Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 Útivist: Fuglaskoðunarferð með Árna Waag og gengið um gígasvæði Kl. 13 á sunnudag verda tvær ferdir á vegum Ferðafélagsins Úti- vistar. Farin verður fuglaskoðunar- ferð um Ósa og Hafnaberg í fylgd með Árna Waag. Hafnaberg er með aðgengi- legustu fuglabjörgum landsins þar sem sjá má flestar tegundir sjó- fugla. Hin ferðin verður gönguferð um hið fjölbreytta gígasvæði á Reykjanestá, þar sem m.a. verður farið um Stampa og Háleyja- bungu. Fararstjóri verður Þorleif- ur Guðmundsson. Vegna ófærðar er ferð á Krísuvíkurberg frestað um.hálfan mánuð. Brottför í ferð- irnar er frá BSÍ, bensínsölu og einnig verður stansað við kirkju- garð í Hafnarfirði. Ekki þarf að panta fyrirfram. Ferðaféiag íslands: Gengið á Kálfstinda Sunnudaginn 15. maí verða tvær gönguferðir á vegum Ferðafélagsins. Kl. 10 verður gengið á Kálfstinda, sem eru í norð-austur frá Þingvöll- um. Kálfstindar eru 826 m á hæð og þarna er gott útsýni og þægileg gönguleið. Kl. 13 verður gengið frá Tintron, sem er í austur frá Gjábakka og um Reiðarbarm og niður Kálfsgil að Laugardalsvöllum. Þetta er létt ganga við allra hæfi. Miðvikudaginn 18. maí verður kvöldganga frá Hólabúð að Voga- stapa. Athugið ferðir Ferðafélags- ins um Hvítasunnuna í augl. um félagslíf blaðsins. MorgunblaSið/Sigtr. „Það er enginn selormur í þessum saltfiski,“ segir listamaðurinn um þessa mynd. Hún er sú stærsta á sýningunni, 2:4 metrar og heitir „Trúin á fiskinn". Sveinn segir að við eigum að trúa á fiskinn og gera hann að góðri vöru. Konan, sem heldur á saltfiskinum á að sameina íslenzku konuna á stakkstæðunum og madonnuna á Spáni og Portúgal, sem matbvr fiskinn. LAPPANA Sveinn Björnsson listmálari og lögregluforingi heimsóttur í Krísuvík Göngudagur fyrir fatlaða Norræna trimmlandskeppnin fyrir fatlaða hefur gengið vel fram að þessu og þátttaka verið góð. Vinsælustu greinarnar fram til þessa eru sund, hjólastólaakstur og ganga. Til þess að auðvelda sem flestum þátttöku í trimmlands- keppninni hefur fþróttasamband fatlaðra ákveðið að efna til sér- stakra göngudaga og verður sá fyrsti á morgun, sunnudaginn 15. maí. Gengið verður frá Sjálfs- bjargarhúsinu, Hátúni 12, klukk- an 13.30. Síðustu Lapplanderbílamir frá Volvo verða seldir næstu daga á sérstöku verði, aðeins 198.496.00 krónur (gengi 6/5 ’83, óyfirbyggðir). Kristján Tryggvason, þjónustustjóri Veltis hf. verður með tvo glæsilega Volvo Lappa í ferð sinni til umboðsmanna víðsvegar um landið. Kristján sýnir Lapplander Turbo með vökvastýri, læstu drifi og innbyggðu spili. Hann kynnir líka möguleika á stálhúsi auk blæjuhúss. Þetta er einstakt tækifæri fyrir bændur og aðra fram- kvæmdamenn, hjálparsveitir og fjallamenn - og alla þá sem vilja notfæra sér þetta einstæða tækifæri. Kristján sýnir Lappana: 14. maí Egilsstaðir 15. maí Vopnafjörður - Bakkafjörður 16. maí Þórshöfn Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 SVEINN Björnsson er um þessar mundir með stórsýningu á Kjarvals- stöóum. Hann sýnir þar 100 myndir, flest olíumálverk. Það þykir alltaf viðburður þegar Sveinn sýnir, því ferill hans sem listamanns er ólíkur því sem menn eiga að venjast. Sem ungur mað- ur var hann á sjó og var orðinn stýri- maður á togurum þegar hann söðlar um og fer í land til þess að geta sinnt myndlistinni. Hann átti vægast sagt erfitt uppdráttar lengi vel, fyrirsögn hjá einum gagnrýnenda á dómi um fyrstu sýningu Sveins var t.d. „Heimur versnandi fer“. Og kollegar hans voru ekki ýkja hrifnir og í mörg ár var hon- um neitað um inngöngu í Félag ís- lenzkra myndlistarmanna. En þessi ár eru nú að baki, Sveinn hefur vaxið með hverri sýningu og trúr sinni stefnu hefur hann öðlast viðurkenn- ingu, eins og nýlegir blaðadómar fær- ustu gagnrýnenda bera með sér. Undirritaður kynntist Sveini er hann ritaði lögreglufréttir hér í blaðið, en Sveinn hefur um árabil stjórnað rannsóknarlögreglunni í Hafnarfirði. Kynnin af rannsókn- arlögregluforingjanum Sveini Björnssyni leiddu síðan til kynna af listmálaranum Sveini Björnssyni. Báðir eru jafn hressir, í hópi hress- ustu manna sem maður hittir dags daglega. Þegar fréttist að Sveinn ætlaði að opna sýningu var falast eftir smáspjalli og stefnumót ákveð- ið í vinnustofu hans í Krísuvík. Ævintýrahús í Krísuvík Það er ævintýri að heimsækja Svein í vinnustofuna í Krísuvík. Hann hefur þar yfir að ráða tvílyftu steinhúsi, sem átti á sínum tíma að vera íbúðarhús ráðsmanna kúabús, sem Hafnarfjarðarbær ætlaði að hafa í Krísuvík. Hætt var við þær ráðagerðir og húsið var látið grotna niður. Þegar Sveinn fékk augastað á því 1974 var húsið gluggalaust og allslaust og kindur gengu þar út og inn. Til stóð að rífa húsið en Sveinn fékk afnot af því og hefur síðan lagt ómælda vinnu í að gera það upp. Nú er það orðið mjög huggulegt, eins og sagt er á vondu máli. Vinnustofur á neðri hæðinni og íbúð á þeirri efri. Málverk eru um allt, jafnvel á sal- erninu! Og þegar málarinn hefur verið í stuði hefur hann málað fíg- úrur á hurðir og veggi. Þegar mynd- irnar eru skoðaðar leynir sér ekki stíllinn hjá Sveini, hann hefur ekki breyzt, aðeins þróast í rétta átt. Fíg- úrurnar eru á sínum stað í mál- verkinu en fuglinn, sem var svo lengi ríkjandi er að mestu leyti flog- inn burtu og fiskur kominn í stað- inn. „Ég er orðinn jarðbundnari," segir Sveinn. Og hann bætir því við að hann hafi reynt að halda sínum stfl. „Ég er á móti stórstökkum í listinni. Eg vil að málverkið sé mál- verk en ekki ljósmynd. Ég mála langmest hérna í Krísu- vík enda uni ég mér hér bezt,“ segir Sveinn, þegar talið berst að staðn- um. „Hér er óskaplega fallegt og mótívin ótæmandi. Ég festi náttúr- una inn í hausinn og mála hana svo inni. Ég mála mest á nóttunni og tek þá miklar tarnir. Ég gleymi mér al- Sveinn við sjálfsmynd, sem Valtyr Ketursson teiur meo beztu myndum sýningarinnar á Kjarvalsstöðum. MorgunbiaAi«/RAX. SYNINGARFERÐ MEÐ SÍÐUSTU „Fólk á að segja sannleikann, ekki síst stjórnmálamenn“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.