Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 13 verið eitt helsta utanaðkom- andi vandamál EBE. Japanir hafa í síauknum mæli lagt undir sig markaði í Evrópu og er miklu fjármagni og vinnu varið til að ná meira jafnvægi í viðskiptum við Japan. Við- skiptahallinn við Japan var 8 milljarðar dollara árið 1977, en 12 milljarðar 1981. EBE- menn segja Japani erfiða við- ureignar, þeir séu ekki „int- ernational minded" og efna- hagskerfi þeirra sé mjög lok- að. Sem dæmi nefndu þeir að um tíu þúsund japanskir viðskiptamenn væru staðsettir í Evrópu en aðeins eitt þúsund til fimmtán hundruð evrópskir í Japan. EBE sendir nú um 30 unga athafnamenn á ári í 18 mánuði til Japans. Eru þeir í sex mánuði í tungumálanámi og að kynnast menningunni, en í tólf mánuði í starfi hjá japönskum fyrirtækjum. Rúmlega 70% af fjárlögum EBE fara í landbúnaðarmál. Undir þann málaflokk heyra fiskveiðar og virtist sá mála- flokkur ekki yfirgripsmikill, enda stefna í fiskveiðimálum fyrst mótuð árið 1970. Stefnan virðist helst í því fólgin að veiða einvörðungu innan eigin fiskveiðimarka og þurfa ekki að sækja á fiskimið annarra þjóða. EBE er stærsti innflytj- andi landbúnaðarvara í heim- inum, kornvörur frá Banda- ríkjunum er stærsti liðurinn. EBE hefur lagt mikla áherslu á styrkingu landbúnaðar í að- ildarlöndum sínum. Ræðu- menn gerðu mikið úr hlut bandalagsins varðandi bætta stöðu landbúnaðar, en þó kom á óvart að hlutfallslega virðist svo sem betri afkoma land- búnaðarhéraða kalli sífellt á aukna fjárhagslega styrki. Hér hefur aðeins verið drep- ið á fátt eitt sem fram kom í fyrirlestrum, en þar fyrir utan má nefna að EBE-menn hafa miklar áhyggjur af vaxandi verndar- og/eða styrkjastefnu í heiminum. Um 10 milljónir manna eru atvinnulausir í löndum Efnahagsbandalags- ins og ljóst að lausn þessa vandamáls er ekki auðleyst verkefni. Varðandi markaðs- mál framtíðarinnar varð mönnum tíðrætt um mikil- vægi þriðja heimsins. F.P. Jónína Michaelsdóttir segja að frekari aðild hentaði okkur, heldur aðeins að leggja áherslu á hversu mikilvæg viðskiptin við bandalagið eru og að við eigum að leggja metnað í að þekkja þetta fyrirbrigði, Efnahagsbandalag Evrópu, þannig að við skiljum hvað fréttir sem þaðan berast raun- verulega þýða, þegar til lengri tíma er litið." Erindi um ofnæmi á vinnustöðum Brúðubíllinn af stað MÁNUDAGINN 16. maí hefjast sýn- ingar brúðubflsins. Allir krakkar í Reykjavík þekkja brúðubflinn, en það er brúðuleikhús, sem ferðast niilli gæsluvalla borgarinnar. Þetta er sjöunda sumarið sem leikhúsið starfar. Keyrt er á milli allra gæsluvalla Reykjavíkurborg- ar, en þeir eru 31 talsins. Hver sýning tekur u.þ.b. lh klukku- stund. Þær Helga Steffensen, sem býr til brúðurnar og Sigríður Hannesdóttir sjá um sýningarnar. Handrit eru eftir þær og einnig stjórna þær brúðunum og ljá þeim raddir sínar, ásamt Þórhalli Sig- urðssyni, sem er einnig leikstjóri. Nikulás Róbertsson sér um tón- listina. Þessi starfsemi, sem er rekin á vegum Reykjavíkurborgar er orð- in fastur liður ár hvert og á mikl- um vinsældum að fagna meðal yngstu borgaranna. Sýningarnar eru miðaðar við börn á aldrinum 2—6 ára og þar er ýmislegt til fróðleiks og skemmt- unar. Börnin taka virkan þátt í sýningunum. (FrélUlilkynning) SAMTÖK gegn astma og ofnæmi gangast í dag fyrir fundi um ofnæm- isvaldandi þætti á vinnustöðum og verður hann í Norðurbrún 1 klukkan 14. Þar flytur Vilhjálmur Rafnsson yfirlæknir erindi og Þorsteinn Ö. Stephensen leikari les upp. Samtök gegn astma og ofnæmi, sem er sjálfstæð deild innan SÍBS hefur nýlega byrjað sitt 10. starfs- ár. I samtökunum eru um 650 félag- ar og fer þeim fjölgandi. Helstu verkefni félagsins eru fræðslu-, fjáröflunar- og skemmtistarfsemi, ásamt útgáfu Fréttabréfs. Á sl., ári voru keypt tæki til rannsókna í ofnæmis- og ónæmisfræði fyrir ágóða af Stór-Bingói á vegum skemmtinefndar. Þrír fulltrúar sóttu norræna fundi og þing á veg- um samtakanna sem fram fóru í Noregi og Danmörku. Foreldraráð samtakanna undir forystu Stefáns ólafssonar gekkst fyrir þjálfunarnámskeiðum að Reykjalundi fyrir astma- og of- næmisveik börn, einnig var skipu- lögð og farin ferð, sl. sumar, til Benidorm, til heilsubótar. Helstu ný framtíðarverkefni samtakanna eru m.a.: — Baráttan við reykingar, sérstaklega á vinnu- stöðum og í almennum samgöngu- tækjum en samtökin hafa ný ný- lega lagst á sveif með öðrum nor- rænum astma- og ofnæmissam- tökum um að skora á öll norrænu flugfélögin að leyfa ekki reykingar í flugvélum sínum t.d. í innan- landsflugi eða í flugferðum sem vara skemur en 1,5—2 klukku- stundir. Stjórn samtakanna skipa: Har- ald S. Holsvik form., Lúðvík B. Ögmundsson varaform., Thelma Grímsdóttir gjaldk., Ingibjörg Sigmundsdóttir ritari og Björn Magnússon læknir. Varastjórn skipa Hannes B. Kolbeins og Stef- án Ólafsson. Fráfarandi formaður SAO Andrés F. Sveinsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. höfná Vikulegar siglingar til Immingham Eimskip hefur nú hafiö vikulegar siglingar til Immingham á Bretlandi.nýrrarhafnarsem í sívaxandi mæli gegnir lykilhlutverki í öllum flutningi frá Humbersvæöinu. Þannig spörum við íslenskum inn- og útflytjendumbæðitímaog kostnað, varan fer beint um borð í ekjuskip og er komin til áfangastaðar á örfáum dögum, - millioliðalaust. Nú siglum við vikulega til Felixstowe oglmminghamogá2javiknafresti til Weston Point. Vikulegur flutningur frá pjónustuhöfnum í London, Leeds og Birmingham og að sjálfsögðu sækjum við eða sendum heim á bæjarhlað hvar sem er í Bretlandi. Felixstowe M.G.H. Ud. Trelawny House The Dock, Felixstowe Suffolk IP 118TT Sími: 0394-285651 Telex: 98557 Immingham M.G.H. Ltd. Dock Office Immingham Dock Simi: (0469) - 72261 Telex: 527451 Weston Point C. Shaw Lovell and Sons Ltd. Dockside Weston Point Docks Runcorn Cheshire, WA 7 4HG Simi: 09285-75945/6/7 Telex: 629205 London McGregor Cory Cargo Services Unit 2 Fairview Estate Gascoigne Road Barking Essex, IG11 7NQ Sími: 01-594-7171 Telex: 896416 Leeds Archbold Freightage Ltd. Albert Road Morley Nr. Leeds. LS 27 8TT Sími: Morley 538716 Telex: 557555 Birmingham Guymers (Transport) Ltd. Ten Acres Station Road Rushall Statfs Sími: 0922-24651 Telex: 336663 Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 271CX)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.