Morgunblaðið - 14.05.1983, Page 14

Morgunblaðið - 14.05.1983, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 Úr tónlistarlífmu MARGRÉT HEINREKSDÓTTIR Markmiðið er virk og gagnrýnin þátttaka einstaklinganna í alhliða tónlistarlífi Tónmenntaskóli Reykjavíkur sóttur heim í lok 30. starfsárs hans • Um þcssar mundir er art Ijúka þrítugasta starfsári Tónmenntaskóla Reykjavíkur, sem fram til ársins 1977 bar heitið Barnamúsíkskólinn. Hann var á sínum tíma stofnaður að frumkvæði dr. Heinz Edelstein, cellóleikara og tónmenntakennara, sem veitti honura forstöðu fyrstu fjögur árin, en lét þá af störfum sakir heilsubrests og lézt árið 1959. Við starfl hans tók fyrst Ingólfur Guðbrandsson um eins árs skeið, síðan Dr. Róbert A. Ottósson, hljómsveitarstjóri, á árunum 1957—61, en hann hafði fyrstu þrjú árin verið annar tveggja kennara skólans ásamt Dr. Edelstein, þá gegndi Jón G. Uórarinsson starfi skólastjóra í eitt ár, til haustsins 1962, að núverandi skólastjóri, Stefán Edelstein, tók við forystunni og hélt áfram að gera draum fijður síns að veruleika. • Dr. Heinz Edelstein var einn hinna mætu manna, sem gyðinga- ofsóknir nazista í Þýskalandi skol- uðu að ströndum íslands. Þeir báru með sér þekkingu og rótgróna mús- ík- og menningarhefð, sem átti eftir að renna styrkum stoðum undir grundvöll tónlistarlífs og menntun- ar hér á landi, þar sem fámenn sveit framsýnna manna var svo til ný- byrjuð að vinna óplægðan akur. • I dag er Tónmenntaskóli Reykja- víkur myndarlegur skóli með fjöl- þætta starfsemi. Síðustu fimm árin hefur meginsetur hans verið í hús- inu við Lindargötu, sem jafnan hef- ur verið þekkt undir nafninu „franski spítalinn", en útibú er í Skipulag námsins er í stórum dráttum svo, að fyrst er forskóli fyrir 6—9 ára börn og þá kennt f hópum 10—12 nemenda í senn. Fá börnin þar alhliða tónlistaruppeldi, læra söng, blokkflautuleik, hreyf- ingu, hrynþjálfun og æfast í nótna- lestri, nótnaskrift, hlustun og skap- andi starfi. Síðan taka við 1.—6. bekkur og eru þá einkatímar í hljóðfærakennslu auk framhalds hópkennslu og þátttöku í samspili ýmiss konar, í strengjasveit eða lúðrasveit eftir því hve langt nem- endurnir eru á veg komnir í náminu. Inntak hópkennslunnar þá er í aðal- atriðum hrynþjálfun og leikni i hlustun á tónlist, greiningu og gagn- • Tónmenntaskóli Reykjavfkur. • Að hljóðsetja barnasögu í tíma hjá Geirþrúði Bogadóttur. • Tími í tónlistargreiningu hjá Jóhönnu Lövdahl. lilustað á • Samleikur á tré- og málmspil. Mozart-sinfóníu. • í cellótíma hjá Ólöfu Sesselju Óskarsdóttur. • Gígja Jóhannesdóttir ásamt tveimur nemenda sinna í fiðlu- • Samleikur og upplestur undir stjórn Sigríðar Pálmadóttur. leik. Breiðholti, nú í menningarmiðstöð- inni við Gerðuberg, ágætu húsnæði, sem reyndar er ekki fullnýtt, þar sem ekki hefur fengizt heimild til að fjölga í kennaraliði skólans eins og þyrfti vegna eftirspurnar. Nemend- ur í Breiðholti eru nú um 100 en gætu verið 300 í því húsnæði, sem skólinn hefur þar til umráða. Hús- næðið við Lindargötu er hinsvegar fullnýtt, þar voru nemendur 440 í vetur. Skólinn er ætlaður börnum og unglingum á grunnskólaaldri, 6—15 ára, og er við það miðað, að þau geti síðan haldið áfram námi við Tón- listarskólann í Reykjavfk eða aðra framhaldsskóla í tónlist. Hefur jafnan verið góð samvinna milli þessara skóla, að sögn Stefáns Edelstein og nemendur tónmennta- deildar Tónlistarskólans m.a. getað fylgzt með kennslunýjungum í Tónmenntaskólanum. rýni, auk þess sem nemendum er kennt að fást við tónsköpun og dramatíseringu. Er að því stefnt, að sögn skólastjóra, að gera nemend- urna að virkum og gagnrýnum þátttakendum í alhliða tónlistarlffi, hvort heldur þeir verða, þegar fram í sækir, sjálfir flytjandi og/eða skapandi tónlistarmenn eða hlust- endur, þ.e. njótendur tónlistarinnar eingöngu. Hljómleikahald skólans hefur jafnan verið fjölbreytt, bæði reglu- legir músíkfundir svonefndir, þar sem nemendur leika hver fyrir ann- an og fyrir aðstandendur; hljóm- leikaferðir í aðra skóla og reglulegir vortónleikar undir lok hvers skóla- árs. Stundum hafa verið flutt tón- verk sérstaklega samin fyrir nem- endur — minnisstæðar eru til dæm- is barnaóperurnar Apaspil og Rabbi rafmagnsheili, sem Þorkell Sigur- björnsson samdi fyrir nemendur skólans á sínum tíma — en meðal annarra, sem fyrir þá hafa samið, eru Jón Ásgeirsson og Atli Heimir Sveinsson og nú mun Hjálmar Ragnarsson vera með verk í smfðum fyrir þá. • Skilningur, sköpun, sjálfstjáning, sjálfsagi Enda þótt ég hafi sjálf lítið vitað um þróun Tónmenntaskólans síð- ustu 12—15 árin hef ég þekkt til ungmenna, sem hafa allan sinn námsferil talið sig búa að þeirri uppfræðslu, sem þau fengu þar á barnsaldri og unglings, jafnvel þótt leiðin lægi ekki áfram á tónlistar- brautinni, enda munu rannsóknir benda til þess, að nemendur, sem njóta markviss tónmenntauppeldis og tónlistarþjálfunar í æsku, sýni alla jafna betri aimennan árangur í námi en jafn hæfir nemendur, sem ekki hljóta slíka þjálfun. Það var því reglulega gaman að endurnýja kynnin af skólanum nú í tilefni 30 ára afmælisins og líta inn í tíma hér og þar, þó ekki væri nema í mýflugumynd. Sumstaðar voru nemendur í einkatfmum að læra á hin ýmsu hljóðfæri, annars staðar í hóptímum, þar sem viðfangsefnin virtust hin fjölbreyttustu. Einn hóp- urinn var til dæmis að læra að hlusta á og sundurgreina sinfóníu eftir Mozart, annar að æfa samleik og ljóðalestur, sem var hljóðritaður og síðan reifaður og gagnrýndur, einn af yngstu hópunum var að læra að hljóðsetja barnasögu og nokkrir af elztu nemendunum sýndu mér el- ektróniska hljóðverið eða tónsmiðj- una, þar sem þeir voru saman komnir að semja músik og höfðu tekið búta úr nokkrum þýzkum sönglögum og skeytt saman, að viðbættum elektrónískum hljóðum ýmiss konar. Or varð ný tónsmíð, sem minnti helzt á „collage“-mynd. Tónmenntaskólinn mun vera eini skólinn á landinu, sem státað getur af slíkri tónsmiðju, hún var gjöf frá Fordstofnuninni í Bandaríkjunum, sem hefur styrkt ýmsa tilrauna- starfsemi skólans í námsefnisgerð og kennslu á undanförnum árum. Það leyndi sér ekki að þarna átti hvert barn kost á því dýrmæta vega- nesti að læra að beita 1 senn huga og hjarta til skilnings, sköpunar og sjálfstjáningar jafnframt því að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.