Morgunblaðið - 14.05.1983, Page 15

Morgunblaðið - 14.05.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGU** 15 • Stefán Edelstein, skólastjóri. I Tónlistarskólanum hér, sem þá var kornungur að árum, var aðal- lega kennt á hljóðfæri í einkatfmum og uppfræðslan í öðrum greinum akademísk. Svo fór, að hann fékk leyfi til að stofna svonefndar undir- búnings- eða barnadeildir við skól- ann til að ná til breiðari hóps. Þær urðu æ fjölmennari og námið fjöl- breyttara, tók brátt þrjú ár í stað eins til tveggja í upphafi og þótti starfsemin þá orðin of umfangsmik- ið og ekki samrýmast hefðbundnu hlutverki skólans. Eftir miklar vangaveltur og viðræður varð niður- staðan sú, að fræðslumálastjóri samþykkti stofnun alþýðlegs mús- íkskóla, Barnamúsíkskólans. Framan af var eingöngu hóp- kennsla í skólanum, jafnvel í hljóð- færanáminu voru nemendur saman, t.d. 2—3 í píanótímum og 4—5 í gígju- og blokkflaututímum. Áherzl- • Útibúið í menningarmiðstöðinni í Breiðholti. í elektrónísku tónsmiðjunni í tón- smíðanámi hjá Snorra Sigfúsi Birgis- syni, tónskáldi. læra að temja sér þann sjálfsaga, sem hlóðfæraæfingar heima fyrir útheimta. • Vildi gefa fleirum tækifæri Að loknum skoðunarferðum um skólann og útibú hans í Breiðholtinu bað ég Stefán, skólastjóra, að segja svolítið frá aðdragandanum að stofnun skólans, sem vissulega markaði þáttaskii f tónlistarfræðslu á sínum tíma, og hugmyndum föður hans, sem þar lágu að baki. Hann sagði, að skólinn ætti sér rætur í barnadeiidum Tónlistarskól- ans í Reykjavík fyrr á árum: „Faðir minn hafði mjög ákveðnar hug- myndir um tónlistaruppeldi barna og unglinga," sagði Stefán. „Honum fannst tónlistarskólakerfið í Evrópu gengið sér til húðar, það ná til of fárra og tónlistarmenntun því for- réttindi um of. Hann vildi örva áhuga almennings á tónlist, gefa fleirum færi á að njóta sín í iðkun tónlistar og finna þá gleði og ánægju, sem fylgdi sameiginlegri tónlistariðkun. an var öll á samspilið og félagslega þátttöku í tónlistinni. Þannig var og unnt að halda skólagjöldum lágum og rekstrarkostnaði í iágmarki. Eft- ir nokkurra ára reynslu af þessu var þó snúið aftur yfir í einkakennsluna í hljóðfæranáminu eftir 2ja—3ja ára nám í hópkennslu, til að ná betri árangri fyrir þá, sem vildu halda áfram námi. Nú má heita, að hljóð- færakennslan sé svo til eingöngu i einkatímum, fyrir utan samspilið í hljómsveitunum." • Skylda lýðræðisins En hvað um hugmyndir núver- andi skólastjóra um tónlistarupp- eldi? Stefán Edeistein hefur rætt og ritað ýmislegt um hlutverk tónlist- armenntunar og faguruppeldis yfir- leitt í nútímaþjóðfélagi, um þörfina fyrir að efla skapandi starf í skólum á öllum sviðum til að vinna gegn sívaxandi námsleiða; þörfina fyrir aukið framboð á þroskandi og áhugaverðu barna- og unglingaefni í fjölmiðlum í stað þess að ala á stjörnudýrkun og stuðla að gagn- rýnislausri og hugsunarlausri mót- un, sem sljóvgi dómgreind barna og venji þau á að miða allt við meðal- mennsku og þaðan af verra. Hann kveðst uggandi vegna þeirrar hættu, sem börnum og unglingum stafi af skemmti- og tízkuiðnaði, sem þrumi áróður sinn óhindrað úr öllum átt- um, jafnframt því að seilast sem lengst ofan í vasa æskufólks í hagnaðarskyni. — En hvað er til ráða? — „I lýðræðisþjóðfélagi kemur að sjálfsögðu ekki til greina að beita boðum og bönnum né fylgja einhliða einhverri opinberri menningarpóli- tík. Lýðræðið býður þessum vanda- málum heim, en því ber þá líka skylda til að hjálpa einstaklingun- um að læra að velja og hafna sam- kvæmt eigin gildismati og það getur enginn gert nema hann hafi lært að meta það, sem vel er gert og greina það frá því, sem miður fer. Þetta er m.a. hlutverk tónlistaruppeldis, seg- ir Stefán, „til þess höfum við tón- listarskóla. En meginhlutverk tón- listarkennslu er vafalaust eð gera einstaklingnum kleift að iðka tón- list og njóta hennar, það er, að vera virkur þátttakandi í tónlistarlífinu í einhverri mynd.“ Ath.: Opiö í dag til kl. 16.00 KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalsk 2. s. 86SII Nú er alltaf opið í hádeginu. Okkar Skráö verö verð Úrvals nautasnitchel 288.00 kr. kg. 365.00.- Úrvals nautafillet 327.00 kr. kg. 385.70.- Úrvals nautalundir 327.00 kr. kg. 385.70.- Saltaöar nautatungur 157.00 kr. kg. 188.00.- Nautagullasch 237.00 kr. kg. 275.70,- Nauta Roast Beef 296.00 kr. kg. 330.00.- Nauta snitchel innlæri 288.00 kr. kg. 357.65,- Nauta T-Bone steik 154.00 kr. kg. 194.10.- Nauta grillsteikur 98.50 kr. kg. 134.80.- Nauta bógsteikur 98.50 kr. kg. 134.80.- Foialdasnitchel 172.00 kr. kg. Folaldagullasch 168.00 kr. kg. Folaldafillet 175.00 kr. kg. Folaldamörbrá 175.00 kr. kg. Folaldabuffvöövar 170.00 kr. kg. Saltaö folaldakjöt 60.00 kr. kg. Reykt folaldakjöt 65.00 kr. kg. Kjúklingar 10 stk. í kassa — Kjúklingar í stykkjatali — Kjúklingasnitchel kryddað — Unghænur. Okkar Skráö verö verð Svínakótilettur 245.00 kr. kg. 295.00,- Svínalærissteikur 135.00 kr. kg. 146.00,- Svínasnitchel 215.00 kr. kg. 324.00.- Lambaskrokkar 1. og 2. flokkur. Lambasnitchel 194.00 kr. kg. 243.00.- Lambagullasch 189.00 kr. kg. 239.00.- Lambalundir 197.00 kr. kg. 252.00,- Lambapiparsteik 210.00 kr. kg. 255.00.- Lambageiri 158.00 kr. kg. 215.00.- Hakkað kjöt Okkar Skráö verö verö Nautahakk 135.00 kr. kg. 186.00.- Kindahakk 58.00 kr. kg. 86.00,- Lambahakk 69.00 kr. kg. 148.60.- Saltkjötshakk 69.00 kr. kg. 148.60.- Folaldahakk 64.00 kr. kg. 148.60.- Svínahakk 135.00 kr. kg. 170.60,- Lambakarbonaöi 76.00 kr. kg. 141.00.- Kálfahakk 77.00 kr. kg. 102.00.- Nautahamborgari 10.00 per. stk. 16.00.- Skeinkusalat — rækjusalat - - ítalskt salat — amerískt salat lauksalat — ávaxtasalat.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.