnum á erlendan mark- að, sem er með ánsgulegri fréttum upp á siðkastið. f því sambandi segir blaðið m.a.: „Haftapostular og einangrunarsinnar halda þvi einatt fram, að það komi íslenzkum fram- leiðsluatv innuvegum illa að við tökum þátt í samvinnu þjóða um frjálsa verzlun og alþjóðlegum samtökum um að brjóta niður tollmúra. Þau samtök sem skipta mestu máli í þessu sani- bandi eru EPTA, Alþjóða- tollabandalagið GATT og samningar við EBE. Það sem haftasinnar og þeir sem eru á móti bók- staflega ölhim samtökum vestrænna þjóða, nema Norðurlandaráði, virðast seint geta skilið, er að samningar eru gagnkvæm- ir. Því er það að þegar kunnáttumenn í fram- leiðslu og viðskiptum ryðja íslenzkum framleiosluvor um braut á erlendum mörkuðum njóta þeir góðs af þeim tollaívilnunum sem Islendingar eiga rétt á fyrir sinn útflutning. Þetta á auðvitað ekki eingöngu við húsgögn, heldur einnig ullar- og skinnavöru og vTtrleitt allan útfhitnin|> okkar, þó mest muni um hvað varðar sjávarafurðir." Glæsilegt úrval af nýjum og notuðum Daihatsubílum Bílasýníng og bílamarkaður í dag kl. 10—18. Viö eigum fyrirliggjandi allar geröir af nýjum DAIHATSU CHARADE, CHARMANT og TAFT í fjölbreyttu litaúrvali TIL AFGREIDSLU STRAX 194.950 DAIHATSUUMBOÐIÐ. ARMULA 23. 85870 — 81733.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.