Morgunblaðið - 14.05.1983, Page 17

Morgunblaðið - 14.05.1983, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 17 veg tímunum saman og þegar ég ranka við mér er ég kannski orðinn svo þreyttur að ég kemst ekki upp á loft og verð að halla mér niðri í vinnustofunni. Ég get orðið gjör- samlega örmagna. Hérna er heldur ekkert sem truflar mann, enginn sími eða þess háttar." Fór í land til aö geta málað „Þörfin fyrir að mála hefur alltaf verið óskaplega rík í mér,“ segir Sveinn. „Þegar ég var á sjónum mál- aði ég í frístundum en það gat ekki gengið til lengdar, svo ég fór bara í land til þess að geta málað. Ég gekk í lögregluna til þess að hafa ofan í mig og fjölskylduna. Maður er ekki frjáls ef maður þarf að hafa pen- ingaáhyggjur. Það kæmi niður á listinni. Eg hef kunnað vel við mig í lögreglunni, sérstaklega eftir að ég fór í rannsóknarlögregluna. Maður lærir að þekkja mannfólkið, sér- staklega í yfirheyrslunum. Ég segi alltaf það sama við fólkið, að segja sannleikann og ekkert nema sann- leikann. Fólk á að segja satt. Þetta ættu allir að temja sér, ekki síst stjórnmálamenn." Talið berst aftur að málverkinu og Sveinn útlistar fyrir blaðamanni hve málningarvörur eru óheyrilega dýrar. „Sjáðu þessa túbu, bara venjuleg stærð af hvítum olíulit og hún kostar heilar þúsund krónur. Þetta er glæpur. Ríkið leggur allt að 300% toll á málningarvörur, liti og striga. Þetta er ekki svo lítið atriði fyrir mig, því ég mála stórar myndir og ég vil hafa myndirnar mínar efn- ismiklar. Mér líkar það ekki hjá sumum málurum, þar sem pensilför sjást ekki. Ég skulda aldrei minna en 20 þúsund krónur hjá honum Eggert í Málaranum. En hann er skilningsríkur hann Eggert og ég hef haft gott lánstraust hjá honum síðan ég borgaði einu sinni í dönsk- um krónum þegar ég var búinn að sýna í Danmörku. En ég er þannig, að mér finnst svo gaman að mála, að ég hugsa ekkert um hvað það kost- ar.“ Draumur aö reisa listasafn í eina tíð var það fréttaefni að kollegar Sveins í FÍM vildu ekki hleypa honum inn í félagið. Hann var kallaður klessumálari og þar fram eftir götunum. En um síðir var honum veitt innganga. „Nú langar mig helst til að ganga úr FÍM,“ segir Sveinn. „Þar ræður ungt fólk ferð- inni, sem iðkar svonefnda nýlist. Það er engin list að mínu mati. Ég er hins vegar tilbúinn að styrkja unga og efnilega málara og hef keypt af þeim myndir. Það tengist nýjasta áhugamáli mínu, sem er að kaupa, safna myndum eftir aðra málara. Það byrjaði fyrir fjórum ár- um þegar ég keypti mynd eftir Flóka. Nú á ég myndir eftir Braga, Jóhannes Jóhannesson, Sigurð Or- lygsson og fleiri. Ég hef einnig skipt á myndum við nokkra málara. Draumurinn er að setja upp lista- safn seinna meir en það er allt óklárt ennþá. Kannski fæ ég skól- ann hér í Krísuvik undir safnið," segir Sveinn og hlær hressilega, sem hann gerði reyndar oft í viðtalinu. Áður en heim er haldið skoðum við hinn margfræga skóla í Krísu- vík. Það draugahús verður ekki gert að umtalsefni hér. Sýning Sveins á Kjarvalsstöðum verður opin daglega klukkan 14—22. Henni lýkur um næstu helgi. Að- sókn hefur verið góð. -SS AUCLYSINCASTOFA MYNDAMÖTA HF Bifreiðaverkstæðið Þórshamar á Akureyri: Fullkomin tölva tekin í notkun + Mælir bflinn upp á Vz klst. Akureyri, 2. maí. Bifreiðaverkstæðið Þórshamar hf. á Akureyri hefur nú tekið í notkun nýja og mjög fullkomna tölvu til mælingar á vélum og rafkerfum bif- reiða. A örfáum mínúíum er hægt að fá út úr tölvunni yfirlit, prentað á strimli um ástand vélar og rafkerfis. Tölvan upplýsir nákvæmlega hvaða hluti þarf að endurnýja eða laga og hverrar stillingar sé þörf til að bíllinn gangi sem vera ber. Þar með eru fyrirbyggðar tíma- frekar prófanir, ágiskanir og yfir- sjónir. Talvan er útbúin svoköll- uðu sjúkdómsyfirliti, þannig að hægt er að setja inn fyrirfram kunn vandamál, t.d. hleðsluvanda- mál eða óþarfa bensíneyðslu. Tölva þessi er ein hin fullkomn- asta í heimi, sem framleidd er til slíkra hluta. Hún „hugsar“ eins og fullmenntaður og reyndur bifvéla- virki — en óreyndur bifvélavirki getur stjórnað tölvunni. Þetta brúar því ekki svo lítið bil. Tölva þessi er þegar komin í notkun og tekur u.þ.b. hálfa klukkustund að fá yfirlit yfir, Unnið við prófanir og stillingar á tölvunni f sl. viku. Lj6sm. G.Berg. hvað gera þurfi við í hverjum bíl — það er að segja ef eitthvað þarf að gera við. Umboðsmaður þessarar nýju tölva á íslandi er ó. Engilberts í Reykjavík og hafa þegar verið settar upp tvær slíkar á íslandi — ein í Reykjavík og önnur í Vest- mannaeyjum. G.Berg. 1-5 ■^r4kl. io-4 °® SÝNUM 323 1300 DX 5 dyra 323 1500 GT Saloon m/vökvastýnog sóllúgu 323 Van < 323 Station5dyra t A a dvra með ollu s, 929 Linnted4öyr k 929 2dyra Hardtop Limited a 626 Saloon4dyra , 626 Hatchbacködyra )A 626 Coupe 2 dyra L- NOTAÐA Mazda Glæsilegt urv^ di og roeð 9292dvraH-rvbkvast. 929Stationvökvasr 62620004dyrasisk_k 323Saloon4dyras). 929 4 dyra 626 2000 4 dyra sj.sK. 626 2000 4 dyia 626 1600 4 dyia 626 2000 2 dyra 323i400 3dyrasi.sk Árg. ’82 '82 '82 '82 '81 ’81 ’81 ’81 ’81 ’80 Ekinn 5.000 13.000 13.000 10.000 18.000 30.000 20.000 23.000 32.000 50.000 626 20uu^y*- ’«u Verið velkomin um helgu^ xvsassoB R/lABORGHf, Smiöshötöa 23 s.m. 812 9 Sportbíll - fjölskyldubíll Nýr framdrifinn MAZDA 626 2 dyra Coupe margfaldur verð- launabíll. Vél: 102 höDIN Viðbragð: 0-100km 10.2 sek. Vindstuðull: 0.34 Farangursgeymsla: 377 lítrar Bensíneyðsla: 6.3 L/100 km á 90 km hraða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.