Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 teDtóffiDéO Umsjónarmaður Gísli Jónsson Þórunn Guðmundsdóttir í Reykjavík sendir mér mikið bréf, og er sumstaðar úr vöndu að ráða í því efni sem hún leggur fyrir mig. Mun ég nú reyna að fjalla um efni bréfs þessa eftir því sem ég hef vit og dug til. Fyrsti hluti bréfs hennar hljóðar svo: „Ég þakka þér fyrir ágætar greinar þínar í Morgunblað- inu. Ég les þær alltaf fyrst af efni þess. Mig langar þó til að gera athugasemd við ummæli, sem þú hafðir í vetur um nafn- ið Hagkaup. Þú telur gott og gilt að nota það óbeygt. Þú bendir á heitin Eimskip og Hafskip, sem enginn hafi am- ast við. Ég hefi nú aldrei kunn- að við þessi heiti. Ef til vill má líta á þau sem nokkurs konar skammstafanir. Þykja mér þá betri þær sem ekki er hægt að skoða sem orð, t.d. S.Í.S. Ég álít að öll orð og heiti, sem menn nota óbeygð, sljóvgi til- finningu fyrir beygingum málsins. Nú hefur orðið kaup tvenna merkingu. I eintölu merkir það laun, í fleirtölu viðskipti. Ég geri ráð fyrir að verslunin Hagkaup hafi verið nefnd svo til þess að benda mönnum á að þar versluðu þeir sér í hag en ekki að þar væri greitt haganlegt kaup. „Kaup" með ýmsum forskeyt- um eru prýðileg heiti á versl- unum, en því aðeins að þau séu beygð og í fleirtölu. í auglýs- ingum í útvarpi er fleirtölu- myndin notuð góðu heilli." Umsjónarmaður minnist þess að hafa skrifað oftar en einu sinni um þetta efni. í þætti þeim, sem Þórunn vitnar til, mælti ég að vísu ekki með því að orðið Hagkaup væri not- að óbeygt. Ég felli mig ekki við að eignarfallsendingu sé sleppt. A hitt vildi ég fallast að hafa orðið í eintölu, eins og forráðamenn fyrirtækisins vilja sjálfir, þótt ég, eins og Þórunn, skynjaði orðið upp- haflega í fleirtölu og segði Pálmi í Hagkaupum. Ég vitnaði til heita fyrir- tækja, svo sem Eimskips. Slag- orð þess fyrirtækis hefur ver- ið: Allt með Eimskip, og finnst mér rétt að láta það óátalið. Þetta er nefnilega heiti á einu fyrirtæki. Þágufallsendingin i, sem við ella höfum í orðinu skip, fellur þarna niður eins og oft vill verða. Menn sitja ýmist á stól eða stóli, ég held fleiri á stól. Ég get ekki fallist á að heitin Eimskip og Hafskip séu skammstafanir. En menn hafa þetta í eintölu, sem heiti fyrir- tækis. Hann er framkvæmda- stjóri Eimskips, segja menn, ekki framkvæmdastjóri Eim- skipa. Hann vinnur hjá Eim- skip, ekki Eimskipi eða Eim- skipum. Eg vil fallast á þessa mál- venju og sömuleiðis þá sem al- menningur hefur tamið sér um Hagkaup. Ég fellst á að tala um hagkaupsverð, hagkaups- slopp og Pálma í Hagkaup. Ég fellst á það tal að fólk versli í Hagkaup, hvorki í Hagkaupi né Hagkaupum. í þessu sam- bandi þykir mér líka rétt að taka tillit til eindreginna óska þeirra sem að fyrirtækinu standa. Auðvitað erum við hér á hál- um ís eða kannski ísi. Ég fellst á þá skoðun Þórunnar Guð- mundsdóttur að orð, sem við notum óbeygð, geti sljóvgað tilfinningu okkar fyrir beyg- ingum málsins. En við megum heldur ekki vera of einstreng- ingsleg. Frá árdögum hafa í máli okkar verið til orð, sem eru eins í öllum föllum, svo sem elli og auga. En hitt snert- ir fremur ágreininginn um Hagkaup, hvernig við eigum að beygja eða beygja ekki heiti ýmiss konar, t.d. verslana, tímarita, listaverka o.s.frv. Björn Guðfinnsson prófess- or setti fram og kenndi þá reglu, að heitin ættu helst að beygjast, væri um eitt orð að ræða, en beygjast ekki, eða a.m.k. síður væri heitið sam- sett. Dæmi um ósamsett heiti: Vikan, Árvakur, Vísir. Eftir því ættum við að segja: Grein- in birtist í tímaritinu Vikunni, ekki tímaritinu Vikan. Hann vinnur hjá fyrirtækinu Árvakri, ekki fyrirtækinu Árvakur. Hún hefur lengi starfað í versl- uninni Vísi, ekki versluninni Vísir. Dæmi um samsett heiti: Notað og nýtt, Blóm og ávext- ir, Vér morðingjar. Eftir reglu Björns ættum við þá að segja: Hann er eigandi fyrirtækisins Notað og nýtt, ekki fyrirtækis- ins Notaðs og nýs. Hún vinnur í versluninni Blóm og ávextir, ekki versluninni Blómum og ávöxtum. Hann er aðalpersón- an í leikritinu Vér morðingjar, ekki í leikritinu Oss morðingj- um. Ég felli mig við þessa reglu dr. Björns Guðfinnssonar í 192. þáttur meginatriðum. Undantekn- ingar má löngum finna. Næst segir Þórunn og minnkar nú ekki vandinn: „Ég hefi orðið þess vör að þegar vísir menn meta, hvort eitthvert orð sé gjaldgengt, þá leita þeir í prentuðu máli gömlu og nýju. Finnist orð- myndin þar, gefi það henni gildi jafnvel þótt um einstakt afbrigði sé að ræða, sem hvorki hafi áunnið sér þegn- rétt í gömlu máli né nýju. Mér hefur ætíð þótt þetta vafa- samt. Bestu rithöfundar geta misstigið sig. Þótt eitthvert orðalag komi fyrir hjá meist- ara Jóni, Jóni Sigurðssyni eða Halldóri Laxness, svo ég lúti nú ekki lágt, þá finnst mér það út af fyrir sig ekki gefa því gildi. Orðmyndir, sem hafa náð almennri útbreiðslu, verða varla sveigðar til annarrar gerðar, en öðru máli gegnir um einstök afbrigði." Nú verð ég að mestu að vera Þórunni sammála. Jafnvel í sí- gildum fornritum koma fyrir orðmyndir sem mér þykja til lítillar fyrirmyndar. I Snorra- Eddu „aukaðist mannfólkið". Ég sé enga ástæðu til þess að taka upp þessa veiku beygingu sagnarinnar að auka(st). Mér þykir hún ljót og ég veit ekki til þess að hún hafi nokkru sinni náð almennri útbreiðslu. Snillingum getur skjátlast, eins og Þórunn segir. Enginn er óskeikull. Jafnvel Svein- björn Egilsson bjó til orð- myndina viðsmjörsviðartré í hinni frábæru þýðingu sinni á Ódysseifskviðu. Hér þykir mér sem smjörviður myndi duga. Þórunn er ekki haldin því sem með hálfútlendu orði er kallað átórítetstrú, það er trúnni á óskeikulleik hinna háu og frægu. Þó að það komi þessu kannski ekki nema óbeint við, ætla ég að enda á lítilli dæmisögu. Hvatvís mað- ur og ógætinn stóð fyrir útför nákomins ættingja. Honum hafði láðst í tæka tíð að segja fyrir um hvaða sálm skyldi syngja yfir gröfinni. Þegar þangað kom og hann var spurður, sagði hann: „Eitthvað eftir séra Hallgrím Pétursson. Það er allt jafnfallegt eftir hann. Síðan fletti hann í snatri upp í Passíusálmunum og tók að kyrja: Sjá hér, hvað illan enda ótryggð og svikin fá. Júdasar líkar lenda leiksbróður sínum hjá. Hrísholt — Garöabær Til sölu í smíöum stórt einbýlishús á tveim hæð- um meö innbyggöum, tvöföldum bílskúr. Um er aö ræöa fallega teikningu, möguleika á tveim íbúöum. Mikiö útsýni. Húsiö selst fokhelt til af- hendingar í ágúst nk. Verö 2,5 millj. Uppl. ekki veittar í síma. Lögfræðiskrífstofan. Hátúni 2. Sveinn Skúlason hdl. RÍKISSKIP SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS M.S. Baldur fer frá Reykja- vík til Breiðarfj.hafna 17. maí. Vörumóttaka til kl. 17.00 daginn fyrir brottför hjá Ríkisskip. Gódan daginnl QIMAR 711 £11- 917711 SOWSTJ LARUS þ VALOIMARS OIIVIHn £II3U ÉIO/U 10GMJ0H Þ0RÐARS0N HOL A úrvalsstað við Síöumúla Ný verslunarhæö um 200 fm (götuhseö). Skuldlaus eign. Margskonar mögulelkar. Ákv. »ala. Teikning og nánan uppl. aöeins á skrifst. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Fasteign á Akureyri Tilboð óskast í fasteignina Ráðhústorg 3, Akureyri, 2., 3. og 4. hæð. Gólfflötur hverrar hæðar er um 106 m2. Fasteignin er nýlega endurnýjuð og hentar vel fyrir skrifstofur, félagsstarfsemi og að hluta fyrir íbúðir. Fasteignin selst sem ein heild, eða hver hæð fyrir sig. Réttur er áskilin til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar veittar að Ráðhústorgi 3, Akureyri, 2. hæð, síma 96—22890 kl. 9—12 og 14—16 alla virka daga. Trésmiðafélag Lífeyrissjóöur Akureyrar trésmíða O HÚSEIGNIN Skolavoroustq 18. 2 h»o — Simi 28511 Oetur Gunnliugsson logfrstoingur Opiö frá kl. 10—6 Dyngjuvegur — einbýli Gott 250 fm einbýli á þrem hæöum. Mikiö útsýni. Möguleiki á sér íb. í kjallara. Skipti koma til greina meö einbýli á tveim ibúöum. Einbýli — Kopavogur Fallegt einbýli viö Fögrubrekku á 2 hæöum. Stofa meö arin, stórt eldhús, hjónaherb., 2 barnaherb. og baöherb. Kjallari ófullgerö 2ja herb. íbúð. Bílskúr fylgir. Verö 2,4—2,6 millj. Framnesvegur — raöhús Ca. 100 fm endaraöhús á 3 hæðum ásamt bílskúr. Nýjar hitalagnir. Verð 1,5 millj. Skipti koma til greina á 2]a—3)a herb. íbúð. Laufásvegur 200 fm íbúð á 4. hæö. 3 svefnherb. og tvær stórar stofur. Gott útsýni. Lítiö ákv. Engihjalli 4ra herb. 100 fm íbúö á 2. hæö. Ákveðin sala. Hraunbær — 4ra herb. Ca. 116 fm íbúð á 2. hæö. 3 svefnherb., stofa og hol. Rúmgott eldhús. Lítið áhvílandi. Verð 1350—1400 þús. Höfðatún — 3ja herb. Góö 100 fm íbúð á 2. hæð. Stofa, 2 svefnherb., eldhús ný uppgert og baðherb. Sér inng. Verö 1100—1150 þús. Skipti koma til greina á 3ja herb. íbúö í vesturbæ eöa miðbæ. Njarðargata 3ja herb. íbúð, 90 fm. Öll nýstandsett. Hraunbær — 3ja herb. 70 fm íbúö á jarðhæð. Verð 1050 þús. Laufásvegur —2ja herb. 55 fm góö íbúö á 2. hæö. Stór stofa og eitt herb. Sumarbústaður — Grímsnesi Gott 58 fm sumarhús i Hraunborgum. Verð 500 þús. Myndir á skrifst. Húsnæöi í Vestmannaeyjum: Einbýli, Faxastígur. Lítiö einb. ásamt 40 fm steyptu bakhúsi. Húsiö er á tveim hæðum, 2 svefnherb., stofa, eldhús, baöherb. og geymsla. Einnig er ca. 25 fm viðbygging þar sem starfrækt hefur verið verslun. Verð 750 þús. Skipti æskileg fyrir 3ja—4ra herb. íbúö í Rvík. Lindargata 2ja herb. íbúð, 40 fm. Öll nýstandsett. Faxastígur — 2ja herb. Ca. 60 fm íbúö í tvíbýli 2 herb., eldhús og baöherb. Verð 300 þús. Tvær sérhæöir — Vestmannabraut Ca. 100 fm sérhæöir ný uppgeröar. Seljast saman eöa sér. Verö 530 efri hæöin og 460 þús. neðri hæöln. Öll skipti koma til greina. HUSEIGNIN iv )) Sími 28511 K SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 18, 2. HÆÐ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.