Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 Hvernig varð herrastéttin til? — eftir Birgi fsl. Gunnarsson Hvernig stóð á því að „bylting öreiganna", sem átti að skapa hið stéttlausa þjóðfélag, varð undanfari einhvers mesta stétt- arveldis, sem sögur fara af? Michael Voslensky bregður ljósi á það í bók sinni NOMENKLAT- URA. Það gerðist ekki af sjálfu sér eða fyrir einhverja óútskýr- anlega tilviljun. Hugmyndir Lenins Sú skýring kemur oft fram, ekki síst meðal sósíalista, að mistökin í framkvæmd sósíal- ismans i Sovétríkjunum séu eins konar arfleifð frá keisaratíman- um, áframhald þess einveldis, sem þar ríkti. Næsta tilraun hljóti að heppnast betur, ef menn fylgi kenningum Marx og Lenins. Voslensky afsannar þetta í bók sinni. Hann rekur þróunina beint til kenninga og aðgerða Lenins. Hann vitnar í fjölda rita Lenins, þar sem Lenin heldur því fram, að byltingin geti ekki tekist nema „atvinnu- byltingarmenn" hafi stjórnina í hendi og taki síðan að sér að móta þróunina. „Áróðursmaður úr verkalýðsstétt, sem sýnir hæfileika og vekur vonir, má ekki vinna ellefu tíma í verk- smiðju. Við verðum að sjá til þess að hann geti lifað af því, sem flokkurinn lætur honum í té." Þannig skrifaði Lenin á þess- um tíma, þannig vann hann og því myndaðist smám saman stétt „atvinnubyltingarmanna". Þeir komu sitt úr hverri áttinni og áttu ekki rætur í neinni sér- stakri öreigastétt. Þeir mynduðu kjarna „hinnar nýju stéttar". Kenningin um „alræði öreig- anna" hefur því alltaf verið fals- kenning. Hún hefur aldrei kom- ist í framkvæmd. Lenin sjálfur gekk að því með opnum huga að svo yrði ekki, hann hafði sjálfur tögl og hagldir í hinu nýja kerfi. Völdin tryggð Það var þó ekki fyrr en á tíma Stalíns, sem skipulagið á „Nom- enklatura" varð fullkomnað. Hann varð framkvæmdastjóri Birgir ísl. Gunnarsson miðstjórnar flokksins 1922. A þann hátt einokaði hann í sínum höndum valdið til að skipa í allar mikilvægar stöður út um öll Sov- étríkin. í krafti þessa valds tryggði Stalín, að þeir, sem tóku við störfunum, væru honum und- irgefnir. Þá þegar var sá hugs- unarháttur ríkjandi, sem Vos- lensky lýsir með þessum orðum: ¦ „Enginn má halda að hann hafi nokkurn rétt til þess starfa sem hann gegnir. Öllum verður að vera það fullkomlega ljóst að þeir sitja í störfum sínum fyrir náð flokksins og vegna velvilja flokksstjórnarinnar og ekkert er auðveldara en að setja annan í þeirra stað, ef þeir bregðast þessum velvilja." Fullkomnu valdi yfir Nomenklatura náði Stalín svo eftir hreinsanirnar miklu, en þá voru síðustu áhang- endur Lenins hreinsaðir út. Samskonar þróun varð í öðr- um ríkjum sósíalismans. Flokksvélin varð kjarni hinnar nýju stéttar. Hún átti ekkert skylt við öreiga eða alþýðu. Eftir valdatökuna býr flokksvélin til atvinnustjórnendur, sem fljót- lega mynda „hina nýju stétt". Það er söguleg staðreynd að þró- unin hefur orðið sú sama í öllum sósíalistaríkjum. Kommúnism- anum hefur fylgt ný valdastétt eins og nótt fylgir degi. „Flokksvélin varð kjarni hinnar nýju stéttar. Hún átti ekkert skylt við öreiga eða al- þýðu. Eftir valdatök- una býr flokksvélin til atvinnustjórnendur, sem fljótlega mynda „hina nýju stétt"." KommúnÍNtar á Vesturlöndum Michael Voslensky bendir á, að þessi staðreynd ætti að vera ærið umhugsunarefni fyrir kommúnista á Vesturlöndum. Margir þeirra hafa trúað því af barnaskap, að þeim muni hlotn- ast heiður og völd að afstaðinni byltingu í sínu landi. Það sem hins vegar hefur reynst bíða skoðanabræðra þeirra í sósíal- istaríkjunum eru þrælkunarbúð- ir eða kjallarar, þar sem fólk er skotið. f besta falli eru menn reknir úr flokknum og fá fyrir náð vinnu á einhverjum ömur- legum vinnustað. Valdið og heiðurinn fara nefnilega fljótlega í hendur þeirra, sem vestrænir kommún- istar nefna af fyrirlitningu „smáborgara". Þeir eru ekki verkamenn eða bændur og ekki heldur pólitískir hugsjónamenn með eld í æðum. Þeir eru kaldir og tilfinningasnauðir kontórist- ar. Fermingar á sunnudaginn Fermingarbörn á Patreksfirði 15. maí 1983, kl. 10.30. Fermd verða: Hólmfríður Kristinsdóttir, Sigtúni 19. Hulda Jóanna Georgsdóttir, Reynimel 62, Reykjavík. María Hilmarsdóttir, Mýrum 4, Patreksfirði. Svava Hrund Guðjónsdóttir, Brunnum 8, Patreksfirði. Egill Steinarr Fjeldsted, Aðalstræti 72, Patreksfirði. Einar Ásgeir Ásgeirsson, Aðalstræti 119, Patreksfirði. Einar Birgisson, Aðalstræti 52, Patreksfirði. Flosi Már Helgason, Stekkum 19, Patreksfirði. Halldór Svanur örnólfsson, Aðalstræti 120A, Patreksfirði. Hlynur Freyr Birgisson, Bjarkargötu 8, Patreksfirði. Róbert Árni Bragason, Mýrum 19, Patreksfirði. Sigurður Svanur Sigurðsson, Aðalstræti 97, Patreksfirði. Ferming £ Brjánslæk 15. maí 1983, kl. 14 síodegis. Fermd verb*: Guðlaug Einarsdóttir, Seftjðrn, Barðaströnd. Laufey Einarsdottir, Seftjörn, Barðaströnd. Haraldur Rafn Ingvason, Fossá, Barðaströnd. Ferming Innra¦llólmskirkju sunnu- daginn 15. maí. Prestur sr. Jón Ein- arsson. Fermdir verða: Árni Salómonsson, Skálatanga. Hjálmar Árnason, Ásfelli. Ferming I Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 15. maí kl. 13. Prest- ur sr. Úlfar Guðmundsson. Fermd verða: Arnrún Sigmundsdóttir, Háeyrarvöllum 8. Guðmundur Ármann Pétursson, Eyrargötu 50. Ragnhildur Kristjánsdóttir, Háeyrarvöllum 4. Sólveig Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Skúmsstöðum. Tómas Kristjánsson, Háeyrarvöllum 12. Þórir Þóröarson, Kirkjuhvoli. Ferming í Kálfatjarnarkirkju sunnudaginn 15. maí kl. 14. Prest- ur sr. Bragi Friðriksson. Fermd verða: Kristín Gerður Skjaldardóttir, Brekkugötu 18, Vogum. Steinvör Símonardóttir, Austurkoti, Vatnsleysuströnd. Þuríður Berglind Guðbjðrnsdóttir, Heiðargerði 30, Vogum. Bjartmar Örn Arnarson, Brekkugötu 14, Vogum. Garðar Guðlaugur Garðarsson, Vogagerði 18, Vogum. Guðjón Þór ólafsson, Vogagerði 22, Vogum. Guðmundur Guðmundsson, Vogagerði 8, Vogum. Hilmar Egill Sveinbjörnsson, Aragerði 15, Vogum. Jóhann Rúnar Guðmundsson, Suðurgötu 4, Vogum. Magnús Hlynur Hreiðarsson, Kirkjugerði 7, Vogum. Magnús fvar Guðbergsson, Smáratúni, Vatnsleysuströnd. Magnús Jónsson, Kirkjugerði 16, Vogum. Páll Antonsson, Aragerði 9, Vogum. Þór Sigurðsson Hraunfjörð, Hafnargötu 15, Vogum. Börn fermd í Þorlákskirkju, Þor- lákshöfn, 15. mai kl. 13.30. Fermd verða: Albert Ingi Ingimundarson, Egilsbraut 18. Bjarni Sigurðsson, Haukabergi 4. Dagbjört Hannesdóttir, Hafnarbergi 10. Erlingur Örn Arnarson, Eyjahrauni 6. Guðný Elva Kristjánsdóttir, Lýsubergi 12. Guðmundur Lúðvík Gunnarsson, Setbergi 23. Hlynur Hilmarsson, Setbergi 17. Kristján Gauti Guðlaugsson, Knarrarbergi 5. Margrét Hallgrímsdóttir, Setbergi 7. Ólafía Helga Þórðardóttir, Lyngbergi 6. Pétur Þorleifsson, Skálholtsbraut 17. Ragnar Waage Pálmason, Lyngbergi 1. Snædís Anna Hafsteinsdóttir, Knarrarbergi 7. Þór Emilsson, Reykjarbraut 11. Víða stórir skaflar á Húsavík Músink. g. m»í. ÞÓ HÉR hafi verið bezta veður síðustu viku og snjór mikið sigið, eru víða stórir skaflar, sem ekki hverfa nema hlýni til muna og meira en undanfarið. Meðfylgjandi mynd er tekin á förnum vegi og þrátt fyrir sumarklæðnað stúlkunnar er vetrarlegt um að litast. — Fréttaritari Kammertónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efaisskrá: IVfozart/Divertimento k. K.136 Dvorák/Serenaða op. 22 Stravinsky/Konsert í D-dúr Elgar/Introduction and Allegro Stjórnandi: Mark Reedman Þrátt fyrir að litlu muni, stend- ur það tæpt hvort rétt sé að kal'.a þessa tónleika „kammertónleika". Nokkur verkanna eru venjulega leikin af fáum hljóðfæraleikurum en eins og tónleikarnir voru upp- færðir, er hér um hljómsveitar- tónleika að ræða, með „fullskipað- ri" strengjasveit. Rétta nafnið hefði vel geta verið „Strengleikar". Fyrsta verkið, Divertimento K. 136, er talið af Alfred Einstein vera strengjakvartett að formi til og ætti verkið að vera talinn ann- ar strengjakvartett Mozarts. Þau tvö Divertimento sem Mozart hafði samið á undan K.136, voru með annarri formskipan og því talið að nafngiftin sé ekki komin frá Mozart. Verkið var í upphafi nokkuð vel leikið, en fyrir einhver mistök hjá stjórnanda, var aðeins leikinn fyrri hluti annars þáttar og þá var eins og hljómsveitin missti tilfinninguna fyrir því að um alvörutónleika væri að ræða. Serenaðan eftir Dvorák er feikna falleg tónsmíð og var margt fal- lega gert hjá hljómsveitinni en einkennilegt nokk, hljómsveitar- stjórinn gleymdi síðustu töktum verksins og sló af áður en það var búið. D-dúr konsertinn eftir Stravinsky er skemmtilegt verk, leikandi Iétt og fullt af snjöllum hugmyndum. Síðasta verkið var inngangur og hraður þáttur^ eftir Elger. Verkið er í conserto grosso formi að nokkru leyti og var kvartettinn skipaður nemendum, sem bæði stunda nám og eru að Ijúka námi við Tónlistarskólann í Reykjavík. Á fiðlu léku Auður Hafsteinsdóttír og Gréta Guðna- dóttir, á lágfiðlu Guðrún Þórar- insdóttir og á celló Bryndís Halla Gylfadóttir. Allt eru þetta efni- legir tónlistarmenn, sem fluttu „consertare"-þátt sinn mjög vel. Flutningurinn á Elgar var mjög góður, fullur upp með lffi og til- þrifum og var auðheyrt að stjórn- andinn var þar í essinu sínu. Kammertónleikar sem þessir eru góð tilbreyting og má vel ætla að hægt sé að halda úti slíkri starf- semi til viðbótar við áskriftartón- leikana en þá verður að finna heppilegan tíma, því óreglulegar uppfærslur á óvenjulegum tímum, auk tilrauna með húsnæði, hefur áreiðanlega slæm áhrif á aðsókn. Jón Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.